Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.08.1901, Blaðsíða 2
IÓ2 unarmeirihluta, er »elli«, »veikindi« og »ístöðu- leysi« hafði aflað þeim í þetta sinn, og er ekki rillklegt, að þjóðin kunni að meta þá hugulsemi. Sé ekki allur dugur og öll dáð úr henni horfin, gæti svo farið við næstu kosningar að vori, að hún væri minnug þess, hverjir það eru, sem ekki verðskulda, að þjóðin feli þeim fulltrúastarf framar. Það kveður jafnvel svo rammt að óánægj- unni yfir atferlum Hafnarstjómarflokksins nú á þingi, að sumir stækustu menn úr þeim flokki utanþings, hafa lýst ótvíræðum óþokka sínum yfir því. — Heimastjórnarflokkurinn hefur gert allt, sem í hans valdi stóð, til að koma málinu í sem æskilegast og heillavænlegast horf, en hinir hafa ekki — viljað. Þeir bera ábyrgðina og verða að standa þjóðinni reikningsskap af gerðum sín- um, hvers vegna þeir hafa viljað varna henni að fá þær umbætur á stjórnarfarinu, sem hún frek- ast getur fengið og viðunanlegar eru. Heima- sjórnarmenn hafa teygt sig svo langt til samkomu- lags, sem unnt var, en nú hlýtur öllum samning- um frá þeirra hálfu við hinn flokkinn að vera lokið, og verður þá auðna að ráða, hvorir drjúg- ari verða 1 skiptunum, þegar til úrskurðar þjóð- arinnar kemur. Um það skal engu spáð að sinni, en lítill vandi ætti það að vera fyrir þjóðina ept- ir þetta þing að fella þann úrskurð rétt. Það var 13. þ. m., eins og fyr var getið, sem stjórnarskrármálið var samþykkt til íullnaðar af efri deild og afgreitt frá þinginu. Við þá síðustu umræðu vék Guðjón Guðlaugsson nokkrum vel völdum orðum að Kr. Jónssyni og þakkaði hon- um fyrir síðast, þá er Kr. réðist á Guðjón mjög hranalega. Gat G. þess að lokum, að mál þetta væri knúð áfram gegnum deildina, ekki að eins í trássi við menn, heldur einnig í trássi við guð— og leit biskup þá upp. Sig. Jensson gerði og grein fyr- ir sínu atkvæði, og hefði hann eins getað látið það ógert, en sessunautur hans, presturinn í Arn- arbæli, mælti ekki orð frá munni, og þótti furða, því að sumir væntu þess, að hann mundi finna sig knúðan til að lýsa ánægju sinni yfir, að hann væri nú loks kominn í rétta höfn í þessu máli, eptir ótal hafvillur og hringsöl fram og aptur á stýrislausu pólitisku fleyi. Þeir, sem atkvæði greiddu gegn frumvarpinu voru: Eirfkur Briem, Guðjón Guðlaugsson, Gutt- ormur Vigfússon, J. Jónassen og Júlíus Havsteen. Nú verður því þing leyst upp, nýjar kosn- ingar að vori og aukaþing að sumri. Verður því að samþykkja frumvarp þetta óbreytt, og öðlast það þá gildi sem stjómarlög, en verði þvf breytt að einhverju leyti, verður að rjúfa þingið aptur og halda nýjar kosningar vorið 1903. Þeir, sem nú hafa stuðlað að samþykki þessa frumvarps, hafa þvl stofnað til tveggja þingrofa, svo framarlega sem þeir ætla þjóðinni að fara fram á nokkuð annað eða meira, en í þessu frv. felst, auk þess sem nú er hér um bil alveg girt fyrir það, að vér getum fengið nokkur góð boð frá hinni nýju stjórn. Svo dásamleg eru verkin mannanna, þeirra manna, sem þjóðin hefur valið fyrir fulltrúa, til að gæta velferðar og heilla þjóðfélagsins á fyrsta þingi hinnar 