Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 87

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 87
Skírnir. Ritdómar. 279 Jónsson prest á Skútustöðum til að annast söfnunina í M/vatni. W e s e n b e r g - L u n d lét öll veiðarfæri í té. Bók þessi er um þær rekverur, er safnað hefir verið í Þingvallavatni frá 14. júlí 1902 til 30. júní 1903 og í Myvatni frá 1. april 1903 til 2. apríl 1904. Hefir Ostenfeld rannsakað rekplönturnar (phyto- plankton), en Wesenberg-Lund rekdj'rin (zooplankton). Margar fróðlegar athugasemdir eru þar um tegundirnar og margar góðar myndir af þeim. Merkilegt er, að engar rekplöntur fundust í Mývatni, en ólíklegt þykir mér þó, að engar séu þar. Helgi Jónsson. Bára blá. Rektor Steingr. Thorsteinsson hefir nýlega skrifað dálitla grein i Skírni viðvíkjandi þessu lagi, og vill hann þar sanna það, að lagið sé ekki íslenzkt þjóðlag, þótt það sé nú á seinni árum kallað svo, heldur sé lagið útlent (eða danskt ?) að uppruna, og skal ég ekkert rengja hann um það. Hann minnist einnig á það, að lagið, þótt danskt kunni að vera að upphafi, sé nú horfið sjónum Dana svo mjög, að þeir kalli þetta lag nú orðið allerkæreste isiandsk Barkarole, og það hafi þeir gert í blaðinu Politiken þegar íslenzkir stúdentar sungu það i Kaupmannahöfn á opinherum samsöng nú fyrir skömmu. Þetta kalla ég fullkomið afsal frá Dana hálfu. Ýmislegt fleira smávegis segir Steingr. rektor um lag þetta, en ég verð að játa það, að eftir að ég hef lesið þessa grein hans, er ég sömu skoðunar viðvíkjandi lagi þessu, sem ég áður var þegar eg setti það í flokk íslenzkra þjóðlaga i safni mínu, nefnil. 1° að það muni vera útlent að uppruna, en þó líklega ekki danskt; 2° að það sé flutt hingað inn í landið eins og mörg fleiri góð lög, á fyrri helmingi 19. aldar, ef ekki fyr; 3° að það sé nú glatað og gleymt í hinu upprunalega heimkynni sínu eins og verður hlutskifti svo margra laga, sem flytjast úr einu landi i annað; og 4° að vér Islendingar séum nú orðnir handhafar lagsins og munum halda þvi sem íslenzku þjóðlagi nú og framvegis, þangað t.il skýrari sannanir koma fram fyrir eignarrétti annara að laginu, en enn þá eru fram komnar. Steingrímur rektor endar grein sina í Skírni þannig: „Nú finst hvorki lagið né orðin við það neinstaðar prentuð; en hvað sem því liður, íslenzkt er lagið ekki; það er áreiðanlegt11. Með fullri virðingu fyrir Steingrími rektor og fróðleik hans held ég lagi þessu enn meðal íslenzkra þjóðlaga frá seinni tímum, og enda þessa stuttu athugasemd með þessum orðum: llvað sem öðru líður, íslenzkt er lagið orðið; það er áreiðanlegt. — Beati possidentes. B. Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.