Þjóðólfur - 26.06.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.06.1918, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR 65. árgangnr, Reybjarík, 26. júní 1918. 14. tölnblað. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4.00. Gjald- dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, sími 286. fyrir minni Hslanðs. (Á fþróttavellinum 17. júní.)’ Hvað er fóaturjörð vor? Eðlilegt virðist að byrja ræðu fyrir minni ættjarðarinnar á þeirri spurningu. En jafneðlilegt er hitt, að svo mikilli spurningu verði ekki svarað nema að litlu í stuttri tölu. En okkur nægir í rauninni það svar, að ættjörð vor er nágrenni vort. Hún er t. d. alt það, er þið megið sjá héðan af vellinum. Hún er fjallahringurinn, sem rís alt hér í kring, blár og breiður, upp af hraunúfnum og hrjóstur- grettum flatneskjum. Hún er við öll, hvert mannsbarn, er lifa má og styðja má á voru landi. Hún er himininn yfir höfðum vor- um. Og okkur er holt að minnast þess, að hún er kirkjugarðurinn hérna rétt hjá okkur, þar sem vinir vorir og sambæjarmenn, er sumir hafa skemt sér og skemt á þessum velli á þessari jafnlengd- arhátíð, hvíla í kistum sínum undir dimmri moldinni. Ef einhver vor ofmetnast svo, að hann velkist í vafa um, hvort stærra sé og mikilvægara, hann sjálfur eða ættjörðin, þá ræð eg honum að renna í senn augum til fjallanna og kirkjugarðsins með leiðum hans og steinum. Þar er kjarnyrt svar, er tekur af öll tví- mæli. Yið vitum það öll, að ,það er starf, sem oss Reykvíkingum læt- ur, að leggja framliðnum sambæj- armönnum vorum til glæsilegar og fjölmennar líkfylgdir. Sumir vor eru sennilega ágætastir af því, hve vel oss tekst slíkt. En þó að vér höfum mikið við, er vinir vorir eru hringdir eða sungnir til moldar, heflr mér oftast við útfarir fundizt meira til um fjöllin í fjarska, er líta niður á oss dvergana á láglendinu með sömu kyrð sem þau horfðu á súlur Ingólfs reka hér á land. Þau beina þá til vor næsta áhrifamikilli spurningu. Eg er það barn, að eg held, að margt færi betur, ef vér mintumst þess vel, að þessi fjöll eru í senn furðulega gömul og þó furðulega ung, ef miðað er við aldur vor manna, að þau eiga að lifa miklu, miklu fleiri tugi alda en þeir eiga að lifa áratugi, sem hreppa hvít- astar hærur og hæsta elli. Ef vér mintumst þessa, myndi sjóndeild- arhringur vor víkka, oss myndi vaxa spámannsandi. Vér myndum telja í öldum og aldatugum, en ekki í árum og áratugum. Og oss myndi líka þróast ábyrgðartilfinn- ing, er vér mintumst þess, hve landinu er langt líf ætlað. Oss myndi skiljast, að afleiðingar verka vorra og afstöðu til manna og málefna geti orðið dropi í straum, er vermir strendur fjarlægrar fram- tíðar, eða dropi í straum, er flyt- ur ís og kulda að söndum siðari tíma. Og af þessu leiðir annað, sem sjaldan er minst á í ræðum fyrir ættjörð vorri, en sízt skyldi gleymt: Yor fjöllótta fósturjörð er vor hinzti dömari, skipar efsta dóm um æfi vora og viðleitDi. Fyrir hæstarétt hennar er oss öllum stefnt, ekkert undanfæri. Stóra- dómi hennar fáum vér ekki áfrýj- að. Og vér getum ekki borið fé í þann dóm. Slungnir lagarefir og málaflækjur þeirra gagna oss ekki við