Þjóðólfur - 11.06.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.06.1918, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR 65. árgangnr. Reykjayík, 11. jiiní 1918. 12. tölnblað. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, sími 286. Sxða f o rsætisr áðher r a. Þjóðólfi þótti rétt að birta ræðu forsætisráðherra á dálk- um sínum, þó að komin væri hún áður á prent annarstaðar. Hún er þess makleg, að hún komi sem flestum iyrir sjónir. Hr. Jón Magnússon liefir hlotið næstum því almannalof fyrir tölu sína. Slíkt má hann að nokkru þakka þvi, hve óvanir menn eru hér ráðherra- og stjórnmálaræðum, er nokk- ur veigur er í og verulegur gróði sé að. Margt er og vel um ræðu hans. Pað er efni í henni, hún er Ijós, laus við útúrdúra og hnútuköst. Hún kemur þeim utanþingsmönn- um að gagni, er glöggva vilja sig að nokkru á stjórnarhög- um vorum og stjórnmálahorf- um og velja sér þar afstöðu. Þar er saga fánamálsins rakin rækilega frá í fyrra og til þessa. Ræðan verður síðar nokkur heimild, er samin verður saga sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu vorrar. Þótt forsætisráðherra haíi ekki sannfært Þjóðólf um, að nauðsyn bæri til að kveðja þing saman í apríl, verður að játa, að hann ver mál sitt lag- lega. Seinasti hluti ræðunnar eða lok hennar hljóða um inn- anlandsmál vor eða stefnu þá annarsvegar, er, að skoðun stjórnarinnar, verði að hafa í þeim, og stefnu alþingis eða stefnuleysi í sömu málum hins vegar. Það sést á ræðu ráðherra, að stjórn Sjálfstæðisflokksins á frumkvæði að því, að fána- málið var tekið á dagskrá í fyrra, og að forsætisráðhei'ra hefir leitað hófanna við Dani um það, er hann fór utan með stjórnarfrumvörpin fyrir þing 1917. Flefir hann þá fengið litla áheyrn. Zahle þá sagt hið sama, sem hann sagði í vetur, að hann vildi ekki taka fánamál- ið eitt til meðferðar, heldur sambandsmálið alt. Hefir þing- inu verið þetta kunnugt i fyrra, því að forsætisráðherra kveðst haía skýrt því frá ummælum Zahles. En alþingi lét slíkt ekki á sig fá, heldur afgreiddi þings- ályktunartillögu um fánann ein- úm rómi. En svo er að sjá, ®em það liafi þá eklci verið ^tlunin að semja um sam- kandsmálið, þó að Danastjórn læri slíks á leit, sem víst var, samkvæmt því sem fyrr er greint, og þingið hafi viljað kom- ast hjá samningum. Hr. Jón Magnússon kveðst hafa haldið því fram við Dani, að »almenn- ar samningaumleitanir ættu ekk- ert að koma fánamálinu við« og látið í ljós, að hann væri heldur vondaufur um, að »hepn- ast mundi að ná samkomulagi í einu um alt«. Þetta sagði hann við Danastjórn í utanför sinni eftir þing, er hún stakk öðru sinni upp á samningum. Þá er hann hreyfði samning- um við þingmenn hér í Réykjavík, er hann var heim kominn, voru »undirtektir dauf- ar«. En þá virðist svo, sem þeim hafi snúizt hugur, því að nokkru síðar nefnir hann samninga aftur, gerði þá ráð fyrir, að sendimenn kæmi frá Dönum. »Allir þeir þingmenn, sem eg þá talaði við, tóku vel í málið«, segir hr. J. M. Síðan símar hann það til Danmerk- ur. Af öllu þessu sést og, að Danir eiga frumkvæði að samn- ingum um sambandsmálið. Is- lendingar ekki farið fram á það, og Danir hafa líka »skotið því fram«, að hentugt væri, að þeir gerðu sendimann eða sendi- menn á fund vorn. Islend- ingar hafa »að eins tekið kurteisu boði«, sem forsætis- ráðherra kemst réttilega að orði. Þó að forsætisráðherra eigi ekki upptök fánamálsins og hann hafl flutt það fyrst fyrir beiðni manna, er löngum hafa verið á öndverðum meið við hann í stjórnmálum, þá er ekki ástæða til að efa einlægni hans við það, enda flutti hann það vel ytra í vetur. Hann kann- ast við það, að hann hafi að nolckru skift skoðun á því og gerir grein fyrir, hvað valdi. Slíkt ættu stjórnmálamenn vor- ir alt af að gera, er þeir breyta stefnu. En ofan á skoðanaskifti hafaþeirsöðlaðþviaðbefaámóti þeim. Það gerðu bræðingsmenn 1912 og flestir »langsummenn« 1915. Næsta gagnslitið er að eyða miklum tima í þref um, hvort rétt hafi verið að heyja þing í apr. eða ekki fyrr en seinna. Þjóð- ólfur hélt því fram (i fyrsta tölublaði sínu þ. á.), að ekki hefði átt að kveðja það sam- an fyrr en á venjulegum þing- tíma. Það er satt, sem forsæt- isráðherra segir, að ofmikið tómlæti i málinu sómdi oss illa. En eg sé ekki, að af þvi leiði, að þing hefði ckki mátt bíða venjulegs setningadags. Aukaþing þá gat sj'nt áhuga vorn í þvi. Fleira kom og hér til greina, er verður þó ekki ritað um nú. Sökum dýrtíðar- mála virtjst og haldkvæmara