Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 186. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 150.000 manna samkoma krafðist afsagnar Júgóslavíuforseta Milosevic hverfí frá völdum innan 15 dag*a Belgrad. Reuters, AFP. 150.000 manns a.m.k. söfnuðust saman fyrir framan júgóslavneska þinghúsið í miðborg Belgrad síð- degis í gær í fjölmennustu mót- mælaaðgerðum sem haldnar hafa verið í höfuðborginni í þrjú ár og kröfðust afsagnar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Safn- aðist mannfjöldinn saman þrátt fyrir að óttast hefði verið að inn- byrðis deilur stjórnarandstöðuafl- anna í landinu, sem stóðu fyrir fundinum, myndu fæla fólk frá því að mæta. Tók mannfjöldinn undir þær kröfur stjórnarandstæðinga að Milosevic hverfi af valdastóli innan 15 daga ellegar fari fólk á götur út og hverfi ekki þaðan fyrr en Milosevic sé frá. Með mótmælafundinum, sem haldinn var að undirlagi G-17-hóps- ins, hóps óháðra hagfræðinga í Júg- óslavíu, var tveimur meginmark- miðum skipuleggjendanna náð; að ná fleiri en 100.000 manns út á göt- ur höfuðborgarinnar og að fá tvo af sterkustu leiðtogum stjómarand- stöðuaflanna í Serbíu til að ávarpa samkomuna. Zoran Djindjic, leiðtogi Lýðræð- isflokksins, fór fram á það í ræðu sinni að Miloscvic hyrfi frá völdum innan 15 daga. „Ef þeir eru enn við völd eftir [þann tíma] mun Serbía fara út á götumar, ekki aðeins í Belgrad, heldur í öllum bæjum. All- ir munu flykkjast út á götur með ein skilaboð á lofti: Við munum vera hér uns þú ferð frá. Annaðhvort Milosevic eða Serbía, þriðja leiðin er ekki til,“ sagði Djindjic í tilfinn- ingaþmnginni ræðu. Draskovic lætur undan þrýstingi Hinn umdeildi leiðtogi Endur- reisnarbandalagsins, Vuk Dra- skovic, mætti til fundarins þrátt fjrir að hafa hafnað því áður vegna missættis við aðra stjómarandstæð- inga. Lét hann þó undan þrýstingi hluta mannfjöldans sem safnast hafði saman og ávarpaði samkom- una. „Við eram í fangelsi vegna þess Reuters Um 150.000 manns mættu til miðborgar Belgrad síðdegis í gær og hvöttu til afsagnar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Helstu talsmenn stjómarandstöðuaflanna tóku til máls á mótmælafundinum. að einstaklingar sem era við stjóm- völinn í sambandsríkinu og Serbíu era einangraðir frá umheiminum." Nokkrir fundargesta veittust að líf- vörðum Draskovics eftir ræðuna og hrópuðu ókvæðisorð að Draskovic. Kom tii lítilsháttar ryskinga. Stjómvöld í Júgóslavíu höfðu reynt að beita áhrifum sínum svo að af fundinum yrði ekki og sögðust á miðvikudag reiðubúin til að ganga til kosninga á þessu ári. Þá breyttu þau í gær umdeildum reglum um þjóðar- happdrætti í landinu og greiddu út ellilífeyri, en greiðslur til eldri borg- ara hafa ekki borist síðan í apríl sl. Skipuleggjendur fundarins sögðu að lögreglusveitir hefðu ekki amast við komu langferðabifreiða er fluttu fólk, oft um langan veg, til höfuð- borgarinnar og fámennt lið lögreglu var nærri fundarstaðnum. Pó er talið víst að öflugar sveitir hafi verið tO taks í þinghúsinu. Landsbyggðin Sápuóper- ur seiða burt fólkið MIKIL ástæða fyrir brott- flutningi ungs fólks af lands- byggðinni er sjónvarpsþættir á borð við „Seinfeld" og „Vini“. Pað er sænskur fræðimaður, sem heldur þessu fram, en hann segir, að í þáttunum sé borgarlífinu lýst sem eins kon- ar paradís unga fólksins. Myndir af landsbyggðinni gangi hins vegar margar út á einhver undarlegheit í fólki. „I sænskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er lands- byggðinni yfirleitt lýst á mjög neikvæðan hátt. Þar er fólkið uppfullt af fordómum og af- skaplega fáfrótt í samanburði við borgarbúana," segir Hans Westlund, sem starfar við byggðarannsóknastofnun í Ostersund, í viðtali við norska blaðið Verdens Gang. Unga fólkið vill sápuóperulíf Westlund leggur áherslu á, að þessi kenning sín hafi ekki verið vísindalega sönnuð en hann segir, að unga fólkið flytj- ist ekki bara til bæjanna vegna náms eða í leit að góðu starfi. Það vilji eiga hlut í því kunn- ingja- og kaffihúsalífi, sem lýst sé í sápuóperanum. „Fucking Ámál“ sé hins vegar gott dæmi um þá mynd, sem dregin sé upp af landsbyggðinni. Jarðfræðingar óttast öfluga eftirskjálfta í Norðvestur-Tyrklandi Átökin í Dagestan Milljónir manna flýja heimili sín Golcuk, Istanbúl, Ankara. Reuters, AP, AFP. MILLJÓNIR Tyrkja flýðu heimili sín