20. aldar. Slík afreksverk verða aldrei þökkuð sem skyldi. Baldvin Einarsson 1801-1901. Rœða haldin á íoo ára afmœli hans d pjódhdtid Reykjavikur 2. dg. 1901. Eptir Hannes I’orstelnsson. (Niðurl.). ----- Eptir að alþingi lagðist niður 1800 —þótt það væri reyndar ekki orðið nema skuggi af hinu gamla — þá var samt eins og slitnaði hjartastrengur þjóð- arinnar, ekki með sjáanlegum sársauka, því að menn voru hættir að virða og elska þingið, heldur var því eins varið, eins og þegar menn fylgja til grafar göml- um fomeskjukenndum þul, er lifað hefur sitt fegursta en flytur með sér ofan í gröfina ímynd horfinna tíða og endurminningar löngu liðinna tíma. Þá er eins og maður missi eitthvað af því, sem manni var helg- ast, eins og það verði eitthvert autt rúm eptir innst í hjarta manns, án þess að maður finni til verulegs sakn- aðar eða hryggðar. Líkt var því varið með afnám alþingis. Þá voru greptraðar hinar síðustu leifar af sjálfstjórn landsins, og með þvf höggvið sundur hið síðasta band, er tengdi þjóð vora við fornar minn- ingar, forn afrek forfeðra vorra. Og þótt það band væri ekki orðið nema bláþráður einn, þá fór samt svo, er hann var burtu, að enn dýpri svefnhöfgi seig á þjóð vora en fyr og að hún varpaði áhyggju sinni að öllu leyti á „kóngsins náð". Úr þessu móki, úr þessum andlega vesaldómi hristi Baldvin Einarsson þjóð vora upp, vakti aptur trú hennar á sjálfa sig, og það einmitt með því að tala svo hátt og snjallt eins og hann gerði um endurreisn hins forna alþing- is d Þingvelli. Eins og kunnugt er skipaði Friðrik 6. fulltrúa- þing í Danmörku með tilsk. 28. maí 1831, og áttu þá íslendingar að senda fulltrúa til fulltrúaþings Ey- dana. Þá reis Baldvin upp og færði í sfðasta árgangi „Armanns" glögg rök fyrir því, að vér ættum ekki að senda þangað neina fulltrúa, beldur hafa þing í landinu sjálfu. En hann vildi halda það á Þingvelli en ekki í Reykjavík, af því að hún væri svo óþjóð- legur bær, íull af dönskum verzlunarmönnunt og dönskum siðum, eins og satt var um 1830. Þá „dep- enderaði" allt af Dönum hér f höfuðstaðnum. Þetta var aðalástæðan til þess, að Baldvin vildi ekki hafa þingið þar, en ekki eingöngu af fornaldardýrkun á Þingvöllum, þótt það réði auðvitað miklu. Til dæm- is um það, hversu hann hjó nærri því fyrirkomulagi, er löngu síðar varð, var það, að hann gerir ráð fyr- ir, að fulltrúarnir séu 34 alls, og að þeir séu valdir 2 úr hverri syslu af hinum fjölmennari, en 1 úr hin- um; hann vill hafa fast þingfararkaup, kjörstaði 2—3 í hverri sýslu, og kosning fari fram með skrifuðum seðlum og sýslumenn víki úr kjörstjórasæti, efþeirséu sjálfir í kjöri o. s. frv. Þetta er að sumu leyti frjáls- lyndara, en vér höfum fengið enn í dag eptir 70 ár. Hann vildi og láta halda þingið í heyranda hljóði, því að ísl. væru vanir því, að þinghöld þeirra væru opinber, en eins og mörgum mun kunnugt var alþing haldið fyrir luktum dyrum fram um 1850 og margt fleira mætti telja í uppástungum hans, er síðar varð að virkileik, enda þótt Önundur teldi það ólíklegt að 10. hlutinn af því sem Ármann spáði mundi nokkru sinni koma fram. Þótt