Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 37 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TVEIR KOSTIR ÞEGAR sparisjóðirnii’ tóku ákvörðun um að selja hluta- bréfaeign sína í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. til Orca SA hleyptu þeir einkavæðingaráformum ríkis- stjórnarinnar í uppnám. Það var yfírlýst stefna ríkisstjórn- arinnar að tryggja dreifða eignaraðild að ríkisbönkunum við einkavæðingu þeirra. Þessi yfirlýsta stefna kom fram í samtali við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hér í blaðinu fyrir rúmu ári og hún var staðfest í sölulýsingu á hlutabréf- um í FBA, sem staðfest var m.a. af viðskiptaráðherra. Þeg- ar ljóst var orðið, að sparisjóðirnir höfðu eignast stóran hlut í bankanum, var yfírleitt litið á það með velvilja vegna þess, að sparisjóðirnir eru peningastofnanir, sem sprottið hafa upp á meðal almennings í landinu, þótt eignarhald á þeim sé álitamál við gjörbreyttar aðstæður í viðskiptalíf- inu. Eftir sölu sparisjóðanna á hlutabréfunum til eins aðila, Orca SA, var ljóst, að ríkisstjórnin var komin í mjög erfíða aðstöðu. Sala þeirra hlutabréfa í dreifðri sölu, sem enn eru í eigu ríkisins, var og er í raun ákvörðun um að Orca-hóp- urinn verði ráðandi aðili í FBA. Með slíkri sölu væri fótun- um gersamlega kippt undan áformum ríkisstjórnarinnar um dreifða eignaraðild að bankakerfínu. Reynslan sýnir jafnframt, að þegar einn aðili er kominn í slíka yfírburða- stöðu í hlutafélagi dvínar mjög áhugi annarra á að kaupa hlutabréf í því félagi, sem aftur leiðir til þess að verðlækk- un verður á hlutabréfunum. Akvörðun sparisjóðanna um að selja hlut sinn til Orca SA jafngilti því ákvörðun um að verðfella þann hlut ríkisins, sem eftir stendur, yrði hann seldur í dreifðri sölu. Skýrt dæmi um þetta er tilraun bæj- arstjórnar Akureyrar til þess að selja hlutabréf bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Þar sem Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafélags íslands hf., er kominn með um og yfír 40% hlutafjár í ÚA og Akureyrarbær getur ekki boðið 60% til sölu er nánast enginn áhugi á kaupum hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÚA, a.m.k. ekki með þeim hætti, sem reynt var að selja bréfín. Þegar Morgunblaðið spurði Guðmund Hauksson, spari- sjóðsstjóra í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, hvers vegna sparisjóðirnir hefðu tekið ákvörðun um að selja hlutabréfin í FBA svaraði hann á þessa leið hér í blaðinu hinn 14. ágúst sl.: „Þegar athygli okkar var vakin á því að ríkissjóður kynni að hafa frjálsari hendur um sölu á bréf- unum en áður var um talað, þ.e.a.s. að dreifð eignaraðild væri ekki eins afdráttarlaust skilyrði og áður var rætt um, varð okkur ljóst að það var talsverð áhætta fólgin í þessari fjárfestingu okkar... Við kynnum að hafa setið uppi með þriggja milljarða fjárfestingu án þess að hafa náð mark- miði okkar og búið við þá áhættu að geta ekki selt nema eiga það á hættu að þessi hlutur okkar lækkaði í verði.“ Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, neitaði því í sam- tali við Morgunblaðið fyrir viku, að hann hefði gefið slíkt til kynna í samtölum við forsvarsmenn sparisjóðanna, en nú er ljóst, að ákvörðun sparisjóðanna um sölu hefur leitt til nákvæmlega þeirrar stöðu, sem Guðmundur Hauksson lýsti áhyggjum yfír að sparisjóðirnir gætu lent í. Munurinn er sá, að þeir eru ekki að lenda í þeirri stöðu heldur Orca- hópurinn, sem keypti af sparisjóðunum. Þegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lýsti því yfír á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sl. fóstudags- kvöld, að til greina kæmi að selja 51% hlut ríkisins í FBA í einu lagi, benti hann á, að söluverðið á hlut sparisjóðanna til Orca benti til þess að kaupendurnir teldu sig ná ráðandi stöðu í bankanum en það gæti rýrt verðgildi þeirra hluta- bréfa, sem ríkissjóður á enn í bankanum, ef sá hlutur yrði seldur í dreifðri sölu. Þess vegna kæmi til greina að selja bréfín í einu lagi. Sala sparisjóðanna hefur því leitt til þess, að forsætis- ráðherra telur, að ríkisstjórnin verði að skoða hug sinn vel áður ennæstu skref verða stigin, og jafnframt að kaupend- ur á hlutabréfum sparisjóðanna kunna að hafa tekið ákvörðun um mikla fjárfestingu án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því, að sú fjárfesting leiði til þeirra áhrifa, sem að hafí verið stefnt. Þeir hafí því tekið þá áhættu, sem sparisjóðirnir vildu fírra sig. Niðurstaðan verður sú sama, ef farið verður að ráðum Finns Ingólfssonar, viðskiptaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið í dag um að fresta sölu á hlutabréfum ríkisins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sér ýmsa möguleika til að koma í veg fyrir litla samkeppni VIRKJANIR, stóriðja, um- hverfísmál, eignarhald á fjármálafyrirtækjum og fleirí umfangsmikil málefni hafa verið mikið til umfjöllunar í þjóðfélaginu að undanförnu. Sér- fræðingar, almenningur og aðrh’ sem málin varða tjá sig í viðtölum og blaðagreinum og forystumenn stjómmálaflokkanna taka þátt í um- ræðunni. Af þessu tilefni er rætt við Halldór Ásgrímsson, formann Fram- sóknarflokksins, til að spyrja hann um stefnu flokksins í þessum málum. Fyrst er hann beðinn að lýsa afstöðu flokksins til hálendisumræðunnar og vh’kjana og stóriðju á Islandi. „Mér finnst það mjög eftirsóknar- vert að við notum sem mest af vist- vænni og endumýjanlegri orku. Helstu sérfræðingar veraldar telja ekkert vænlegra í baráttunni gegn megnun en að nýta hreina, endurnýj- anlega orku alls staðar þar sem því verður við komið, ekki síst við fram- leiðslu sem valda mundi verulegi’i mengun ef aðrir orkugjafar væra notaðir, svo sem olía, gas eða önnur jarðefni. Við Islendingar eram sú þjóð sem fremst stendur í notkun umhverfisvænna orkugjafa. Áætlanir um að nýta vatnsorku á Austfjörðum hafa verið lengi til um- ræðu. Það hefur verið fjallað um þessi mál í stjómmálaumræðunni í meira en aldarfjórðung og málin hafa verið í athugun þótt ekki hafi orðið úr framkvæmdum. Allt frá því þegar ég hóf fyrst þátttöku í stjómmálum hef- ur verið víðtækur stuðningur við það í öllum stjómmálaflokkum að orku- lindir Austfjarða yrðu nýttar til at- vinnuuppbyggingar í fjórðungnum, á Norðurlandi og á landsvísu. Virkjunarleyfi fyrir Fljótsdals- virkjun var samþykkt af Alþingi árið 1981 og síðan var stór hluti virkjun- arinnar boðinn út árið 1992 en verk- takinn beðinn að framlengja til 1994. Tilboðinu hefur í raun aldrei verið hafnað og fór Jón Sigurðsson, þáver- andi iðnaðarráðherra, austur og tók fyrstu skóflustunguna og ég var við- staddur þá athöfn ásamt mörgum öðram. Þann dag ríkti mikil bjartsýni um nýja tíma í atvinnu- og framfara- málum fjórðungsins. Framkvæmdir við aðrennslisgöngin hófust í fram- haldi af þessu og þá var Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra en hann hefur nú