Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 21.12.1972, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. DESEMBER 1972 5 íslenzkur fræðimaður hann lektor í bókasafnsfræði (Lecturer in Librarianship) við Fjöllistaskólann (Leeds Polytechnic) í Leeds á Eng- landi, og kennir hann þar fomletrafræði (Paleography), akademiska bókasafnstjórn, sagnfræðilega bókfræði, svo- nefnda, og skjalavörzlu. Ligg- ur í augum uppi, að slík kennslustörf eru bæði tíma- frek og útheimta mikinn und- irbúning. Eigi að síður, held- ur Benedikt áfram ritstörfum sínum og annarri menningar- viðleitni, er nánar verður lýst í megindráttum. Hann er kvæntur konu af enskum ættum. Eiga þau tvö börn, dóttur og son, en áttu nýlega á bak að sjá öðrum syni bamungum. Auk bókavarðarstarfsins og annarra skyldustarfa, hefir Benedikt á undanfömum ár- um ritað fjölda greina og rit- dóma um íslenzk efni, bók- fræði og býsönzk (austróm- versk) efni. Verður nú vikið sérstaklega að nokkrum þeim ritgerðum hans og ritum, er um íslenzk efni fjalla. Má þess fyrst geta, að í Vísi (1. okt. 1969) birtist ís- lenzk þýðing á nokkrum hluta hinnar efnismiklu og athyglis- verðu greinar Benedikts um ensku þýðinguna af Heims- ljósi Laxness, er frá var sagt í upphafi þessa máls. Hefir sú grein Benedikts því gert víðreist, komið á prent í þrem þjóðlöndum og beggja megin hafsins. Vel samin, fræðimannleg og gagnfróðleg, er ritgerð hans um galdrameistarann í ís- lenzkum þjóðsögum (“The Master Magician in Icelandic Folk-Legend”), sem birtist í Durham Universiiy Journal (1964), og í íslenzkri þýðingu í t v e i m Lesbókum Morgun- blaðsins í október 1967. Gegn- ir sama máli um ritgerð Bene- dikts um fræðimanninn Grím Thorkelín og feril Skarðsbók- ar („Grímur Thorkelín, The University of Saint Andrews, and Codex Scardensis"), sem birtist í hausthefti Scandina- vian Siudies 1970, en það er málgagn Félagsins til efling- ar norrænum fræðum (The Society for the Advancement of Scandinavian Study) vest- ain hafs. En um Skarðsbók, sem góðu heil'li, komst nýlega í íslenzka eign, má bæti því við, að sú merka skinnbók hefir að geyma Posiulasög- urnar í handriti. Skal þá vikið að bókum Benedikts um íslenzk efni. Hann annaðist útgáfu hins vandaða og innihaldsríka minningarrits, er út var gefið á aldarafmæli afa hans og fóstra, Benedikts S. Þórarins- sonar (1961), og er óþarft að fjölyrða um það, hve honum hefir verið það ljúft verk, jafn miklir kærleikar og voru með þeim nöfnum (Smbr. ummæli Framhald aí bls. 4. dr. S. Nordals, er fyrr var vitnað til). Merkasta frumsamið rit Benedikts enn sem komið er, er þó prentsaga íslands (Ice- land) í safnritinu The Spread of Printing (Amsterdam, 1969). Er hún byggð á traust- um heimildum, skilmerkilega samin, og læsileg vel, enda hefir hún fengið góða dóma. En prentsaga íslands er hin merkilegasta, og í rauninni e i n s t æ ð , eins og Benedikt bendir réttilega á í þessu glögga yfirlitsriti um hana. Benedikt hefir einnig nærri lokið vð að þýða á ensku, og að miklu leyti að endurrita, Væringjasögu dr. Sigfúsar Blöndal, er út kom 1954, mik- ið rit og merkilegt að sama skapi. Af þeim toga spunnin er einnig ritgerð Benedikts um vöxt og viðgang herdeild- ar Væringja í austrómverska hernum (“The