eg hafi að eins vikið hér á fátt eitt til að sýna, hvílíkur hugsjóna- frelsis- og framfaramaður Baldvin Einarsson var, þá mun engum geta dulizt, að hann skaraði langt fram úr öðrum íslendingum, er honum voru samtíða um 1830. Jafnvel menn, sem ekki voru á sama máli og hann í ýmsu viðurkenndu hann sem framúrskarandi atgervismann og sóma lands- ins. Bjarni amtm. Thorarensen, sem ekki var van- ur að hlaða oflofi á menn, kallar hann í bréfi einu „gersemi landsins“, og er hann þó í því bréfi að hnífla Baldvin fyrir nýungar hans og framgirni. Þá er Baldvin dó svo ungur, mátti segja, að „Islands óhamingju verður allt að vopni", eins og Bjarni kvað, en þó verð eg að benda á það, semerall einkenni- legt og eptirtektaverð tilhögun forsjónarinnar, að ein- mitt sama árið, sem Baldvin hin „fríða og fullstyrka frelsishetja" var borin í dauðrareit, kom sá maður til Hafnar, litlu síðar sumarið 1833, er tók við þar sem Baldvins missti, tók sverð hans og skjöld og gekk út í baráttuna fyrir frelsi og sjálfstjórn Islands í stað hins fallna foringja. Þessi maður var Jón Sigurðs son. Það er enginn efi á, að dæmi Baldvins hefur haft mikil áhrif á Jón Sigurðsson og vakið hann til umhugsunar- um fslands hag. Eins og Armann á alþingi er fyrirrennari Fjölnis og Nýrra Félagsrita, sem að vissu leyti spretta upp af því sæði, er hann fyrst sáði, eins var Baldvin Einarsson fyrirrennari Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar/ hinn fyrsti „re- formator" lands vors á 19. öld, fyrsti vekjari þjóð- arinnar, sem blés svo hátt í Gjallarhorn, að heyrð- ist landsendanna á milli. Og það er enginn efi á, að honurn tókst að vekja þjóðina, þótt honum sjálf- um fyndist, að menn daufheyrðust við röddu hans, því að í bréfi til kennara síns, séra Jóns Konráðsson- ar á Mælifelli, segir hann að rit sitt „Ármann" sé „hrópandans rödd í eyðimörku". Mér datt í hug, er eg las þetta : Þessi orð eru sönn : Baldvin var hróp- andans rödd í eyðimörku, en í annari merkingu, en hann brúkaði orðið. Hrópandans rödd í eyðimörku varjóhannes skírari, fyrirrennari Messíasar. Baldvin Einarsson gæti talizt einskonar Jóhannes skírari í frelsis og sjálfstjórnarbaráttu vor íslendinga. En af því að Messías þjóðfrelsis vors er enn ókominn, þá vil eg heldur líkja Jóni Sigurðssyni við Jóhannes skír- ara, en Baldvin við Elías spámann. Hver veit nema á þessari nýbyrjuðu öld komi fram sá maðurmeðal þjóðar vorrar, er Messíasar hlutverkið á af höndum að inna fyrir hana, sá maður, er leysi hana úr læð- ingi og leiði hana fram til fullkomins sigurs og sjálf- stæðis? Þann Messías sjáum vér ekki nú á meðal vor, en hann hlýtur að koma fyr eða síðar. Vér eig- um nú engan stóran spámann, engan jafnoka Bald- vins Einarssonar, en ef til vill nokkra falsspámenn. Ef Baldvin mætti nú á þessari stundu líta upp úr gröf sinni og tala til vor, hvernig mundi honum lít- ast á og hvað mundi hann segja? Eg efast ekki um, að hann gleddist mjög yfir ýmsum þeim framförum, er orðið hafa hér á landi næstliðin 70 ár, bæði í at- vinnumálum og öðru, hann gleddist eflaust yfir því að sjá ýmsar þær hugsjónir, er hann barðist