Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.01.1930, Blaðsíða 6
ö. BLAÐSÍÐA HEI MSKRING L A WINNIPEG, 8. JAN., 1930 Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir- SIR EDWARD BULWER LYTTON I. BÓK skimaði «ftir fljótsbugðunum, hvort hann sæi ekki Júáósarturninn; eftir virkjum, hliðum og turnum, er stóðu á ströndinni, eða hófu sig upp úr húsaþyrpingunni; eftir siglutrjánum á vísinum að flota þeim er hinn framsýni El- fráður hafði fyrstur látið smíða, og sem á ó- komnum öldum átti eftir að flytja menning- una út um höf og lönd, og ryðja braut sitör- kostlegu heimsveldi. Hertoginn dró þungt andann, og kreppti ýmist hnefana, eða lauk þeim upp, eins og hann vildi greipa borgina, er hann virti fyrir sér. “Hrólfur," sagði hann skyndilega, “þú veizt efalaust um auðsæld Lundúnakaup- manna, því sannarlega ert þú, minn ágæti riddri, sannur Normanni og rennur á gulls- lyktina eins og veiðihundur á villigaltarslóð!’’ Hrólfur brosti, sem væri hann ánægður með hrós þetta, er mörgum óbrotnum manni myndi sannast að segja, hafa fundist nokkuð tvírætt og svaraði: “Satt er það, herra, og það veit trúa mín, að loftslagið á Englandi skerpir lyktina, því í landi þessa þorparalýðs úr öllum áttum — Saxa og Finna, Dana og Flæmingja, Pikta18) og Vallóna19)-víkur allt öðruvísi við en hjá oss, er I mestum heiðri höfum hreysti og ættgöfgi, hér er gull og jarðeignir fyrir öllu, svo að landslýðurinn kallar jafnvel þing sitt, Witan, “Hina Auðugu.’’ Þótt maður sé þræll í dag þá getur hann, ef hann auðgast, orðið jarl á morgun, mægast við konungmenn og stýra liði undir jafnvel enn skrautlegri merki en gunnfáni konungsins er, þar sem aftur á móti réttbornir synir jarla og konungmanna, eru hafðir í fyrirlitningu, ef þeir verða fátækir, hvort heldur fyrir ofbeldi og svikum, fjáraustri eða gjafmildi, og fyrirgera tign sinni, svo að þeir verða að óbreyttum frelsingjum, og börn þeirra ef til vill að þrælum. Þess vegna girn- ast menn hér gull framar öllu öðru, enda veit það heilagur Mikael, að sú synd er sýkingar- skæð.” Vilhjálmur hlustaði með athygli á þessa ræðu. “Gott er þetta að heyra,” sagði hann, og strauk hægri hendi hægt með þeirri vinstri. “Því það land er erfitt að yfirstíga, er menn eru einhuga og herskáir, eins og feður vorir voru, sem ekkert nema bleyðiskap eða drott- inssvik virtu sér til svívirðingar.” “Svo hafið þér, herra, fundið Bretana í Normandíi, og ég hina velsku á mýraflákun- um í Herfurðu.’’ “En,” hélt Vilhjálmur áfram, án þess að gefa gaum að ræðu Hrólfs, “þar sem auður- inn er meira metinn, en ættgöfgi og kynferði, þar má múta höfðingjum með gulli. Og al- þýðan, — já, það veit hin heilaga mær, að al- þýða manna er eins í öllum löndum, hraust und ir forystu hraustra og trúrra höfðingja, en án þeirra sem sauðfénaður. En svara þú spurn- ingu minni góður drengur. Borg þessi hlýtur að vera auðug mjög?’’ “Nógu auðug,” svaraði Hrólfur, “til þess að breyta mætti þeim auðæfum í vopnaða menn svo marga að fylkingin tæki frá Rúðu- borg til Flæmingjalands á aðra hönd, en til .Parísarborgar á hina.’’ “í æðum Matthildar, er þú hefir beðið þér ttil konu,” greip Fitzosborne fram í, “rennur blóð Karlamagnúsar. Guð gefi keisaradæmi hans þeim börnum, er hún skal þér ala.’’ Hertoginn laut höfði, og kyssti verndargrip, er hann bar um hálsinn. Að öðru leyti tók hann ekki undir orð trúnaðarmanns síns, en sagði, eftir nokkra þögn: “Þegar ég fer, Hrólfur, þá snýr þú aftur til mýrafláka þinna. Velskir menn eru hug- djarfir og grimmúðugir, svo að þú munt hafa nóg á höndum þér.” “Það veit heilög guðsmóðir, að ekki er svefnsamt hjá því býflugnahreiðri.” “Þá er vel,” sagði Vilhjálmur, “látum hina velsku taka Saxanum blóð, og Saxana hinum velsku, en megi hvorugur auðveldlega yfirstíga annan. Mundu jarteikn þau er vér fengum í dag, velska haukinn og stjörnuhegr- ann saxneska og hinn norska fálka Vilhjálms hertoga, svífandi yfir hræjum þeirra. Nú munum vér klæðast til kveldtíða og veizlunn- ar."— II. BÓK LANFRANC HINN FRÓÐI I. KAPÍTULI Fjórar máltíðir á dag, og vel úti látnar, álitu Engil-Saxar ekki óþarflega ríflegt svar við bæninni um daglegt brauð, hvort sem í hlut átti karl eða jarl. óhóf í mat og drykk, er var almennur löstur meðal hinna herskáu Norðurlandabúa, var sennilega ekki sérlega á- berandi ljóður á dagfari hinna fornu Engil- Sxa, því hinar sífelldu árásir, er þeir urðu fyrir af höndum hinna harðskeyttu og uppivöðslu- somu Breta,1) og hinar sífelldu skærur upp úr því innan Sjökonungaríkisins,2 *) knúði þá til stöðugrar árvekni, sjálfgæzlu og hófsemi. En Danir höfðu skilið þeim eftir hið háskalegasta fordæmi. Þessir tröllauknu sægarpar veltu sér í hverri vellystingu, er þeir gátu til sín hrifsað, eins og þeir gera jafnan, er standa í sífelldum mannraunum og lífsháska, þá er þeir komast í allsnægtir; komast úr storminum í friðsæla höfn. Lærðu Engil-Saxar að vísu ýmislegt af Dönum, er þrosltaði þá og göfg- i aði, en einnig tóku þeir upp ýmsa siði, er þeim urðu til hnekkis og úrættunar. Af Dön- um lærðu Engil-Saxar að kunna sér ekki nragamál, og að drekka frá sér allt vit. En þessar listir tíðkuðust ekki við hirð Játvarð- ar hins góða. Var hann alinn upp frá barns- æsku í klausturherbúðum Normannanna, og tók þar sérstöku ástfóstri við hófsemd þeirra og stillingu í mat og drykk, og við hina ströngu trúarsiði þeirra, er einkenndi þá sérstaklega meðal allra norrænna og annara nákominna þjóðflokka. Afstaða Normannanna á Frakklandi var mjög hin sama og Spartverja á Grikklandi hinu forna. Normannar höfðu við fámenni kúgað undir sig land mitt á meðal þverúðugrar alþýðu, umkringdir af háskalegum og öfund- sjúkunr fjandmönnum. Hófsemi var þeim því lífsskilyrði og höfðingjar þeirra hlustuðu fúslega á kenningar klerkastéttarinnar. Eins og nreð Spartverjum var hver hreinkynjaður Nornranni frjálsborinn höfðingi, og stafaði af þeirri meðvitund ekki einungis hin eindæma fyrirmannlega framkoma, er var sameiginleg Spartverjum og Normönnum, heldur einnig sú vandláta sjálfsvirðing,. er mest óttaðist af öllu að gera sjálfum sér nokkra hneisu svo að þeir yrðu varir við, er þeirra undirmenn voru, eða þeir töldu sér óæðri. Og eins og fámenni þeirra í fyrstu; háskinn, sem umkringdi þá, og hamingja sú, er vopnum þeirra fylgdi, leiddu til þess, að Spartverjar lögðu allra Grikkja mestan trúnað á guðlega forsjá, þannig má ef til vill á eitthvað líkan hátt rekja hina al- kunnu guðhræðslu og helgisiðarækni Nor- mannanna. Þeir fluttu nreð sér í trúarlíf sitt hollustuna til verndaranda sinna; tilbáðu Guðsmóður fyrir fríðindi þau, er henni hafði