Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.03.1959, Blaðsíða 11
t ipróttir J Glæsileg frammisfala íslenzku körUnall- leikslianna í keppni við bandarísku liðin ÞEIR, sem sátu vígsluhátíð skíðaskála KR s. 1. sunnudag, voru sammála um það, að hér væri risinn af grunni fullkomn asti og glæsilegasti skíðaskáli landsins. Þetta mannvirki sann ar enn einu sinni, hvað KR- ingar geta gert, þegar þeir eru samtaka, en það er.u þeir býsna oft og mættu önnur íþróttafé- lög taka þá til fyrirmyndar i þeim efnum. Þegar veizlugestir höfðu tek- ið sér sæti við hið smekklega veizluborð, bauð formaður KR Einar Sæmundsson, alla við- stadda velkomna, en hann stjórnaði jafnframt hófinu. Vígsluræðuna flutti Georg Lúðvíksson, formaður bygg- ingarnefndar og rakti hann nokkuð skíðaskálasögu KR og starfssögu skíðadeildarinnar yf irleitt. Hann fór miklum lofs- orðum um félaga skíðadeildar- innar, sem sýndu mikinn áhuga og fórnfýsi í sambandi við byggingu skálans, en hún hófst fyrir tveim og hálfu ári. Alls unnu 115 sjálfboðaliðar 1130 dagsverk og sé dagsverkið tal- ið 3 stundir og klst. reiknuð á 20 kr. er framlag sjálfboðaliða liðlega 180 þúsund krónur. Seg ið svo, að íslendingar vilji ekk- ert gera lengur, nema fyrir peninga. Georg kvaðst vona, að skálinn verði mikið notaður, það væru bez+u laun þeirra, sem unnið hefðu við hann. Auk Georgs voru þeir Þórir Jóns- son, Karl Maack, Jens Krist- jánsson og Haraldur Björnsson í byggingarnefndinni. Gísli Halldórsson, arkitekt, teiknaði skálann og var nefndinni til að- stoðar. Grunnur skálans var grafinn í júlí 1956 og síðan var kjallari fullsteyptur. í október 1956 var skálinn fokheldur. Júní næsta ár hófust innrétt- ingar og vatnslögn var lögð. í marz 1958 kom rafmagn frá Sogslínunni og það ár voru háð tvö skíðamót við skálann. Mest ur hraðinn í framkvæmdunum hefur verið síðan í september í haust og oft var lögð nótt með degi við framkvæmdir. Skálinn er 130 fermetrar að flatarmáli og ca. 950 rúmmetr- ar. í kjallara er skíðageymsla, 2 gistiherbergi, snyrtiherbergi, miðstöðvarklefi, böð og gufu- bað. Á fyrstu hæð eru rúmgóð- ar setustofur, mjög smekklega innréttaðar, Einnig eru þar 2 gistiherbergi, ágætt eídhús, snyrtiherbergi og' rúmgóð for- stofa. í risinu eru kojur fvrir 35 manns, auk svefnlofts. Alls á skálinn að geta rúmað um 130 manns. Georg þakkaði öll- um, sem hefðu hjálpað til að gera skála þennan að veruleika, en þeir væru margir, bæði KR- dngar og vinir úr öðrum félög- um. Einar Sæmundsson, form. KR, þakkaði byggingarnefnd skíðaskálans og skíðadeildinni fyrir þetta myndarlega fram- tak, einnig færði hann ríki og bæ beztu þakkir fyrir stuðning við bygginguna. Einar minnt- ist á framtíðarmöguleika - í Skálafelli, en hæsta takmark KR-inga er skíðalyfta og senni- lega verður byrjað á þeim fram kvæmdum næsta sumar. Næstur tók til máls Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og ræddi um þær miklu framfarir, sem hefðu orðið á skjlyrðum til íþróttaiðkana, síðan KR var stofnað fyrir 60 árum. Hann óskaði KR til hamingju með þennan merka áfanga og kvaðst Sigruðu með 3 stigum annan öðrum með 10 stigum. æfði lið'ið og sá um skiptingar ásamt fyriirliða. Körfuknatt- lei'ksráðið valdi mennina. Dóm arar voru Ingi Gunnarsson og bandarískur dómari og héldu þeir leiknum vel hreinum og höfðu fullt vald yfir báðum liðum Georg Lúðvíksson vona að gæfa fylgdi þessu glæsilega húsi í framtíðinni. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, árnaði KR heilla og af- henti Skíðadeild félagsins odd- fána ÍSÍ til varðveizlu í skál- anum. Aðrir, sem tóku til máls voru Gísli Halldórsson, form. ÍBR, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, Þórir Jónsson, form. skíðadeildar KR, Jónas Magnús son, Stardal, sem leigir KR- ingum land í Skálafelli, frú Auður Jónasdóttir, Jónas B. Jónsson, skátahöfðing'i, Einar B. Pálsson, verkfræðingur, Þór- arinn Björnsson, Rúnar Einars- son og Björn Þórðarson. 