Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS kolagerðar og einnig það mikill mýrarrauði, að menn hafi verið gerðir út frá bæjum neðar í sveitinni til járngerðar inni við Hvítá, þótt ekki væri um fasta búsetu að ræða. Á síðari árum hefur einnig komið í ljós, að miklar hreyfingar liafa verið á byggðinni niðri í sveitinni á þessum tíma, þ. e. í byggð- inni neðan Tungufells, en svo segja sagnir, að Tungufell hafi fyrr- um verið í miðri sveit. Hafa þar komið í ljós margar bæjarrústir frá fornöld og miðöldum, þar sem búið hefur verið skamman tíma en byggð síðan annaðhvort lagzt af eða verið flutt til annars staðar í sömu landareign. Fæstar þessara rústa hafa verið rannsakaðar, enda margar þeirra að miklu leyti eyddar vegna uppblásturs, en smáhlutir, sem þar hafa komið í ljós, segja allglöggt til um aldur þeirra. Tungufell er nú efsti bær í Hrunamannahreppi, en glöggt sést, að byggðin hefur verið að hörfa niður af hálendinu alla tíð fram undir lok 19. aldar. Næsti bær ofan við Tungufell, Hamarsholt, fór í eyði 1875, enda var þá uppblásturinn geigvænlegur á þessum slóðum. Má geta þess því til staðfestingar, að allt fram undir síðustu aldamót var heyjað frá Tungufelli á svonefndum Búrfellsmýrum inni á Hruna- mannaafrétti, um 6 stunda lestagang frá Tungufelli, en þar er nú aðeins sandbreiða og sér ekki stingandi strá þar sem áður voru víð- lendar slægjumýrar. Neðan Tungufells hafa sem fyrr segir komið í ljós bæjarrústir. Ein þeirra er skammt fyrir neðan Tungufell, um miðja vegu milli Tungufells og Hlíðar og í landi síðarnefndu jarðarinnar. Rústin er í uppblástursrofi og að mestu eydd nú, en þar kemur í ljós mjög greinilegt gólflag og veggjabrot. Þarna hafa fundizt nokkrir smá- hlutir, sem benda til víkingaaldar, tafla úr hneftafli, snældusnúð- ar úr klébergi, hverfisteinsbrot, kljásteinar og annað smálegt, en það sem öruggast tímasetur þessa rúst, er öskulagið frá 1104, sem er rétt yfir gólfskáninni. Greinilegt er því, að bærinn hefur verið kominn í eyði nokkru fyrir gosið. Rétt innan við Skipholt, sunnan undir svokölluðum Kömbum, komu fyrir nokkrum árum í ljós fornar mannvistarleifar. Þar hafði skurð- grafa farið gegnum mýri og kom upp í ruðningnum mikið af eldi- viðarösku og járngjalli. Einnig fannst þarna hálf sörvistala, greini- lega frá víkingaöld, og sést af þessu, að þarna hefur verið bær snemma á öldum. Ekkert var þó eftir af eiginlegum rústum, þar eð túnrækt hafði afmáð þær, en þó sást þar hellustétt eða flór, sem hef- ur verið gerð í sambandi við byggingar. Er hugsanlegt, að bærinn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.