Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hverra manna ert þú, séra Páll og hvar ertu fæddur? Ég er fæddur í Reykjavík 26. mai 1927. Faðir minn var Páll Sveinsson, yfírkennari við Menntaskólann í Reykja- vík. Hans helstu kennslugreinar voru franska og latína. Móðir mín var Þun'ður Káradóttir, oftast kennd við Lambhaga í Mosfellssveit, eins og það var orðað þá. -Var faðir þinn ekki nokkuð viðriðinn sam- skipti við Frakka? Já, já, hann var það. Ég man vel eftir því, að þegar ég var lítill krakki fór ég oft með honum út í frönsku skúturnar, þegar hann átti erindi við þá, sem þar voru, og eins um borð í frönsk herskip. A kreppuárunum komu þess háttar farkostir stundum til Reykjavíkur. - Var hann ekki um tíma forseti Alliance Francaise? Jú, hann var það. Hann var annar í röðinni af þeim, sem því starfí hafa gegnt. Trúlega hefur það verið frá 1915 til 1930. - Hvar ólst þú upp? Ég ólst upp í Vesturbænum, en er fæddur í Aðalstræti 11, þar sem foreldrar mínir bjuggu þá. Ætli það hafi ekki verið kallað Bæjarfó- getahúsið, sbr. Bæjarfógetagarðinn, þar sem nú er styttan af Skúla Magnússyni. Nú svo var þetta hús rifíð. Það gerðist áður en farið var að vemda gömlu húsin. - Þú ert sem sagt að tala um gamla kirkju- garðinn við Aðalstræti. Ja, sennilega jaðar hans. - Hvernig var að alast upp í Reykjavík kreppuáranna? Nú. mér fannst það náttúrulega frábært. Ég átti yndislega foreldra, sem ólu mig upp í ágæt- um og heiðarlegum aga. Mér var innrætt að gera það sem var rétt, t.d. að standa alltaf við gefín loforð. Það virðist nú ekki í hávegum haft um þessar mundir. Ég hef stundum sagt, að það hafi þótt svo sjálfsagt, að standa við gefíð loforð, að maður hreinlega hrökk í kút ef undan því var brugðið. Nú hrekk ég við, ef ég rekst á ein- hvem, sem stendur við gefin loforð. Þessi breyt- ing er afar slæm, bæði í viðskiptalífinu, stjóm- málum, sem og í öðrum þáttum samfélagsins. - Svo aftur sé vikið að bernsku þinni; hvert var leiksvæði krakka, sem ólust upp í Kvosinni á ámnum milli stríða? Já, ég var nú smábarn, þegar foreldrar mín- ir fluttu á Ránargötu 1A og þar átti ég mín gullaldarár. Síðar fluttum við á Hávallagötu, svo þú sérð, að við fómm aldrei langt. Leik- svæðið var þar í kring, því þá vom þar svo margar lóðir óbyggðar. Svo var það auðvitað höfnin. Þótt ég væri bara einn, þótti mér ákaf- lega gaman að horfa á hvernig skipin og bát- amir sigldu. Auðvitað sigldu þau ekki öll eins. Þetta var ég mikið að skoða. Oft vorum við fé- lagarnir á gömlu trébryggjunum í vesturhöfn- inni, sem nú er búið að rífa. Þarna veiddum við á heimatilbúin færi, eins og tíðkaðist þá. Þetta var úrvals leiksvæði. Nú, og svo var auðvitað garður á bak við húsið heima og oft leikið í honum. Og þá má ekki gleyma sjálfu Landa- kotstúninu. Það var mikið og dýrlegt leik- svæði. Það má því segja, að þá strax hafi ég kynnst þeirri kirkju, sem þar stendur og ýms- um, sem tengdust henni. - Voru það persónuleg kynni, sem þú hafðir þá, barnungur, af kaþólikkum? Já, það má segja, að þar hafi þau kynni byrjað. Svo ég fari alveg til upphafsins, þá hef- ur það trúlega verið á árunum 1933 til 1934, að ég var settur í tímakennslu hjá frábærri konu við Ránargötuna, en hún tók krakka í tíma, áð- ur en þeir fóra í barnaskóla. Þetta var Sigur- veig Guðmundsdóttir, sem varð einmitt níræð nú um daginn, en hún er kaþólsk. Hjá henni lærði ég að lesa. Hún