skipt um skoðun í stjómarandstöðu." Þingmenn axli sjálfir ábyrgð „Þegar Alþingi veitti virkjanaleyfíð í tíð Hjörleifs Guttormssonar iðnað- arráðhema var gert ráð fyrir að það land sem færi undir lón og veitur yrði rúmh’ 80 ferkílómetrar. Þessi áætlun hefur verið í stöðugu umhverfismati síðan og nú er þetta landsvæði komið niður í rúmlega 40 ferkílómetra. Við þessar framkvæmdir eins og allar aðrar verður að vega og meta um- hverfisáhrif, hagsmuni íbúa á Aust- urlandi og landinu öllu, áhrif á byggðaþróun og síðast en ekki síst þjóðarhag. Eg vek athygli á því að þriðjung af þeim hagvexti sem við höfum notið undanfarin ár má rekja til virkjanaframkvæmda og stóriðju. Góðæri í þjóðarbúskap okkar tengist óhjákvæmilega skynsamlegri nýt- ingu á auðlindum okkar en sprettur ekki af sjálfu sér. Við höfum náð umtalsverðum ár- angri á sviði umhverfismála. Við er- um fyrirmynd annarra þjóða í um- gengni við auðlindir hafsins og til þess er tekið hversu hrein og óspillt náttúra landsins er. Sú lifandi umræða sem fram fer um þessi mál er nauðsynleg vegna þess að hver einasta kynslóð sem Island byggir stendur andspænis þeirri spurn- .......... ingu með hvaða hætti hægt sé að sækja lífsbjörg til náttúra landsins án þess að ganga á þann höfuðstól sem hún tók í arf. Aðaldeiluefnið í dag er hvort fram eigi að fara það sem menn kalla „lög- formlegt mat á umhverfisáhrifum". Þetta lögformlega mat snýst um að senda þá skýrslu um mat á umhverf- isáhrifum, sem nú er unnið að og byggist á þeim rannsóknum og vís- indastarfi sem unnið hefur verið að á Eyjabakkasvæðinu í áratugi, til skipulagsstjóra ríkisins - og síðan Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að hægt sé með löggjöf að setja skorður við fákeppni. Hlynntur valddreif- ingu í viðskiptalífínu Halldór Asgrímsson segir að alþingismenn verði að gera það upp við sig hvort þeir vilja afturkalla virkjanaleyfí Landsvirkjunar vegna Fljótsdalsvirkjunar eða standa við fyrri ákvörðun. Jóhannes Tómasson ræddi við formann Framsóknarfiokksins sem telur og að fela eigi Samkeppnisstofnun meiri völd til að koma í veg fyrir fákeppni. „Eftirsóknar- vert að nota sem mest af vistvænni orku“ eigi umhverfisráðherra að sam- þykkja eða hafna áliti skipulags- stjóra, að undangengnum athuga- semdum og kærum. Þannig er ekki hægt að vinna, því það stæðist ekki lög að taka virkjanaleyfið þannig af Landsvirkjun. Það getur Alþingi eitt gert og þá með lögum. Þessa ábyrgð verða alþingismenn sjálfir að axla og gera upp við sig hvaða rök era sterkust í þessu máli. Eg, umhverfisráðherra og iðnaðar- ráðherra fóram ítarlega yfir málið nú um helgina og erum sammála um að mikilvægt sé að skýrslan berist sem fyrst til stjómvalda og eftir það gæf- ist Alþingi kostur á að taka hana til umfjöllunar. Heiðarlegasta aðferðin Þú vilt sem sagt óhræddur leggja málið fyrir Alþingi að nýju? „Það er að mínu mati langheiðar- legast að þingmenn geri upp hug _________ sinn hvort standa beri við fyrri ákvörðun þingsins eða afturkalla virkjana- leyfið. Það mætti t.d. kanna þingviljann í þessu máli með tillögu til þings- ályktunar." —— Ymsir hafa varpað því fram hvort finna má hugsanlega aðr- ar leiðir í orkuöflun og formaður Landverndar, Jón Helgason, hefur lýst því að nauðsynlegt kunni að reynast að leita annarra og kostnað- arsamari leiða til að tryggja Austfirð- ingum aðgang að orkulindum eða kanna hvort tengja megi Austfirði við orkuver í öðrum