Suðri - 12.10.1886, Blaðsíða 1

Suðri - 12.10.1886, Blaðsíða 1
Af „Suðra'1 koma 3-4 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3ja mánaða fyrirvara frá áramótum. Argangurinn (40 blöð alls) kostar 3 kr. (erlendis 4kr,)’ sem borgist fyrir júlílok ár hvert. Reykjavík, 12. októbex* 1BB6. 27. blaó. 4. áx*g. j Forngripasafnið opið hvern miðviku- dag og laugardag kl. 1—2 e. h. Landsbókasafnið opið hvern rúmhelg- an dag kl. 12—3 e. h.; útlán á mánu- miðviku- og laugardögum kl. 2—3 _e. h. Sparisjóðurinn opinn hvern miðviku- dag og laugardasr kl. 4—5 e. h. Söfnunarsjóðurinn í Bvík: Störfum gegnt hinn fyrsta virkan mánud.í hverjum mán. í herbergi sparisjóðsins. 8^= Nýir kaupendur geta fengíö ,.Suðra“ frá byrjun júlimánaðar til ársloka fyrir I kr. 50 a. Frá Hornströndum. Eptir ]>orval(l Tlioroddsen. -- O-- [Eramh.] Hestar eru mjög fáir á Hornströndum og er pað ekki undar- legt, pví vegirnir eru svo vondir að menn fara mestallt gangandi eða á sjó ; víðast hvar er pó einn eða tveir hest- ar á hæ, til pess að reiða heyið heirn af engjunum. |>að er auðvitað að skepn- unum leiðist einveran og að peim pyk- ir skemmtilegt að sjá jafningja sína, pví pegar 6 hestar og stundum 7 komu á hæina í för minni, pá létu heima- hestarnir mjög vinalega og eltu mína hesta á röndum og var opt illt að koma peim burtu; lítið er hér um hnakka og önnur reyðtygi og á öllum Strönd- um fyrir norðan Dranga eru eltki til nema tveir kvennsöðlar. Eiskiveiðar eru nokkrar á Ströndum, einkum á Gjögri við Trékyllisvík; pað- an ganga 10—11 skip til hákarlaveiða á vetruin frá pví í janúar pangað til í miðjum apríl; eru 9- 11 manns á hverju skipi. J>að er ekki fyrirhafn- arlaust að ná í hákarlinn á miðjum vetri, menn verða opt að liggja 3—5 mílur undan landi í grimmdarfrosti á opnum bátum dag og nótt og stund- um í heila viku, optast er útbúning- urinn lélegur og viðurværið illt og lít- ið; í austan- og norðanátt er lending við Trékyllisvík mjög örðug 1 stórbrim- um og moldviðri; á síðastliðnum vetri brást allur hákarlsafii á Gjögri, hin klaufalegu lög um niðurskurð á hákarli, tóku fyrir allan afla; afleiðingarnar urðu almennur bjargarskortur, skyr- bjúgur og vandræði. Á Horni er og nokkurt útræði, pangað sækja menn úr víkunum og fjörðunum fyrir sunn- an, pó ganga par ekki nema 4 eða 5 skip til fiskjar. Bjargfuglinn er aðalbjargræði manna norðan til á Ströndum. Hornbjarg er almenningur og sækja menn pangað til fuglafangs langt að sunnan. Erá Barðsvík og norður á Horn er saman- hangandi standberg uppúr sjó og bæ- irnir á pessu svæði (Smiðjuvík, Bjarna- nes og Látravík) standa hátt uppi í berghvylftuin; í Látravík verður bónd- inn að klifrast niður langa stiga til pess að komast niður að sjónum og hann hefir hvað eptir annað misst bát- inn sinn í brimi. í Smiðjuvíkurbjargi er töluvert af fugli, en aðalfuglabjarg- ið byrjar við Látravílt. Hornbjarg er stórkostlegasta fuglabjarg á landinu, 1600 fet pverhnýpt upp úr sjó. Eg fór 26. ágúst frá Bjarnanesi að Horni, veðrið var illt, hvassviðri og kafald og 1° frost á fjöllunum, fórum við fyrst yfir Axarfjall, vondan fjallveg í Látra- vík, og svo paðan með bjargbrúninni uns við komumst yfir Almenninga- skarð að Horni seint um kvöldið. J>að var ein hin hrikalegasta og ljótasta út- sjón, sem eg hefi séð, pegar eg leit í kringum mig af bjarginu í pessu