var alveg úrvals kennari og þar af leiðandi náði hún góðum árangri. Hún var hlý í framkomu, kurteis og öragg, enda hafði hún góð áhrif á okkur krakkana. I framhaldi af þessari tímakennslu var ég einn vetur í Landakotsskólanum. Sigurveig kenndi þar og ég vildi auðvitað vera þar sem hún var. En sú sæla stóð að mig minnir ekki nema einn vetur; þá held ég að hún hafí flutt Hafnar- fjarðar, þar sem hún var lengi kennari. Þegar ég var í Landakotsskólanum kom Meulenberg biskup oft til okkar krakkanna í frímínútum. Það sópaði að honum og hann var alltaf kátur, glaður og uppörvandi, þegar hann heilsaði upp á okkur. Stundum leiddi hann mig og annan dreng, Pétur að nafni, Guðmunds- son, síðar flugvallarstjóra. Eitt sinn þegar þannig stóð á, mætti biskupinn kunningja sín- um og sagði: „Hér er ég með postulana mína, Pétur og Pál!“ Það má geta þess til gamans, að Meulenberg biskup var afabróðir núverandi biskups, Jóhannesar Gijsen. Jóhannes Gunn- arsson biskup hitti ég líka snemma, eða þegar hann var enn prestur. Ég kynntist honum svo betur eftir að hann varð biskup. Hann hafði góða kímnigáfu og var mikið ljúfmenni, glað- sinna og nærgætinn. Fyrsta fund okkar bar að með eftirfarandi hætti: Faðir minn var að sýna mér, snáðanum, Krístskirkju. Þá hittum við séra Jóhannes. Hann bauðst til að fara með okkur upp í turn og lofa okkur að sjá útsýnið þaðan. Þá var ég nýbúnn að heyra söguna „Stúlkan í turninum". Mér leist því hreint ekkert á þetta boð séra Að milda kvöl o g harm Morgunblaðið/Júltus Séra Páll Pálsson með mynd af kaþólska biskupnum, Alfred Jolson, upp á vegg. Þeir urðu miklir vinir. Séra Páll Pálsson, fyrrum prestur á Bergþórshvoli, hefur þá sérstöðu meðal íslenskra klerka að hafa fyrst- ur prestvígðra manna snúist frá lúthersku til kaþólsku. Skoðanir hans í trúarefnum bera síst keim þess hringl- anda, sem svo víða má sjá í samtíðinni. Ekki gekk Pétri Hafstein Lárussyni það með öllu átakalaust að fá hann í viðtal, - en hafðist þó að lokum. Jóhannesar um ferð í turninn og fór að gráta, enda hélt ég að allir turnar byggju yfir sama leyndardómi og sá, sem frá segir í nefndri sögu. Þegar Jóhannes prestm- sá þetta, klapp- aði hann á kollinn á mér og sagði: „Er hann hræddur, blessaður litli drengurinn?" Þar með fauk öll hræðsla út í veður og vind og við fór- um upp í turn. En svo ég víki aftur að skammri dvöl minni í Landakotsskóla, þá vora næstum allir leikfé- lagar mínir í Miðbæjarskólanum, svo eftir þennan eina vetur í Landakotsskóla, var sjálf- gefíð, að ég færi þangað, fyrst Sigurveig var farin. Hallgrímur Jónasson var skólastjóri í Miðbæjarskólanum. Hann var nokkuð sér- stæður og gekk um í sjakkett; mikill ágætis maður. Ég var svo í Miðbæjarskólanum það sem eftir var skólaskyldunnar. Þaðan lá leiðin svo í Ágústarskóla eins og hann var almennt kallaður og kenndur við Ágúst H. Bjarnason, en í raun hét skólinn Gagnfræðaskóli Reykvík- inga. Þessi skóli var í Vonarstræti, í gamla timburhúsinu þar. Ég kynntist Ágústi ekki, en þarna vora úr- vals kennarar, Björn Bjarnason í enskunni, Knútur Arngrímsson í sögu og landafræði, að ég nú ekki gleymi dr. Guðna Jónssyni, þeim frábæra manni. Hann kenndi íslensku. Og svo vil ég alls ekki gleyma að nefna mikinn ágætis kennara, sem kenndi náttúrafræði, þ.e.a.s. Ingólf Davíðsson grasafræðing. Á svipaðan hátt minnist ég líka Bínu Thoroddsen dönsku- kennara. Eftir tvo vetur í