Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.05.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 65. árgangnr. Reykjayík, 22. raaí 1918. 9. tölnblað. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, sími 286. Fánamálid. Fánamálið er alt í einu kom- ið í nýtt horf. Það er orðið meira en fána- mál. Það hefir þanizt út, er orðið að sambandsmáli eða full- veldismáli, sem sutnir vilja kalla það. Það er orðið samningamál um alt samband vort við Dani. Og það má sjá á símskeyti Zahles, forsætisráðherra Dana, til íslenzka forsætisráðherrans, er prentað er hér í blaðinu í dag, að Danir eiga upptök þess, ef byrjað verður nú á samn- ingum um Sambandsmálið. Það virðist samt ekki fullráðið enn, að samningar verði hafnir, smbr. orð Zahles: »hef eg beðið for- ingja allra stjórnmálaflokkanna (o: dönsku) að kveðja saman flokkana og leggja fjrrir þá þá spurningu, hvort þeir telji það viðeigandi, sem stungið var upp á í ríkisráði 22. nóv., sem upp- ástungu til íslendinga, að hefja nú samningaumleitanir um alt sambandíslands og Danmerkur«. Mörgum fanst víst, er þeir lásu skýrslu um það, sem fór fram í ríkisráði Dana 22. nóv. f. á., sem um litið væri að semja, að annaðhvort vildu Danir veita oss fánann eða ekki. Síðan bárust fregnir af því, að von væri á sendimönnum frá Dana- stjórn í byrjun þessa líðanda mánaðar eða um miðbik hans, til viðtals við þingið. En nú kemur það upp úr kafinu, að það er ekki fyrr en í lok þessa mánaðar í fyrsta lagi, sem á- reiðanlegar fregnir koma um það, hvort Danir sentji og þá fyrst, segir Zahle »skal ákvörð- un tekin um það, hvernig Dan- mörk rnuni æska að skipa full- trúa til slíkra samningaum- leitana«. Og enn er það símað, að stjórnarblaðið »Politiken« fullyrði, að ríkisþingið verði látið skera úr því, y>hvar, hvenœr og livernig satnningar skuli fram fara«, en bæti því við, að ís- lendingar hafi stungið upp á þvi, að þeir fari fram í Reykja- vik. Virðist það raunar ekki spá góðu um glæsilegan árangur sainninga, ef annar málsaðili ætlar með öllu að ráða stað og stund samningaumleitana. Er ekki mikill jöfnuður í slíku. Sitthvað er athugavert við samninga nú. Sutnum þykir það tvimælis orka, að þingmenn hafi }eyfi til að ganga nú til samn- inga um fullveldismál vort. Þeir hafi ekki verið kosnir til slíks. Satt mun það að vísu. Og vel getur verið, að sumir hefðu kosið öðru visi, og ekki sizt þeir, er kjósa með hugsuðu ráði, efþeir hefði rent grun í, að samið yrði við Dani um sjálfstæðismál vort á þessu kjörtímabili. En það skiftir samt ekki miklu, þar sem þjóðin verður greiða látin at- kvæði um fullveldis- eða sjálf- stæðissamninga, áður en þeir öðlast gildi. Athugaverðara er hitt, að oss stendur meiri hætta af samn- ingum um alt sambandsmál vort heldur en fánamálið eitt, meiri sundrungarhætta. Fána- málið er einfalt mál. Um þaðvirð- ist ekki hægt að deila, hvort vér fáum fána eða fáum ekki. Hætt er við, að ýmsir útskæklar og aukaatriði í sambandsmálinu geti valdið tvístringi vor á með- al. Þjóðólfur segir ekki, að svo fari. Blaðið óskar, að til slíks komi ekki. En málið er viðsjálla nú og hættulegra, er Danir hafa komið því í samningahorfið, held- ur þá er vér áttum við þá um fánamálið eitt. Á það vildi blaðið bent hafa. Og myndu Danir ekki gerla sjá þetta? Hvað myndi þeim ganga til að stinga nú upp á samningum? Ætli þeim þyki ekki nóg að veita oss þá fullveldis-viðurkenn- ing, er felst í því, að vér eign- umst löghelgaðan siglingafána? Vilja þeir nú veita oss meira? Ef svo er, þá hafa bræður vorir í »hárri Höfn« og við Eyrar- sund mjög breytzt nú á allra síðustu árum, síðan »grúturinn«, sællar minningar, var borinn á borð fyrir oss? Fóru þó vinstri menn þá með völd, en ekki samt Zahle og flokkur hans. En myndi mikið djúp skilja hér íhaldssinnaða og róttæka vinstri- menn og jafnvel hægri menn? í rauninni er ekki hægt að gera sér miklar vonir þess, að einn flokk- ur sé frjálslyndari en annar í íslandsmálum, nema ef vera kynni jafnaðarmenn. En taki menn vel eftir, að í simskeyti Zahles stendur, að stjórn hans hafi »aldrei stigið nokkurt skref í sambandsmálum Danmerkur og íslands án þess að ráðgast við alla flokka ríkisþingsins, og hingað til hefir hún alt af feng- ið samþykki þeirra«. Það er því síður en svo, að hægrimenn og vinstrimenn íhaldssinnaðir hafi engin áhrif á mál vor, þó að þeir sitji nú ekki að völdum, þar sem núdrottnandi stjórn Dana æ leitar samþykkis þeirra um alt, er liún gerir í málum vorum, og ætlar sýnilega að gera það framvegis, er hún kveður foringja allra stjórnmálaflokka