dómgrindur þær. Og voldugir ættingjar og velunnarar geta ekki hjálpað hót. Þar bjargar oss ekkert nema verk vor og hugur sá, er þau voru unnin með. Vor mikla móðir, fósturjörðin, er í ýmsu ólík öðrum mæðrum. Hún líkist í því góðum mæðrum, að hún fagnar, er einhverju barni hennar líður vel eða það vinnur nokkuð sér til ágætis, og harmar, er þeim blæs á mót eða þau gera illa. Hún fagnar hverju gróandi grasi og brosandi barni. Og hún geymir líka í minni sér hvert blóm og „hvern blóðdropa, er for- görðum fer“, sem Jóhann Sigur- jónsson kemst fagurlega að orði í seinasta skáldriti sínu. En mundu það, að ættjörð þín er öllum mæðrum langlífari. Vér lifum vana- lega móður vora, en vor allra móðir lifir oss alla. Hún á að fóstra börn vor og þeirra börn og niðja vora um ótaldar aldaraðir, eins og hún hefir alið foreldra vora og forfeður. Þú sáir, ættjörð- in sker upp. Hún á að njóta ávaxta viðleitni þinnar og starfa um aldir alda. Því er hún í senn trygg og langrækin. Það munar um dóma hennar. Hún launar að lokum höfðinglega eða refsar þung- lega, gefur háar og lágar einkunn- ir. Hún á til bæði helvíti og himnaríki, dæmir sumum eilífa dýrð, útskúfar öðrum eilíflega og vísar í yztu myrkur. Við oss alla segir hún: „Vertu trúr alt til dauða! Þá skal eg að lyktum gefa þér lífsins kórónu!“. Þessi dagur, 17. júní, sýnir höfðingslund henn- ar og trygð og hvílíka dýrð hún býr ljúflingum sínum. Hún kemur á deyjanda degi til þeirra, er hún hafði vænst mikils af, og spyr þá um árangur af æfistarfi þeirra og lífi. — „Hefirðu klætt mig?“ kveða fjöllin. „Hefirðu hlúð að mér?“ hvísla blómin. „Var sál þín ofurlítill sólargeisli, er vermdi mig?“ spyr vorblærinn. Mundu það, ungur íslendingur, að fósturjörðin dæmir þig látinn, og að engar gyllingar hjálpa þér fyrir þeim dómi. Og hún er hverri móður dómvísari. Móðurást hennar blekkir hana ekki svo til lengdar, að hún kalli myrkrið bjart, dáð- leysið dáð, ódrengskap drengskap. Hún kannar hjörtun og nýrun, lítur á hugarfarið, hreinleik vilja vors og viðleitni. „Þú ert móðir vor kær, og því engu mun gleymt, sem við unnum þér vel, eins og systir og brððir“, segir í einu fegursta ættjarðar- kvæði voru. Varaðu þig á skrumi samtíðar þinnar um þig, og er sízt vanþörf á að brýna slíkt fyrir nú- lifandi kynslóð, eftir því sem ald- ar-andinn blæs um þessar mund- ir. Treystu því varlega, að dómur fósturjarðar þinnar staðfesti hann. En munum það líka, að dægur- dómum illviljaðrar samtíðar verð- ur síðar skotið til hæstaréttar ættlands vors, er kveður upp „dóm of dauðan hvern“. Þar getur last ekki lækkað oss, hrós ekki hækk- að oss. Að eins vér sjálfir getum hafið oss eða niðurlægt. í sambandi við þetta á vel við að taka það fram, að Island hefir farið vel með sonu sína síðustu fjögur árin, hjá því sem frjórri og voldugri ættjarðir hafa leikið börn sín. Ef. miðað er við sona- fóstur þeirra, má með sanni segja, að fóstra vor hafi alið oss í stjórn- lausu eftirlæti. „Hamingjusama Island!