Þjóðólfur - 15.05.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.05.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 31 enginn veit, nema ólystin hverfi, annaðhvort á námstímanum, eða ef til vill síðar. A. m. k. hefi eg t>ekt ekki svo fáa menn, sem á efri árum sáu blóðugt eftir því, hve illa þeir notuðu tækifærin til náms, á meðan þeir voru yngri. — En svo skal eg líka af öllu hjarta kannast v-ið það, að á kenslu- fyrirkomulaginu eru viða stórmiklir brestir. Eg skal minnast á þá, sem mér sýnast stærstir. Meira. Magnús Helgason. fsíandsmál í Danmörku. Um íslandsmál er nú allmikið rætt í DanmörkU, sem sjá má af eftirfarandi símskeytum. Khöfn, ö. maí. Blað óháðra jafnaðarmanna „Dagens Ekko“, birtir viðtal við Ólaf Friðriks- son ritstjóra, og hefir það eftir honum'," að vér viljum að ísland fái fult athafna- frelsi sem sambandsríki í „bandaríkjum Jíorðurlanda“. Hann segir, að meiri hluti þjóðarinnar vilji skilja við Dani, ef kröfunum um fánann fáist ekki fram- gengt, en vonar, að samkomulag náist um það mál í sumar. Vernd segir hann að Danir geti enga veitt íslandi. Blað- ið bætir því við, að Ólafur ætli að reyna að hafa áhrif á þingflokk jafn- aðarmanna um þessi mál. Khöfn, 8. maí. Ferslews-blöðin flytja símfregnir frá Reuter-fréttastofu um samninga íslend- inga og bandamanna, og í sambandi við þær fregnir halda blöðin því fram, að sambandsdeilan milli íslendinga og Dana sé komin í mjög alvarlegt horf, vegna þess að Alþingi hafi gert nvjar. víðtækar sjálfstæðiskröfur, þar á meðal um persónusamband. Þess vegna segja blöð þessi, að ríkisþingið hafi verið kvatt saman til aukafundar. „Berlingske Tidende“ og „Politiken'1 þverneita því, að nokkuð sé hæft í þessum staðhæfingum um ískyggilegar horfur í sambandsmálinu; þingið verði ekki kvatt saman, heldur ætli flokks- foringjarnir að gefa þingflokkunum ýmsar skýrslur næstkomandi þriðjudag, og þar á meðal líklega um íslandsmál. Hin stuttu og hlutdrægnislausu mót- mæli „Berl. Tidende“ og „Politiketís“ fullnægja ekki þeim blöðum, sem elta uppi lj'ðæsandi fregnir. „Köbenhavn11 hefir farið nokkrum orðum um málið, og eftir þeim að dæma, virðist svo, sem blaðið álíti, eftir ummælum þeim, er „Soeial-Demokrat- en“ og „Dagens Ekko“ hafa eftir Ólafi Friðrikssyni, að íslendingar sétji Dön- nm úrslitakosti (Ultimatum) og krefjist þess, að fánamálinu verði nú þegar ráð- ið til lykta. „Nationaltidende11 halda því fram, að Ferslevrs-blöðin hafi farið með rétt mál viðvíkjandi afstöðu ísleudinga. Khöfn, 9. maí. Ferslews-blöðin halda áfram umræð- unum um ísland. Rækilegt og veí rökstutt nefndarálit. Frá allsherjarnefnd neðri deildar hefir borizt svohljóðandi nefndar- álit um eftirlaunafrv. Björns Krist- jánssonar, er skrifað var um í seinasta tbl. Þjóðólfs: Nefndin leggur til að frumvarp- ið verði samþykt óbreytt, eftir því sem atvik liggja til1); en hún vill láta þess getið um leið, að eigi beri að líta á þetta sem fyr- irheit um eftirlaun bankastjóra í framtíðinni. Neðri deild alþingis, 3. maí 1918. Einar Arhórsson, (formaður). Magnús Guðmundsson, (skrifari). Þorleifur Jónsson, (frams.m.). Einar Jónsson. Pétur Ottesen. Til fróðleiks og samanburðar er hér prentað á eftir álitsskjal nokk- urra sömu þingmanna um hækk- un á launum yfirdómenda