'Fulltrúar hinna ýmsu félaga og ráða tóku einnig til máls og afhentu KR-ingum gjafir, voru þær allar hinar fegurstu. Voru það Ellen Sighvatsson, form. Skíðaráðs Reykjavíkur, Stefán G. Björnsson, form. Skíðafél. Reykjavíkur, Þórir Lárusson, form. skíðadeildar ÍR, Þor- steinn Bjarnason, form. skíða- deildar Ármanns, Friðjón Frið- jónsson, form. skíðadeildar Vals, Magnús Thjell, form. skíðadeildar Víkings og Fríð.ur Guðmundsdóttir, form. íþrótta- félags kvenna. Georg Lúðvíksson þakkaði síðan gjafir og ræður, en að S. L. SUNNUDAGSKVÖLD fór fram keppni milli íslend- inga og Bandaríkjamanna í körfuknattílleik. Háðir voru tveíiir leiikir qg lyktaði þeim fyrri með sigri bandaríska liðs ins með 61 stigi gegn 51 stigi, en sá síðari vannst með 45 stigi gegn 42. Voru leikir þessir með afbrigðum spennandi og skemmtilegir og hrifust hinir 300 áhorfendur með íslenzka sigrinum. Meðal áhorfenda og gesta var sendiráðherra Banda ríkjanna hér á landi og frú hans, ásamt forseta ÍSÍ Bene- dlkt Waage. V' Fyrri leikur kvöldsins fór fram milli B-úrvals og bland- aðs liðs starfsmanna banda- ríska sendiráðsins en styrkt með 33 úrvals liðsmönnum frá Keflavíkurflugvelli. Leikur þessi var mjög spennandi og' skiptust liðin á að skora þannig að lengi vel stóð jafnt, en þeg- ar dró næj hálfleik náði ís- lenzka liðið yfirhöndinni og' hafði 5 st'ig yfir í hálfleik. Eft- ir leikhlé hélzt þessi munur framanaf, en bandaríska liðið tók þá upp forgöngu í stífari vörnum og lék nokkuð hart og tókst að ná yfirhöndmni fyrir leikslok með 10 stiga mun. Leik urinn endaði 61 gegn 51 stigi. Bandaríska Lðið var mjög gott og lék ákveðinn en þó prúðan íeik og fékk liðið í heild fáar villur. Sama er að segja um íslenzka liðið, sem lék mjög góðan og prúðan leik. Að margra áliti reyndist styrkur bandaríska liðsins sízt minni en seinna l'iðsins, sem lék gegn tilraunalandsliðinu. Fyrirliði Bandaríkjamanna J. Barth skipulagð] liðið mjög vel og átti mikin þátt í sigr- inum. íslenzka liðið var mjög héilsteypt, en stighæstu menn voru K.F.R.-ingarnir, Guð- mundur Árnason, Einar Matthí asson og Þórir Arinbjarnarson frá íþróttafélagi stúdenta. Glæsilegan leik sýndi varnar- liðsmaður'inn Gunnar Sigurðs son frá K.F.R., sem greip misk unnarlaust inn í ótrúlegustu knattsendingar Bandaríkj a- manna og átti þar með drjúg- an hluta í kröfust'igum íslenzka liðsins, sem áunnust með leik hans. Ingi Þór Stefánsson ÍR., sem er reyndur kröfuknattleiks maður, en hefur lítið getað æft í vetur vegna e'igin starfa, átti ágætan leik og skoraði sex stig á síðustu mínútum leiksins. Ingi Þorstéinsson K.F. R. var fyrirliði liðsins og áttj hann góðan varnarleik und'ir körf- unni, en var haldið niðri og „dekkaður“ í sóknarleik. Akur leyringarnir Hörður Tulinius og Jón Stefánsson áttu einnig góð an leik, ennfremur Jón Ey- steinsson Í.S., enda þótt hann hafi ekki ver'ið inn á leikvangi nema í örfáar mínútur. As- geir Guðmundsson þjálfari lokum bað Einar Sæmundsson alla viðstadda að hylla „Gamla góða KR“ og var það gert kröft uglega. Síðari léikurinn var milli A- úrvals eða tilravma-landsliðs Körfuknattleiksráðs Reykja- víkur og bandarísks liðs áf Keflavíkurflugvelli, „Battery C“, en úrvalslið það, sem keppa átti við í'slendinga var ókomið frá Bandaríkjunum úr keppnisför sinni þar, svo að næst bezta liðinu var stillt upp gegn íslendingunum, en að sögn fararstjóra bandaríska liðsins, er styrkleikamunur á þessum tveim bandarísku lið- ■um mjög