í gærkvöldi eftir að jarðfræðing- ar höfðu varað við öflugum eftir- skjálftum tveimur dögum eftir að hinn gríðarlegi jarðskjálfti, sem mældist 7,4 á Richter, reið yfir norðvesturhluta Tyrklands með þeim afleiðingum að þúsundir manna fórast og tugþúsundir særð- ust. í gærkvöldi höfðu yfir 7.000 lík fundist í húsarústum víðs vegar um jarðskjálftasvæðið og talið var að alls hefðu 33.000 manns slasast. Hundrað dvelja nú úti undir bera lofti þar eð híbýli þeirra era illa leikin eða ónýt og vegna ótta um eftirskjálfta hvöttu yfirvöld almenn- ing í borginni Bursa, þar sem tvær milljónir manna búa, til að yfirgefa heimili sín. Seint í gærkvöldi var borgin nánast mannlaus. Borgin Golcuk varð einna verst úti í skjálftanum og er aðstæðum þar lýst sem hrikalegum. Hundrað og jafnvel þúsundir manna era tald- ar hvfla enn í rústunum lífs eða liðn- ar og taldi borgarstjórinn í Golcuk að um 10.000 manns væru fastir í rústunum. Hjálparstarfsmenn í Golcuk og öðram þéttbýliskjömum á jarðskjálftasvæðinu reyna nú linnulaust að finna eftirlifendur skjálftans sem og að koma hinum slösuðu og aðframkomnu til hjálpar. Borgarar grátbændu hjálparstarfs- menn um að leita að ástvinum sín- um í rústum húsa en líkumar á því að finna fólk á lífi í sumarhitanum á svæðinu fara nú minnkandi. Ört minnkandi matarbirgðir víða á skjálftasvæðum jók enn á geðs- hræringu fólks en undanfarna tvo daga hefur gagnrýni almennings á stjómvöld magnast vegna þess sem talin era slök viðbrögð við hamför- unum. Sögðust margir borgarar ekki hafa fengið neina aðstoð, hvorki mat né verkfæri til að grafa ástvini sína úr rústunum. Vatns- birgðir eru víða á þrotum og í gær réðst æstur múgur á bílalest sem flutti mat inn í borgina Izmit. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, varði aðgerðir stjóm- valda og lagði áherslu á að hjálpar- starf væri á afar viðkvæmu stigi og ef fyllstu varúðar væri ekki gætt gætu tíu dáið á meðan aðeins einum væri bjargað lifandi. Óvenju mikil virkni Tveir litlir eftirskjálftar riðu yfir vesturhluta Tyrklands með tveggja klukkustunda millibili í gær og vöktu strax ótta um endurteknar hamfarir. Mehmet Ali Isikara, yfir- maður helstu jarðskjálftastofnunar Tyrklands, sagði í gær að nauðsyn væri á því að vera vel á varðbergi gagnvart eftirskjálftum. Skjálftam- ir í gær gætu e.t.v. verið fyrirboði öflugs skjálfta. „Sannleikurinn er sá að ég er afar uggandi," sagði Isik- ara og hvatti til aðgæslu vegna Reuters Þýskir hjálparsveitarmenn bera aldraðan Tyrkja úr rúst- um híbýlis síns í borginni Golcuk í gær. Hafði maðurinn verið fastur í rústunum í 60 klst. áður en hjálp barst. „óvenju mikillar jarðskjálftavirkni“ í Norðvestur-Tyrklandi. Seint í gærkvöldi dró hann þó úr aðvöran- arorðum sínum. Tyrkneska viðskiptadagblaðið Finansial Fomm sagði í gær að skjálftinn myndi kosta tyrkneska ríkið andvirði a.m.k. 1.825 milljarða íslenskra króna en sumir telja kostnað við uppbyggingu og hjálp- arstarf geta orðið enn meiri. Hernum beitt víða um landið Moskvu, Makhachkala. Reuters, AFP. RÚSSNESK stjómvöld sögðu í gær að þau yrðu að endurskipuleggja herfræði sína í átökunum við upp- reisnarmenn í Kákasuslýðveldinu Dagestan sem hafa lagt undir sig svæði í fjallahéraðum sjálfsstjórnar- lýðveldisins. Talsmenn stjórnarinn- ar í Moskvu sögðu að undanfarnar tvær vikur hefðu fjöratíu rússneskir hermenn fallið en á milli 400 og 500 skæraliðar verið vegnir. Rússneskar orrastuvélar hafa varpað sprengjum á svæðið um- hverfis þorpið Tando þar sem skæraliðar era taldir halda sig og sögðu rússnesk hermálayfirvöld að hert yrði á sókninni gegn tsjetsj- neskum uppreisnarmönnum í hérað- inu. Sagði Igor Zubov, aðstoðarinn- anríkisráðherra Rússlands, að hem- um væri nú beitt viðs vegar um Dag- estan til að uppræta skæraliðana er vilja stofna íslamskt ríld í landinu. ísraelar bjóða aðstoð sína Rússneska dagblaðið Vremya sagði í frétt sinni í gær að Mossad, ísraelska leyniþjónustan, hefði boð- ið Rússum aðstoð sína við að brjóta uppreisnaröflin í Dagestan á bak aftur. Þeim hefur borist liðsstyrkur frá Jórdaníu og Palestínu. Sagði blaðið að David Levy, utanríkisráð- herra ísraels, hefði boðið Mikhail Bogdanov, sendiherra Rússa í ísra- el, aðstoð Mossad, sem gæti veitt Rússum mikilvægar upplýsingar um skæraliðasveitimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.