þóknast að veita þeinr, og þóttust þess fullviss- ir að heilagur Mikael væri hinn raunverulegi hertogi fyrir liði þeirra. Eftir að hafa hlýtt á kveldmessu í bráða- birgðarkapellu þeirri, er reist hafði verið í Westminsterkirkjunni, er enn var eigi fullgerð, og reist hafði verið þar senr eitt sinn stóð Apollónsmusterið,3) gekk konungur ásamt gestunr sínum til kveldverðar í stórsal hallar- innar. Fyrir neðan háborðspallinn voru þrjú langborð, og skyldi þar matast riddarar Vil- hjálms og það úrval saxneskra aðalsmanna, er flykkst hafði til hirðar Játvarðar, af tilbreyting arþrá og tízkuforvitni, eins og ungum mönn- urn er títt, og höfðu þannig brotið hin hæverskulausu boðorð föðurlandsástarinnar, er feður þeirra streittust við að halda. ' Því við þessi veizluborð sló ekkert saniibrezkt 18> Þjóðflokkur, (ef til vill upprunalega frá Spáni, að því er sumir telja leifar steinaldarmanna þarj er einna fyrstur mun hafa byggt Bretlandseyjar. Þegar sögur fara fyrst af þeim bjuggu þeir á Skotlandi, og gerðu Rómverjum, er aldrei fengu yfirstigiö þá til fulls, sífelldar skráveifur. Eftir aS Rómverjar hrökkl- uðust burt af Englandi komu þeir á fót öflugu kon- ungsriki, er náði yfir Skotland og norðausturhluta Eng- lands. Löngu síðar, hér um bil á 9. öld e. Kr., runnu þeir algerlega saman viS Skota, keltneskan þjóSflok!: frá NorSur-Irlandi, er náði fótfestu á Skotlandi hér um bil á 5. öld e. Kr.—Þýð.— *9) Þjóðflokkur, upprunalega keltneskur, eSa alpnesk- ur, er byggði suðurhluta Beligíu, og býr þar enn undic sania nafni. Eru nú Vallónar í suðurhluta Belgíu en Flæmingjar, sem eru norrænir menn, í norðurhlutan um.—ÞýS.— J) Brcton eða Briton á gamalfrönsku; keltneskir þjóö- flokkar, er byggðu Bretland áður en EngiLSaxar lögðu landið undir sig. Hinn latneski sagnaritari Taci- tus greindi Caledóna, eða Skota, og hina smávöxnu og dökku Sílúra í vesturhluta Wales, frá Bretum, er hann taldi til sama þjóSflokks og Galla á Frakklandi. Vafa- laust hafa Bretar verið kymriskir Keltar, langflestir, blandaðir enn eldri frumbyggjum er ekki hafa verið af ariskum stofni.—ÞýS. 2> Sjökonungaríki Engil-Saxa (The Saxon Heptarchy) náði yfir Kent, Sussex, Essex, Norðimbraland, Austur- Angliu og Mersíu. (Voru ríkin í þessu sambandi þó ýmist fleiri eSa færri). Lágu þau í sífelldum deilum innbyrðis.—ÞýS. 3) Sigbjartur, konungur Austur-Saxa, lét byggja kirkju úr rústum þess musteris, og hafði Knútur ríki klaustr- iS er áfast var í miklum hávegum og ábóta þess, Val- nauð. Höll Knúts á Þorney brann.—Höf. í hverjum pakka er óvænt gjöf snotur rósótt postulíns SKÁL EÐA BOLLI Robin Hood hjarta. Já, meira að segja voru þeir ekki allfáir, óvinir Guðina jarls, þeir er göfgastir voru, er undir niðri þráðu aft- urkomu hans, er normönnsk slægð hafði rekið í útlegð undir yfirskini enskra laga. Við sporöskjulagaða borðið á hápallinum sat strangkjör- ið úrvalslið. Til hægri hand- ar konungi sat Vilhjálmur; til vinstri handar ódó biskup frá Bayeux. Var gullsaumuðum hásætishirnni tjaldað yfir höfðum þeirra, en stólarnir, er þeir sátu á, voru úr ntálmi, gullreknir mjög, og skrautflúr aðir armarnir. Við þetta borð sat einnig systursonur kon- ungs, Herfurðujarlinn, og sökum náinnar frændsemi við hertogann ástfólgnasti barón hans og stallari, Vil- hjálmur Fitzosborne, er