Lögberg - 16.12.1954, Blaðsíða 10

Lögberg - 16.12.1954, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. DESEMBER 1954 RÆÐA, ílutt á útisamkomu ungmennafélags Hrunamanna að Álfaskeiði 25. júlí 1954, eftir FINNBOGA GUÐMUNDSSON Góðir áheyrendur, Ég geri ráð fyrir, að menn búist við einhverri hugleiðingu um Vestur-Islendinga, þar sem ég hef nú að undanförnu verið starfandi meðal þeirra. Enda verður sú og raunin á. En efni það, ,er ég vildi ræða hér í dag, er viðhorf íslendinga þeirra, og þá einkum Vestur-Islendinga, er fjarvistum eru við föðurland sitt, með hverjum hætti það er og í hverju helzt frábrugðið við- horfi hinna, er heima dveljast. Ég hef orðið þess var, að margir þeir, er aldrei hafa hleypt heimdraganum, eiga erf- itt með að skilja sjónarmið vesturfaranna, finnst það öfga- kennt og næstum hjákátlegt á stundum. Þeir segja sem svo, að þessir góðu landar vorir vestan hafs hafi tapað trúnni á Island og horfið þaðan brott, lofgjörð þeirra um landið komi því úr hörðustu átt o. s. frv. En hér er það einmitt, sem miðla þarf mál- um, ef hvorirtveggju eiga að njóta sannmælis. Mér dettur í hug frásögn Alexanders sögu af því, er Alex- ander mikli sigldi með liði sínu af Grikklandi í herförina frægu til Asíu. En þar segir svo m. a.: Þá láta konungsmenn skip sín úr festum, og þar mátti heyra mikinn lúðragang og þjóðsýn- legt ákall. Þar mátti þá marka, hversu mikið flestir unna sínu fósturlandi. Þeir Grikkirnir voru nú fúsir til að fylgja konungi og berjast með honum sér til fjár og metnaðar. En allir af þeim í svo miklum her nema einn þá settu augu sín aftur um skut, meðan þeir máttu nokkurn vita sjá til fósturjarðar sinnar. Og einmitt þannig var því farið um þá, er vestur héldu héðan á síðustu öld, þeir settu og hafa sett augu sín aftur um skut, meðan þeir hafa nokkurn vita mátt sjá til sinnar fóstur- jarðar. Hinir, sem fylgdu þeim niður á sjávarbakkann', veifuðu ■til þeirra, meðan þeir voru að róa frá landi, en héldu síðan hver heim til sín. Auðvitað hefur sársauki viðskilnaðarins verið gagnkvæmur, en hann leið fljót- ar frá hjá þeim, er eftir urðu, en hinum, sem fóru. Þegar því vesturfarinn jafn- vel áratugum síðar yrkir trega- blandið ljóð um brottför sína, er heimlendingurinn varla lengur með á nótunum og veit ekki al- mennilega, hvaðan á sig stendur veðrið. Og þó mætti benda hon- um á góða hliðstæðu, þar sem eru átthagafélögin í Reykjavík og ræður þær allar, sem fluttar eru í mannfögnuðum þeirra til lofs og dýrðar hinum einstöku byggðarlögum. Mannlegt eðli er undarlegt, svo sem sá háttur að minnast eftir liðinn dag, og þá ekki sízt ef hann er löngu liðinn, fremur sólskinsstundanna en hinna, sem daprari voru, öfugt við það, sem vér gerum um það, sem næst er oss og nýliðið, því að þá vill því miður of oft rætast á oss hið fornkveðna, að „fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra“. Landarnir flúðu kuldann og skammdegið á íslandi, en varð þó minnistæðari, þegar frá leið, ylurinn og birtan. Eða eins og Stephan G. kemst fagurlega að orði í einu kvæða sinna: Við ýttura vesturálfu til frá íslands köldu ströndum. Og margur flutti minni yl frá miklu hlýrri löndum. Við fundum, að í hörkum, hag var hlýjuna að geyma frá Ijósaaukum við lágan dag og langeldunum heima. Og á sama hátt og þeir fluttu ylinn með sér að heiman, vildu þeir flytja — eða geta flutt — yl og gæði hins nýja lands heim aftur. Man ég eftir því, að