Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Blaðsíða 49
49 hann hefir lifað fram undir aldamótin, því að 1795 kom út að hans forlagi æflminning Þorsteins sýslumanns föður hans1) og er þar getið helztu æfiatriða Sigurðar og barna hans; eitt þeirra var »Pétur, sem vard Doctor Medicinæ í Kóngsbergi í Norvegi, samt Professor, og Inspector þar vid Bergverks-skólann, og andadist þann 19da May 1792*. Nokkrir silfurgripir eru enn til eftir Sigurð, bæði á íslandi og i Danmörku, og í Noregi m. a. borðbjalla úr silfri, sem eitt sinn var í eigu Friðriks konungs 7., er hann var prins, og eru grafnir á hana upphafsstaflr hans (F. C. C.) og kóróna, en bjallan er smíðuð 1777. — Á Þjóðmenjasafninu hér eru sýnilega 4 aðrir gripir eftir hann: Silfurlok á vín- eða öl-könnu úr dönsku postulíni, smíðað 1742; kann- an hefir síðar tilheyrt Guðinundi sýslumanni í Krossavík, bróðursyni hans, og er með upphafsstöfum hans og Þórunnar konu hans Páls- dóttur, og ártalinu 1799; nú er kannan í Vídalínssafni; silfurskeið, hnappskeið með spónlagi, smíðuð 1746 (nr. 3522); ilmbaukur úr silfri (deshús), lítið ker með ilmvatnssveppi í; lok yflr og stétt undir; ártal ógreinilegt (1784?; nr. 1788); og kaffikanna úr silfri, allstór og með ágætu verki, gerð 1784 (nr. 4907); gaf Sigurður Pétri bróður sínum könnuna, en Sigurður sýslumaður sonur hans erfði hana eftir föður sinn; eftir Sigurð fekk hana ísleifur Einarsson etazráð og erfði Jór- unn dóttir hans hana eftir hann, en frá Páli Melsteð sagnfræðingi, manni Jórunnar, kom hún til safnsins. Af þessum handaverkum Sigurðar gullsmiðs öllum má sjá, að hann hefir verið einkar góður smiður og kunnað vel til hinna ýmsu greina í sinni iðn, og af könnunni og ilmkerinu, sem virðast jafn- gömul, virðist hann hafa verið sérlega smekkvís maður og jafnframt fylgst vel með breytingum samtíðar sinnar í stýlnum og tízkunni. — Enginn núlifandi íslenzkur gullsmiður virðist geta jafnast við hann, svo kunnugt sé. Sigurður Þorsteinsson heflr gert ritgerð um gyllingu, hina svo- kölluðu kvikasilfurs eða heitu gyllingu, og er sú grein í 1. bindi af ritum Lærdómslistafélagsins, bls. 20—25. Einmitt þessi sama gylling er á þessum öskjum, sem hér er um að ræða. Á myndinni af lokinu á bakstursöskjunum, sem hér fylgir með, sjá menn þessa áletrun: »Tillagt Bessastaða Kyrkiu af Amtmanne Olafe Stephenssyne og Fru Sigride Magnusdöttur Fyrer Legstað þeirra Foreldra sáluga Amtmanns Magnusar Gislasonar og Frur Þörunnar Q-uðmundsdöttur samt þeirra tveggia Dætra A2- 1774<. Einkennilegt *) Fá-ord ættar og æfi-minning Þorsteins Sigurdssonar sýslumanns og klanstur- haldara fordum i Múla-þingi. Khöfn 1795. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.