og skrif- stofustjóra stjórnarráðsins. „Alisherjarnefnd hefir ekki getað orðið á eitt sátt um þetta mái. Meiri hluti nefndarinnar getur engan veginn fallist á það sem rétta leið eða heppilega, að taka út úr einstaka liði launamálsins og breyta þeim, þar sem það stendur fyrir dyrum að taka launa- málið' í heild sinni til athugunar. Með því að taka einstaka liði launamálsins út úr, eins og stjórn- in leggur til í þessu frumvarpi, raskast að sjálfsögðu það iieildar- samræmi, sem nauðsynlegt er að sé í launalöggjöf landsins. Meiri hluti nefndarinnar verður sem sé að líta svo á, að með þess- um breytingum sé öðrum starfs- mönnum landsins óréttur ger, og eðlileg afleiðing þess verði sú, að þeir rísi allir upp sem einn mað- ur og krefjist hækkunar á laun- um sínum, í samsvörun við þá hækkun, sem farið er fram á í þessu frumvarpi, og það nú þegar á þessu aukaþingi. Meiri hluti nefndarinnar vill engan veginn stuðla að þvi, að fá nú alt launamálið inn á þetta aukaþing á þennan hátt; lítur enn fremur svo á, að það sé naum- ast gerlegt að ráða þessu mikla máli til iykta, eins og nú er ástatt, eða yfir höfuð nokkuð við það að fást á öðrum grundvelli en þeim, sem gert hefir verið með dýrtíð- aruppbótinni. Meiri hluti neíndarinnar ræður því háttv. deild til að fella frum- varpið. Alþingi, 6. maí 1918. Pétur Ottesen, framsögumaður. Þorleifur Jónsson. Einar Jónsson. Khöfn, 10. maí. „Köbenhavn“ flytur þá fregn, að ís- lendingar krefjist þess af Dönum, að þeir sendi nefnd manna til Reykjavík- ur, ti( þess að semja við íslenzku stjórn- ina. Hádegis-útgáfa af „Berl. Tidende* og „Ekstrabladet“ efast um, að þetta getí verið rétt. Khöfn, 11. maí. íiahle hefir gefið út skýrslu um ís- landsmálin, en hún er talin ófullnægj- andi. Ferslews-blöðin segja, að málin verði rædd (á flokksfundum?) á þriðju- daginn. Með því að mál þetta snertir mig persónulega, hefi eg engin af- skifti haft af því í nefndinni og mun eigi greiða atkvæði um það í háttv. úeild. Magnús Guðmundsson, skrifari". Frv. um eftirlaun hr. B. Kr. var til framhalds 2. umr. í neðri deild seinasta miðvikudag. Frá þeim segir Vísir svo: J) Leturbreyting gerð af mér. Ritstj. Um eftirlaun Björns Kristjáns- sonar urðu nokkrar umræður. — Gísli Sveinsson kvað svo ástatt, j að ómögulegt væri að líta á ann- an veg á, ef frumvarpið yrði j samþykt, en að þingið teldi það siðferðisskyldu að veita öllum starfsmönnum landsins og lands- stofnana eftirlaun, þó að okki ættu þeir kröfu til þess að lögum, og kvaðst hann vænta þess, að þeirri stefnu yrði þá fram haldið og því geta greitt frumv. atkvæði. i Einhvern kvíðboga var hann að bera fyrir því, hvernig skipað yrði í bankastjóraembættið, ef núver- andi stjórn ætti nokkru að ráða þar um og taldi líklegast að þá mundi settur í stöðuna einhver maður, som helzt ætti aldrei að koma nálægt slíku starfi. Frv. var samþykt með 15 : 7 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. Nei sögðu: Ben. Sv., Bjafni frá Vogi, Hákon, Sig. Sig., Stefán Stefáns- son, Einar Árnason og Þórarinn Jónsson. Til 3. umr. var málið á laug- ardaginn. Þá kom fram svohljóð- andi breytingartillaga frá Bjarna frá Vogi: Frumvarpsgreinin orðist svo: Þegar framkvæmdarstjórar Landsbankans láta af forstöðu bankans, nýtur hver