landshlutum. Sér formaður Framsóknarflokksins ein- hverjar slíkar leiðir? „Þegar maður spyr hvaða virkjun- arkostir aðrir séu fýsilegir verður yf- irleitt fátt um svör. Nefndir hafa ver- ið smærri virkjunarkostir eins og jarðhitasvæði á Þeistareykjum og stækkun á Kröfluvirkjun. Þessir kostir eru ekki sambærilegir. Raforkuframleiðsla væri miklum mun minni. Við jarðvarmavirkjun sem er eingöngu til raforkufram- leiðslu fer mikil orka til spillis eða um 85% með þeirri tækni sem við búum yfir í dag, hvað sem síðar verður. Auk þess er jarðhiti ekki síendumýj- anleg orkulind. Menn hafa líka talað um litla virkjunarkosti eins og Fjarð- ará í Seyðisfirði og Seljalandsá á Suðurlandi. Með virkjun Fjarðarár yrði lagt rör niður alla hlíðina og allir fossamir sem þar renna niður eyði- lagðir og Seljalandsfoss er einhver fegursti foss á landinu - svo að ekki era þetta betri kostir." Einhverjir vilja fjárfesta En hafa menn lagt eins mikla fjár- muni í athugun á öðrum atvinnu- möguleikum sem gætu komið til greina? „Slíkar athuganir miðast alltaf við þá möguleika sem menn telja raun- hæfa hverju sinni. Mjög lengi höfum við talið að möguleikar okkar væra mestir í atvinnusköpun við sjávarút- veg og nýtingu orkulindanna. Nýir möguleikar hafa komið fram á síð- ustu árum sem við eigum að kanna til hlítar til uppbyggingar atvinnu á landinu. Stjórnvöld eru að sjálfsögðu ekki ein um að hafa framkvæði að framföram í atvinnumálum. Nýsköp- un í atvinnulífi sprettur oftar en ekki af vinnu frumkvöðla og framsýnna fyrirtækja og fjárfesta." Er fjármögnun íslenskra aðila og meirihlutaeign þeirra í álveri ef til kemur ekki of mikO áhætta varðandi orkuver og stöðu Landsvirkjunar? „Það. hefur lengi verið. markmið okkar íslendinga að reyna að skapa meiri fjölbreytni í atvinnulífi okkar til að vera síður háðir sveiflum í sjáv- arútvegi. Öllum atvinnurekstri fylgir áhætta en talið er að markaðir fyrir léttmálma verði góðir í framtíðinni enda er aukin notkun þeirra eitt besta vopnið í baráttunni gegn meng- un í heiminum. Öllum ber saman um að nýting hreinna endumýjanlegra orkugjafa sé lykilatriði til að minnka mengun. Það er mikið lán að við bú- um betur en flestar aðrar þjóðir heims í þessu tilliti. Við hitum hýbýli okkar með hreinum orkugjafa og framleiðum rafmagn með hreinni og endurnýjanlegri orku. Eg óttast ekki að vægi stóriðju verði of mikið en er hins vegar þeirrar skoðunar að áherslu eigi að leggja á fleira enda er þjóðin vel menntuð og fylgist vel með í alþjóðlegu samhengi." Breytingar í fjármálaheiminum hafa verið mikið ræddar að undan- fömu og Halldór er spurður um stefnu Framsóknarflokksins gagn- vart spumingunni um dreifða eignar- aðild í fjármálafyrirtækjum. „Framsóknarflokkurinn er og hef- ur alltaf verið hlynntur dreifðri eign- araðild í fyrirtækjum og umfram allt valddreifingu í viðskiptalífinu. Sam- vinnufyrirtækin á sínum tíma vora form hinnar dreifðu eignaraðildar og varla er hægt að ganga lengra í því efni. Við urðum fyrir mikilli gagnrýni fyrir stuðning okkar við samvinnu- hugsjónina bæði af hálfu Morgun- blaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Nú era nýir tímar og segja má að fjár- magnið hafi fengið miklu meira afl en hin vinnandi hönd. Stefna okkar við þessar aðstæður er að grípa verður tO nýrra ráða til að dreifa valdi í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir að það safnist á fáar hendur. Ég veit ekki betur en allir