lítill. Eins og áður er sagt, þá sígraði tilrauna- landslið K.K.R.R. með 45 gegn 42 stigum eftir að hafa haft yf- irhöndina allan leiktímann með talsverðum yfirburðum, en þegar líða tók á síðari hálf- leik minnkaði bilið talsvert. Leikurinn var mjög spennandi og meytti bandarfska liðið allra bragða til að ná fram sigri, sem tófcst þó ekki. Leikur inn var ekki jafnvel leikinn og fyrri leikurinn af hálfu bandaríska liðsins og höfðu dómarar mátt lef til v’Jl reyna betur að halda leiknum niðri, því að seinni hálfleikur var vægast sagt frekar grófgerð- ur. íslenzka Lðið tók forystu strax í upphafi og hélt henni út allan leikinn og var áber- andi vel að sigrinum komið. Stigahæstu menn íslenzka kðs ins voru: Ólafur Thorlarius K. F. R., Þorstleinn Hallgrímsson Í.R. og Lárus Lárusson Í.R., Ólafur átti mjög góðan sókn- arleik. Birgir Birg’is, Ármanni, sem kom inn á leikvanginn skömmu eftir leiksbyrjun I vegna me'iðsla á fyrirliðanum Helga Jóhannssyni ÍR., stóð sig mjög vel og strikaði undir val sitt í þetta. tilriaunalandslið. Sömuleiðis ÍR-ingurinn, 2. fl. maðurinn Þorsteinn Hallgríms -son. Lárus Lárusson ÍR. átti góðan leik, len sigur liðsins var þó skyggður örlítið vegna ó- v.lja slyss er varð á Kristni, sem var borinn meðvitundar- laus af leikvangi og hlaut nokkur meiðsli. Ingvar Sigur björnsson Ármanni átti góð- an le’.k, enda þótt hann væri aklci inná leikvangi jiíema í nokkrar mínútur. OBandarísfca liðið „B.attery C“ hafði á að skipa m. a. einum Lðsmanni, sem var um 2 metr ,ar á hæð, nr. 6, en áberandi feeztj maður liðsins var nr. 8, feitlag’mn náungi með gler- augu, sem virtust ekkert há honum. Hann lék mjög góðan Meira um íþróttir á 15. síðu leikinn en töpu$u sóknar og varnarleik. Banda- ríska liðið hafði á að skipa mjög hæfum leikmönnum og tvímælalaust má telja að þeir hafi verið heppnari í körfu- skotum er líða tók á leikinn heldur en íslenzka liðið, sem sýndi sérstaklega „tekniska“ hæfni síðustu tvær mínútur leiks'ins. Ásgeir Guðmundsson þjálfari sá um skiptingar leik- manna í báðum leikjum, með aðstoð fyrirliða og annaðisfc ann alla þjálfun liðanna, sem fórat honum mjög vel úr hendi. Dómarar leiksins voru Ingi Þór Stefánsson og J. Barth og héldu þeir leiknum vel niðri í fyrri hálfle'ik, en gáfu leik- mönnum heldur lausan taum- inn er líða tók á leikinn. Með þessum tveim leikjum hafa íslenzkir körfuknattleiks menn brotið blað í fyrsta á- fanga sínum í þessari íþrótta grein og sýnt að þeir standa orðið nokkuð framarlega I henni a.m.k. á Evrópu-mæli- varða. Efniviður léikmanna ís lenzku liðanna er geysimikill og einkenni le'ikjanna fram- yfir bandarísku liðin var hinn mikli leikhraði, sem íslenzku liðin höfðu yfir að ráða, og á- berandi góð þjálfun. Fararstjóri bandaríska liðs- ins „Battery C“ lét í ljós álit sitt þannig, „að íslendingarnir hafi sýnt mikla tsekni og hraða, og kvaðst hann vilja stuðla að því að skapa frekari tækifæri fyrir íslenzka körfu knattleiksmemi, með að endur taka þessa keppni og þá að stillt yrði upp þeirra tveim sterkustu liðum gegn tveim íslenzkum liðum“. Er álit íþrótta fróðra manna það, að næsta verkefni ís- lenzkra körfuknattleiksmanna sé að heygja landskeppni og vinnur Körfuknattleiksráðið nú að því að undirbúa lands- keppnir jafnvel strax í vor og væri óskandi að takast mætti að skapa fjárhagslegan grund- völl fyrir slíkri utanför. íslenzku körfuknattleiks- mennirnir eru bandarísku lið unum þakklátir fyirir þessar keppnir, því að án þeirra hefði lekki tekist að ná fram þeirri reidd, sem kom x ljós í báð- um íslenzku liðunum. Rimlatjöld í Carda-glugga Sírni 13743, Lindargötn 25 * Alþýðublaðið — 5. marz 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.