Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.05.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Abdullah II Jórdaníukonungur stendur ekki í sku N ýir tímar o áherslur í Jórd MAÐURSEM STÆKKAR ÞJÓÐ SÍNA ANNA Kisselgoff, aðaldansgagnrýnandi New York Times, hleður Helga Tómasson miklu lofi í samtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur fylgst með Helga frá upphafi dansferils hans í Bandaríkjunum. Aðeins þremur árum eftir að Helgi hóf að dansa hjá New York- ballettinum, árið 1973, valdi Kisselgoff hann einn af fjórum bestu klassísku karldönsurum tuttugustu ald- arinnar. Hún er enn á sömu skoðun. Athygli vekur að enginn hinna kunnu Rússa, Nijinski, Nureyjev og Bar- yshnikov, eru í þessum fjögurra manna hópi. Segir Kisselgoff að þeir hafi verið stjörnur og frekar í upp- áhaldi hjá áhorfendum en fagmönnum þar sem þeir hafi ekki verið jafn framúrskarandi tæknilega og bestu klassísku listdansararnir. Segir hún að Helgi og Peter Martins, danskur félagi hans hjá New York-ballettinum og einn af fjórum bestu að mati Kisselgoff, hafi oft ver- ið „að gera hluti sem hvorki Nijinsky né Baryshnikov voru færir um að gera. Þeir nálguðust tæknilega full- komnun.“ Auk þessarar miklu tækni bjó Helgi yfir miklum krafti, að mati Kisselgoff, en jafnframt hafi hann haft sterka útgeislun og mikla persónutöfra á sviði. Kisselgoff lofar Helga og fyrir endurreisn San Francisco-ballettsins en við stjórn hans tók Helgi árið 1985. Segir hún að miklar framfarir flokksins síðan Helgi tók við séu nánast einsdæmi. Ummæli Önnu Kisselgoff eru merkileg og setja Helga kannski í samhengi sem fáir Islendingar bera skyn- bragð á. Þau gefa vísbendingu um það hversu langt Helgi hefur náð á sínum ferli og af þeim má ráða að framlag hans til bandarískrar danssögu er mikið og merkt. Það er gömul saga og ný að upphefðin kemur að utan. íslendingar hafa þó ekki haft mörg tækifæri til þess að fylgjast með verkum Helga Tómassonar og því er það sérstakt fagnaðarefni að hann skuli nú heimsækja ís: land með dansflokkinn sem hann hefur byggt upp. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Helgi það sérstak- lega mikilvægt fyrir sig að vera boðið að koma til ís- lands með flokk sinn sem hann og fleiri telja á heims- mælikvarða. „Þetta hefur verið minn starfsferill í fimmtán ár og hefur gengið alveg stórkostlega vel, svo það er gaman fyrir mig að geta sýnt Islendingum þó ekki væri nema smásýnishorn af því sem ég hef verið að gera.“ Helgi kemur fram af hógværð og yfirvegun mikils listamanns en ljóst má vera að þýðing heimsóknar hans er mikil fyrir íslenskt listalíf, hún er því hvatning og innblástur. Hún er það kannski ekki síst fyrir íslenska danslist sem hefur tekið mikinn^ fjörkipp síðastliðin ár með auknum krafti í starfsemi Islenska dansflokksins. Jafnframt er Helgi sjálfur, listrænn metnaður hans, hæfileikarnir, staðfestan og viljinn, sem hann hefur sýnt á ferli sínum, öllum hvatning, hvort sem þeir hyggja á landvinninga eða sigra í hversdagslífinu. Það er annars erfitt að meta hvaða þýðingu það hefur fyrir litla þjóð að eiga listamann sem hefur náð jafn langt og Helgi í listgrein sinni. Auðvitað stækkar slíkur maður þjóð sína og gefur henni hugrekki, en mikilvæg- astur er kannski sá lærdómur sem draga má af Helga, að það er ekki umhverfið sem skiptir öllu við tilurð mik- ils listamanns heldur hæfileikar, dugnaður, vilji, ein- beiting og einlægni. Slíkur lærdómur er hverjum lista- manni gott veganesti á ferli sínum. Sýning San Francisco-ballettsins á Svanavatni Helga Tómassonar ber tvímælalaust hæst á viðburðamikilli Listahátíð í Reykjavík að þessu sinni. Þetta er viða- mesta danssýning sem sett hefur verið upp hér á landi. Hún mun vafalítið verða í minnum höfð. Hún er við- burður á sviði danslistar sem íslendingar hafa