gagnfræðaskólanum fór ég í þriðja bekk Menntaskólans í Reykja- vík. Stúdent varð ég svo 1949. - Hvernig gekk lífið fyiir sig í Menntaskólan- um í Reykjavík á þessum tímum? Lífið var bæði fjörugt og ágætt. Og þarna vora margir úrvals kennarar. Ég hafði lengi haft mikinn áhuga á sögu og var heppinn með kennara í þeirri grein í menntaskóla, þá Skúla Þórðarson magister og svo auðvitað sjálft móðurskipið, Ólaf Hansson. Hann var bæði úr- vals kennari og gangandi alfræðirit, sem vissi að manni fannst allt. Ég var svo heppinn að við kynntumst betur eftir vera mína í menntaskól- anum. Þá var hann orðinn prófessor í sögu við Háskólann. Ég mátti alltaf hringja til hans og við spjölluðum ákaflega oft saman. Þau samtöl vora mér ómetanleg. - Þessi mikli söguáhugi þinn hefur ekki leitt þig til sagnfræðináms? Nei, guðfræðin varð ofan á. En þessar tvær fræðigreinar fara ákaflega vel saman og spila raunar hvor inn í aðra. En guðfræðin varð íyr- ir valinu. Engu að síður hef ég sjálfmenntast í sagnfræði. Ég hef viðað að mér miklum bóka- kosti í því, sem ég hef haft áhuga á, íslands- sögu, almennri mannkynssögu en ekki síst kirkjusögu. Kirkjusöguna vil ég hafa sem allra réttasta og alls ekki falsaða, en í þeim efnum er ekki allt sjálfgefið. Nám með vinnu - Lá leið þín beint í guðfræðina að afloknu stúdentsprófi? Já, hún gerði það. En svo var það, að þann 5. janúar 1951 lést faðir minn. Ég varð þá að taka við heimilinu, þar sem var móðir mín öldrað og veik og fóstursonur okkar, þ.e. bróð- ursonur minn, sem við ólum upp. Þá var það að Jón Á. Gissurarson, sem þá var skólastjóri Gagnfræðaskólans við Lindargötu, hringdi til mín. Hann bráðvantaði kennara á miðjum vetri. Ég hafði aldrei kennt, en þurfti hins veg- ar að vinna fyrir heimilinu eins og komið var, þannig að ég þáði boðið með þökkum og kenndi þarna í ellefu ár. Auðvitað seinkaði þetta námi, þannig að ég tók guðfræðina ró- legar í staðinn, auk þess sem ég bætti við mig stúdentadeild Kennaraskólans til að hafa þessi kennararéttindi. - Var þetta ekki nokkuð strembið? Ójú, eins og svo margt þá. Nú era menn kveinandi undan námslánum og alls konar hjálp, sem þeir fá. En á mínum námsáram var engin námslán að fá. Við lát föður míns tók ég við miklum skuldum, því hann var nýbúinn að taka mikil lán til þess að kaupa íbúð handa okkur, en í hana vorum við þegar flutt. Þetta dembdist allt yfir á mig og ekki annað að gera en að sjá fram úr því. I og úr hempunni - En þú hafðir það af að útskrifast úr guð- fræðinni. Já, ætli það hafi ekki verið árið 1957. Ég tók nú vígslu ekki strax, heldur hélt ég kennslunni áfram. Það var svo árið 1962, að ég vígðist til Víkur í Mýrdal, upphaflega sem aðstoðar- prestur séra Jónasar Gíslasonar, síðar vígslu- biskups í Skálholti. Nokkru síðar tók ég svo við sem sóknarprestur þar, eftir að séra Jónas sleppti brauðinu alveg. Það var eftir þá prest- kosningu, sem ég heyrði í fyrsta sinn hugtakið „rússnesk kosning". Ég hitti Gunnar Thorodd- sen og hann óskaði mér til hamingju með það, að hafa fengið „rússneska kosningu". Ég var einn í kjöri, en slíkt vildi oft valda áhugaleysi meðal sóknarbarna, enda oftast augljóst að sá fengi brauðið, sem um það sótti. Því var kosn- ingaþátttaka oft dræm í slíkum kosningum. En nú brá svo undarlega við að ég fékk 98% fyigi- Ég var svo ánægður þarna í Vík í Mýrdal,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.