Evolution of the Varangian Regiment in the Byzantine Army”), er út kom í merkisritinu Byzanti- nische Zeitschrift í Munchen 1969. En saga Væringjanna er sérstaklega heillandi við- fangsefni. Voru þeir, eins og kunnugt er, norrænir menn, sem voru í þjónustu róm- verska keisarans í Miklagarði (Byzantium, eins og það hét fyrrum, síðar Constantinople og nú Istanbul). Hefir Einar Benediktsson ort um þá sögu- frægu norrænu langfara sam- nefnt og stórbrotið kvæði, er á það allsherjar gildi, að það tekur til allra íslendinga, sem átt hafa eða eiga dvöl utan ættjarðarstranda. En það ligg- ur utan takmarka þessarar greinar að rekja nánar efni þess svipmikla kvæðis skálds- ins, þótt freistandi væri. Auk þýðingarinnar á Vær- ingjasögu dr. Sigfúsar, hefir Benedikt þýtt ýmislegt annað úr íslenzku á ensku, og yfir- farið í handriti ýmsar slíkar þýðingar, þótt eigi verði það hér talið. Hann er maður vel máli farinn, eins og við hjónin komumst að raun um, þegar við hlýddum á hann taka þátt í umræðum á norræna bók- menntaþinginu í Uppsölum í Svíþjóð sumarið 1966. Hefir hann einnig oft verið til þess kvaddur að flytja háskólafyr- irlestra eða önnur erindi um íslenzk efni. Síðan hann hóf kennslu á Fjöllistaskólanum í Leeds, hefir hann flutt fyrir- lestur við University of Leeds um Jón Arnason þjóðsagna- safnara. Einnig flutti hann að- alræðuna á samkomu, sem enskudeild háskólanis hélt til heiðurs Halldóri Laxness í til- efni af sjötugsafmæli hans. Sannleikurinn er sá, að Benedikt er óvenulega fjöl- hæfur. Á Durhamárum sínum kom hann, auk bókvörzlu og kennarastarfa, mikið við leik- listar og tónlistarstarfsemi þar í borg. Meðal annars þýddi hann á ensku og setti þar á svið Galdra-Lofi Jó- hanns Sigurjónssonar. Mörg önnur leikrit hefur hann þýtt úr Norðurianda málum á ensku, og verður þess vonandi eigi langt að bíða, að þær þýð- ingar hans komi út í bókar- formi. Sjálfur hefir hann einnig fengist dálítið við leik- ritagerð. Hann er söngmaður ágætur, og var Pétur Jónsson óperu- söngvari einn af kennurum hans. Hefir hann oft sungið í óperum. Á síðastliðnum páskum söng hann í Leeds, við ágætan orðstír, tenórsóló hlutverk í einni af óperum Verdis. Hann fæst einnig við tónsmíðar, og hefir nýlega lokið við að semja heila kan- tötu. En auk alls annars, sem að kallar, vinnur Benedikt hven- ær, sem tími leyfir, að miklu riti og vönduðu um Guðbrand VigfúsSon, hinn gáfaða og mikilvirka fræðimann; en hann er kunnastur fyrir hlut- deild sína í hinni miklu ís- lenzk-ensku orðabók þeirra hans og Richards Cleasby. Þótt stiklað hafi verið hér á stóru, leynir það sér ekki, að Benedikt S. Benedikz á sér þegar að baki harla umfangs- mikinn og fjölþættan starfs- feril, jafn ungur maður og hann er, nýorðinn fertugur. “Life Begins at Forty” seg- ir bókarheitið alkunna, sem þýtt hefir verið á íslenzku: „Allt er fertugum fært.