þeirra 4000 kr. eftirlauna á ári. Hafði Bjarni orðið seinn fyrir með þessa toreytingartillögu, og þurfti því að fá leyfi til afbrigða frá þingsköpum, svo að hana mætti bera undir atkvæði. En deildin þverneitaði að leyfa atkvæðagreiðslu um hana. Er nú frv. komið til efri deildar. Innlendar íréttir og tíningur. Afli hefir verið ágætur, svo að haft er eftir einum skipstjóra á botnvörpungum þeim, er stunda nú fiskiveiðar, að aldrei hafi hann séð slíkan fisk á miðum úti sem nú. Miklar og æfintýralegar gróða- sögur eru sagðar af vélbátaútgerð í Vestmannaeyjum. Verð á fiski er nú sagt hátt, sem sjá má og af því, að botnvörpungurinn „Njörð- ur“ seldi afla sinh í einni Eng- landsför sinni fyrir 130 þús. kr. Ef tíð, afli og fiskverð yrði framvegis líkt og nú, leikur margt í lyndi við íslendinga þetta ár. Síðustu fregnir segja, að áfii sé nú minni og botnvörpungar séu í þann veginn að hætta eða hættir veiðum. Einar Hjörleifsson lvvaran las upp nýsamda sögu eftir sig, Sambýli, í Bárubúð á uppstigning- ardag. Las hann tvær stundir rúm- lega og má það kalla rösklega af sér vikið. Húsfyllir var. Hljóð var ágætt allan tímann, og að lokum var skáldinu goldin góð skemtun með dynjandi lófaklappi. Sagan kemur út innan skamms. Hún ger- ist hér í Reykjavik á þessum allra síðustu og verstu tímum. Sumir atburðir úr nýjustu sögu höfuð- staðarins rifjuðust upp fyrir áheyr- endum, t. d. bruninn mikli hér 1915. Kornvöru- og sykurseðlar. Um úthlutun og sölu kornvöru og sykurs hefir komið fram í efri deild frá Halldóri Steinssyni, þing- manni Snæfellinga, svohljóðandi fyrirspurn: Hvað knúði landstjórnina til að gefa út reglugerð, dags. 23. jan. 99 En nú hrinti Þorleifur henni loks frá sér og sagði: „Þegiðu stúlka! Slíkt líf væri bæði synd og svívirðing". En Míra skellihló og sagði; „Eg skal nú taka þá synd á mínar herðar. — Það er ekki svo, sem þú hafir verið að leita ástarinnar, heldur heffirðu fundið hana af tilviljun á förnum vegi. Ekki er það heldur þér að kenna, þótt Ingiríði hafi ekki tekist að vinna ást þína; hefði hún verið eins og hún átti að vera, þá hefðirðu aldrei gefið mér gáum, þótt eg hefði legið við fætur þér. Það er henni að kenna, ef við hrösum, en hvorki þér eða mér". v „Nei“, sagði Þorleifur, „inn á þá hrösunarbraut geng eg aldrei, — heyrirðu það, stúlka?! — aldrei! því að nú eru augu mín að opnast. Far þú þinnar leiðar, við verðum að skiljasb, og þótt eg svo misti lífið af sorg og söknuði, færi eg ekki með þér“. Hann sneri sér við og ætlaði út, en í því bar skugga á dyrnar og Sigríður gekk inn. Það var eins og steini væri létt aí Þorleifi, þegar hann sá Sigríði og hann greip strax hönd henngr, eins og hann þyrfti stuðnings við. t Míra stóð kafrjóð og var svo hrygg og reið, að hún gat engu orði upp komið. Sigríður leit til hennar og sagði: „Það er bezt fyrir þig, að leita að honum Hans, svo þið getið orðið samferða héðan burtu, því að líklega íer þér að skilj- ast það, að hér færðu ekki að vera lengur\ Það fór hrollur um Míru vib orð Sigriðar, en þó gekk hún til hennar og sagði: „Og hver ert þú þá sjálf, sem ert svo djörf að taka ráðin af öllum hér á Furugörðum"? „Eg er konan hans Guðleifs", sagði Sigríður, „og þykiist þYÍ

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.