Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 1
Kycnnablaðið kost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. (60 eents vestan hafs). i/^ verðsins borgist fyrirfam, en a/3 fyrir 15. júlí. ♦ Uppsögn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gef. fyrir x. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 8. ár. Reykjavík, 30. nóvember 1902. M 11. Kjörgengi kvenna. OKSINS hafa þá þessi lög hlotið staðfestingu konungs. Því var lengi spáð, að þótt frumvarpið kæmist gegnum báðar deildir alþingis, þá mundi það ekki ná staðfestingu, af því að Danir hefðu ekki sjálfir slík lög. Auðvitað þurfti það ekki að standa í vegi, en það hef- ir oft komið fyrir áður, svo menn höfðu á- stæðu til að ætla, að svo gæti farið enn. Sem betur fór komst frumv. þó svo langt, að verða að lögum. En — nú er eftir að vita, hvaða gagn þessi lög gera. Kvennfólkið hefir kvartað um, og það með réttu, að því væri gert lægra undir höfði en karlmönnutn, og væri neitað um flest dýrmætustu réttindi þeirra, sem væri hluttaka í öllum þeim málum, sem þjóðfélag- ið varðaði nokkru. Nokkur ár eru þó liðin, síðan vér feng- um atkvæðisrétt í sveitarstjórnarmálum og sóknarmálum, og verður því ekki neitað, að meira áhugaleysi á að nota nokkurn rétt, hef- ir naumast verið hægt að sýna, en konur hafa gert með að nota sér þessi réttindi. Það má nærri því heita undantekning, að nokkr- ar konur hafi notað hann, eða sýnt nokkurn vott um áhuga 1' slíkum málum. Menn skyldu þó ætla, að búandi konum væri ekki samá um hverjir ættu að íjalla um mál kirkju þeirra og sveitarfélaga, hvernig fátækramálum, kenslu- málum og sóknarmálum þeirra væri ráðstaf- að. — Vitaskuld gat það dregið úr áhugan- um, að geta ekkert lagt persónulega til mál- anna, en betra var þó en ekkert, að mega velja fulltrúana til þess. Nú horfir þetta öðruvísi við. Nú meg- um vér sjálfar fara að leggja orð í belg um meðferð þessara mála. Og nú verður með engu móti hægt, að afsaka samskonar rænu- leysi og vér höfum sýnt hingað til. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hafa norskar konur ekki látip bíða með, að nota sér þessi réttindi. Undir eins og þær höfðu fengið kjörgengi og atkvæðis- rétt létu þær sér umhugað um, að komast í bæjarstjórnir. Og nú má segja að í flestöll- um borgum í Noregi hafi fleiri eða færri kon- ur komist þar að. Hér í Reykjavík er fjöldi af búandi kon- um, bæði ekkjum og ógiftum konum, sem standa sjálfar fyrir búi sínu, eða reka atvinnu. Þær hafa allar rétt til, að kjósa í bæjarstjórn- ina, niðurjöfnunarnefnd og sóknarnefnd. Og þær hafa líka rétt, til að sitja sjálfar í þess- um nefndum, ef þær vilja. Hér eru mörg þau mál á dagskrá, einkum þau mál, sem bæjarstjórnin hefir um að fjalla, sem konum getur verið áhugamál. Meira að segja, oss er skylt að reka það ámæli af oss, að öll almenn réttindi séu oss konum óþörf, af því vér hvorki viljum né kunnum að nota þau. Reykvízku konurnar ættu nú að sýna rögg af sér í vetur, þegar kosið verður í bæjarstjórn að mæta þar og nota atkvæði sín, til að koma þeim mönnum að, sem þær hefðu bezt traust til. En einkum ættu þær nú, að verða einu sinni samtaka og sammála, með að koma einni eða tveimur konum inn f bæjarstjórnina. Hér eru svo margar dug- andi og reyndar góðar konur, og sumar gaml- ar búkonur, sem væri mesta happ að fá inn í bæjarstjórn. Auk þess væri það heiður fyr- ir konur, að geta komið að einhverjum full- trúa úr sínum flokki. Það má óhætt segja, að sómi kvenna liggi við, að þær konúst að, til að sýna að þær bæði vilji nota réttindi þau, sem þær fái, og kunni vel með þau að fara.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.