“ reit frakkneski konsúllinn hingað heim úr stríðinu fyrir 2— 3 árum. En sökum þessa verður hún að gera meiri kröfur til vor, þvj meiri skuld eigum vér að gjalda. Því betur sem móðir vor gerir við oss, því betur verðum vér aftur að breyta við hana. — — — Eg byrjaði á að minn- ast á fjöllin, og eg lýk máli á þeim. Þau hin litverpu og litglæstu fjöll, er blasa við í austri, eru sögufróð- ust fjöll íslands, ef eg má komast svo óeðlilega eða tilgerðarlega að orði, að því er sumum mun finnast. Engin fjöll vor myndu kunna frá eins miklu að segja og þau, ef þau mættu mæla og muna. Sitt hvorum megin þeirra hefir alþingi verið háð, nærfelt þúsund ár. Þau hafa horft á fyrstu setning alþing- is, kristnitökuna, séð oss ganga á vald erlendum konungi, mænt á fulltrúa þjóðarinnar á Kópavogs- fundi og síðan á þjóðfundinum. Misjafnir hafa dómar verið um viðburði þá, er gerzt hafa í aug- sýn þeirra, og um þá foringja og kynslóðir þær, er við atburðina hafa verið riðnir. En á hverjum degi Jóns Sigurðssonar getum vér ekki óskað fósturjörð vorri betra en þess, að yndisleg fjöll- in megi sífelt sjá fleiri menn, er klæða hlíðar þeirra, æ fleiri, er geta sér lofsamlega dóma, af því að þeir fjölga æ, er lifa — eg nota nú orðtak úr allra nýjustu skáldsögu vorri — í góðu sambýli hver við annan, við niðja sína og endalausa framtíð landsins. Ósk- um þess, að æ vaxi hér ættjarð- arást, sterk og stilt í senn, spá- mannlega vaxin og skynsemi gædd ættjarðarást. ísland lengi lifi. Sigurður Guðmundsson. ,,Á ferð og flugi“. Morgunblaðið flytur 23. þ. m. skýrslu frá formanni danska fossa- félagsins,, íslands”, ásamt ummæl- um nokkurra danskra blaða, um fossamálið. Það sést af þessari skýrslu, að fossafélag, sem kallaðer ,,íslenzkt“(!) hefir verið stofnað í Noregi 1908, og að nokkrir nafnkunnir fésýslu- menn danskir, t. d. Hagemann, hinn mesti merkismaður, hafa gerzt hluthafar í því. Ekkert varð þó úr framkvæmdum, segir skýrslan. Norskir hluthafar hafi æskt aftur peninga þeirra, er þeir höfðu goldið til fyrirtækisins og varið hafði verið til að kaupa ýms fossarétt- indi. En dönsku hluthafarnir eru göf- ugmenni mikil og ágætismenn. Þeim hafði ekki gengið gróðafíkn til. Það var nú eitthvað annað. Þeim tókst — með göfuglyndi sínu — að flytja bækistöð félags- ins frá Noregi til Danmerkur. Þessi merkisviðburður gerðist það hið mikla náðarinnar ár 1918. Og í júní sama ár gerðu þeir stjórn vorri „tilboð þau, er áttu að marka grundvöllinn fyrir starfseminni framvegis". Tilboð þetta var lagt fyrir sein- asta alþingi og gerum vér ráð fyrir, að meginatriði þess séu flestum les- endum Þjóðólfs kunn. Félagið ætlar margt og mikið að gera, sjá nokkr- um hluta Suðurlands fyrir ódýru rafmagni, leggja vegi og jámbraut o. s. frv. Markmiði félagsins lýsir formað- ur þess þannig: „Aðaltilgangur með1) fyrirætl- unum vorum er sá að styðja að framþróun íslands og efla gott samkomulag milli íslands og Dan- merkur með því að tengja saman danska og íslenzka hagsmuni og gera Danmörk að stórum kaupanda að íslenzkum afurðum, sem Danir verða nú að sækja til Noregs og Suður-Ameríku. Það er auðskilið, að slíkt risafyrirtæki sem þetta og erfitt viðfangs hefir mikla áhættu í för með sér, svo að fjárlegir 1) Þjóðólfur ber enga ábvrgð á ís- lenrkunni á þýðing þessari.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.