stjómmálaflokkar séu nú loksins orðnir hlynntir hug- myndum um dreifða eignaraðild," segir Halldór. Einkum andstaða gegn Framsóknarflokknum? „Mér finnst umræðan'sem nú fer fram að mörgu leyti gagnleg en ég harma það hvernig málinu er stillt upp. Það er gert þannig að það séu ákveðin stjórnmálaöfl í landinu fylgj- andi dreifðri eignaraðild en önnur á móti. Mér hafa fundist leiðarar Morgunblaðsins bera keim af þessu. Ég hef sagt það í minn hóp að mér I finnist leiðarahöfundar Morgun- blaðsins vera í stjórnarandstöðu - og sú andstaða beinist fyrst og fremst að ráðherram Framsóknarflokksins. Þetta gerh’ Framsóknarflokknum oft og tíðum erfitt fyrir í stjómarsam- starfinu. Við framsóknannenn lítum raunsætt á málin og eram þeirrar skoðunar að dreifð eignaraðild sé ekki alltaf trygging fyrir valddreif- ingu, heilbrigðri samkeppni og sann- gjömum leikreglum í viðskiptum. Veruleikinn er þannig að menn koma sér saman og mynda meiri- hluta, hvort sem aðilar eru fimm, fimmtíu eða fimm hundruð. Menn gera það með sama hætti í hlutafé- lögum og í öðrum félögum. Eina tryggingin fyrir heilbrigðri sam- keppni eru öflugar eftirlitsstofnanir sem tryggja að samkeppni sé virk og fámennisvald sé ekki fyrir hendi. Við höfum lagt mikla áherslu á upp- byggingu Samkeppnisstofnunar og erum þeirrar skoðunar að hana eigi að efla mjög mikið. Við höfum hins vegar séð mikla gagnrýni á Sam- keppnisstofnun, meðal annars frá ráðherrum samstarfsflokks okkar og Morgunblaðið hefur tekið undir, til dæmis varðandi Landssímann. Ég er ósammála þeirri gagnrýni og ef eitthvað er tel ég að Samkeppnis- stofnun eigi að fá meiri völd og fjalla um fleiri mál til að koma í veg fyrir fákeppni á markaði." Halldór segir þetta vera þróunina alls staðar í Evrópu og telur líklegt að samkeppnisstofnanir verði meðal valdamestu stofnana Evrópusamfé- lagsins: „I tíð núverandi viðskipta- ráðherra hefur verið sett á laggirnar öflugt fjármálaeftirlit sem fylgist með fjármálastofnunum og er að stíga fyrstu skref sín. Ég tel að þessi stofnun sé afar mikilvæg til að styrkja samkeppni á fjármálamark- aði og koma í veg fyrir fámennisvald þar. Frjálst markaðskerfi er síður en svo gallalaust en umfangsmikill ríkis- rekstur samræmist ekki kröfum nú- tímans og því opna hagkerfi sem við eram hluti af. Við eram á alþjóðleg- um fjármálamarkaði í samkeppni við erlendar fjármálastofnanir og tókum þessar grundvallarákvarðanir með því að gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu." Nýir eigendur munu leita eftir hagkvæmni Halldór segir að fjármálastofnanir og ríkisfyrirtæki, sem seld verða, muni í höndum nýrra eigenda leita efth’ hámarks hagkvæmni og enginn stjórnmálaflokkur eða löggjöf geti fyrirfram valið kaupendur. Eftirlits- stofnanir eigi hins vegar að tryggja og jafnvel þvinga fram aðgerðir til að koma í veg fyrir fámennisvald og litla samkeppni enda standi traust laga- setning þar að baki. Sérðu þá fyrir þér lagasetningu varðandi hámarkseign í fjármála- stofnunum á sama hátt og takmörk- un er á kvótaeign? „Kvóti er annars eðlis því að þar er um að ræða aðgang að auðlind sem er í eigu þjóðarinnar. Við getum auðvitað sett í lög að einn aðili megi ekki eiga meira en 2%, 5% eða 10% í fjármálastofnun en við verðum að spyrja okkur hvaða árangri það muni skila. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að það skili okkur ein- hverju - sem ég er ekki sannfærður um - verðum við sömuleiðis að skoða hvaða áhrif slík lagasetning kann að hafa á markaðinn, virði eignanna og möguleikana til að leita _________ meiri hagkvæmni og standast samkeppni við erlenda aðOa sem búa við aðrar reglur til að útvega fólki og fyrirtækjum að- gang að ódýrri þjónustu og fjármagni. Aðalatriðið er að mínu bregðast þannig við mati að aðstæðum að þau fyrirtæki sem við eigum standist þá alþjóðlegu samkeppni sem við er- um í. Við verðum að búa við svipuð skOyrði, svipað eftirht og almennt gerist í kringum okkur. Jafnframt verðum við að hafa í huga smæð ís- lensks þjóðfélags og íslensks mark- aðar sem stendur frammi fyrir er- lendum risum í heimi viðskipta og fjármála. Við höfum verið að sjá þessa risa verða að enn meiri tröllum á síðustu dögum. Ég held að tröllin eigi enn eftir að stækka." Þú óttast ekki að blokkamyndun geti orðið við sölu rfldsins á Lands- banka eða Búnaðarbanka? „Jú, ég kvíði því að svo geti farið. Og ég kvíði því enn meira ef það verður allt hjá sömu blokkinni. En ég geri mér grein fyrir því að það eru engar einfaldar leiðir tfl og það að selja dreift kemur ekki í veg fyrir að smalahundum sé sigað af stað að leita uppi litlu hluthafana. Það er staðreynd að yfir hundrað þúsund Is- lendingar hafa keypt hlut í fjármála- stofnunum og það er líka staðreynd að hér eru til fyrirtæki sem 10 tO 20 þúsund Islendingar eiga hlut í. En það breytir ekki því að tfltölulega fáir geta myndað meirihluta og tekið ákvarðanh’ um hvemig fyrirtækjum er stjómað. Þetta nýja umhverfi í viðskiptum gerir mjög miklar kröfur til eftirlits- aðila, ekki aðeins þeirra sem ég hef áður nefnt, heldur líka skattaeftir- lits, endurskoðunar og þeirra fyrir- tækja sem fjalla um verðbréf. Ég tel líka að þetta nýja umhverfi muni hafa áhrif á ýmsa aðra hluti. Lífeyr- issjóðirnir sem við eigum öll verða til dæmis mjög stórir eignaraðilar í fyr- irtækjum í framtíðinni. Ég tel óeðli- legt að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sitji í stjórnum fyrirtækja sem líf- eyrissjóðirnir eiga hlut í eins og tíðkast í dag. Það þarf að taka nýjar ákvarðanir einmitt í þeim tilgangi að dreifa valdinu. Ég vO halda áfram að nálgast þetta mál á þeim grandvelli.“ Ýmsir möguleikar í lagasetningu Hvernig sérðu möguleika á að koma í veg fyrir fámennisvald og litla samkeppni með lagasetningu? „Það sé ég fyrir mér með endur- skoðun á samkeppnislögunum, í lög- um um fjármálaeftirlit og fjármála- stofnanir, í lögum um lífeyrissjóði, í hlutafélagalöggjöf, skattalöggjöf og annarri löggjöf sem snertir frjáls markaðskerfi. Þjóðfélag okkar byggist á mark- aðsbúskap. Við framsóknarmenn telj- um að þessi þjóðfélagsgerð geti séð þjóðfélagsþegnum fyrir mestum tekj- um og bestri afkomu og einnig mestri samfélagslegri velferð. Lögmál mark- aðarins eru oft hörð og það sigra ekki aUh’ í samkeppninni. Velferðarþjóðfé- laginu er ætlað að tryggja hag allra þegnanna. Þessi þjóðfélagsgerð sem við búum við á að tryggja okkur há- markslífsgæði og besta möguleika tO að taka á félagslegum vandamálum samtímans hvort sem það era vímu- efnavandi eða aðrir vágestir sem sækja að nútímamanninum." Þú segir að Morgunblaðið hafi einkum sýnt öðram ríkisstjórnar- flokknum, Framsóknarflokki, stjórn- arandstöðu og kvartar undan því. „Við lifum á umbrotatímum og er- um að takast á við krefjandi við- fangsefni og erfið og viðkvæm sam- félagsmál svo sem nýtingu auðlinda og nýjar aðstæður og aukna og nýja samkeppni á fjármálamarkaði. Á