á fund til ráðagerðar um málið. Stjórn Zahles er og ekki sterk nú. Er líklegt, að hægrimenn hafi skift um skap og skoðun i málum vorum? Sennilegt er það alls ekki, þótt sízt sé nokkru neitandi um, hvað Danir kunni að hafa numið af styrjöldinni. Það þykir, ef til vill, ekki fallegt að tortrjrggja Dani, gruna þá um græsku nokkra í garð vorn, ekki sízt nú, er svo mikið er galað og hjalað um bróður- hug milli þjóðanna og ríkja- samband Norðurlanda. En því verður ekki neitað, að lang- sennilegast er, að með samn- ingum hyggist Danir að telja oss af sjálfstæðiskröfum vorum eða fá oss til að falla frá þeim að einhverju leyti. Það er og ekki hægt að kalla neitt samn- inga, nema báðir málsaðiljar slaki að einhverju til. Ef eg þykist eiga 100 kr. hjá einhverj- um og heimta þær að fullu greiddar á tilteknum tíma og neita með öllu um gjaldfrest, eða hverfa frá kröfu minni að nokkru, þá sem eg ekki. Eg fer þá fyrst að semja, er eg læt leiðast til að líða um eitthvað af skuldinni eða gefa skuldu- naut mínum eitthvað af henni. Má og sjá það á símskeytunum, að Danir ætlast til, að vér slök- um til i kröfum, því að það er símað eftir »Berlingske Tidende«, að engin vandræði verði að ráða fram úr aukaatriðum, »á þeim samningsgrundvelli, sem þegar er fenginn«, (hver er hann?), ef íslendingar vilji mceta Dönum á miðri leið«. Þetta verða háttvirtir löggjaf- ar vorir að athuga. Og allmjög getur málið dreg- izt með þessu móti, og er þeg- ar farið að dragast. Ólíklegt er, að stjórn vor hefði kvatt svo snemma til þings, ef hún hefði búizt við þvi, að Áamningar eða viðtal við Dani um fánamálið gæti ekki byrjað fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júní eða nálægt því. Stjórn Dana virðist því ekki hafa verið hin áreiðanlegasta i j máli þessu, eða stjórn vor hafa misskilið hana, sem er ekki með j nokkru móti ráð fyrir gerandi. Og drættinum megum vér vara oss á. Það er símað, að »Politiken« skrifi, í sambandi við skýrslu Zahles, að nú megi vænta þess, að danska þjóðin geti tekið upp samningaumleitanir með eindrægni og stillingu. En úr því að Danir þykjast þurfa að ganga með eindrægni til samn- inga við oss, hvað mundi þá segja mega um íslendinga? Fræðslumál. Erindi eftir messu í Hrepphólum I. apríi 1918, Framh. Eg tel þá fyrst, hversu illa þess er gætt, að börnin séu oröin sœmi- lega lœs, þegar þau eru 10 ára. Landstjórnin heflr ekki enn treyst. sér til, að veita heimilunum hjálp til loarnakenslunnar fyr en þau eru 10 ára, en ætlast til að þá séu heimilin búin að kenna nokk- urn veginn lestur og byrjun til skriftar. Og víðast hvar af land- inu hefir verið svarað spurning- um um þetta efni á þá leið, að flestöll heimili geti þetta. Það finst mér líka þar sem eg þekki til. En séu einstöku heimili, sem ekki geta það, þá má sveitarfélagið til að hlaupa undir baggann; landið vill ekki gera það, enn sem koin- ið er. Ef sveitarfélagið vanrækir skyldu sína í þessu efni, þá verð- ur afleiðingin sú, að hjálpin, sem landið leggur til uppfræðslunnar, kemur ekki að hálfum notum; og þess gjalda ekki einungis ólæsu börnin, sem væri fullilt — því að saklaus eru þau — heldur öll hin börnin líka, sem eiga að njóta kenslunnar með þeim. Eg vona, að menn skilji þetta. Þegar kenn- ari tekur við barnahóp til kenslu, sem eru mjög misjafnt undir bú- in, og á að veita þeim öllum fræðslu, hverju við þess hæfi, þá má ekki undirbúningurinn vera minni en svo, að þau séu öll sjálf- bjarga á bókina. Þau geta átt nógu illa samrekstra samt. Kenn- arinn á ekki og má ekki tefja sig á að kenna undirstöðu í lestri. Sá tími væri tekinn frá öðru, og tekinn frá hinum börnunum, sem hafa fengið þann skyldu-undirbún- ing. Það vita líka allir, að fárra vikna kensla á vetri er alls ónóg til að kenna börnum lestur. Þeg- ar nú ólæs börn eru í hópnum, sem kennarinn tekur við, þá verð- ur hann að láta eitt yfir þau ganga og hin, sem eru læs. Þá verða þau auðvitað aftur úr, fylgjast alls ekki með; námið verður þeim ekki að hálfum notum, námstíminn oft kvalræði, og hæpið, að þau verði nokkurn tíma læs, og ómögulegt að meta, hvílíkur hnekkir þetta getur orðið veslings börnunum alla æfi þeirra. Það er ekkert gaman að verða aftur úr! Góðhjartaður kennari finnur þetta og getur oft ekki stilt sig um að tefja sig á að reyna að rétta þessum smæl- ingjum hjálpar hönd, en þann tíma verður hann að taka frá hinum, og það er verst, að sú hjálp verður allsendis ónóg, eins og áður er sagt. Þetta spillir stór- um árangri kenslunnar, því mið-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.