Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 1
A L L R A L A N D S B L A Ð M A N N A B 2000 FIMMTUDAGUR18. MAI BLAD Hjörvar Hafliðason hjá Karlsruher HJORVAR Hafliðason, markvörður úr Val, er j þessa dagana til reynslu hjá þýska knattspymu- félaginu Karlsruher. Hjörvar æfði með félaginu j um tíma í vetur og stóð sig það vel að Karlsruh- l er óskaði eftir því að fá hann aftur til sín þar | sem liðið leitar nú að markverði fyrir næsta tímabil. Karlsruher, sem lék fyrir hönd Þýska- lands í UEFA-bikamum fyrir aðeins tveimur áram, er nú neðst í 2. deild ogþegar fallið en hefur ráðið Stefan Kunz, fyrmm landsliðs- mann, sem þjálfara fyrir næsta tímabil. Hjörvar, sem er 19 ára, var aðalmarkvörður Vals í úrvalsdeildinni í fyrra en lék áður með HK. Hann hefur verið varamarkvörður Vals- manna í vor efdr að þeir fengu Bandaríkja- manninn John Mills til Iiðs við sig. Hjörvar verð- ur ekki í leikmannahópi Vals gegn Þrótti í fyrstu umferð 1. deildarinnar annað kvöld. Draumur „íslendinga- liðanna“ úti DRAUMUR íslendingaliðanna Bolton og Stoke um að komast deild ofar í ensku knattspyrnunni varð að engu í gærkvöldi. Bolton tapaði fyrir Ipswich, 5:3, í framlengdum leik í úrslita- keppni 1. deildarinnar og Stoke beið lægri hlut fyrir Gillingham, 3:0, einnig í framlengdum leik, í úrslitakeppni 2. deildar. Bolton náði þrívegis forystunni gegn Ipwich en Jim Magilton jafnaði metin fyrir heimamenn í öll skiptin og það síðasta gerði hann á lokamínútu venjulegs leiktíma. í framlengingunni var tveimur leik- mönnum Bolton vísað út af og það færðu leikmenn Ipswich sér í nyt og skoruðu tvö mörk. Ipswich fékk þrjár vítaspyrnur í leiknum og nýtti tvær þeirra. Ipswich mætir nær örugglega Bamsley í úrslitaleik um úrvalsdeild- arsætið en Bamsley vann fyrri leik sinn gegn Birmingham, 4:0, en tvö síð- astnefndu liðin mætast öðru sinni í dag. Guðni heim- Eiður seldur? Guðni Bergsson lék allan tímann í liði Bolton en Eiður Smári Guðjohn- sen var fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri viður- eign liðanna. Nú þegar það liggur Ijóst fyrir að Bolton kemst ekki í úrvals- deildina er nokkuð ömggt að þeir Guðni og Eiður Smári yfirgefa félagið. Guðni hyggur á heimför og Eiður Smári verður líklega seldur til ein- hvers þeirra úrvalsdeildarliða sem hafa borið víumar í hann að undan- fömu. Stoke tveimur f ærri í rúman klukkutíma Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar háðu hetjulega baráttu á útivelli gegn Gillingham en Stoke missti tyo leik- menn út af með rauð spjöld í venjuleg- um leiktíma. Bakvörðurinn Clive Clarke fauk út af á 43. mínútu og Graham Kavanagh fóm sömu leið á 52. mínútu. Eftir það var á brattann að sækja en Gillingham náði að komast yfir eftir 55. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tókst Gillingham að tryggja sér farseðilinn á Wembley með því að skora tvö mörk. í stöðunni 2:0 munaði minnstu að Stoke skoraði en skot varamannsins Paul Connors fór í markstöngina. Brypjar Bjöm Gunnarsson var besti maður Stoke og lék allan tímann og það gerði Bjarni Guðjónsson sömuleiðis. Amar Gunn- laugsson var tekinn af velli þegar Stoke missti Kavanagh af velli. Gillingham leikur gegn Wigan í úr- slitaleik um sæti í 1. deild, en Wigan vann Milwall samtals, 1:0. Reuters Hakan Sukur, til hægri, heldur á sigurlaunum Evrópubikarkeppni félagsliða ásamt félögum sín- um í Galatalsaray, eftir að liðið vann Arsenal, 4:1, að lokinni vítaspyrnukeppni í úrslitaleik í Kaup- mannahöfn í gær. Anna María hætl Jón Þ. úrVal til FH-inga JÓN Þorgrímur Stefánsson, sem hefur leikið með Val í úrvalsdeildinni í knattspymu undanfarin tvö ár, hefur gengið frá samningi við 1. deildarlið FH. Félagaskipti hans em ekki frágengin og því ekki Ijóst hvort hann spili með Hafnarfjarðarliðinu þegar það sækir KA heim í fyrstu umferðinni annað kvöld Jón, sem verður 25 ára á sunnudaginn, lék áður með HK en einnig með Keflavík og Breiðabliki í úrvalsdeild- inni þar sem hann á samtals 56 leiki að baki. Anna María Sveinsdóttir, sem án nokkurs vafa er mesta afreks- kona landsins í körfuknattleik fyrr og síðar, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Já, ég ætla að hætta, ég er orðin svo gömul,“ sagði Anna María í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en hún stendur á þrítugu. „Ég segi altént núna að ég sé hætt og ég ætla að reyna að standa við það en maður veit ekki hvernig þetta verður í haust. Ég veit það verður erfitt enda mikil viðbrigði og ætli maður verði ekki að skipta alveg um lífsstíl," sagði Anna María sem sagðist stefna að því að koma ekki nærri körfubolta næsta vetur, nema til að horfa á. Ferill hennar er sérlega glæsileg- ur, en hún byrjaði ellefu ára að æfa körfuknattleik og hefur leikið í ein 15 ár í efstu deild, og í henni og bik- arkeppninni hefur hún leikið 391 leik. Hún hefur níu sinnum orðið ís- landsmeistari og tíu sinnum bikar- meistari. Anna María hefur leikið 51 lands- leik en íslenska kvennalandsliðið hefur alls leikið 62 leiki frá upphafi vega. í vetur náði hún þeim áfanga að fara yfir 1.000 fráköst á ferlinum og hefur engin önnur stúlka tekið annað eins af fráköstum. Hún er einnig stigahæst hér á landi frá upp- hafi, hefur gert 4.210 stig í efstu deild. Elsta heimsmet- ið í sundi fallið ÁSTRALSKA sundkonan Sus- an O’Neill bætti f gærmorgun elsta heimsmetið í sundi er hún synti 200 metra flugsund á 2.05,81 mfnútu á ástralska meistaramótinu. Metið hefur staðið í 19 ár en bandarfska stúlkan Mary T. Meagher setti það er hún synti á 2.05,96. O’Neill bætti því metið um 'Vioo úr sekúndu. „Ég var farin að efast um að ég næði þessu meti nokk- urn tíma,“ sagði O’NeilI eftir metsundið. „Ég átti ekkert frekar von á því að ég næði metinu núna, enda var ég mjög nærri því enn eina ferð- ina í undanúrslitum í gær,“ sagði meistarinn en þá synti hún á 2.06,51 mín. „Mér leið mjög vel f sundinu og heyrði á látunum f áhorfcndum að ég hlyti að vera nærri metinu og það hjálpaði mér. Ég held ég geti synt hraðar og núna þeg- ar ég hef brotið ísinn vona ég að svo verði,“ sagði O’Neill. KR-INGAR HEFJA MEISTARAVÖRNINA í LAUGARDALNUM / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.