lengi beðið og mun verða notið til hins ýtrasta eins og við- brögð áhorfenda sýndu þegar á fyrsta degi miðasölu. Dansferill Helga Tómassonar hófst á íslandi,, þegar hann var ungur drengur. Fjölmargir núlifandi Islend- ingar muna eftir honum frá þeim tíma. Fyrir þá ekki sízt er það mikil upplifun að sjá hvert hann hefur náð á vegferð sinn. Fyrst sem einn af fremstu karldönsurum í heimi. Síðan að byggja upp einn bezta dansflokk í heimi. Þetta er einstæður ferill. Abdullah J ór daníukonungur kemur í opin- s ■ bera heimsókn til Islands í dag. Magnús Þorkell Bernharðsson fjallar um hinn unga konung Jórdaníu og segir hann hafa lagt nýjar áherslur í stjórnmálum og efna- hagsmálum landsins. Abdullah II Jórdaníukonungur og Raina drottning. ASÍÐUSTU mánuðum hefur Abdullah II, hinn 38 ára konungur Jórdaníu, ákveðið að snúa dæmisögunni um nýju fötin keisarans við. Eins og vakið hefur vakið athygli hvarvetna um heim, hefur Abdullah þó nokkrum sinnum klæðst dulargervi til að kynnast af eig- in raun hvemig hinar ýmsu ríkisstofn- anir í Jórdaníu virka. Hann hefur, til dæmis, dulbúist sem sjötugur blindur maður til að athuga hvers konar þjón- ustu hann fengi sem sjúklingur á sjúkrahúsi og athugað með fyrir- greiðslu í ráðuneytum ríkisins í hinum ýmsum gervum. Þessi óvenjulega og jafnvel skoplega hegðun hefur þó veitt Abdullah ómetanlega og raunsæja inn- sýn í sitt eigið land. Hann þai-f ekki að reiða sig á frásagnir aðstoðarmanna sinna um ástandið í Jórdaníu. Hann hefur áttað sig á því að ríkið Jórdanía er næstum að falli komið ef ekki verður gripið í taumanna strax. Margt er rotið í konungsdæminu sem hann erfði frá fóður sínum, Hussein. Það er Abdullah til hróss að hann hefur ákveðið að feta alls ekki í fótspor foður síns heldur leggja þess í stað nýjar og nútímalegar áherslur í stjómmálum og efnahags- málum landsins í þeirri von að það rétti úr kútnum. Stundum fellur eplið langt frá eikinni. Abdullah hefur ákveðið að venda kvæði Jórdaníu í kross og stefna að því að þjóðin muni fyrst og fremst taka þátt í meginmáli 21. aldarinnar, upplýsingatækni og alþjóðavæðingu, frekar en að halda áfram að sýsla með hugarefni fóður síns og 20. aldarinnar, sem var friðarviðræður ísraela og Ar- aba. Faðir hans varð að sinna þeim málum til að tryggja áframhaldandi til- vist Jórdaníu en Abdullah telur að nú sé spumingin fyrst og fremst að skapa efnahagslegur forsendur fyrir Jórdan- íu að starfa eðlilega á nýrri öld. Kom á óvart Það kom flestum á óvart að Abduliah skyldi verða útnefndur sem arftaki, af föður sínum, snemma árs 1999. Huss- ein Jórdaníu konungur hafði ríkt í yfir 40 ár í þessu litla, fátæka en mikilvægu landi. Á síðustu ámm hafði Hussein glímt við krabbamein og verið aðallega upptekinn af því að vera mikilvægur milligöngumaður í því að stuðla að friði í Miðausturlöndum. Hussein lét því uppbyggingu hagkerfisins í Jórdaníu sitja á hakanaum. Þegar það var Ijóst að dagar hans yrðu brátt taldir bjugg- ust flestir við að hann myndi tilnefna bróður sinn Hassan sem arftaka en hann hafði verið krónprins og hans hægri hönd. En rétt áður en Hussein féll frá ákvað hann að tilnefna í staðinn elsta son sinn, Abdullah. Áður en Abdullah var krýndur konungur var hann lítt þekktur utan Jórdaníu. Móðir hans, Toni Gardiner (sem seinna tók upp nafnið Muna), er bresk, og hún var önnur eiginkona Husseins. Þau skildu eftir að hún hafði alið Hussein fjögur böm, en hún býr enn í Jórdaníu. Abdullah sótti ýmsa einkaskóla í Bandaríkjunum og í Bretlandi og er því vel kunnugur vestrænni menningu og hugsanahætti. Að skólagöngu lokinn- istarfaði hann í jórdanska hemum og hafði ekld getið sér orð sem mikill hugsuður sem væri að undirbúa sig undir mikilvæg störf í stjómmálum. Þess í stað sást hann oft í hraðskreiðum bifreiðum í fylgd faliegra kvenna. Þeg- ar