Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 236. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR14. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dregur úr átökum á hernumdu svæðunum Jerúsalem, Washington, Gaza. AP, AFP, The Daily Telegraph. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær búast við því að ráðamenn Israela og Palestínumanna hittust á við- ræðufundi í Egyptalandi innan tveggja sólarhringa til að reyna að koma á friði. Talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta sagði í gær að slíkur fundur „gæti orðið ár- angursríkur" en áður höfðu Banda- ríkjamenn lýst efasemdum um hug- myndina. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, krafðist þess að stjórn Ehuds Bar- aks, forsætisráðherra ísraels, drægi vopn og herlið á brott frá hernumdu svæðunum, aflétti um- sátri um borgir Palestínumanna og samþykkti að alþjóðleg rannsóknar- nefnd kannaði tildrög óeirðanna síð- ustu vikur. Var búist við því að Ara- fat gæfí endanlegt svar um þátttöku í nótt eftir fund með ráðherrum sín- um. Lokuðu leiðum að al-Aqsa Enn kom til átaka á svæðum Pal- estínumanna í gær og féll einn Pal- estínumaður en tugir særðust. Heimildarmenn bentu á hinn bóginn á að átökin í gær hefðu ekki verið jafnhörð og blóðug og undanfarnar tvær vikur og væru því auknar líkur á að takast myndi að stilla til friðar. Föstudagur er bænadagur músl- ima og Israelar hindruðu múslima undir 45 ára aldri í að halda til al- Aqsa-moskunnar í Jerúsalem. Beitt var táragasi til að stöðva grjótkast nokkurra úr mannfjöldanum. Hjálmklæddir lögreglumenn röð- uðu sér upp við þröngar göturnar í Gömlu borginni til að stöðva fólkið sem jós yfir þá skömmum. Síðan lögðu múslimar bænamottur sínar á götuna og báðust þar fyrir. Arafat hefur harmað morð á tveimur ísraelskum hermönnum á Vesturbakkanum á fimmtudag en þeir eru sagðir hafa villst inn á svæði Palestínumanna. Tjáði hann Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, að hinir seku yrðu handtekn- ir. Mótmæli voru á Gaza-svæðinu í gær og til skotbardaga kom milli mótmælenda og ísraelskra her- manna í varðstöð í Hebron. Felldu hermenn 22 ára gamlan Palestínu- mann. ísraelar fullyrtu að vopnaðir menn hefðu leynst innan um mann- grúann og skotið á hermennina. ■ Barak boðar/32 Júgdslavía Rætt um kosningar í desember Belgrad. AP, AFP. BANDAMENN Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu, tilkynntu í gær að fulltrúar Sósíalistaflokks Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, hefðu fallist á nýjar þingkosningar í desem- ber. Þeir áttu þó eftir að ráðfæra sig við flokksforystuna en þar eru nú uppi kröfur um, að Milosevic verði bolað burt. Vladan Batic, fulltrúi stjórnarand- stöðunnar, sagði í gær, að talsmenn Sósíalistaflokksins hefðu samþykkt að efnt yrði til þingkosninga 24. des- ember nk. Staðfesti Nikola Sainovic, talsmaður flokksins, það en sagði, að flokksforystan yrði einnig að leggja blessun sína yfir kosningadaginn. Þjóðemisöfgamaðurinn Vojislav Seselj, sem er aðstoðarforsætisráð- herra Serbíu, hefur hvatt Kostunica til að skipa strax nýjan forsætisráð- herra sambandsríkisins Júgóslavíu en hann á að vera frá Svartfjallalandi vegna þess, að Kostunica er Serbi. Milo Djukanovic, forseti Svartljalla- lands, sem er hlynntur Vesturveldun- um, hunsaði hins vegar kosningamar 24. september og hefur ekki viður- kennt Kostunica sem forseta Júgó- slavíu. Vegna þess hefur Kostunica snúið sér til fyrrverandi bandamanna Milosevic í Svartfjallalandi og hyggst bjóða þeim forsætisráðherrastólinn. Kostunica fékk í gær