síð- asta kjörtímabili beindist stjórnar- andstaðan fyrst og fremst að okkur framsóknarmönnum. Ég skal ekki kvarta undan því. En mér hefur fundist með réttu eða röngu að Morgunblaðið legðist í þessa ein- eygðu stjórnai’andstöðu gegn okkur framsóknarmönnum - rétt eins og ekki væri samstarfsstjóm tveggja flokka í landinu. Það er til dæmis fráleitt að halda þannig á málum gagnvart virkjunar- og stóriðjumálum að láta eins og þessi mál varði að- eins tvo ráðherra í ríkis- stjórninni, umhverfisráð- herra og iðnaðarráðherra. Þetta era málefni ríkis- stjórnarinnar allrar. Mér hefur fundist eineygð gagnrýni af þessu tagi mjög ósanngjörn og sömu sögu segja margir aðrir í Framsókn- arflokknum. Við vitum vel um þau tengsl sem ávallt hafa verið milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins og því betur sem þeim er oftar afneitað," segir Halldór en tek- ur fram að samskiptin við blaðamenn Morgunblaðsins hafi verið með ágætum, þeir hafi komið því sem hann hefur sagt skilmerkilega til skila og það samstarf hafi verið allt hið ánægjulegasta." „Stjórnarmenn í lífeyrissjóð- um sitji ekki í stjórnum fyr- irtækjanna“ Sjávarútvegsráðherra Rússlands Samskiptin við Island kom- in í bezta lag Gengið var frá texta nýs |> 1 samnings um samstarf " ^ —7------------- I lllÉ Islands og Rússlands á sviði sjávarútvegs á laugardaginn. Nikolaj A. —----------------------- Ermakov, sjávarútvegs- ráðherra Rússlands, ræddi þó fleiri mál við íslenzka ráðamenn í fjögurra daga heimsókn sinni hingað til lands. Auðunn Arnórsson hitti ráðherrann að máli. TVIHLIÐA samningur ís- lands og Rússlands um sam- starf á sviði sjávarútvegs hafði legið fyrir í drögum í hátt á annað ár þegar ganga tókst frá texta hans í viðræðum Árna M. Mathiesens sjávarútvegsráðherra og hins rússneska starfsbróður hans, Nikolajs A. Érmakovs, sem formlega er titlaður formaður sjávarútvegsráðs Rússlands, í Reykjavík um helgina. Samningurinn verður undirritaður í Moskvu í haust, er Árni endurgeldur heimsókn Érmakovs. Á blaðamannafundi eftir viðræður sjávarútvegsráðherranna á laugardag kom fram, að auk hins nýja tvíhliða- samnings var rætt ura 0604 sameigin- leg hagsmunamál íslands og Rúss- lands á sjávarútvegssviðinu. Meðal þeirra eru þríhliða samningur Rúss- lands, íslands og Noregs um veiðai’ í Barentshafi - Smugusamningurinn svokallaði - sem undirritaður var í Pét- ursborg 15. maí sl., tvíhliða bókun ís- lands og Rússlands við þann samning um veiðar íslenzkra skipa í rússneskri landhelgi í Barentshafi, og fleira. Ér- makov átti á föstudag viðræður við Da- víð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og heimsótti fyrii-tæki á Akureyri og í Hafnai’firði. Allt annað andrúmsloft eftir Smugusamningana í samtali við Morgunblaðið sagði Ér- makov að losnað hefði um mikla spennu við undirritun þríhliða samn- ingsins, sem batt enda á áralangar deilur þjóðanna þriggja. „Spennan sem var í andrúmsloftinu [í hvert sinn sem fulltrúar þjóðanna hittust] er horfin.“ Um leið og þessir samningar, með til- heyrandi tvíhliða bókunum, höfðu verið undirritaðir í Pétursborg í vor gekk frágangur tvíhliða samnings Islands og Rússlands hratt fyrir sig. ,Áður en þrí- hliða samningurinn var gerður hafði verið lögð mjög mikil vinna í tvíhliða samning milli Rússlands og íslands," sagði Érmakov. „Þess vegna gátum við lokið við gerð hans á svo skömmum tíma. Öll undirbúningsvinnan hafði þegar verið unnin.