Þjóðólfur - 22.07.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.07.1910, Blaðsíða 3
ÞJ OÐOLFUR. ráðh. í einu og sama máli og að óbreytt- um öllum kringumstæðum, að fráskildu # '>æfintýrinu«, sem var að gerast í forseta- förinni »með pjóð vorri« og »gott« var að gerðist, eins og Einar skáld komst að orði í Isaf. XXXVI, 22? Arthur Shattuck klaver-leikarinn heimsfrægi hélt tvo kon- certa hér í Reykjavík í vikunni sem leið, þ. 14. og 16. þ. m. Hr. Shattuch er sá fyrsti fullkomni snill- ingur í þeirri list, er hér hefir látið heyra til sín. Reykvikingar hafa aldrei heyrt neitt líkt þeim snildarbrag, sem var á öllu því er hann lék þessi kvöld. t>að er gjörsamlega þýðingarlaust að telja upp einstök verk, er hann lék — sarni guðdótnsandinn yfir öllu. Meðal annars voru þar lög eftir: Bach, Mendel- sohn, Grieg, Liszt, Sinding o. fl. o. fl. — alt unaðslegt og hvergi nokkur misfella á meðferðinni. Ungu stúlkurnar urðu utan við sig af fögnuði — þær sendu hr. Shattuch rósir og önnur blóm, og hafa víst ekki allar náð sér enn þá eftir þær geðshræringar, sem hann olli þeim — og hver sá sem til hans heyrði var hrifinn. Hr. Shattuck hefir víst sjaldan leikið fyrir jafn þakklátum áheyrendum sem hér i Reykjavík. Þökk sé honum fyrir ánægjuna, og vér munum með gleði veita honum sömu mót- töku ef hann skyldi vilja láta oss heyra til sín einhvern tíma seinna. AIfur. Hugleiðingar. i. Kæri Þjóðólfur! Eg hafði lofað þér í Janúar í vetur, að eg skyldi senda þér llnu einhverntíma með vorinu, en sakir anna hefur það dregist fyrir mér þangað til nú. Við 1 sveitinni reynum að fylgja með og lesa það, sem þið í höfuðstaðnum ritið í blöðunum og síðan að skapa okkur skoðun, eftir að hafa lesið og í- hugað ástæðurnar með og móti. Það er nú farið að lægja svo öld- urnar í bankamálinu, að við erum farnir að getá skilið það mál og gert okkur nokkurn veginn ljósa grein fyrir þvfi Okkur virðist mikilli og skaðlegri frekju og harðvíti hafa beitt verið í þvi máli, og allur gangur þess, rannsóknir og ákvarðanir hafa bæði bakað landi voru mikla skömm og mikið fjártjón. Það er skömm fyrir oSs, landið í heild sinni, í augum útlendra þjóða, er láta svo lítið, að veita vorri smáu þjóð eftir- tekt, að landstjórn skuli skipa rannsókn- ametnd á einu peningastofnun lands- manna. Heimurinn fyrir utan oss veit það nefnil., að tvennskonar máti er til fyrir landstjórnir til þess að afla sér nauðsynlegra upplýsinga um slíkar stofn- anir, annar vægari, en hin grimmari. Hin vægari aðferð er það, að láta hina lögskipuðu endurskoðendur stofnunarinnar útvega sér skriflegar skýrsl- ur um hvert það atriði í reikningunum, sem nauðsyniegt virðist að athuga. Þessi aðferð hefir þá kosti, a ð end- urskoðendur hljóta að vera gagnkunnugir öllu starfi stofnunarinnar, og æfingin í störfunum hlýtur að hafa veitt þeim mikla þekkingu á öllum rekstri stofnunarinnar, öllum skjölum og tryggingum, og að Þessi aðferð kostar sama sem ekkert fé, Þar sem stofnunin sjálf verður þá að leS8ja til af starfskröftum sínum þá vinnu, er til þess útheimtist, að taka útdrátt' úr bókum og eftirrit af skjölum o. s. frv. Hm grimmari aðferðin er sú, að setja rannsóknarnefnd, og þeirri aðferð er ekki beitt hjá mentaþjóðunum, nema vissa sé fengin um það, að stjórn stofnunáT- innar