kærkominn stuðning við viðleitni sína til að mynda stjórn fyrir sambandsríkið er James O’Brien, sérlegur erindreki Bandaríkjastjómar í málefnum Balk- anskagans, lýsti því yfír að bandarísk stjómvöld væm mótfallin því að Svartfjallaland segði sig úr lögum við Júgóslavíu og lýsti yfir sjálfstæði. A fundi með Djukanovic í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, hvatti O’Brien forsetann til að ganga til við- ræðna við Kostunica um leiðir til að viðhalda sambandsríkinu. Vilja Milosevic burt Innan Sósíalistaflokksins heyrast nú háværar kröfur um, að Milosevic verði sparkað, og hafa t.d. áhrifamikl- h’ menn eins og Borisav Jovie og Zor- an Lilic hvatt til hreinsana í foryst- unni. Segja þeir, að flokkurinn eigi enga framtíð með hann í fararbroddi. Búist er við, að úr þessu verði skorið á þingi flokksins í næsta mánuði. Reuters fsraelskur lögreglumaður og Palestínumaður í Gömlu borginni í Jerúsalem skiptast á skammaryrðum í gær. Lögreglumenn meinuðu Palestínumönn- um undir 45 ára aldri að fara í al-Aqsa-moskuna til bæna. Flestir Palestínumenn sem tekið hafa þátt í óeirðunum að undanfömu eru ungir að árum. Rannsókn á sprensiutilræðinu sreen bandaríska tundurspillinum Cole heldur áfram Böndin sögð bein- ast að bin Ladem Aden, Washington. AP, AFP. ÖLLUM sendiráðum Bandaríkj- anna í Mið-Austurlöndum og N-Afr- íku, auk nokkurra sendiráða í viðbót í Afríku og Asíu, var lokað tímabund- ið í gær vegna ótta við frekari hryðjuverk. Lokunin kom í fram- haldi af sjálfsmorðsárás á banda- ríska tundurspillinn USS Cole á fimmtudag í höfninni í Aden í Jemen. Sjö sjóliðar létust í árásinni, tíu er saknað og eru þeir taldir af. Einnig var sprengju varpað að breska send- iráðinu í Jemen í gærmorgun en eng- an sakaði. Fjöldi bandarískra sérfræðinga frá alríkislögreglunni (FBI), utan- ríkisráðuneytinu og Pentagon var mættur til að rannsaka vegsum- merki í höfninni í Aden í gær. Haft var eftir vestrænum stjórn- arerindrekum í gær að sprengingin virtist vera verk vel skipulagðs hóps sem hefði góð sambönd á staðnum. Tvenn hryðjuverkasamtök höfðu lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér í gær, svonefndur Her Múham- eðs og áður óþekktur hópur, Ógnar- liðsmenn Islams. Fulltrúar fyrr- nefnda hópsins hringdu í Omar Bakri Mohammed, leiðtoga AI- Muhajiroun, sem eru herská samtök araba með aðsetur í London, og lýstu yfir ábyrgð á verknaðinum. Her Múhameðs hefur hingað til eingöngu verið þekktur fyrir að starfa í fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna. Bakri tengist hryðjuverkamannin- um Osama bin Laden en grunur Bandaríkjamanna féll strax á hann. Bandaríkin saka bin Laden um að hafa skipulagt net hryðjuverka- manna um Mið-Austurlönd og segja hann standa að baki sprengjutilræð- unum í sendiráðum Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu fyrir nokkrum árum sem kostuðu 224 lífið. Bandarískir sérfræðingar í hryðjuverkum sögðu í gær líklegt að bin Laden hefði komið við sögu í sprengingunni. í samtali við The Washington Post sagði Harvey Kushner, sérfræðingur í hryðju- verkum við Long Island-háskóla, að verkið væri öruggiega a.m.k. að hluta til á ábyrgð bin Laden. Auk hans eigin manna væri fjöldi hryðju- verkamanna á þessum slóðum sem væru undir áhrifum frá honum. Kushner benti einnig á að bin Laden hefði lengi reynt að finna leið til að ráðast á herskip. „Hann hefur lengi leitast við að kaupa lítinn kafbát, nú nýlega í gegnum ættingja sinn í Bandaríkj- unum, en komið var í veg fyrir það.“ MORGUNBLAÐH) 14. OKTÓBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.