Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 243. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS A Leiðtogafundur araba fordæmir árásir Israela Þúsundir fylgdu til grafar í gær Palestínumönnunum sem létust í átökum á föstudag. Sagðir stefna frið- arviðleitni í voða Fyrrverandi liðþjálfí í bandaríska hernum í heilögu stríði Tók þátt í skipu- lagningu sjálfs- morðsárásar New York, Washington. AP, Reuters. FYRRVERANDI liðþjálfi í banda- ríska hernum, Ali Mohamed, hefur játað að hafa tekið þátt í skipulagn- ingu sjálfsmorðsárása á bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tanzaníu sem urðu 224 manns að bana fyrir tveim- ur árum. Mohammed, sem er egypskur að uppruna, sagði fyrir dómstóli, að hann hefði slegist í lið með hryðjuverkamanninum Osama bin Laden og fleirum í heilögu stríði gegn Bandaríkjamönnum. Hann er sá fyrsti sem játar sig sekan af þeim sautján sem hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir aðild að sprengingunum. Atta af þessum sautján fara huldu höfði, þar á með- al Bin Laden, sem er sádí-arabískur að uppruna en býr í Afganistan, að því er talið er. Hann er meðal þeirra sem bandarísk stjórnvöld gruna um að standi að baki árásinni á tundur- spillinn USS Cole á dögunum. Mohamed, sem er bandarískur ríkisborgari, sagðist hafa verið þátt- takandi í „heilögu stríði“ sem hefði það að markmiði að hreinsa Mið- Austurlönd af vestrænum áhrifum. Mohamed var liðsmaður bandaríska hersins frá 1986-1989 og hafði þá m.a. þann starfa að fræða banda- ríska sérsveitarmenn um menningu múslima. Mohamed segist hafa fengið fyrirmæli frá Bin Laden 1993 um að skoða hugsanleg skotmörk í Nairobi í Kenýa. Bin Laden hafl síð- an valið bandaríska sendiráðið og hafi verið litið á tilræðið sem hefnd vegna íhlutunar Bandaríkjanna í Sómalíu. Kaíró, Khan Yunis, Nablus, SÞ. AP.AFP. FUNDUR leiðtoga Arababanda- lagsins, í Kairó í Egyptalandi, hófst í gærmorgun með ávarpi forseta Egyptalands, Hosni Mubaraks, sem ávítti Israelsstjórn harðlega og sagði hana hafa stefnt friðarumleit- unum ísraela og Palestínumanna í voða með ,,skeytingarleysi og árás- argirni.“ A föstudag fór samkomu- lag Israela og Palestínumanna um vopnahlé út um þúfur og sagði for- sætisráðherra ísrael, Ehud Barak, að ísraelar biðu niðurstöðu fundar- ins. Ef leiðtogar araba stöðvuðu ekki ofbeldi á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu myndu ísraelar taka sér hlé frá friðarumleitunum. Takmörkuðum refsiað- gerðum beitt Þrátt fyrir kaldar kveðjur leið- toganna í garð ísrael er talið að Egyptum og öðrum hófsömum arabaríkjum muni takast að fá það í gegn að niðurstaða fundarins verði sú að takmörkuðum refsiaðgerðum verði beitt gegn ísrael með þeim rökum að enginn annar kostur sé í stöðunni en áframhaldandi friðar- umleitanir. í ræðu sinni sagði Mubarak ísra- el hafa brugðist trausti með morð- um á saklausum börnum. Hann fór fram á að ísraelsstjórn sýndi það í verki að hún vildi friðsamlega sam- búð við araba. Mubarak, Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og aðrir leiðtogar og fulltrúar 22 aðild- arlanda Arababandalagsins segja Israel bera ábyrgð á átökunum undanfarið sem kostað hafa rúm- lega 120 manns lífíð. Forseti Líbanon, Emile Lahoud, varaði við hörðum viðbrögðum í ríkjum araba ef leiðtogarnir