hafi beitt hegningarverðu athæfi. Og þessi aðferð kostar einnig allmikið fé. Það er nú bert orðið af allri þessari bankarannsókn, að bankastjórnin gamla hefir ekki í neinu atriði framið neitt hegningarvert, sem heldur engin ástæða var til að láta sér detta í hug upphaflega. Stjórnin hefir því ekkert haft upp úr rannsókn sinni annað en fjáreyðslu. Og ef það er satt, sem sagt hefir verið, að rannsóknin hafi kostað landsjóð og bankann nær 20 þúsund krónur, þá er því stórfé illa varið. Eg get ekki kallað það neitt merki- lega niðurstöðu, þótt rannsóknarnefnd hafi þótst finna það út, að bankinn muni tapa talsverðu fé á næstu árum. Það er ekkert óvenjulegt, að bankar verði fyrir nokkru tjóni af lánum slnum, og allra síst er það undarlegt með Landsbankann. Allir í landi voru hafa gert þá kröfu til hans, aðhann væri fyrir alþýð- u n a, fyrir bændur og iðnaðarmenn, smá- kaupmenn og sjómenn, létti undir með þeim og væri þeim hjálplegur til að efla atvinnu sína. Hinir ríku þurfa ekki bankalána og stóru kaupmennirnir munu flestir hafa haft viðskifti sín við íslands- banka, siðan hann var stofnaður. Það hefir þess vegna verið hlutverk Lands- bankans að lána þeim fátæku og hjálpa atvinnu þeirra. Og allir muna það, hve miklar lánakröfur hafa verið gerðar til Landsbankans bæði í blöðum og af ein- stökum mönnum, og hve mikið banka- stjórninni hefir verið úthúðað fyrir, hve tortryggin, varasöm og treg til lána hún hafi verið. En nú kemur það upp úr dúrnum, að hún hefir verið of meinlaus, of brjóstgóð, of trúgjörn á loforð manna, of bjartsýn og of vongóð um möguleika manna til að borga aftur lán sín. Rann- sóknarnefnd ávítar hana fyrir og ráð- herra setur hana frá embætti fyrir að hafa lánað um 800 bláfátækum mönnum. Vér megum ekki gleyma því, að allir hafa verið að prédika þann sannleika, að ótæmandi auður er í sjónum f kring um landið. Það hefir því mátt telja það al- veg sjálfsagt af Landsbankanum að lána áhugamönnum fé til þilskipakaupa, enda þótt bláfátækir vætu, ef Ifklegt virtist, að þeir mundu geta klofið það að eignast það og halda því úti. — En svo getur þó farið og hefir stundum farið, að arð- ur útgerðarinnar hrekkur ekki fyrir kostn- aði og vöxtum af skipslánunum. Kaup- maðurinn, sem lagt hefir fram vörur til útgerðarinnár, heimtar sína peninga, land- sjóður með 1. veðrétti og bankinn með 2. veðrétti, og sjálfskuldarábyrgð eigend- anna heimtar vexti, skipseigendur geta ekki greitt, og endirinn verður, að bú þeirra er tekið til skiftameðferðar, skipið selt á uppboði fyrir minna en helming verðs og bankinn tapar lánsfé sínu. Það er ógn skiljanlegt, að fé banka geti tapast á þennan hátt, enda þótt trygging megi heita sæmileg í góðu, ný- legu skipi og atvinnurekstri, sem öllum virðist arðvænlegur. Tökum annað dæmi: Það leit út fyr- irjað vera mjög arðvænlegt á árunum 1904—1906 að hafa timburverslun. Ósköp- in öll af húsum var bygt, bæði í kaup- stöðum og úti um sveitirnar. Það var því ekki að undra, þótt iðnaðarmennina, sérstaklega snikkarana, langaði til að ná í arðinn af timburversluninni. Þetta var þá svo álitleg fyrirtæki, að bankanum mátti þykja sjálfsagt, að arðurinn af þessu lenti hjá landsmönnum sjálfum, og iðnað- armennimir fengju að sitja fyrir hinum, þar sem hér var um vörutegund að ræða, er