Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VTKAN 9/4 -15/4 ► Hannes Hlífar Stefáns- son sigraði á 19. alþjððlega Reykjavíkurskákmðtinu. Hannes Hlífar fór taplaus í gegnum mótið og hlaut sjö og hálfan vinning af níu mögulegum. ► Alþingi hefur sam- þykkt lög um hækkun skatt leysismarka og pers- ónuafsláttar. Pers- ónuafsláttur verður 2,75% árið 2003 í stað 2,25% nú. ► Ernir Snorrason, einn af stofnendum Islenskrar erfðagi’einingar, hefur stefnt deCODE gcnetics fyrir dómstól í Banda- ríkjunum. Ernir fer fram á útgáfu deCODE á 256.637 bréfum í fyrirtækinu til sín. ► Hæstiréttur hefur komist að þeirri niður- stöðu að ákvæði laga um mat á umhverfísáhrifum, þess efnis að umhverfis- ráðherra geti ákveðið að framkvæmdir skuli sæta mati á umhverfísáhrifum, stangist á við eignarréttar- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Samið við VMSÍog ílug'virkja SKRIFAÐ hefur verið undir nýja kjarasamninga Verkamannasam- bands íslands og Landssambands iðn- verkafólks við Samtök atvinnulífsins og gilda þeir í tæp fjögur ár. Verkfalli aðildarfélaganna hefur því verið frest- að til 4. maí, en í millitíðinni verða greidd atkvæði um samninginn í hverju félagi fyrir sig og fer talning at- kvæða fram 29. apríl nk. Samkvæmt samningnum munu lægstu laun hækka um 34,5% á samningstímanum en samningurinn gildir til ársloka 2003. Þá tókst samkomulag milli Flug- leiða og flugvirkja og verða því ekki truflanir á millilandaflugi Flugleiða. Endurmat á eigin fé Landssímans GERT er ráð fyrir að Landssíminn endurgreiði ríkissjóði 3,8 milljarða kr. sem eigið fé fyrirtækisins reyndist vanmetið um, samkvæmt niðurstöðu starfshóps á vegum samgönguráðu- neytisins. Landssíminn mun taka lán til þess að standa undir því. Sam- keppnisstofnun taldi á sínum tíma eig- ið fé fyrirtækisins vanmetið um 10 milljarða kr. ► FBA hefur ákveðið að bjóða hluthöfum sinum að kaupa eignarhlut bankans í deCODE genetics þegar bréfin verða skráð á Nas- daq. Um er að ræða 625.000 hluti og bókfært verð hlutabréfa í deCODE nú um 15 dollarar hver hlutur. ► Togskipið Beitir land- aði fyrsta kolmunnanum sem veiðist innan íslensku lögsögunnar á þessu ári, 500 tonnum, sem skipið fékk í Rósagarðinum. Kostnaður við ESB- aðild 7-8 milljarðar ÁRLEGT framlag íslands sem aðild- arríkis Evrópusambandsins gæti orðið á bilinu sjö til átta milljarðar kr., að því er fram kom í skýrslu Halldórs As- grímssonar utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi og hugsanlega aðild landsins að ESB. I skýrslunni kemur fram að til baka gætu runnið um 5 milljarðar kr. úr sameiginlegum sjóðum ESB en það yrði háð samningum og aðstæðum. Angela Merkel kjörin formaður CDU ANGELA Merkel var kjörin nýr for- maður Kristilega demókrataflokksins, CDU, í Þýskalandi á flokksþingi hans í Essen sl. mánudag. Er hún fyrsta kon- an, sem er leiðtogi eins af stóru flokk- unum þar í landi. Var öll forysta flokksins endurnýjuð og er vonast til, að það muni auðvelda flokknum út úr kreppunni, sem Helmut Kohl, fyrrver- andi kanslari, og leynireikninga- hneykslið hefur steypt honum í. Merk- el er 45 ára að aldri, efnafræðingur að mennt og frá Austur-Þýskalandi. Er kjör hennar sem formanns ekki síður merkilegt fyrir það. I ræðu, sem hún flutti að loknu formannskjörinu, lagði hún áherslu á, að nú yrði stefnan sett á sigur flokksins í sambandsþingskosn- ingunum árið 2002. Flokkurinn á þó enn langt í land með að ná vopnum sín- um aftur. Hörfar Mugabe í landtökudeilunni? DÓMSTÓLL í Zimbabwe úrskurðaði á fimmtudag, að bótalaus upptaka á bújörðum hvítra bænda væri ólögleg og skipaði ríkisstjórninni að sjá til, að farið væri að lögum og þeir reknir burt, sem sest hefðu upp á jörðunum. Með þessu stefndi í uppgjör með Robert Mugabe, forseta landsins, sem hefur lagt blessun sína yfir landránið, og dómskerfinu í landinu. Joseph Msika varaforseti brást við úrskurðin- um með þvi að skipa landtökumönnun- um burt en leiðtogi þeirra, Chenjerai Hitler Hunzvi, kvaðst ekki mundu taka við skipunum frá neinum nema