Kvennablaðið - 11.04.1912, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 11.04.1912, Blaðsíða 1
Kvennablaðið koit ar 1 kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 3 kr. [öOcent vestan- hafa) ‘/* verðiini borgÍ8t fyrfram, en ‘/» fyrir 15. júli. U ctxti a íi l a b i h. TTppiögn skrifleg, bundin við úra- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. Reykjavík, II. apríl. 1912. M 2. 18. ár. íslenzkar konur gera verkíall! Þau nvmæli urðu hljóðbær fyrstu dagana í marz s. I. að allar fiskiverkun- arkonur i Hafnarfirði hefðu gert verkfall. Einhver undarleg hending var það, að þetta íyrsta verkfall íslenzkra kvenna, — jafnvel fyrsta verkfallið á ísl. — skyldi byrja sama dag og hið mikla verkfall kolanámumannanna á Englandi. Tildrögin voru þau, að konur vildu fá hækkað kaup sitt við flskverkun. Aður höfðu þær haft 15 aura um kl.st. við alla fiskvinnu, nema blauta fiskvinnu, — þvott? — sem þær hafa haft í »akkordi« eða fengið 18 aura um tímann fyrir. óánægjan var víst mest út af eftir- vinnulaunum, og sunnudagavinnu. Fyr- ir þetta hvorttveggja fengu þær að eins 15 aura um kl.st. Þar sem karlm. fengu t. d. 40— 50 aura fyrir sunnudagavinnu og s. d. eftirvinnu. — Og hér í Rvík meira. Konurnar fóru fram á að fá 18 aura um kl.st. fyrir hversdagsvinnu, 5 aura hækkun fyrir eftirvinnu frá kl. 7 síðd. til kl. 11, en 10 aura hækkun eftir þann tíma, 30 aura um kl.st. á sunnudögum, og 10 aura viðbót eftir kl. 7 á sunnu- dagskvöldin. Yerktakendurnir hafa ekki viljað slaka til, þótt flestum þeirra hafi þótt kröfurn- ar sanngjarnar. Hefir að sögn sérstak- lega staðið á einum kaupmanni þar í bænum. Konurnar gengu inn í Verkmannafél. Hafnarfjarðar, sem stutt hefir þær með ráðum og dáð. Jafnvel styrkt þær með peningaframlagi frá sjálfu sér. Það eru að sögn um 100 konur við fxskvinnu í Hafnarfirði, og hefir engin þeirra snert á fiskvinnu síðan. Nú í dag, þ. 11. apríl eru samning- ar komnir á, milli kvennanna og verk- takandanna, með góðum árangi fyrir konurnar. Ivröfur þeirra verið uppfyltar að mestu eða öllu leyti. Skrítið að verkfallið í Hf. hefir líka hælt um líkt leyti, og á Englandi. Samtök og þolgæði sigra allar þrautir. — Þær hafa farið skynsamlega og hóf- lega að, því hafa samtök þeirra orðið alstaðar vel þokkuð. Iívbl. samfagnar þeim hjartanlega með úrslitin! Uppreistin í Englandi. Margar konur munu hafa tekið eftir smá- greinum i flestum íslenzku blöðunum um »ólæti« kvenna i Lundúnum. Sérstaklega má tilnefna ísafold og Ingólf, sem hafa ekki nógsamlega getað sýnt megnasta viðbjóð sinn og vanpókn- un á þessari bardagaaðferð þeirra. Þau hafa kallað konur þessar »pilsvarga« og hverjum öðrum háðungarnöfnum, sem ritstjórunum, eða samverkamönnum þeirra, hefir hugkvæmst. Alþýða manna, sem lítið les af útlendum blöðum, fær þvi enga hugmynd um, hvernig á þessum »ólátum« stendur, og tekur meö trúar- innar augum, góða og gilda þá fræðslu, sem þessi blöð veita henni. Mýmárgir karlar og konur, sem ekkert þekkja til þessa máls, fara hörðustum orðum um þær konur, sem fj'rir þessu standa, án þess að reyna að kynna sér málið frá öðrum hliðum en sjónarhæð ísafoldar og Ingólfs. Til þess að sýna hvernig ýmsir merkustu menn Englands líta á þetta mál, setjumvérhér bréf, sem varaformaður konunglega kollegíisins fyrié skurðlækningar í Lundúnum:

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.