þeir gátu haft manna best vit á og hagtærðu sjálfir. En svo kemur aftur- kippurinn 1907, bankarnir hafa ekki fé lengur til að lána, enda lánstraust manna orðið mettað, byggingar hætta alt í einu, snikkarar hafa lánað timbur sitt mönn- um, sem ekki hafa næga atvinnu til að geta staðið í skilum, og velta svo sjálfir af öllu saman. Tökum þriðja dæmið. Hópur af bænd- um gengúr í kaupfélag. Þeir leita til bankans til að fá veltufé og hafa ekki annað að veði en sjálfskuldarábyrgð sína, því að jarðir þeirra og húseignir eru áður veðsettar, enda ekki venjulegt, að í slík- um félagsskap leggi sumir til veð, en sumir ekki. Bankinn telur sér skylt að styrkja slíkan félagsskap bænda, enda tíðarandinn sá, að kaupfélagsskapur þyk- ir allra mesta blessun. En svo reynist nú forstjóri félagsskaparins óheppinn bændur sjálfir sökkva í skuldir við versl un sína, lánsféð er etið upp, og útlendur lánardrottinn gengur að og heimtar skifti á þrotabúinu. En þá finst lítið sem ekk- ert til upp í bankalánið. Það er auðsætt af þessum dæmum, að úr því að þær kröfur eru gerðar til bank- ans, að hann hjálpi atvinnuvegum manna, og það þýðir jafnaðarlegast bláfátækra manna, því allur þorrinn á ekki neitt annað en vinnukrafta sfna, — þá þarf ekki mikið út af að bera til þess að bankinn tapi fé. Eins og efnum manna er háttað hér hjá oss, er varla að vænta, að bankinn geti hjálpað neitt verulega atvinnu manna, nema hann leggi mikið í hættu. Það eru svo dauðans fáir, sem hafa nokkuð ann- að veð að setja en framtíðarvonir sfnar og ábyrgð einhverra fátækra manna, sem ekki eru færir um að taka á sig byrði náungans, ef fyrirtæki hans mishepnast af einhverjum ástæðum. Reynslan sýnir okkur það hér eins og annarstaðar, að það má ekki krefjast þess af banka í bláfátæku landi, að hann sé bæði örlátur á að lána almenningi fé og fari líka svo varlega, að hann geti ekki liðið tap. Því bjartsýnni sem hann er og vonbetri um arð af atvinnuvegun- um og þar af leiðandi teigir sig langt með lánin, því meiru á hann á hættu að tapa. En láni hann ekki nema gegn fullri tryggingu, hvernig sem fer, þá gerir hann nauðalítið gagn, því að þeir eru svo nauðafáir, sem fulla tryggingu geta sett. — Menn tala um peningaeklu og að bankarnir þyrftu að hafa meira fé til að lána. Halda menn þá sannarlega, að bank- ar geti takmarkalaust hlaðið lánum álán ofan á menn, sem soknir eru í skulda- súpu, eins og allur þorri landsmanna er sokkinn djúpt? Mér virðist reynslan hafa sýnt mér það undanfarin ár hér í kring um mig, að þeir sem mest kvarta um peningaleysi séu þeir menn, sem svo eru búnir að vefja sig í skuldaflækju, að eng- in von er til að nokkur banki vildi lána þeim meira. En að þeir, sem eiga ull eða fisk eða kindur til að láta fyrir pen- inga, þeir fái tafarlaust peninga fyrir af- urðir atvinnu sinnar. Eg hef því ekki mikla von um það, þótt bankarnir gætu aukið nokkrum miljónum við veltufé sitt, að þeir þá gætu komið þeim peningum út gegn fullum tryggingum og til arð- samra fyrirtækja. Hr. Julius Foss hélt kirkju-koncerta sína um sama leyti og hr. Shattuck var hér, þ. 15., 19. og 20. þ. m. Hr. Foss er miklum hæfileikum búinn sem^organleikari, sérstaklega sýndi hann mikla teknik í pedal-spili. 