Lögberg-Heimskringla - 12.05.1978, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1978, Blaðsíða 1
BergatGinn JónsBon Box 218 Roykjavik, Icelana Prescrves Heritage - Assures Future 92. árgaogur Winnipeg, föstudagur 12. maí 1978 Númer 17 Myndin vinatra megin sýnir tvo heiðursmenn fara med „Fagur fiskur £ sjó,” ___ þeir eru Colin Einarson v.m. og Norman Ðanielson h.m. A efri myndinni hægra megin eru mæðgurnar Brenda Friðfinnsson, sem söng einsöng, og móðir hennar, Lilian, sem lék undir á gitar. Neðri myndin er af talkórnum. og donsi, dansi dúkkan mín! KBUMMI krunkar úti, kallar á nafna sinn. — Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka. — Stóð ég úti í tunglsljósi — Fagur fiskur í sjó, með rauða kúlu á maganum. Allt þetta, og fleira til fengum við að heyra í Árborg á föstudaginn var, en þá efndi Esjan, deild Þjóðræknisfélags- ins á staðnum til kvöldvöku í kirkjunni. Forseti félagsins, Gunnar Sæmundsson, setti skemmt- imina og bauð alla viðstadda velkomna, en kirkjan var fullsetin. Síðan rak hvert skemmtiatriðið annað, og sáu börn og unglingar um þau. Þau lásu upp, fóru utan- bókar með íslenskar þulur, sungu, og einnig kom fram talkór. — Var af þessu hin besta skemmtun, og þessum hluta dagskrárinnar lauk með þvi, að imglingar fóru með Faðir Vor á íslensku. — Mátti þá heyra marga við- stadda taka imdir með þeim. Á kirkjutröppunum hitt- um við nokkra mæta Vestur Islendinga. Engu var líkara en verið væri í alíslenskri sveit. — Þama buðu menn hverjir öðrum “gott kvöld”, — það eina sem vantaði var, að ekkert var boðið í nefið. Sumir kallanna taka nú samt í nefið hér fyrir vestan og hitt höfum við nokkra. — Þeir nota venjulega það, sem nefnt er ‘Copenhagen Snuff’, og er það framleitt hér. Þyk- ir það lítið gefa eftir íslensku neftóbaki, þótt ekki sé það eins gott. Þarna kom hann Sigmar Johnson og sagðist bíða þess með óþreyju að komast aft- ur til Islands. Það hefði ver- ið hápunkturinn i tilverunni, að komast til Islands í fyrra sumar. — Ekki kvaðst hann ætla s£tur í sumar, til þess væri ekki timi, en vonandi auðnaðist sér að fara aftur við annað tækifæri. — Sagð- ist hann hlakka svo mjög til þess, að því yrði ekki með orðum lýst. Aðspurður um það, hvort sér hefði líkað íslenski mat- urinn, sagði Sigmar, með sælubrosi á vör að varla gæti hann hugsað sér betri mat en íslenska hangikjötið, eða hákarlinn, laxinn, skyrið ... og hann hélt áfram að telja upp hvers konar lostæti, og um leið var hann kominn hálfa leið til Islands, í hug- anum. „Já, það væri sennilega gaman að skreppa til Is- lands,” gall þá í einum nær- stöddum. — Þar var kominn Brandur Finnsson sem marg ir lesendur blaðsins kannast vel við. Brandur hefur stund um sent okkur vísur og ljóð. Brandur er einn þessara manna, sem talar reiprenn- andi íslensku, og án hreims. Það er engu líkara en hann sé nýkominn frá Islandi, eft- ir að hafa alið aldur sinn þcir, og því kom það á óvart, þegar Brandur sagði okkur, að hann hefði aldrei til Is- lands komið. Vonandi hefur hann haft ánægju af kvikmyndinni sem sýnd var þama um kvöldið, „They shouldn’t call Iceland Iceland”, og svo hefur sjálf- sagt verið um alla aðra við- stadda, en þarna voru á ann að hundrað manns. Áður en myndin var sýnd, sagði forseti Esjunnar, frá þvi, er landnámsmenn komu fyrst til Islands, og frá því hvemig á nafngiftinni stend ur. — Ritstjóra Lögbergs- Heimskringlu gafst kostur á að segja fáein orð, og Ted K. Arnason, bæjarstjóri á Gimli ávarpaði samkomugesti. Hann sagði meðal annars, að sennilega væri hvergi í Kanada töluð eins góð ís- lenska, og einmitt í Árborg. Hvergi væri heldur eins stór hluti íbúa, sem talaði málið. 1 þessu sambandi sagði hann frá hugmynd, sem fram hefði komið um vinabæjar- tengsl Árborgar við annan bæ á Islandi. Minnti Ted á, að Winni- peg er vinabær Reykjavikur, Gimli er vinabær Akureyrar og Riverton er vinabær Kópavogs. Hefði sér dottið i hug, að Selfoss og Árborg gætu ef til vill tekið upp slík tengsl sín á milli. Margt væri sameigin legt með þessum tveimur bæjum, t.d. það, að allt um kring um þá væru frjósöm landbúnaðarhémð. Þá sagði hann ennfremur frá því, að í ráði væri að efna til sérstakrar únglinga- ferðar frá Kanada til Islands næsta sumar, og er nánar sagt frá því á öðrum stað í blaðinu í dag. Kvöldvökunni í Árborg lauk með 'kaffidrykkju, og var þá framborið íslenskt meðlæti, eins og það getur best orðið. já „Út í óvissulla”: íslenzk leik- konaverðurí aðaihlulverki UNG, íslenzk leikkona, Ragn- heiður Steindórsdóttir, hefur verið ráðin til þess að leika aðalkvenhlutverkið í sjónvarps- kvikmynd, sem gerð verður- í sumar á íslandi eftir sögu Desmonds Bagleys, „Út í óviss- una“. Saga þessi gerist að miklu leyti á Islandi og mun Ragn- heiður leika íslenzkú stúlkuna Elínu, sem er aðalkvenpersóna sögunnar. Myndatakan hefst í júníbyrjun og er við því búist' að hún taki 8 vikur. ÚR SKÝRSLU ÍSLENSKU KANADA NEFNDARINNAR — Sjó opnu O—O S \ 11] i n í 1 Lo ol 1 -O -O-1 í o—o a BUS TOUR TO MOUNTAIN THE ICELANDIC NATIONAL LEAGUE in Manitoba has arranged a bus tour to the Icelandic Centennial at Mountain, North Dakota on Saturday, July 1. Whether or not the tour will take place depends on the number of people interested. A 39-passenger air- conditioiied coach has been booked, but will ben cancel- led if insufficient numbers register. Departure will be from the First Lutheran Church on Victor Street in Winnipeg at 9.30 a.m. sharp. Ar- ripal at Mountain will be at approximately 11.30 a.m. Departure back to Winnipeg following the day’s events will be at about 6.30 p.m. Passengers will be unloaded at the First Lutheran Church in Winnipeg at about 8.30 p.m. Cost of the tour will be $10.50 per person. Anyone interested in taking the tour should contact either Olla Stefanson of Viking Travel at 338-1161 or any other member of the League executive. Registrations must be received before May 20, in order to confirm the booking of the bus.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.