Ját- varður hafði hér, sökum frændsemi, boðið til sama borðs, þótt eigi sæti hann jafnvel heima í Normandíi til borðs með hertoganum. Eng- ir aðrir sátu við þetta borð, og voru þar því allir Normann- ar, nema Játvarður einn. Diskar voru úr gulli og silfri; bikarar gimsteinaskrýddir og drykkjarker. Fyrir hvern gest var lagður hnífur, og greypt- ir gimsteinar í hjöltin, og nrat þurka silfurkögruð. Kjötmatur var eigi á borð borinn heldur framborinn á smáurn tein- unr, og á milli hvers réttar báru háaðalbornir knapar ilnrvatnsskálar á nrilli gestanna. Eng- in hefðarfrú prýddi þetta samsæti, því hún, er sitja hefði átt fyrir, hún, er engin jafnað- ist við að þóttalausri fegurð, meinlætislausri guðrækni og snrásnryglislausri fræðimennsku — hún, hin bleika rós Englands; dóttir Guð- ina, er hann elskaði, kona Játvarðar, er hann fjáði, hafði orðið að hlíta kjörunr frænda sinna, og hafði verið rekin af konungi, og hinum gr'imnrlunduðtt ráðgjöfunr hans, í klaustur nokkurt í Hampshire, með þeim spottsyrðum, að “ekki hæfði, að dóttirin og systirin lifði við tign og allsnægtir, nreðan faðirinn og bræð- urnir ætu brauð útlendingsins í útlegð og ó- náð.” En þótt gestir væru hungraðir, þá var eigi hirðsiður hér, að ráðast á réttina án tilhlýði- legs bænhalds. Þá var sálmasöngur í sem allra mestum metunr á Englandi, og höfðu kirkjulegir söngvar útrýnrt svo að segja allri annari sönglist. Er sagt að á stórhátíðunr hafi konrið fyrir að nrenn hafi orðið að reyna raddþol sitt og lungna á hvorki meira en minna en öllum þeim sálmunr, er Davíð konungur arfleiddi oss að! í þetta skifti hafði þó Húgólín, hinn normannski hirðsiðanreistari Játvarðar konungs, stytt svo mikið helgisöngs- formálann, að Játvarði til mestu undrunar og óánægju var mönnum sleppt við þann einkar snubbótta og ófullnægjandi undirbúning, að syngja aðeins níu sálnra, auk sérstaks kvæðis, er ort hafði verið til lofs og dýrðar þeim hálf- gleynrda dýrlingi, er dagurinn var helgaður Að þessu loknu tóku gestir aftur sæti sín, og Játvarður hvíslaði í eyra Vilhjálmi afsökun fyrir þessari einkennilegu gleymsku hirðsiða- meistarans, og hélt áfram að muldra fyrir munni sér: “Illa farið, illa — mjög illa." Heldur var dauflegt við konungsborðið þrátt fyrir tilraunir Hrólfs Herfurðujarls, og fáein holhljóma gamanyrði hins ríkiláta hertoga, er skygndist um borðin og reyndi að greina Saxana frá Nornrönnunum, og gizka á hversu marga af hinum fyrnefndu hann myndi mega telja í flokki vina sinna. En við lang- borðin fór Söxunum að verða liðugra um mál- beinið, og Normannarnir að mýkjast nokkuð í viömóti, eftir því sem leið á veizluna og öl, mjöður, píment4) mórat5) og vín var borið í kring í höllinni. Rétt um það bil, er gleðin var að komast á hæsta stig, heyrðist hávaði nokkur frammi við hallardyrnar, en þar fyrir utan stóð hópur ölmusumanna, er beið þess að veizluleifunum væri fleygt í þá. Konru þar inn tveir menn ókunnugir, og vísuðu siðameistarar þeim til sætis við einn langborðsendann. Báðir voru komumenn óvenjulega hispurslaust klæddir. Var annar þeirra búinn kufli, er þó ekki var munkakufl, heldur hversdagsbúningur lægstu klerklegrar stéttar. Hinn hafði yfir sér lang- an möttul, gráan og var í skósíðum kyrtli og brugðið slóðanum upp undir breitt leðurbelti, svo að vel sá hosur hans, og mátti þar sjá afar sterklega fótleggi. Voru hosurnar rykugar og leirugar og báru þess vott að maðurinn 4) Kryddvín.