119 Ekki virtist hr. Foss þð geta hrifið á- heyrendur sína með sér, og má kenna orgelinu það að miklu leyti. Kirkjuorgelið er hljóðlaust til þess að gera. Hr. Foss gat ekki fengið úr því virkilegt fortissimo, — þannig að kirkjan léki á skjálfi undan magni tónanna og áheyrendum virtist sem heimurinn mundi forganga — þótt ástæða væritil; tilraunir hans f þá átt voru árangurslausar. Þar á móti voru pfano-tónarnir mjög fagrir. Var og ýmislegt sem glapti fyrir og „generaði" áheyrendurna, svo sem skark- alinn í pedalanum er spilað var á hann; óþægindi við fyrirkomulagið á registrun- um, og það sem af því leiddi. Þrátt fyrir þetta var mjög ánægjulegt að hlýða á leik hr. Foss, og á hann allar þakkir skildar fyrir ánægjuna. En ég hef ekki álit á kirkjuorgelinu eftir þetta. Álfitr. Skylduverk. (Frh.). Eg gat þess, að raér virtist ís- lensku blöðin hér vestra hafa verið hlut- dræg 1 afskiftum sínum af stjórnmáluni á íslandi,- Meðan Hafsteins-stjórnin sat að völdum, var henni alt fundið til for- áttu. Meira að segja, nálega eingöngu þær fréttir fluttar, sem áttu að miða til þess að rýra álit hennar, en breitt yfir alt eða dregið úr því, sem telja mátti henni til gildis. Aftur á móti hefir því verið haldið á lofti nú, sem að einhverju leyti megi verða Björns-stjórn til álits, en hálfyrðum farið um flest þau glappa- skot, er hún hefir gert. Þó ber þess að geta, að Heimskringla flutti sanngjarna og viðeigandi grein, er það fréttist, að Tryggva Gunnarssyni var vikið frá bankastjóra- stöðunni. Sú grein er ritstjóra hennar til sóma lífs og liðnum. Stjórnmálaflokkarnir hér vestra hafa skapað svo óheilbrigða blaðamensku að undrun sætir, þar sem aldrei má benda á blett né hrukku á sínum eigin tíokki, og aldrei sjá neitt ærlegt í flokki andstæðing- anna. Meira að segja, það hefir verið og er regla sumra hér vestra að vilja ekki láta menn sjá neitt af því, sem andstæð- ingarnir hefðu að flytja. A meðan menn læra ekki þá heilbrigðu bardagaaðferð, að geta óhræddir hlustað á mótstöðumann sinn og leyft öðrum að hlusta á hann líka, á meðan málfrelsi og ritfrelsi er ekki viðurkent í verki — á meðan er ekki við góðu að búast. Og hvernig stendur á því, að þeir, sem einhverri stefnu fylgja, vilja koma í veg fyrir, að andmæli gegn henni verði sem flestum kunnr Það er af þeirri einföldu ástæðu, að þeir trúa ekki á sinn eigín málstað. Þeir trúa ekki á svo mikið afl og sannleiksgildi kenninga sinna, að þeir þori að mæta andmælandanum og berjast við hann opinberlega og drengilega. Þannig var það — frá mínu sjónarmiði — þegar um Hafsteins-stjórnina var að ræða. Blöðin vildu æsa fólk gegn henni og forðuðust að flytja því aðrar fréttir en þær, sem voru til þess að hnekkja áliti hennar, — þorðu ekki að birta það, sem meðhaldsblöð hennar heima fluttu, af ótta fyrir því, að álitið yrði þá annað en þeir vildu. Hafi maður virkilega trú á sannleiks- gildi þeirra kenninga, sem maður flytur, þá vill maður að öll andmæli verði sem opinberust, komist sem víðast, til þess að hægt sé að mótmæla þeim opinberlega og sýna á hversu litlum rökum þau séu bygð. Hafi maður það aftur á móti á meðvitundinni, að maður sé að verja rangt mál, þá er auðvitað um að gera að leyfa engum andmælum aðgang, reyna að kæfa þau 1 fæðingunni, — láta sem fæstaheyra þau eða sjá.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.