Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 C 3» Morgunblaðið/Björn Gíslason grátt silfur saman. Hér sjást þær ( i loks sigur eftir langa bið. á list rinum Akureyri á dögunum. Þeir eru báðir stöðugir kylfingar með góða, einfalda sveiflu. Þeir slá mjög beint og því gæti Hvaleyrarholtsvöllur hentað þeim vel því brautirnar þar eru þröngar og karginn erfiður. Gömlu mennirnir, Björgvin Þorsteins- son og Þorsteinn Hallgrímsson, hafa reynsluna. Ég veit hins vegar ekki hvort Björgvin er enn þyrstur. Ef til vill hefur hann hug á að ljúka öldinni með Islands- meistaratitli." Ragnar telur Hvaleyrarholtsvöll hinn besta hér á landi um þessar mundir. Því telur hann að keppendur eigi að geta nýtt sér góðar aðstæður og sýnt góðan leik. „Völlurinn er í besta ástandi sem hægt er að hafa hann í. Ef mótið vinnst á pari eða yfir því í góðu veðri tel ég óhætt að segja að við þyrftum þá að endur- skoða æfingaáætlanir okkar,“ segir Ragnar. Hinsvegar segir hann að mun færri kylfíngar verði um hituna ef veðrið verður slæmt. „Það er erfiðara að spila í roki og þá skara þeir fram úr sem kunna fleiri tegundir högga, eins og Þorsteinn Hallgrímsson.“ LANDSMÓTIÐ í GOLFI Einvígi Ragnhildar Islandsmeistara og Ólafar Maríu iiggur í loftinu Völlurinn helsta hindr- unin - ekki mótheriarnir Síðastliðin þrjú ár hefur keppni um æðstu metorð íslenskra kvenkylfinga staðið á milli Ragnhildar Sigurðardóttur, marg- reyndrar keppniskonu úr Goifklúbbi Reykjavíkur, sem varð m.a. íslandsmeistari um miðjan níunda áratuginn, og Ólafar Maríu Jónsdóttur úr Keili, sem varð íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Búast má við að þær tvær berjist um meistaratignina á Hvaleyr- arholtsvelli, heimavelii Ólafar, um helgina, en aðrar reyna eftir fremsta megni að halda í við þær. Hinsvegar segir Ragnar Ólafs- son, landsliðseinvaldur: „Hinar eru einfaldlega ekki tilbúnar." Ragnhildur á titil að verja. Hún hefur verið lengi að og hefur tví- vegis orðið íslandsmeistari. í fyrra ygggggUKM skiptið, 1985, var hún Eftir aðeins fimmtán ára Edwin gömul. Hún átti mjög Rögnvaldsson gott tímabil í fyrra, en hefur ekki náð að fylgja því eftir í ár. Hún hefur þó hug á að snúa blaðinu við, en Landsmótið er sannarlega rétti tíminn til þess. „Ég hlakka virkilega mikið til. Það er gaman að taka þátt í Landsmóti, því þar mynd- ast alltaf mikil stemmning," segir Ragnhildur. Þér gekk mjög vel í fyrra og þá vannstu mörg mót. Hvemig tekur þú því þá núna þegar þú sigrar ekki? „Ég hef bara einfaldlega ekki gert jafn góða hluti og í fyrra. Ég veit upp á mig skömmina í þeim efnum. En það er mikilvægt að láta það hafa sem minnst áhrif á sig, reyna frekar að bæta sig. Það munaði til dæmis bara einu höggi á okkur Ólöfu á Akureyri. Auðvitað vil ég alltaf vinna - sigurviljinn er alltaf til staðar.“ En hver verða viðbrögð þín þegar þú nærð ekki að vinna sigur og Olöf María fer með sigur afhólmi? „Ég er komin með svo mikla reynslu af því að vera í öðru sæti. Það hefur margoft orðið hlutskipti mitt í Landsmóti. Ég hugsa þó ekki mikið um hver gerði betur en ég. Maður vinnur bara ef maður leikur nógu vel. Þess vegna reyni ég bara að bæta mig þegar mér gengur ekki sem skyldi," segir Ragnhildur, sem segist hafa orðið fyrir von- brigðum með frammistöðu sína á flötunum í sumar. „Á Akureyri var ég eins og asni á flötunum - þrípút- tandi og tvívippandi. Þau mistök liggja í höfðinu. Púttin hafa ekki verið nógu góð. Ég er núna komin með nýjan pútter, sem á að hjálpa mér við að strjúka púttin beint því hann er þyngri.“ Heldurðu að þú mætir með öðru hugarfari íþetta mót heldur en ef þú hefðir sigrað í tveimur síðustu mót- unum? „Já, ég hugsa það. Ég hefði í það minnsta verið sigurvissari. Ég þarf bara að spila betur. Ég hef ekki stað- ið mig nógu vel. Leikur minn hefur þó verið nokkuð stöðugur og ég hef skorað ágætlega. Ég hef ekki oft slegið meira en áttatíu högg, heldur hef ég oftast verið í kringum 75 til 77 högg. En mig vantar þessa „bombu- hringi“ þegar ég næ að leika undir pari líkt og í fyrra. Það er rosalega gaman.“ Það liðu þrettán ár frá fyrri ís- landsmeistaratitli þínum til þess næsta. Hvað orsakaði þessa „þurrð“? „Ég og Karen [Sævarsdóttir] börðumst sífellt um titilinn og vorum oft ansi jafnar. En mig vantaði ein- faldlega hugsunarhátt sigurvegarans - þurfti að vita fyrir víst að ég gæti sigrað.“ Veistu það núna? „Já, ég sýndi í fyrra að ég gat unn- ið. Auðvitað get ég þetta.