Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 2
122 ÞJOÐOLFUR Það yrði of langt mál að taka allan „lofgerðarsón" ísafoldar um Valtýskuna þessi 5 ár, sem hún söng þeirri stefnu lof. Verður því að láta nægja nokkur sýnishorn. í ísaf. XXIV, 58 telur B. J. það „skað- væna glópsku", að hafna stjórnlagabreyt- ingafrumvarpi Valtýs. í ísaf. XXIV, 63 er sagt berum orðum, að íslendingar þurfi eigi að hugsa sig um »að fá inn i landið, inn á þing, á alpingi, stjörn með ábyrgð allra sinna gerða, allra sinna stjórnarathafna". Glæsileg skýring á Valtýskunni! ísaf. XXIV, 65 kallar svo, aðmótstöðu- menn Valtýskunnar sé „i eyðimörkinni". ísaf. XXIV, 66 segir, að aðrir vegir (o: en að fá Valtýskuna fram) séu glapstigir eins og nú stendur á“. ísaf. XXV, 13 (1898) kallar Valtýskuna þó ekki nema „mikilsverða réttarbót", en eini færi vegurinn er samt að taka hana“. Isaf. XXV, 71 tekuraf skarið. Húnber saman Valtýskuna og þá stjórnartilhögun, sem fyrir Þjóðfundarmönnum 1851 vakti, og kemst að þessari niðurstöðu . . . »nú i aldarlokin höfum vér fengið tilboð um stjórnar- fyrirkomulag, sem bæði er hagkvæmara og tryggir betur sjálfstæði pjóðar vorrar en pað, sem vitrust, frjálslyndustu og pjóðhollustu Is- lendingarnir fóru fram á fyrir tæpum 50 árum. Ekki verður nú lengra rakið en til Rollants! í íslafold XXVI, ir kemur svo skýrt fram stefna B. J. pá í stjórnarskrármálinu, að það er vel vert að birta hana hér. Þar segir: að auðvitað væri ekkert vit i að hafna nokkru boði frá stjórninni, sem færi „eittliviió olni-lítíö í áttina" jafnvel pótt pað biði miklu minna en Valtýskan býður. En eitt atriði var það í Valtýskunni, er ástvinir hennar _báru mjög fyrir brjósti: breytingin á 61. gr. stjórnar- skrárinnar. Þeir vildu kaupa sráðgjafann sérstaka« fyrir það verð, að eftirleiðis yrði þingið ekki leyst upp, þótt stjórnar- skrárbreyting yrði samþykt, nema stjórnin væri henni hlynt. Og þessa breytingu kall- ar ísaf. XXVI, 43 »meinlausa« íslending- um, og þykir það ógreiðvikni af þeim, að ganga ekki mótmælalaust að henni. Rauði þráðurinn 1 ísafold öll valtýsku árin er sá, að taka því, sem stjórnin segir fáanlegt. Sumum þótti dýrt keypt. ísa- fold ekki. Árið 1900 er Valfýskan „eini hugsanlegi vegurinn til pess að vér getum fengið fram- gengt allri peirri stjórnarbót, sem fyrir pjóðinni hefir vakað". Isaf. XXVII, 10. Og í sama árg., 22 bl., er „Stjórnarbótin" (o: Valtýskan) orðin „eina ráðið" til þess að rétta landið við. Að lokum verður að minnast á langa aðal-lofgerðarromsu um Valtýskuna f ísaf. XXVII, 52 (1900). Samkvæmt því voru kostir Valtýskunnar þessir: 1. Með henni var bundinn endi á stjórn- málaprasið, og pjóðin hættir að eyða kröftum sinum út af kröfum, sem enginn vonarneisti er til að fáist framgengt (þar á meðal kröf- unni um búsetu ráðgjafans). 2. Þjóðin fær stjórn, sem bindst fyrir nauð- synjamálum hennar, útvegar henni erlendan sölumarkað og losar hana undan Vidalíns-farg- inu. 3. Þingið sannfærir ráðgjafann um nauð- synjamál landsins, lagasynjanir ekki framar til og ráðgjafinn hefir eftirlit með embættismönn- um landsins. 