fyrir um 1830 nú komnar til framkvæmda í verki. En hinsvegar er eg fullkomlega sannfærðurum, að hann mundi bæði með hryggð og gremju augum leiða hið pólitiska ástand þjóðar vorrar á yfirstandandi tíð. Og eg þykist hér um bil viss um, að hann mundi halda yfir höfðum vorum engu vægari né mýkri áminn- ingar-og ávítunarræðu, en þá, sem hann létforfeður vora halda fyrir munn Ármanns yfir hausamótum niðja sinna um 1830. Og eg held að við ættum þá prédikun skilið. En það held eg mér sé óhætt að fullyrða, samkvæmt allri stefnu Baldvins í stjórnmál- um, þjóðrækni hans og ættjarðarást, að ekki mundi hann nú fylla flokk þeirra manna, er flytja vilja stjórn- ina út úr landinu, til Hafnar, heldur hinna, sem færa vilja hana inn í landið, og efla innlenda valdið. Frek- ar vil eg ekki fara út í þá sálma hér á þessum stað, þótt full ástæða væri til þess í sambandi við þetta 100 ára afmæli Baldvins. Eg vildi að lokum óska þess, að á öld þessari, sem nú fer í höld, fengjum vér mann af íslenzku bergi brotinn, er væri jafnmikill frömuður nýrra og göfugra hugsjóna á þessari öld, eins og Baldvin var á 19. öldinni, mann, sem yrði að sínu Ieyti jafnmik- ill „reformator", á þessari öld og jafnlangt á undan sínum tíma, eins og Baldvin var á sinni tíð. Þá er eg sannfærður um að landi voru þökaði drjúgum áleiðis á framfarabrautinni, því að eg hef þá trú á framtíð þessa lands, framtlð þjóðar vorrar, að hún eigi sér „enn vor“, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða. Það er ekki víst, að þessi bið verði svo afarlöng, því að einhvern tíma rofar til. Og þegar sól roðar íslands fjöll á fyrsta sumri hinnar 21. aldar, á 200 ára afmæli Baldvins Einarssonar, þá treysti eg því, að þeirrar aldar sól skíni á hrausta, menntaða, ánægða Og sannfrjálsa íslenzka pjóó, þjóð, sem virðir og elsk- ar landið sitt, forna Frón, þjóð, sem framar öllu veit hvað hún vill, því að sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim, eins hátt og lágt má falla fyrir kraptinum þeim. Lengi lifi minning frelsishetjunnar, hugsjóna- mannsms og ættjarðarvinarins Baldvins Einarssonar! Guð gefi þjóð vorri marga sonu, jafnsnjalla honum, á ókomnum öldum! Varnarlaus þjóð — Útdauðir kynþættir. Þrátt og opt er um það rætt og ritað í blöð' um vorum og timaritum, hversu gott og gagnlegt það sé fyrir oss Islendinga að hæna að oss út- lenda gesti þá, er að garði bera hjá oss, og er það í alla staði þarft og lofsvert; en árlega heim- sækir oss þjóð nokkur sem tekur sér sumarbústað hjá oss víðsvegar um land allt; kemur hún fr^ ýmsum löndum og álfum heimsins til þess að njóta hér vorblíðunnar og sumarsælunnar með oss; hún er af ýmsum kynkvíslum, þjóðum og og tungumálum, en allir skilja að vissu leyti tungu hennar, háttu og siðu, og vér mundum sakna henn- ar að maklegleikum mjög, ef hún annaðhvort d*i út hjá oss eða hætti að heimsækja oss. Þjóð þessi heitir einu nafni íslenzkir farfuglar' Hvernig förum vér nú með þessa þjóð, og hvað gerum vér til þess að laða hana að oss og láta hana fjölga sem mest í landi voru. Ef satt skal

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.