“ Smugudeilan hafði lengi eitrað and- rúmsloftið í samskiptum Islands bæði við Noreg og Rússland. Eftir að sú deila var leyst valdi Érmakov að þiggja heimboð til íslands fyrst, frekar en til Noregs. En reyndu Norðmenn að hafa áhrif á tvíhliða samninga Islendinga við Rússa? Érmakov segii’ svo ekki hafa verið - „enda era samskipti Rúss- lands og íslands á sjávarútvegssviðinu nú svo góð, að það er varla nokkuð sem getur spillt fyrir þeim,“ sagði hann. Allir aðilar væra svo fegnir að þessi erfiði kafli, Smugudeilan, væri að baki, að allir legðust á eitt um að snúa sér nú að uppbyggilegra starfi. „Miklu máli skiptir að við, sjávarútr vegsráðherrar Islands og Rússlands og samningamenn okkar, höfum fundið til mikils skilnings hjáhvor öðram,“ sagði Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Nikolaj A. Érmakov Érmakov, aðspurður hvað honum fyndist mikilvægast í tvíhliða samn- ingnum nýja. „Mannleg samskipti í samningaviðræðunum hafa verið mjög góð. Það sem að mínu mati er þó mikil- vægast við þennan samning er, að með honum er skapaður grandvöllur fyrh’ framtíðarsamskipti aðila sjávarútvegs- ins á íslandi og í Rússlandi. Samning- urinn er þeim trygging fyrir áfram- haldandi góðum samskiptum." Úthlutun rússnesks Barentshafs- . kvóta á hendi íslendinga Samkvæmt bókuninni við Smugu- samninginn eiga íslenzk skip að fá að veiða 4.450 tonn af íshafsþorski í ráss- nesku lögsögunni í Barentshafi, en auk þess á íslenzkum útgerðum að standa til boða að kaupa 1.669 tonna kvóta til viðbótar við endurgjaldslausu veiði- heimildirnar. Útgerðir íslenzku togar- anna sem að undanfömu hafa verið að veiðum í norska hluta lögsögunnai’ hafa beðið eftir því að fá grænt ljós á að nýta þessai’ heimildir í rássnesku lögsögunni. Að sögn Érmakovs hefui’ veiðileyfið þegar verið gefið út og úthlutunin nú á ábyrgð íslenzkra aðila. „Nú er þetta ís- lenzkt innanríkismál," sagði ráðherr- ann. Úthlutun endurgjaldslausa kvót-„ ans sé nú í höndum íslenzka sjávarát- vegráðuneytisins en rússneskt fyrirtæki sjái um söluhlutann. „Það er fyrirtækið InterBarents í Múrmansk sem mun vera ábyrgt fyrir sölu kvótans til íslenzkra aðila,“ sagði Érmakov. „Það er nú komið undir ís- lenzkum stjórnvöldum að fela ein- hverjum íslenzkum aðila að _sjá um þessi kvótaviðskipti af hálfu Islands. Það hefur verið nefnt að Landssam- band íslenzkra útgerðarmanna geti tekið þetta hlutverk að sér.“ Skoðanir líkar Meðal annarra mála sem rássneska sendinefndin ræddi við samningamenn Islands í heimsókninni hér var stefna , landanna tveggja varðandi nýtingu á sjávarspendýrum og hlutverk NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávar- spendýraráðsins. „Þetta er erfitt mál, en skoðanir okkar era mjög líkar,“ sagði Érmakov. „Við eram ákveðnir í því að ætla smátt og smátt að vinna nánar saman á þessu sviði, ekki sízt innan þeirra alþjóðastofnana sem hér koma við sögu, í því skyni að þróun þessa málaflokks verði okkur í hag.“ Ráðherrarnir ræddu einnig samstarf og samræmingu á afstöðu Islands og Rússlands innan alþjóðlegra sam- starfsstofnana á sviði sjávarátvegsri einkum mál sem þar skipta báðar þjóð- irnar mestu, eins og veiðar á karfa, rækju, makríl, kolmunna og sfld. Árni Mathiesen upplýsti á blaða- mannafundinum á laugardag, að þess- um efnislegu atriðum sem varða sjáv- arútvegshagsmuni beggja þjóða yrði fram haldið í heimsókn Áma til Moskvu síðar á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.