4. Þingið ræður hver hann er og aldrei parf úr pvi að afgreiða neitt mál frá pinginu, án Þess að pað hafi áður verið rækilega rannsakað. Þetta átti ráðgjafinn sérstaki, sem aldrei urfti sjálfur að koma til landsins, að gera. »Mikil er trú þín kona!« Árið 1901 urðu stjórnarskifti í Dan- mörku. Þá komu vinstrimenn til valda. Albertí varð Islandsráðgjafi. Á þinginu 1901 var Valtýskan samþykt í báðum deildum. Það var svo sem ekki við það komandi þá, að bíða þess, hvort hin nýa vinstrimannastjórn byði eða gengi að nokkrum betri kjörum en Valtýskan hafði í fórum sínum. Þá réði ísafold sér ekki fyrir gleði. í ísafold XXVIII, 56 segir svo: „Slíbt afreksrerk liefir lög- gjaíarþmgiþjóðarinnar ekki auðuast að vinna, síðan það rar endurreist", og litlu slðar: „Allmikil líkindi eru jafnvel til pess, að vandfundið sé, pegar alls er gætt, stjórnar- fyrirkomulag, sem i raun og veru sé oss hag- feldara (o: en Valtýskan), eins og hag pjóð- arinnar er nú komið". Og enn segir þó í sömu grein: „Stjórnin verður aldrei alinnlend fyrr en vér fáum staðfestíngarvaldið inn í landið — landstjóra eða jarl með ráðgjöfum". Eftir því er þá »alinnlend« stjórn ekki hið heppilegasta 1901. B. J. er bæði ramm-valtýskur og ramm- benediktskur í einni og sömu ísafoldar- greininni. Og hversu oft hefir hann þó ekki nefnt Benediktskuna „firrur« o. þ. h. síðan 1895? Zákn timanna. Vilji maður kynnast heimsbragnum, þ. e. grundvallarstefnu nútímans, verður mað- ur að fara til stórborganna. Þar streyma ár að ósi, þar bylgist og síður heimslífið í móti tímans. Lífsnauðsynjarnar og lífs- kröfurnar mætast þar og varpa einstak- lingnum eins og soppi niður í hringiðu rniljónanna, og sníða hann eftir sínu sniði. Tíminn líður eins og örskot, og það sem var nýtt í gær. verður gamalt á morgun. Þjóðirnar og einstaklingarnir verða að hafa Kameleonseðli, skifta til með hverju ári, vilji þær ekki verða aftur úr og missa af tímanum. En tíminn er mátturinn. Að verða aftur úr er að missa mátt, gefast upp 1 kapphlaupi menning- arinnar, sem snýst aðallega um munn og maga, þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta kapphlaup er vægðarlaust og treð- ur alt undir fótum. Engrar vægðar er von fyrir þann máttlitla. Hann getur máske um skeið lifað sínu lífi út af fyrir sig, en fyr eða slðar verður hann þó þeim sterkari að bráð. Lítum bara á stórborgirnar. Vagnarnir þjóta eins og elding, sporvagnar, eimvagn- ar og hreifivagnar. Alt er á iðandi flugi, þyndarlausu kapphlaupi við tímann. Vesa- lingurinn, sem er farlama, er keyrður yfir, verði hann á vegunum. Hann verður að gæta sin, enginn hefir tíma til að bíða. Lögrelan hefir ekkert við því að segja: hann var í veginum, hann var of seinn! Flýtum okkur að grafa hann! Og áfram þjóta vagnarnir með vaxandi hraða, eins og ekkert he0i ískorist. Menn hafa ekki tíma til að ganga, menn verða að keyra. Daginn eftir hafa menn ekki tíma til að keyra, heldur verða að fljúga. Og svona koll af kolli. Þetta flug, þetta óðagot, þetta miskun- arlausa maskínu-líf er tákn vorra tíma. Við sjáum það hvert sem við horfum í