gamall landi vestra sagði, er ég hafði orð á veðurblíðunni eitt sinn snemma vors: Já, bara ef hún væri nú komin heim. Og í sama anda er þetta dæmi úr einu íslandsminni Stephans G.: INNILEGAR JÓLA og NÝÁRS KVEÐJUR A. S. BARDAL L I M I T E D 843 SHERBROOK ST., WINNIPEG Phone 74-7474 Established 1894 4 We extend to all our customers 3 ffltvvp Cfjrtstmað * and a ilappp anb ^rosperous J^eto |9ear We are now, as always, ready to serve you with READY-MIXED CONCRETE, BUILDERS' SUPPLIES, COAL AND COKE Phone 3-7251 MCC URDY CUPPLY BUILDERS' SUPPLIES c° LTD. and COAL ERIN AND SARGENT AVENUE WINNIPEG. MANITOBA SAND AND GRAVEL PITS — BIRD’S HILL, MANITOBA Legg þú, auðna, ár og frið íslands ver og grundum — hitt veit enginn eins og við, að oss langar stundum: hörpu að lokka Oreif af, inn á frónska móa, syngja austur yfir haf akra vora og skóga. Þó að margir íslendingar, er vestur fóru uppkomnir, hafi oft dvalizt í huganum á íslandi, er ekki með því sagt, að þeir hafi ekki unað hag sínum vestra né fest þar yndi. Sumir halda, t. d., að Stephani G. hafi stórleiðzt alla sína tíð vestra og ort megin- ið af kvæðum sínum út úr leið- indum. Og fyrst hann. sneri ekki til Islands aftur í lifanda lífi, væri þó réttara að flytja bein hans heim. Vesturheimur eigi þar ekkert tilkall til, Stephan sé slíkur íslendingur lífs og dauður. Ég býst ekki við, að þessi kenning sé mjög almenn, en ég hef þó orðið hennar var og vil því ræða hana ögn. Stephan varð að vísu að nema land þrisvar sinnum áður en hann kunni við sig. Og var það ekki fyrr en hann var kominn vestur til Alberta, en þá fannst honum líka sem hann væri kom- inn heim. Ætla ég að lesa hér eitt kvæði og brot úr öðru þessu til staðfestingar. Heitir hið fyrra Vestur í frumbýli og er ort árið 1891, eða aðeins tveimur árum eftir að Stephan 'fluttist vestur til Alberta af hinum sólbrenndu sáðlöndum Norður-Dakota. Úr ferðaflækings sveim mér finnst ég kominn heim í kotin yngri ára, við afrétt, heiðageim. Og komumanni kemur að hvila sig hjá þeim — af ferðalúr og flakki hann fengið hefir nóg um sáðlöndin sólbrennd og svartviðaskóg, því lífið þar varð leiði, hann lengi áldrei bjó við sáðlöndin sólbrennd og svartviðaskóg. En hér er állt svo auðvélt og æskuvingjarnlegt, og kotin sitja sveipuð í sveitalífsins spekt. Sko, hérna undir hólnúm sést hús í grœnum blett, við ána, sem ég unni, grær eyrargrundin slétt. Dreifð bæjábyggð og þétt í bláfells umgjörð sett, sýnd heiðslétt, hólagrett, með lind og læk og runni. Með allt það sem ég unni og yrkja snjallast kunni, í bemsku blint sem hreif mig, en burtu frá ég reif mig, og allt er eins og rétt mér, hver unaðsstund, hvert mein. Og svo hef’ ég sett mér einn svo lítinn blett hér: í kyrrþey lífs að kveldi sem hvíli íslenzk bein. Og 13 árum síðar segir hann í, upphafi kvæðis, er hann kallar Fósturlandið: ARISTOCRAT STAINLESS STEEL COOKWARE For the Modern WATERLESS WAY! w *7Ue 2ueen o( tUe /CitcUen rr Have YOU invesligaied ihe Healih Meihods of preparing foods? Do you know ii saves money, iime and food value? Chance for a free Siainless Sieel Turkey Roasier. Write, Phone or Call ARISTOCRAT COOKWARE DISTRIBUTORS Phone 92-4665 302-348 MAIN ST. WINNIPEG The Management and Staff of CANADA SAFEWAY LIMITED / Wish All Their lcelandic Friends and Customers cÆ ^Merry Qhristmas and cA ^Prosperous '^lSlew Tear CANADA SAFEWAY LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.