hann tók við konungsembættinu ríkti þess vegna ekki mikil bjartsýni um að hann gæti náð góðum tökum á þessu vandasama starfi. En eftir rúmt eitt og hálft ár í embætti lofar byrjunin góðu. Hvort hann muni ná að ríkja jafn vel og lengi og faðir hans er ómögulegt að segja. Hins vegar eru erfiðar vega- hindranir framundan og spurningin er hvort þær muni einungis draga úr hraða Ábdullah eða velta honum út af veginum. Kannski var akstur sportbíl- anna ekki svo galinn undirbúningur eftir allt saman! Abdullah hefur stýrt vel fram hjá fyrstu hindmninni sem var hættan á að einhver myndi reyna að ógna veldi hans. Abdullah hefur náð að festa sig vel í sessi og það hefur ekki verið nein valdabarátta í landinu. Hass- an, fyrrverandi krónprins, hefur verið samvinnuþýður og stutt Abdullah vel. Abdullah hefur þó þurft að sýna klæm- ar. Til dæmis rak hann úr embætti Abdul Karim al-Kabariti, sem var yfir- maður hirðarinnar en hafði lent í úti- stöðum við Abdel Rauf Rawabdeh for- sætisráðherra þegar þeir vom ósammála um ýmsar nýjar tillögur Abdullah. En almennt séð hefur verið friðsælt í stjómmálum landsins undan- farið. Síðan Abdullah kom til valda hef- ur Jórdanía ekki átt í neinum landa- mæradeilum og ekki hefur borið á alvarlegum innanríkisdeilum. Verður að treysta á mannauðinn Vegna þess að það hefur verið tiltölu- lega tíðindalaust á heimavígstöðvunum hefur Abdullah ferðast mikið til að breiða út fagnaðarerindi sitt. Hann er ófeiminn við að prédika að Jórdanía muni verða virkur þátttakandi í hinum nýja heimi og ætli sér að verða tölvu- og upplýsingamiðstöð Miðausturlanda. Hann hefur verið tíður gestur í Wash- ington og Tókýó, verið hrókur alls fagnaðar á Davos-ráðstefnunni í Sviss, pg nú, síðast en ekki síst, sækir hann ísland heim. Það kemur ekki á óvart að Abdullah muni eiga fundi með íslensk- um hátæknifyrirtækjum í þeirri von að þau fjárfesti í landi hans. Jórdanía get- ur ekki byggt á náttúrulegum auðlind- um, eins og olíu, fijósamri jörð eða fiskimiðum eins og önnur arabaríki. Abdullah á því fárra annara kosta völ en að treysta á mannauðinn í landinu og búa þjóðina undir að taka þátt í tölvu-og upplýsingasamfélagi nútím- ans. Að því leyti er Jórdanía tiltölulega vel í stakk búin, því menntakerfið er prýðilegt og þar er mikið af tækni- menntuðu fólki. Eiginkona Abdullah, Rania drottning, sem er af palestínsk- um uppruna, vann eitt sinn hjá Apple- tölvufyritækinu, þekkir þann bransa af eigin raun og tekur þess vegna virkan þátt í stórhuga áætlunum eiginmanns síns. Það hefur vakið athygli hversu mikla almannahylli Abdullah hefur meðal íbúa Jórdaníu. Jórdanar hafa fylgst vandlega með aðgerðum Abdull- ah og eru ánægðir með átak hans gegn spillingu og óskilvirkni ríkisvaldsins og hafa tekið fyllilega undir stórhuga yfir- lýsingar hans um að bæta efnahag landsins. Það skal þó ekki túlka þetta framtak Abdullah sem svo að hann sé einlægur lýðræðissinni sem vill stuðla að því að þegnar hans njóti svipaðra mannréttinda og gerist til dæmis á ís- landi. Hann er fyrst og fremst að vinna að umbótum í efnahagsmálum en ekki í stjómmálum. Það eru enn strangar hömlur á jórdönskum fjölmiðlum, formleg stjómarandstaða er takmörk- uð, og gagnrýnisraddir kæfðar. Um fyrirmyndir þar lítur Abdullah til ým- issa ríkja í Austur-Asíu eins og Singa- pore þar sem er opið efnahagskerfi en strangar pólitískar hömlur. Hingað til hefur almenningur og ýmis mikilvæg og áhrifarík samtök eins og Bræðralag múslíma verið þolinmóð. Hins vegar getur bmgðið til beggja vona ef árang- ur fer ekki að sjást bráðlega í efnahag landsins. Abdullah verður að ítreka, rétt eins og stjómmálaieiðtogar alls- staðar, að varanlegur árangur í efna- hagsmálum tekur sinn tíma. Ástandið er frekar bágborið og á síðustu áram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.