stórborgum heimsin. Lítum t. d. á blöðin. Þau hafa ekki tíma. Um alt milli himins og jarðar verða þau að skrifa á fáum tímum, ómelt og athugasemd- laust. Það er bara um að gera að vera fyrstur, og lesendurnir hafa ekki tíma til að lesa langar hugleiðingar. Það, sem þeir lesa í dag, er gleymt á morgun. Hvað þýðir þá að skrifa ýtarlega. Sama er um bækurnar. Alvarlegar bækur, þar sem listin er aðalatriðið, þar sem mannsálin endurspeglast í öllum sín- um hreifingum, þýðir ekki lengur að skrifa. Nei, komið þið með »reifara«, eitthvað sem hægt er að lesa yfir kaffibollanum og ölglasinu, og truflar ekki hugsanir okkar — stöðvar oss ekki á kapphlaupinu. Eða þá listirnar. Lítum t. d. á bygg- ingarlistina, þennan göfugasta varða yfir menningu liðinna alda. Hver hefir tíma til að byggja Kölnarkirkju eða Colosseum á vorum dögum? Nei Chicago skýskrap- ara, steinkistur, þar sem rafmagnið iðar og mannmaurarnar bisast hver við sitt korn, byggjum við nú. Og hvernig er heimspólitikin? Hver hefir tíma til að hugsa þar um mannúð j eða réttlæti? Hvers virði er sögulegur j og náttúrlegur réttur, þjóðerni, tunga o. j s. frv. nú? Hver mun nú hjáálpa lítil- magnanum, eins og Channing hjálpaði Grikkjum við byrjun nítjándu aldar? Finnar og Krítverjar, Búar og Bosníu- menn geta svarað því. Stórþjóðirnar hafa ekki tíma eða ráð til annars en sjá um sig, sjá um munn og maga, — og séu smáþjóðirnar í veginum, þá er svo sem sjálfsagt að keyra yfir þær. Opinbera og einstaklings siðferðið er maskínu og kapphlaups siðferði. Hvað er að tala um drenglyndi í viðskiftum? Nú gildir aðeins að vera kænn. Hvað er að tala um hjartagæsku og mannúð. Hjarta er nú forngripur á gæsalöppum, sem kast- að hefir verið í ruslakistu ömmu og afa. Við grettum okkur, ef við heyrum slíkt nefnt. Nei, við erum maskínumenn, Fróða- kvarnir sem mölum gull. Við höfum ekki tíma til annars. Það er bara tvent á okkar tímum, tvenn meðöl fyrir menn og þjóðir til að komast áfram — og það er mátturinn og hraðinn. Alt annað er einkisvirði — dauðadæmt. Og það er ekkert útlit fyrir að þetta breytíst fyrst um sinn. Þvert á móti. Heima á íslandi sitjum við rólegir og kærum okkur bölvaða um þessi tákn tím- ans. Amma gamla situr við rokkinn sinn, og afi sk'er sér í nefið á tóbaksfjöl, sem hefir gengið að erfðum frá langa- langa- langa-afa hans. Inni í baðstofunni logar á hengilampa frá miðri öldinni, sem leið, og fjósamaðurinn situr og skrifar ættartölu sína, sem hann rekur upp til Haralds hárfagra. Hvað skyldi okkur varða um tímann? Hvað varðar okkur um maskínur og vélar. Við eigum nóg af bognum bökum og slitnum merum. Og pólitikinui okkar er borgið. Við höfum Gamla sáttmála frá 1262, og svo höfum við sent Bjarna frá Vogi til út- landa til að predika um mannúð og nátt- úrlegan og sögulegan rétt okkar fyrir stórþjóðunum. Þá er svo sem ekki að efa að við fáum skilnaðinn, því hver skyldi bera brigður á skinnblöðin okkar, og hver skyldi voga að bera vopn á varnarlausa þjóð. Heimsmannúðin vernd- ar oss. Það er okkar styrkur, hvað við erum smáir. Og við erum hróðugir yfir því, að hafa