Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 C 3 Morgunblaðið/RAX nustjóri Stoke Crty F.C. og John Rudge, tæknilegur ráðgjafi liðsins, á æfingu í gær. rekstri rpool hann um 690 milljónir frá árinu áð- ur. Leikmenn sem Houllier hefur keypt og selt á fyrrgreindum tíma eru þessir: Keyptir: Ferri (115 milljónir), Kippe (80,5), Song (310,5), Traore (63,2), Camara (310), Hyypia (300), Honchoz (402), Westerveld (460), Hamann (920) og Smieer (460). Seldir: McAteer (460 milljónir), Roberts (5,7), Harkness (80,5), James (207), Ferri (172,5), Yates (1,7), Ince (115), Dundee (172,5), Leonhardsen (345), Riedle (46) og Kvarme (86,2). ögunum Liðið lék af mikilli ákveðni í leikn- um, ekki ósvipað því sem tíðkast í úrslitakeppni deildarinnnar. „Þetta er Miami-liðið eins og ég kann best við það,“ sagði Mourning eftir leik- inn. „Þetta þurfum við að gera í úr- slitakeppninni.“ Miami sat eftir með sárt ennið síðasta vor eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir New York í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar. Allen Iverson, sem er kóngur í ríki sínu í Philadelphia, misnotaði nærri jafnmörg skot og aðrir leik- menn liðsins hittu úr(!) Þetta var í fyrsta sinn í sex leikjum sem hann skoraði minna en þrjátíu stig. „Ef ég leik betur en þetta, sigrum við. Það er svo einfalt,“ sagði Iverson. Hann varð að kljást við Dan Ma- jerle, sem gerði honum lífíð leitt með góðum vamarleik. Iverson var stigakóngur NBA-deildarinnar á síðasta keppnistímabili. George Lynch bar af í liði heimamanna, gerði 27 stig og tók tólf fráköst. Birgir Leifur við miðjan hóp BIRGIR Leifur Hafþórsson náði ekki að fylgja eftir prýðilegri byrjun sinni á lokaúrtökumóti fyrir aðaimótaröð Evr- ópu í golfi, sem fram fer á Costa del Soi á Spáni. Hann lék San Roque-völlinn á 74 höggum, tveimur yfir pari, í gær eftir að hafa leikið Sotogrande-völlinn á 71 liöggi, einu undir pari, í fyrradag. Hann er í 68. til 80. sæti af 168 keppendum, hefur slegið 145 högg og er á einu höggi yfir pari. Keppendum verður fækkað í 75 eftir Qóra hringi og leika þeir þijátíu og sex holur til viðbótar. Þijátíu og fimm efstu kylfingarnir eftir hringina sex fá ótak- markaðan keppnisrétt á evrópsku móta- röðinni á næsta keppnistímabili. Birgir Leifur er sem stendur rétt ofan við miðj- an hóp og leikur því á Sotogrande í dag, en keppendur í neðri hlutanum eija kappi á San Roque. Þetta er í þriðja sinn sem Birgir Leif- ur tekur þátt í lokaúrtökumótinu, en hann hefúr aldrei komist í gegnum fækkun keppenda að fjórum hringjum loknum. Takist honum það, fær hann þátttökurétt á nokkrum mótum aðal- mótaraðarinnar á næsta ári en öllu sterkari stöðu gagnvart þátttöku á „áskorendamótaröðinni", öðru nafni Chailenge Tour. Birgir Leifur er jafn Suður-Aft-íkubú- anum Trevor Immelman, sem var boðið til þátttöku í bandarísku meistarakeppn- inni, öðru nafni Masters, síðastliðið vor. Þar iék hann sem áhugamaður og lék alla íjóra hringina. Margir þekktir kylfingar eru á meðal þátttakenda. írinn Philip Walton er á 141 höggi, en hann innsiglaði sigur Evrópu á Bandaríkja- mönnum í Ryder-keppninni fyrir fjórum árum. Justin Rose, breski táningurinn sem sló í gegn á opna breska mótinu í fyrra, er einu höggi á undan Birgi Leifi. Auk þeirra eru nokkrir þekktir kylfíngar á eftir honum, t.d. Gordon Brand yngri, Ross Drummond, Wayne Westner og Svíinn Peter Hedblom. Spán- veijinn Ivo Giner er efstur í