“ Völlurinn - heimavöllur Ólafar Maríu - er hann eitthvað sem hefur góð eða slæm áhrif á þig? „Hann er fyrst og fremst í frá- bæru ástandi. Það er mjög vel um hann hugsað og þar er allt virkilega snyrtilegt. Keilismenn eiga heiður skilinn fyrir frábær störf. Ég hef ekki séð jafn snyrtilegan völl hér á Islandi í mörg ár. Mér finnst mjög gaman að spila þarna. Veðrið á að vera gott, nánast iogn, en ef það er eitthvert rok er mun erfiðara við völlinn að etja - sérstaklega Hraun- ið. Þá þarf maður að nota heilann mikið,“ segir Ragnhildur. Spila til sigurs Ólöf María Jónsdóttir, sem varð íslandsmeistari í Grafarholti fyrir tveimur árum, verður á heimavelli í þetta sinn. Hún hefur sigrað í tveim- ur síðustu stigamótunum - fyrst á íslandsmótinu í holukeppni og síðast á Akureyri fyrir tíu dögum. Ólöf María segist ætla að leika til sigurs og hefur aðeins áhyggjur af einu - þolinmæðinni. Með hvaða hugarfari hefurðu ein- sett þér að mæta til leiks? „Við upphaf mótsins hef ég það að leiðarljósi að halda þolinmæðinni og leika af skynsemi, en umfram allt stefni ég á að spila til sigurs. Á því leikur enginn vafi og það er það eina sem kemst að í mínum huga.“ Stendur þér stuggur af einhverj- um öðrum keppanda en Ragnhildi Sigurðardóttur? „Ég efast um að einhver annar geti unnið þetta mót, en Kristín Elsa [Erlendsdóttir, Keili] og Herborg [Arnarsdóttir, GR] geta báðar leikið mjög vel og það má ekki útiloka þær, þó athyglin hafi beinst nær eingöngu að mér og Ragnhildi.“ Ertu að leika gegn Ragnhildi, gegn vellinum - eða jafnvel gegn sjálfri þér? „Ég er náttúrulega aðallega að keppa við völlinn - og legg mest upp úr því að ég sjálf leiki gott golf. Ég hugsa ekki um það sem keppinautar mínir gera. Ef ég finn taktinn og verð þolinmóð tel ég að útkoman geti orðið góð fyrir mig. Völlurinn er helsta hindrunin - ekki mótherjarnir.“ Heimavöllurinn - hvernig áhrif heldurðu að hann hafí á þig? Finn- urðu fyrir meiri þrýstingi utan frá vegna hans eða fínnst þér þú hafa forskot? „Ég held að það sé beggja blands. Auðvitað eru gerðar meiri væntingar til mín - að ég standi mig vel á eigin heimavelli, en vitaskuld hef ég líka forskot vegna þess að ég get verið heima og slappað af. Þetta er tví- rætt. Ég þekki aðstæður betur og vonandi verða fleiri áhorfendur frá mínum klúbbi. Þannig verð ég ró- legri.“ Hvernig líður þér fyrir mótið? Ert þú full sjálfstrausts eftir að hafa sigrað á tveimur stigamótum í röð? „Sjálfstraustið er í lagi. Vonandi verður þolinmæðin á svipuðum nót- um. Hún er það eina sem ég hef áhyggjur af.“ Hefur hún verið vandamál? „Já, það hefur komið fyrir að ég hef orðið pirruð. Flatirnar á vellinum eru erfiðar. Þær líta út fyrir að vera auðveldar viðureignar, en í þeim er lúmskt brot, sem erfitt er að lesa. Það er því mjög mikilvægt að púttin heppnist, en ef því er ekki að heilsa verð ég að halda þolinmæðinni." Ragnhildur og Olöf María hafast ólíkt að RAGNHILDUR Sigurðardóttir og Ólöf María hafast ólíkt að við æfing- ar. Kappsamir kylfingar skiptast gjarnan í tvær fylkingar hvað þær varðar. Flestir eyða miklum tíma á æfingasvæðinu og slá þar hundruð högga þar til þeir eru ánægðir, en mun færri fara út á völl til að finna taktinn og æfa sig í að aðlaga leik sinn aðstæðum. Ragnhildur er ein þeirra sem fer oftast út á völl og leikur nokkrar holur til að skerpa leik sinn. „Ég fer mest á kvöldin, þegar fólki er farið að fækka á vellinum. Þegar ég slæ misheppnað högg, slæ ég bara öðr- um bolta og stundum prófa ég nokkur högg við flatirnar, t.d. úr glomp- um,“ sagði Ragnhildur þegar Morgunblaðið náði tali af henni við loka- undirbúning fyrir Landsmótið, en þá var hún einmitt við leik á Korp- úlfsstaðavelli. Ólöf María er á öndverðum meiði. „Ég legg mikið uppúr því að fara á æfingasvæðið. Sérstaklega gerði ég það mikið í byrjun sumars, en síð- astliðinn mánuð hef ég spilað meira en áður,“ segir hún. Lengi má deila um hvor aðferðin sé happadrýgri. Til eru dæmi um andstæður sem þessar í heimi atvinnumanna. Suður-Afríkubúinn Ernie Els tilheyrir sama hópi og Ragnhildur, en Fiji-búinn Vijay Singh leitar sífellt að hinni fullkomnu golfsveiflu á æfingasvæðinu. verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, laugardaginn 7. ágúst. Vegleg verðlaun, bæði með og án forgjafar, auk annarra verðlauna. Skráning á Kiðjabergi í síma 486 4495 kl. 16-20 fimmtudag og kl. 12-20 föstudag. Komið og spilið á hinum stórglæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir. BYKQ W Golfklúbbur Kiðjabergs (9fesiO/ BYKO - MOTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.