fundið þarna púðrið, og aðr- ar þjóðir skuli vera svo vitlausar að vera stórar og sterkar. Já, mikið má læra af okkur íslending- um. En hve lengi við fáum leyfi til að vera skólameistarar heimsins er annað mál. Við erum ágætisþjóð, og erum að sjálf- sögðu mikilsmetnir í heiminum, — en landið okkar er of stórt. Það gæti því skeð að vagn tímans keyrði einhverntíma yfir oss, — vegna þess að við vorum of seinir; vorum í veginum. Og þá^fengj- um við um annað að hugsa en pólitfska rifrildið og gamla sáttmála. Þvf sú þjóð, sem ekki fylgist með, er dauðadæmd. Hve lengi hún fær að hjara er aðeins tímaspursmál. Það gildir einu, þótt tákn tfmanna séu ekki eins björt og fögur sem vér vildum æskja. Þau eru að minsta kosti altaf til að læra af þeim. Eg óska ekki eftir að sjá fslensku þjóð- ina verða að maskínumaurum — en það væri þó næstum skárra en sjá hana sitja í kör og ganga í barndómi, þangað til síðasta stundin slær. p. t. Málmey f Svíþjóð ?/7 ’io. Jónas Guðlaugsson. Sótnkirkjuorgelið og hr. „jhfur“. Hr. ritstjóri. Eftirfarandi línur leyfi eg mér að biðja yður svo vel að gera, að birta f yðar heiðraða blaði. Þar eð umsögn hr. »Álfs« í blaði yðar 22. þ. m. aðallega verður að »kritik« um dómkirkjuorgelið og galla á því, svo að spil hr. Foss þess vegna ekki naut sín, finst mér ástæða til að koma með dá- litla athugasemd því viðvíkjandi. Þegar »Álfur« segir, að kirkjuorgelið sé »hljóðlaust til þess að gerac, og að hr. Foss gat ekki fengið úr því virki- legt »fortissimo«, — »þannig að kirkj- an léki á skjálfi undan magni tónanna og áheyrendum virtist sem heimurinn mundi forganga«, — eins og »Álfur« svo átakan- lega kemst að orði, þá finst mér, að hann geri heldur stórar kröfur til orgels, sem aðeins hefir 13 raddir og þar að auki f kirkju, sem alls ekki er hljómburðargóð, en það munu allir þeir, er ofurlítið vit hafa á hljórafræði, samsinna með mér. Hvaða tæki, sem með þyrfti til þess að geta gert mönnum í hugarlund, »hvernig heimurinn mundi forganga*, þori eg ekki að segja, en eg fmynda mér, að orgel- pípur séu ekki eiginlega vel fallnar til þess. Þegar »Álfur« fer að tala um tilhögun á orgelinu og »óþægindi við fyrirkomu- lagið á registrunum og það sem af því leiddi«, verð eg einnig að játa, að eg er algerlega ófær til þess að skilja, hvað hr. »Álfur« á við með þessum spekingslegu orðum sfnum, en eg verð auðvitað að kenna minni fáfræði í orgelsmíði um það, því það er sjálfsagt óhugsandi, að hr. »Álfur« ekki þekki orgelfræði fyllilega! Dómur »Alfs«, að hann héðan af »ekki hafi álit á kirkjuorgelinu«, mundi samt hafa sært mig (þar eð hann talar af svo miklum myndugleika), en mér er hugnun að vita það, að kirkjuorgelið hefur fengið aðra og betri dóma en hr. »Álfs«. Þannig get eg nefnt menn, sem stjórnin hefir út- nefnt til að dæma um orgelsmíðið, og ekki hvað síst conserthaldarann sjálfan, hr. J11I. Foss. Frá honum meðtók eg f pósti, áður en eg sá grein hr. »Álfs«, eftirfarandi meðmæli með orgelinu og mínu verki á því: , Verslun byrjar í Seluturninum á morgrm.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.