mótinu, tíu höggum á undan Birgi Leifi. KÖRFUKNATTLEIKUR Landsliðið til Úkraínu RIÐLAKEPPNI Evrópumóts landsliða í körfuknattleik hefst í næstu viku og hefur Friðrik Ingi Rúnarsson valið 15 úr 24ra manna leikmanna- hópi til að halda í fyrsta leik til Úkraínu. Liðið skipa Falur Harðarson, Herbert Arnarson og Páll A. Vilbergsson, sem allir koma er- lendis frá, Friðrik E. Stefánsson, Hermann Hauksson og Örlygur Sturluson frá Njarðvík, Fannar Ólafsson og Hjörtur Harðarson úr Keflavík, Jónatan Bow og Ólafur J. Ormsson úr KR, Hjörtur Hjart- arson og Ægir Jónsson frá Akra- nesi, Guðmundur Bragason úr Haukum, Svavar Birgisson frá Tindastóli og frá Borgarnesi Hlynur Bæringsson. Af þessum leikmönnum eru sex að fara í sinn fyrsta landsleik, Ólafur, Hjörtur frá Akranesi, Ægir, Svavar, Hlyn- ur og Örlygur. Athygli vekur að Ben Johnson, fyrrverandi heimsmethafi og heimsmeist- ari í 100 metra hlaupi, hefur fallið í þriðja sinn um ævina á lyfjaprófi og að þessu sinni í prófi sem hann óskaði sérstaklega eftir að gangast undir. Johnson var dæmdur í ævi- langt keppnisbann snemma á þess- um áratug er hann féll á lyfjaprófi þegar hann hafði nýlega afplánað refsingu sem hann var dæmdur til eftir að hafa verið staðinn að notk- un ólöglegra lyfja á Ólympíuleik- unum í Seoul 1988. Allt frá því Johnson var dæmd- ur í ævilangt keppnisbann hefur hann barist af hörku fyrir því að fá keppnisréttindi á ný. Lítið hefur gengið hjá honum í því máli og síð- ast í sumar ákvað Alþjóða frjálsí- þróttasambandið að banniniu yrði ekki aflétt. Johnson var ekki sátt- ur við niðurstöðuna því hann hafði látið sig dreyma um að keppa á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári, þá 38 ára gamall. í þeim tilgangi að fá banninu hnekkt óskaði Johnson eftir að af sér yrði tekið lyfjapróf og var það gert í síðasta mánuði. Nú er í ljós komið að þegar Johnson fór í lyfjaprófið hafði hann neytt efnis- ins diuretic, sem er á bannlista, en það felur neyslu ólöglegra efna í líkamanum þannig að þau koma ekki fram við lyfjapróf. Umboðs- maður Johnsons, staðfesti í gær reyndir leikmenn eins og Teitur Örlygsson, Gunnar Einarsson og Helgi Jónas Guðfinnsson gáfu ekki kost á sér vegna anna eða meiðsla. Að sögn Friðriks Inga, sem er að þreyta frumraun sína sem aðal- þjálfari landsliðsins, er aldrei að vita hvernig liði Úkraína stillir upp því stundum mæta þeir til leiks með öfluga leikmenn og stundum slakari. Liðið leikur næstkomandi mið- vikudag en við Úkraínu en aðeins þremur dögum síðar verður leikið við Belgíu í Laugardalshöll og 1. desember verður leikið við Sló- veníu ytra. Auk þess eru með ís- landi í riðlinum Makedónía og Portúgal en þeir leikir verða háðir í febrúar á næsta ári. Körfubolta- menn ætla sér stóra hluti og stefna á að hreppa 1. eða 2. sætið í riðlinum til að sleppa við auka- keppni og komast beint inn í milli- riðla. að rétt væri að Johnson hefði fall- ið, en lét þess jafnframt getið að Johnson hefði notað umrætt efni samkvæmt læknisráði en það væri verkjastillandi. Upplýsing- um um fall Johnsons hefði verið „lekið“ út áður en kanadíska lyfja- eftirlitið hefði tekið málið fyrir og óskað eftir skýringum íþrótta- mannsins. Allt hefði þetta verið gert til þess að veikja málstað hans. SKIÐI Kristinn í 44. sæti á heims- listanum KRISTINN Björnsson, skíða- maður frá Ólafsfírði, mun hefja keppni í heimsbikarnum í svigi í næstu viku. Hann er í 44. sæti á heimslistanum í