Mugabe sjálfum. Haft er eftir heimild- um, að Mugabe, sem sat svokallaða G77-ráðstefnu ýmissa þriðjaheims- ríkja á Kúbu, hafl samþykkt yfírlýs- ingu Msika en samt er Jjóst, að deilan leysist ekki fyrr en hann sjálfur tekur af skarið um það, að eignamámið sé ólöglegt. ► Áfrýjunardómstóll á Florida kyrrsetti kúbverska drenginn Elian Gonzalez á fímmtudag en áður hafði frændi hans, Lazaro Gonzalez, virt að vettugi skipun Janet Reno dómsmálaráðherra um að afhenda hann yfirvöldum. Margt fólk af kúbverskum ættum fagnaði úrskurðin- um en yfirvöld ætla að fara sér hægt þar til dómstólar hafa úrskurðað um kyrr- setninguna. Var búist við, að það gæti tekið einhverj- ar daga. ► I nýrri skýrslu frá IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, og Alþjóðabank- anum segir, að bjart sé framundan í efnahagslífí heimsins og er því spáð, að hagvöxtur verði til jafnað- ar 4,2% á þessu ári. I skýrslunni er einnig brugðist hart til vamar al- þjóðavæðingunni, sem er sögð öflugt tæki til að jafna lífskjör allra jarð- arbúa. Helsta áhyggjuefn- ið er ofmat á hlutabréfum á bandariskum markaði en vegna þess er hætt við harkalegri leiðréttingu og afturkippi. ► Kosningar voru víða í síðustu viku. í Grikklandi hélst sljórn sósíalista naumlega velli og í Geor- gíu var Eduard Shev- ardnadze endurkjörinn forseti. Þar voru uppi ása- kanir um misferli og ekki síður í Perú þar sem koma mun til annarrar umferðar i forsetakosningunum milli Albertos Fujimoris, núver- andi forseta, og helsta keppinauts hans, Al- ejandros Toledos. Morgunblaðið/Golli Flugbraut endurnýjuð VINNA við fyrsta áfanga á Reykjavíkurflugvelli gengur vel en honum á að ljúka í september nk. að sögn Emils Ágústssonar verkefnisstjóra. „Það er ver- ið að bijóta upp malbikið sem fyrir er á brautinni og fjarlægja alla mold sem er undir,“ sagði hann. „Lagt verður burðarhæft efni þannig að brautirnar hætta að síga eins og þær hafa gert hingað til en brautin var upphaflega lögð ofaná mýri og yfír holt- ið, sem þarna var fyrir. Sótt var rauðamöl í Rauðhól- um og henni dreift yfír en undir er mýri sem er á fleygiferð eftir því sem grunnvatnsstaðan er hverju sinni.“ Rannveig Kristjáns- dóttir 100 ára ELSTI Húsvíkingurinn, Rannveig Kristjánsdóttir frá Tunguvöllum á Tjörnesi, systir Karls fyrrverandi alþingismanns, er 100 ára í dag, sunnudaginn 16. apríl. Hún dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Rannveig kvæntist 1931 Jóhann- esi Jónssyni frá Árbæ og hófu þau þá búskap að V4 hluta af jörðinni Ytri-Tungu á Tjörnesi og nefndu bæ sinn Tunguvelli. Þar bjuggu þau farsælu búi i hálfa öld þar til þau brugðu búi og fluttust að Hvammi, heimili aldraðra á Húsa- vík. Jóhannes lést árið 1993. Þeim varð þriggja barna auðið og lifa tvö þeirra. Rannveig lætur dægurmál nú- tímans sig nú litlu skipta en styttir sér stundir við að líta í bækur og á borði við rúm hennar er ávallt sálmabókin og nokkrar ljóðabæk- ur. En um dagana hefur hún verið mjög ljóðelsk og dáir meira eldri skáldin en þau yngri. Morgunblaðið/Silli Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500 Frábært verk um “ZZ^merkan mann |M| Mál og menninglftjj malogmenning.is I |v| I „Frábært verk." Einar MSr Jónsson, TMM 1.2000 „Ástæða er til að fagna því að um svo merkilegan mann sé nú til ítarleg og skemmtileg ævisaga." Ármann Jakobsson, DV „Ein besta íslenska ævisaga sem ég hef lesið." Kolbrún Bergþórsdóttir, Dagur Hvassviðrið gengið niður HVÖSS norðanátt, sem gerði ýmsum skráveifu á föstudag og aðfaranótt laugardags, hef- ur gengið niður og hvergi orð- ið meiriháttar tjón. Einhvers staðar fuku þó þakplötur og fleira smálegt. Flug innanlands féll niður seinnipart föstudags, en á laugardagsmorgun var flogið til allra áfangastaða. Samkvæmt veðurspá verður hæg norðaustlæg átt í dag, viðast léttskýjað og frost 0 til 7 stig, kaldast inn til landsins. Næstu daga er reiknað með hægu veðri, björtu en köldu, og éljum allra syðst og austast þegar líða fer á vikuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.