Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 64
Drögum næst 10. seot. 6 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA fSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK A •• Islensk orka undirbýr raforkuframleiðslu í Oxarfírði Gasgreinir not- aður við borun ÍSLENSK orka hf. hefur hafið bor- un í Öxarfirði, en markmiðið með henni er að afla jarðvarma til raf- orkuframleiðslu. Borunin er óvenju- leg að því leyti að notaður verður sérstakur gasgreinir til að fylgjast með hvort mikið af gastegundum kemur upp úr borholunni, en í gam- alli holu í Öxarfirði hefur mælst gasupgstreymi. Að Islenskri orku standa Lands- virkjun, sem á um 30% hlutafjár, Orkuveita Húsavíkur, orkuveitumar á Akureyri, Jarðboranir og hrepp- arnir við Öxarfjörð. Notast er við nýjasta bor Jarðborana, Sleipni. Aætlaður kostnaður við fram- kvæmdir er um 130 milljónir, en áformað er að bora niður á 1.500-1.700 metra dýpi. Hreinn Hjartarson, orkuveitu- stjóri á Húsavík og eftirlitsmaður með íramkvæmdum, segir að holan sem verið er að bora sé tilraunabor- hola, en ef hún heppnist vel verði hún væntanlega virkjuð til raforku- framleiðslu. Framkvæmdir eru að hefjast og taka 4-5 vikur. Jarðfræðinga hefur lengi grunað að olíu og gas sé að finna í jarðlög- um í Öxarfirði. Hreinn segir að bor- að sé á svæði sem sé' það heitt að ólíklegt sé að menn komi niður á ol- íu eða gas í miklu magni, en engu að síður hafi félagið keypt gasgreini svo hægt sé að fylgjast með gasstreymi úr holunni. Líklegra sé að gas sé að finna í jaðri háhita- svæðisins, t.d. nær Skógarlóni. Þar sé gömul borhola, í um 10 km fjar- lægð frá þeirri holu sem nú er verið að byrja á, og gasgreinir hafi sýnt að þar streymi upp talsvert af líf- rænu gasi. Holan er grunn, en vatn frá henni hefur verið notað til fisk- eldis. Gasgreinir hefur ekki áður verið notaður þegar borað er eftir heitu vatni á Islandi. Borun undirbúin á Þeistareykjum íslensk orka er einnig að undirbúa borun á Þeistareykjum, en Hreinn segir að nokkuð mikil vissa sé fyrir góðum árangri þar. Undanfarið hef- ur verið borað þar eftir köldu vatni, sem nota þarf til kælingar. Holan gaf hins vegar tæplega 100 gráðu heitt vatn og segir Hreinn að menn séu að endurmeta stöðuna. Líklega þurfi að fara lengra frá hitasvæðinu til að finna kalt vatn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eignarhald á bönkum í nágrannalöndum A Aberandi dreifð eign „EIGNARHALD á bönkum á Norðurlöndunum er áberandi dreift ef Noregur er undanskilinn," segir Gunnar Þ. Andersen, fram- kvæmdastjóri alþjóða- og fjármála- sviðs Landsbankans, en í tengslum við hlutafjárútboð bankans á liðnu hausti var eignarhald á bönkum í nágrannalöndunum kannað og bor- ið saman við eignarhald á íslensk- um bönkum. I könnuninni kom í ljós að stærstu hluthafar í dönsku bönkun- um Den Danske Bank, Unibank og Jyske Bank eru lífeyrissjóðir og aðrir sjóðir. Eignarhlutur eins sjóðsins er 14,1% og er það stærsti hlutur sem einstakur aðili á í dönskum banka. I Svíþjóð er stærsti einstaki eignarhluturinn 18,6% í Foreningssparbanken í eigu stofnunar sem sparisjóðir eiga en annars fer stærsti eignarhlutinn ekki yfir 10%. Norska ríkið stærsti hluthafinn í tveimur bönkum Stærsti einstaki hluthafinn í tveimur norskum bönkum er norska ríkið sem á 52% í Den Nor- ske Bank og 35% í Christiania Bank. I Union Bank of Norway er Chase Manhattan Bank stærsti hluthafinn með 5,22% eign. Gunnar Þ. Andersen segir mikið samrunaferli standa yfir milli banka víða um heim. „Þessi þróun er allt í kringum okkur og ýmsir möguleikar fyrir hendi. Þegar bankarnir eru komnir úr ríkiseigu mun markaðurinn sjá um þetta,“ segir Gunnar. ■ Eignaraðild/10 Tíundi sigketillinn myndast í Mýrdalsjökli Katlarnir dýpka og ** sprungur stækka Morgunblaðið. Vík í Mýrdal. SIGKATLARNIR