svigi sem þýðir að hann fær það rásnúm- er svo framarlega að allir aðrir mæti til keppni sem eru ofar en hann á listanum. Fyrsta svigkeppni heimsbik- arsins í vetur átti að fara fram í Park City um helgina en vegna snjóleysis þai’ hefur keppnin verið færð til Beaver Creek og fer fram á miðvikudagskvöld. ■ SIGURÐUR Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Wetzel sem tapaði fyrir Minden á útivelli, 25:24, í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Sigurður lék lengst af aðeins í vöm en kom í sóknina undir lokin og gerði tvö síðustu mörk liðs- ins. ■ BJARKI Gunnlaugsson verður væntanlega í fyrsta sinn í byrjunar- liði enska liðsins Preston North End á morgun, laugardag, er það mætir Enfield í ensku bikarkeppn- inni. Bjarki átti góðan leik með varaliðinu á mánudaginn og skoraði annað mark liðsins í 4:2 tapi gegn Port Vale. ■ AUÐUN Helgason, landsliðs- maður í knattspymu sem er samn- ingsbundinn norska liðinu Viking, kemur væntanlega heim frá Englandi í dag eftir að hafa skoðað aðstæður hjá Portsmouth. „Eg reikna ekki með að enska liðið hafi áhuga, enda er ég ekki í leikæfingu og gat ekki æft í dag [í gær] vegna eymsla í nára. Ég hef bókað flug heim á morgun,“ sagði Auðun. ■ KRISTJAN Finnbogason, mark- vörður KR-inga, verður samkvæmt heimildum blaðsins í marki belgíska félagsins Lommel þegar það mætir Lierse á útivelli í belgísku 1. deild- inni á morgun. Kristján, sem er með lausan samning við KR, hefur verið við æfingar hjá Lommel und- anfama daga. ■ FALUR Harðarson gerði 15 stig fyrir Team Ware ToPo frá Helsinki er liðið sigraði Mlekarna Kunin í Tékklandi, 82:85, í Evrópukeppni félagsliða í fyrrakvöld. Þetta var annar sigur ToPo í átta leikjum. Næsti leikur Fals og félaga í keppn- inni verður á móti Radnicki Belgrad frá Júgóslavíu 7. desember. Tékkar og Slóvakar í eina sæng á ný FORRÁÐAMENN handknattleiks í Tékklandi og Sldvakíu hafa ákveðið að fara í eina sæng á ný, þannig að á næsta keppnis- tímabili verður tekin upp deildarkeppni þar sem báðar þjóðirnar eiga lið. Það verður í fyrsta skipti í sjö ár, eða frá því 1993 þegar ríkin tvö tdku upp sjáifstæði. „Við þetta verða sfyrkleikinn og gæðin meiri í deildarkeppn- inni. Við urðum að gera einhveijar ráðstafanir til að styrkja lið- in frá þjdðunum tveimur. Þau cflast við þessa breytingu," sagði Jaroslav Gattermayer, sljdrnarformaður handknattleikssam- bands Tékklands. Deildarkeppnin, með sex iiðum frá Tékklandi og sex frá Sldvakíu, hefst á næsta keppnistimabili. Þd svo að þessi breyting verði gerð á deildarkeppninni munu Tékkar og Sldvakar eftir sem áður, eða síðan 1993 - eftir heimsmeistarakeppnina í Sví- þjdð, tefla fram landsliðum sínum í alþjdðlegri keppni. Tómas Holton tekur við Skallagrími TÓMAS Holton var í gær ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Skallagríms úr Borgarnesi. Hann tekur við af Júgtíslavanum Dragisa Saric, sem sagði upp störfum í gær. Saric tdk við lið- inu í haust og fdr sjálfur fram á að vera leystur undan samn- ingi nú. Tdmas Holton sagði í gær að markmiðið væri að koma lið- inu í 8-liða úrslit úrvalsdeildarinnar. Bandan'kjamaðurinn Torrey John, sem áður hefur leikið með Tindastdli og Njarð- vík, mætti á æfingu hjá Skallagrími í gær. Ekki er endanlega ákveðið hvort hann komi til með að leika með iiðinu, en það skýrist á næstu dögum. LYFJAMÁL Ben Johnson féll þriðja sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.