stæðu ekki saman gegn ísrael. Arafat lét þau ummæli falla að aðgerðir ísra- ela á helgum stöðum gætu valdið „trúarstríði" með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Okkar þjóð stendur nú frammi fyrir fjöldamorði." Ezzat Brahim, næstæðsti maður íraka, kallaði eftir heilögu stríði gegn ísrael til að frelsa hernumin lönd araba. Krónprins Sádí-Arabíu, Abdullah bin Abdul Aziz, lagði til að settur yrði á laggirnar sjóður til styrktar Palestínumönnum. Aðal- ritari Arababandalagsins, Esmat Abdel Meguid, sagði kominn tíma til að „endurmeta friðarferlið." Háttsettur arabískur embættis- maður sagði fréttamanni AFP að drög að ályktun, sem utanríksráð- herrar arabaríkjanna sömdu fyrir fundinn, yrðu e.t.v. milduð, í ljósi yfírlýsinga ísraelsstjórnar. í álykt- uninni er þess krafist af ríkjum, sem ekki hafa skrifað undir friðar- samkomulag við ísrael en hafa samskipti við ríkið, að slíta öllum samskiptum og samvinnu. Áframhald varð á átökum ísraela og Palestínumanna á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu í gær. Pal- estínskur unglingur lést í átökum við ísraelskar hersveitir á Gaza- svæðinu í gærmorgun og nær fjöru- tíu særðust, þar af einn alvarlega. Tugir þúsunda Palestínumanna fylgdu fórnarlömbum óeirðanna í Nablus á Vesturbakkanum á föstu- dag til grafar. Margir syrgjendur báru arabíska fána og hvöttu til þess að leiðtogafundurinn í Kairó styddi málstað Palestínumanna. Einnig kom til fjölmennra mót- mæla gegn ísraelsstjórn í mörgum helstu borgum arabaríkja í gær. Ályktun allsherjarþings fordæmir Israel Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á föstudag að for- dæma valdbeitingu ísraelska hers- ins gegn Palestínumönnum og hvatti til vopnahlés. Bandaríkin og ísrael greiddu atkvæði gegn álykt- uninni. 92 lönd greiddu atkvæði með ályktuninni. 46 sátu hjá, þar á meðal öll Norðurlöndin sem að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra höfðu samráð sín á milli. ■ Saga sem tengir /22 Reuters Norskur köfunarpallur sem hefur verið komið fyrir þar sem Kúrsk sökk. Bj örgunaraðger ðir við Kúrsk hafnar MORGUNBLAÐK) 22. OKTÓBER 2000 5 690900 090000 EIN STEFNA ÍORÐI onnur i verki 10 Eyða í danskri og íslenskri bókmenntasögu 28 HAGNAÐURI AFMÆLISMÁNUÐI heimtingu líkanna," sagði talsmaður rússneska hersins, Igor Dygalo. Hann sagði undirbúninginn geta tekið marga daga. Dygalo sagði mik- ilvægast að huga vel að öryggi kaf- aranna. Hagstæð veðurskilyrði og mæl- ingar á geislavirkni í kringum opið á kafbátnum eiga að tryggja öryggi kafaranna að sögn Interfax. Veðurfræðingar hafa spáð versn- andi veðri á þessum slóðum í næstu viku og gæti það hindrað björgunar- störf, líkt og hingað til. Kjamorkukafbáturinn Kúrsk sökk 12. ágúst og eru ástæður slyss- ins enn ókunnar. 118 rússneskir sjó- liðar voru um borð. Undirbúningur björgunaraðgerðanna hefur staðið yfir í rúman mánuð. Moskvu. AP. AFP. AÐGERÐIR eru hafnar til að ná lík- um rússesku sjóliðanna sem fórust er kjarnorkukafbáturinn Kúrsk sökk í ágústmánuði. Talsmaður Norðurflota Rússa, Vladimir Navr- otski, sagði að fjórir rússneskir kaf- arar og tveir norskir ynnu að því að klippa í sundur brynvörn kafbátsins við björgunarhlera hans. „Þetta er lokastig undirbúningsins að endur- SUNNUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.