í Mýrdalsjökli hafa dýpkað og sprungur stækk- að. Tíundi sigketillinn er að myndast og hugsanlega sá ellefti. Kom þetta í Ijós í könnunarflugi Reynis Ragnarssonar lögreglu- manns yfir Kötlu í gær. Níu dagar eru frá því Reynir flaug síðast yfir Mýrdalsjökul. Segir hann að frá þeim tíma sé «'nilegur munur á jöklinum. „Það að sjá sem allir katlarnir hafi sigið og hringsprungumar við þá stækkað. Eins hafa langspmng- urnar sem liggja í boga yfir Kötluöskjuna stækkað og þeim heldur fjölgað. Þá virðist vera að myndast nýr sigketill norðan til í jöklinum þótt ekki séu komnar Jpr hringspmngur,“ sagði Reynir Tliignarsson í samtali við blaða- mann eftir flugið í gær. Sigkatl- arnir em þar með orðnir tíu, flestir í jöðmm Kötluöskjunnar. Til viðbótar er ný dæld sunnan til f jöklinum en Reynir vildi ekki fullyrða að þar væri að myndast sigketill. Reynir sagði að við skoðun úr lofti væri erfitt að segja til um hversu katlarnir hefðu dýpkað mikið eða spmng- urnar víkkað, en munurinn væri vel sýnilegur frá því sfðast var flogið yfir fyrir níu dögum. A stóru myndinni má sjá að sig- ketillinn við Eystri-Kötlukoll hef- ur dýpkað og spmngurnar hafa stækkað og þést. Þá hefur leys- ingavatn safnast fyrir í katlinum sem talinn er vera yfir Kötlu. Minni myndin er af sama sigkatli fyrir um það bil hálfum mánuði. Islenskur rafeindavirki á vegum SÞ rændur í Kosovo Rán og ofbeldis- verk daglegt brauð BROTIST var inn í íbúð íslensks manns í Kosovo fyrir nokkrum dög- um en hann er starfsmaður fjar- skiptadeildar Sameinuðu þjóðanna. Að sögn mannsins em innbrot og ofbeldisverk daglegt brauð í höfuð- borginni Pristína þar sem hann hef- ur nú bækistöðvar. Örn Sæmundsson rafeindavirki segir innbrotsþjófana hafa hreinsað nánast allt út úr íbúð hans. „Þeir tóku bara allt draslið. Það voru reyndar nágrannar mínir í næstu íbúð sem voru að verki. Ég kom að þeim inni hjá mér. Þeir stálu öllu steini léttara en ástandið er þannig að það er ekkert við því að gera.“ Öm segir að mikil brögð séu að innbrotum og hreinum ofbeldis- verkum. „Það er mikið um það að heimili Serba séu rænd. Eða þá að Serbamir séu flæmdir út og jafnvel drepnir. Um leið og Serbarnir flýja era Albanar fluttir inn. Serbamir era bara lokaðir inni, þora ekki út á götu. Þeir hjá KFOR ráða ekkert við að verja þá. Þeir era alltof fálið- aðir. Aætlanir um að gæta öryggis allra hafa algerlega bragðist. Það gerist á hverri nóttu að það er ráð- ist á Serbana. Hér era drepnir 13 til 20 í hverri viku. Ég held að það séu ekki eftir í landinu nema 50 þúsund Serbar, af 2-300 þúsundum," segir Öm. Mikið álag að horfa upp á ofbeldisverk Það fylgir því mikið sálrænt álag að horfa upp á það ofbeldi sem við- gengst, að sögn Arnar sem kveðst þó vera orðinn nokkuð sjóaður. „Ég var sendur til Júgóslavíu árið 1992 og var í Króatíu og Bosníu fram til 1998. Þaðan fór ég til Sýrlands og var þar í ellefu mánuði áður en ég var sendur hingað," segir Öm. Öm kveður fjarskiptadeildina eiga mikið verk fyrir höndum við að byggja upp fjarskiptakerfi Kosovo á ný. „Það þarf að byggja allt frá grunni. Allt var sprengt í loftárás- um NATO. Það þarf að byggja möstrin og setja upp endurvarps- stöðvar. Þetta er rosaleg vinna og ég reikna með að vera við þetta í nokkur ár. Þegar þetta er komið upp þarf að halda þessu við. Skemmdimar era svo miklu meiri en haldið var.“ Öm býr í blönduðu hverfi í Prist- ína þar sem bæði Serbar og Alban- ar eiga heimili. Starfsmenn Sa- meinuðu þjóðanna reyna að halda hópinn og búa saman, tO öryggis, að sögn Amar. „Þá erum við nokk- uð öraggir. Ég var reyndar eini út- lendingurinn í blokkinni þegar ég var rændur." Örn vissi ekki tO þess að ráðist hefði verið á starfsmenn SÞ en sagði að innbrot væra tíð og líta þyrfti eftir íbúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.