að setja þing ekki svo snemma sem gert var. Þá hefði stjórn- in átt að geta búið þau betur ^inginu í hendur, eins og vik- ið var að i grein Þjóðólfs um aukaþingið. Og mér finst hr. J. M. játa, að stjórnin hafi ekki lagt mikið fyrir þingið í þessu efni, er hann segir: »Nú heyri eg þingmenn segja, að stjórnin hafi ekki lagt svo mikið fyrir þingið í þessa átt (o: dýrtiðar- ráðstafanir). Pað er að vísn að nokkru leyti rétt«. En gert er gert, þing kom saman í apríl, og einsætt, að þingmenn noti tímann sem bezt, og afarólík- legt, að þingmenn hafi ekki ærið að starfa, ekki sízt, ef stjórnin hefir ekki búið þing- störf eins vel undir og venja er og vera ber. Þar sem hr. J. M. telur styrj- aldarvandræðin aðra höfuð- ástæðu þess, næst fánamálinu, að kvatt var í apríl til þings, veitist honum færi á að skýra frá stefnu stjórnar vorrar í dýr- tíðarmálunum. Vér verðum að haga oss svo, sem æ sverfi fastara að. Æ verði örðugra að ná í nauðsynja- vörur, auk þess er þær hækki sífelt i verði. Framleiðsla á innlendum vörum sé hins veg- ar dýr. Ef vér kaupum því mikið af útlendum vörum, safnist oss brátt skuldir. Ráð- ið við þessu sé, að landið fram- leiði sem mest af þvi, er það þarfnast. Af þessum rökum flutti stjórnin fráfærufrumvarp sitt. Það var felt. Stjórnin lét og taka kol á Tjörnesi. Þing- inenn vilji helzt hætta við það. Enn æskir stjórnin heimildar þings til að veita atvinnulaus- um atvinnu og flytur frv. um dýrtíðarhjálp, en þingmenn snúast á móti. Það veltur eigi vafi á, að stefna stjórnarinnar — eins og forsætisráðherra lýsir henni — er rétt í þvi aðalatriði, að land- ið verði að leggja sem mesta stund á framleiðslu. Hann seg- ir, að sér virðist háttvirta þing- menn skorta skilning á nauð- syn á »sérstökum ráðstöfun- um í þessa átt«. Eftir þessu er stjórnin forsjálli i þessu meg- inatriði dýrtiðarmálanna en al- þingi. Það dugir ekki, að landið láti alls ófreistað. Hví skvldum vér ekki þurfa að fara að, sem aðrar hlutlausar þjóðir og auka framleiðslu vora? Er nokkurt vit og fyrirhyggja í öðru? Elm getur styrjöld staðið ægilega lengi. Og mannlegri skynsemi er ekki sjáanlegur friður í ná- inni framtíð, hvernig sem fer. Þrjár höfuð-menningarþjóðir heims, Þjóðverjar, Bandaríkja- menn og Bretar virðast lengi geta haldið áfram. Enskri seiglu og viljaþreki hefir löngum verið við brugðið. Yér Islendingar höfum verið alt of bjartsýnir nú í dýrtíðinni, talið okkur trú um, að stríðinu yrði iokið eftir nokkra mánuði eða, að minsta kosti, næsta ár. Hinu eigum vér að vera viðbúnir, að æ versni og harðni, ávalt verði erfiðara að afla nauð- synja handan yfir höf. Nú má gera ráð fyrir, að skip vor komist ekki til Ameríku sök- um þýzkra kafbáta. Það geta komið ár, er allir vöruflutn- ingar til landsins teppast. Og hvar er þá bjargar að leita nema í landinu sjálfu? Og það er ófyrirgefanleg léttúð, að gera ekki meira en gert er til aukn- ingar innlendri framleiðslu. Þá minnist hr. J. M. á leið þá, er stjórnin hygst að stýra að marki sínu. Hann hafði bú- izt við, að samvinna milli þings og stjórnar yrði ekki fólgin í smíð fjölmargra lagafrumvarpa, heldur í því, að taka ráð sín saman um, »hvernig fá má þjóðina til að spara alt, sem sparast getur« . . . »uppörva þjóðina til að afla sér« inn- lendra fæðutegunda o. s. frv. Hr. J. M. sér veginn. Það er ágætt, að hann vill »uppörva«. Eitt er það, er allir löggjafar verða að minnast, og það er skapferli þeirrar þjóðar, er þeir semja lög. Það tjóar ekki að fara að íslendingum eins og þjóðum, er vanizt hafa her- aga um aldir. En hví »upp- övraði« stjórnin þá ekki bænd- ur og búalýð til að færa frá, í stað þess að flytja frumv. um fráfærur? Þar hefir illur andi — þvingunarandi bannlaganna — hlaupið í háttvirta stjórn og glapið henni sýn. — »Sá hefir galið mörgum mein«. En hefir stjórnin gert nokk- uð verulegt til að brýna þjóð- ina? Hefir hún jpnt menn út um strendur og fram til dala til að koma fólki í skilning um vandræði þessara tima, og hvetja það til að hefjast handa? Hefir hún átt tal við menn þá út um land, er hafa mest áhrifin, og heitið á þá til fylgis stefnuskrá sinni i dýrtíðarmál- um? Það er lítið lið i að hugsa og tala skynsamlega, ef meira er ekki að hafst. Hvað stoðar, að læknir sjái, hversu skera á sár, ef liann þrífur aldrei til verkfæra sinna? Það sést og ljóslega at ræðu forsætisráðherra, að núver- andi stiórnarfar verður ekki til frambúðar, eftir þvi sem hátt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.