veðri. Yið vorum að fikra okkur fram með bjargbrúninni vaðandi snjóinn í hné, teymdum suma hestana en rákum suma, pað var illt að verða að berja pá á móti veðrinu og hinsvegar að forðast að peir færu fram af, á hægri hönd var hyld/pið, 1000 feta háir hamra- veggir niður að sjó, á vinstri hönd pykkasta kafaldsdymma, pó grylti ein- staka sinnum í hamrabrúnir og nybb- ur; verði manni litið fram af berginu sjázt djúpt niðri brimlöðrandi hamra- standar upp úr sjónum, en einstaka fugl með úfnum vængjum er að bagsast á móti vindinum við brúnirnar, í suðri glórir í liamragirðingarnar í undarlega óhreinni birtu. J>egar ofar dró, var ó- færðin orðin svo mikil af nýjum snjó, að hestarnir brutust um, en illviðrið var orðið að kolsvörtum kafaldsbil. Byrjað er að síga í Hornbjarg í 8. og 9. viku sumars og hætt í 15. viku; sjaldan er sigið meira en 70—80 faðma af brún, en ef neðar er farið, pá er sig- ið eða gengið af sillunum. Nú eru allstaðar hafðar kaðalfestir en áður höfðu menn ólarfestar fer- og fimm- faldar úr nautshúð; neðst í festinni er festarauga, pað er riðið sæti fyrir siga- manninn, er fótunum stungið gegnum riðin göt eða smokka og axlabönd 105 ganga upp um herðarnar í kross fram- an og aptan. Euglastangirnar eru 6 —7 álna langar, er skíðisræma í stang- arendanum og hrosshárssnara. J>egar egg eru tekin, er sigamaðurinn í pilsi, sem heitir »kvippa«, pað er girt uppi undir höndum, faldurinn síðan brotinn upp og bundinn um mittið, en op verð- ur að framan, par eru eggin látin inn, í eina kvippu komast allt að pví 200 egg. Steinhrun er opt fjarska mikið í bjarginu og furða, að ekki verður optar slys að, en fjöldi fugls fær bana af grjótkastinu úr hömrunum. Bjarg- fuglinn er styggur pegar sól skín á hann, pví er í Látrabjargi byrjað að síga á kvöldin og hætt við sólarupp- komu, en Hornbjarg snýr undan sólu, par er pví sigið frá morgni til nátt- mála. A stöku bæjum sunnan til á Horn- ströndum er nokkuð æðarvarp, í Ó- feigsfirði fást um 80 pd. á ári og á Dröngum 70, óvíða annarstaðar er nokkuð varp til muna, en ógrynui af æðarfugli sáum við í mörgum fjörðum og víkum. Selir eru mjög algengir á Ströndum, liggja peir í hópum á skerj- unum, sumstaðar svo pétt, að peir varla komast, fyrir og velta hver öðr- um niður, svo voru peir spakir sum- staðar, að peir hreifðu sig ekki fyr en rétt var komið að peim, pá veltust allir buslandi í sjóinn, en að vörmu spori komu hausarnir upp úr sjónum til pess að skoða og athuga, hvað um væri að vera. Selveiði er sumstaðar töluverð, pó einkum í Ófeigsfirði. Af pví að hafísinn er svo tíður við Horn- strandir, pá eru hvítabirnir alltíðir gestir, en sjaldan gera peir skaða, pó er pess getið fyr á öldum að peir haíi gjört mein, 1321 drap hvítabjörn í Heljarvík 8 menn og át pá alla. Trjárekinn hefur löngum pótt stór- hlunnindi á Strönduni, enda hefur hann fyrrum verið mjög stórkostlegur, en nú kvarta par allir undan pví, að rekinn sé orðinn miklu minni en áður; ekki fannst mér nú samt purfa að kvarta undan trjáleysi, en satt mun pað vera að reki hefur stórum minnkað á pess- ari öld. J>egar maður kemur norðan til á Strandir, er fjaran öll hvít af reka- við, mest er par pó af fúnum sprek- um og gömlum trjám, malarkambur- inn er eintómur viður og útundan moldarbörðum, í lækjarfarvegum ná-

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.