—Þýð. 5) Áfengur hunangsdrykkur forn, bragðbættur með ýms um villiberjalegi.—Þýð. kænri úr langferöalagi. Kuflmaðurinn var lítill vexti og grannlegur, en hinn var tröll að vexti. Ekki nrátti sjá í andlit þeirra, því báð- ir létu slúta hettuna, er bæði lærðir menn og leikir báru útivið á þeinr dögurn. — Allmikill kurr kom upp við langborðin í grennd við aðkomumenn, yfir því að þeir sltyldu koma aðvífandi á þessum tíma og í slík- um klæðum, þótt að vísu sefaðist kurrinn nokkuð við þá kurteisi, er hirðsiðameistarinn hafði þó sýnt aðkomumönnunum, sérstaklega hinum mikla manni, er hann vísaði þeim til sætis. En óánægjan varð enn háværari, er hinn mikli maður seildist heldur óhæversklega um þvert borð og dró til sín heljarmikla vín- flösku, er samkvæmt þeim sið, er þá var; að reiða fram vistir, vín og mat, fyrir hverja fjóra; hafði verið sett fyrir Úlf hinn danska, Guðröð hinn saxneska og tvo unga nor- mannska riddara, frændur hins volduga lávarð- ar frá Grantmesnil. Rétti tröllið félaga sín- um flöskuna, en er hann hafnaði, þá setti hann sjálíur flöskuna á varir sér og tæmdi hana með þeirri áfergju, er virtist benda til þess, að hann væri þó að minnsta kosti eigi Normanni. Síðan þurkaði hann sér heldur furtslega um nrunninn með ernri sinni. “Háttprúði herra,” sagði annar nor- mannski riddarinn, Vilhjálmur Mallet, af ætt- inni Mallet de Graville, um leið og hann færði sig eins langt frá hinni risavöxnu boðflennu og rúmið frekast leyfði, “virztu af fyrirgefa mér þótt ég geti þess að þú hefir skemmt mött- ul minn, traðkað á fótum mér og drukkið vín mitt. Viltu ekki náðarsamlegast leyfa mér að sjá framan í þenna mann er hefir á þrefald- an hátt móðgað Vilhjálm Mallet de Graville?’’ Einhverskonar hlátur — því hjartanlegur var hann ekki — krakkaði undir hettu hins stórvaxna aðkomumanns um leið og hann dró hana þéttar yfir andlit sér, með annari hend- inni, er vel hefði getað greiparspennt brjóst þess er ávarpaði hann. En hinni hendinni bandaði hann þannig, sem hefði hann ekki skilið það er sagt var við hanm Normannski riddarinn hallaði sér fram yfir borðið og ávarpaði Guðröð með hinni mýkstu kurteisi: “Það veit Guð, göfugi Guðröð, — ég er hræddur um að framburður minn geri ekki nafni þínu skil — að mér virðist sem þessi virðulegi og háaðalborni gestur muni vera saxneskur að ætt og uppruna, því hann skilur ekki hina rómönsku tungu vora. Fyrirgef mér, en er þetta saxneskur siður, að koma þannig klæddur til konungsveizlu og drekka vín annara riddara þegjandi og hljóðalaust?” Guðröður, sem var af göfugum saxnesk- um ættunr, en lét sér allra manna annast um að taka upp útlenda tízku, stokkroðnaði við háðið er lá í orðum riddarans, og snéri sér hvatlega að gestinum, er skaut sem óðast hverjum kökumolanum öðrum stærri inn und- ir hettuna, og sagði við hann á móðurmáli sínu, en þó nreð tæpitungu, eins og hann væri því óvanur: “Ef þú ert saxneskur, þá ger þú oss eigi svívirðu með fólskulátum þínum; bið þú þenna normannska þegn að fyrirgefa þér og mun hann það efalaust gera af góðmennsku sinni- Tak þú hettuna frá andliti þér — og—■” i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.