“ Má því, ef allt fer að vonum, áreiðanlega mikils af honum vænta á sviði íslenzkra fræða í framtíðinni. Vestur íslenzk skáldkona látin Steingerður Guðmundsdóttir í Reykjavík hefir sent Lögberg-Heimskringlu minningarljóð um nýlátna Veslur íslenzka skáldkonu, Guðrúnu Tómasdóltur Bjarnason, sem orti undir nafninu Guðrún frá Felli. Ljóðinu fylgir stutl fréttagrein úr Reykjavíkur dagblaðinu Vísi. Hún er frá Fréttastofunni AP, og greinir frá láii Guðrúnar á Cambridge sjúkrahúsinu í Massachusetts, 85 ára að aldri. Guðrún flutli frá íslandi til Bandaríkjanna árið 1917 og giftist þar Charles F. Bjarnason, sem var kennari í Harvard-háskóla og varð siðan deildarstjóri í tungumáladeild Northeastern Univer- sity. Frú Guðrún lalaði átta tungumál reiprennandi, íslenzku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýzku, frönsku og spænsku. Eiginmaður hennar lézt árið 1949. Steingerður bætir því við þessa fréilagrein að ung hafi Guðrún numið ljósmóðurfræði í Danmörku og starfað sem ljósmóðir á ísafirði um nokkurra ára bil. Til Ljósu Guðrún Tómasdóttir Bjarnason (Arnrún frá Felli) Ég legg ekki blóm á leiðið þitt Ljósa — því haf er milli — en hljóðstafir renna í hugskot mitt er hörpuna þögul ég stilli. Á erlendri grimd með íslenzka lund þú áttir í boðum að verjast en notaðir hverja staka stund með styrk fyrir landið að berjast. Þú virkjaðir anda þinn vit og mátt og vildir mið þeirra kanna. Þín fágaða mennt og flugið hátt þér færði virðingu manna. Böl þitt og harma barstu ein þá brast þinn dýrasti strengur. Glitruðu tárin göfug og hrein: gull sem var öðrum fengur. Hve nafnið þitt — Ljósa — logar skært það lýsir í hugar inni — svo iðar og streymir um andrúmið tært ylur frá sálu þinni. „Ljósudæturnar“ dáðu þig. Þær dylja í hjartanu trega og fullorðnar þakka þér fyrir sig úr fjarlægð blámóðu vega. Steingerður Guðmundsdóllir. Má það vera okkur gömlu mönnunum, sem þau fræði eru hugkær, og hafa að þeim unnið, mikið ánægjuefni, þeg- ar ungir menn hasla sér þann starfsvöll og bera merkið fram til nýrra sigra. Verða mér, í því sambandi, ríkar í huga eftirfarandi Ijóðlínur úr kvæði norska skáldsins Per Sivle um Þórð Fólason í þýð- ingu séra Matthíasar Joc- humssonar: Ef bila hendur, er bættur galli: Ef merkið stendur þótt maðurinn falli. Pennavinir Þrjár 12 ára gamlar sfúlkur á Rangárvöllum vilja skrifast á við unglinga í Vesturheimi, sem geta skrifað íslenzku. Þær hafa áhuga á kortum, mynd- um og fleiru. ,Við skrifum því miður ekki ensku,“ segja þær. Stúlkurnar eru: Iris B. Sigurðardóttir, Hellu, Rangárvöllum, Jóna Árnadóttir, Helluvaði, Rangárvöllum, Katrín J. Gunnarsdóttir, Ægisíðu 3, Rangárvöllum. Aldís Ingvarsdóttir, Þrasta- hraun 8, Hafnarfirði, er 13 ára og langar til að eignast penna- vini,'sem skrifa og skilja ís- lenzku. Áhugamál hennar eru sund, frímerkjasöfnun og pennavinirnir. Free copies of one of the world’s most quoted newspapers Judged the most fair newspaper in the U.S. by professional journalists themselves. A leading international daily. One of the top three newspapers in the world according to journalistic polls. Winner of over 79 major awards in the last five years, including three Pulitzer Prizes. 0ver3000 news- paper editors read the Monitor. Just send usyour name and address and we’ll mail you a few free ccpies of the Monitor without obligation. Please Print x Namt________________________- Address_________________ | City________________________! State_________Zip______ | THE CHiySTIAN SCIENCE I MONITOR * 9 1 Box 125, Astor Station 8 Boston, Massachusetts 02123 | ZISEA . I ■■■■■■■■■■■4

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.