Alþýðublaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1962, Blaðsíða 1
43. árg. — Laugardagur 12. maí 1962 — 107. tbl. Foreldrarnir.. Norska skipib: Dætur Ingrid Bergman af hjónabandi hennar við Ro- berto Rosseilini heimsóttu hana fyrir skemmstu í Frakk- landi, og var myndin hér neðra tekin við það tæki- færi. Takið eftir hve sterkan keim telpurnar bera af foreldrum sínum! Önnur er semsagt spegilmynd móð- ur sinnar, en hin ber jafn greinilega svipmót pabb- ans. Ingrid er sem kunnugt er urn þessar mundir gift Svíanum Lars Schmidt. ... og börnin beirra í sjóprófunum í Vestmannaeyj- um í gær i máli skipstjórans á norska sUdarskipinu Elgo, sem varðskipið Þór dró til Eyja, en á fimmtudag óttuðust skipsmenn á Elgo, að skipið væri að sökkva og báðu um aðstoð, kom fram full- koinin yfirlýsing frá norska skip- stjóranum um björgun. . Skipherranum á Þór og norska j skipstjóranum bar saman um það, að um björgun hefði verið að ræða en ekki aðstoð og sennilega verður síldarfarmi Elgos, sem er talinn vinnslufær, skipað upp í Eyjum. Síðan fer fram viðgerð og fær Elgo að fara frá Eyjum þcg- ar trygging hefur verið sett fyrir björgunarlaunum. Talið er, að það, sem fyrir hafi komið, hafi verið það, að járobálk ar í lest bognuðu og þá hafi tré- skilrúmin færst úr skorðum. Sjóprófin hófust kl. 13,15 í gær og var þeim lokið í gærkvöldi. Kom fyrst fyrir skipherrann á 5ör Þórarinn Bjömsson, síðan 1. stýri maður og 2. stýrimaður af Þór og loks skipstjórinn af Elgo, Jo- han Mosbon, og yfirstýrirr.aður. Þeim bar saman um það, að um 100% björgun hafi verið að ræða. tMWMWMWMWtWWWW Skipherrann á Þór sagði; að þeg- ar skipverium af Elgo hafði verið j bjargað um borð í Þór, hefði hann spurt Norðmennina að því hvort þeir vildu fara aftur um borð í Elgo m. a. til þess að ganga frá dráttartaugunum. Skipstjórinn af Elgo kvaðst hafa rætt þetta við skipshöfnina, Framh. á 12. síðu Bræla í nótt REYTINGSAFLI var á inið- unum í gærdag, en í gær- kvöldi versnaði veður, — og þegar Alþýðublaðið átti tal við síldarleitarskipið Fann- ey seint í gærkvöldi, var bræla á miðunum og allir bátarnir lagðir af stað til lands. Guðmundur Þórðarson var aflahæstur í gær með 1600 tn., Höfrungur II. fékk 1400 tn., Víðir SU 800 tn., Ihifr- ungur 600 tn., Ólafur Magn ússon 300 tn., Haraldur 600 tn., Sæfari 650 tn., Eldborg 250 tn., Héðinn 150 tn. Akraborg 200 tn., Hringver 700 tn., Anna 200 tn., Gjaf- ar 600 tn., Helga RE 400 tn., Rifsnes 500 tn. Skírnir 250 tn. og Hannes Lóðs mcð 150 tn. Skarst á höfði BJARNI BREKKAN frá Brekku I Hvalfirði varð fyrir strætisvagni á Laugaveginum um kl. 18,40 í gærdag. Bjarni skarst á höfði og var fluttur á Slysa- j varðstofuna. Meiðsli lians eru ekki talin alvarleg. LONDON, 11. maí (NTB-Reuter) Er talningu var lokið í velflestum kjördæmum í dag hafði íhalds flokkurinn tapað 560 sætum og unn ið aðeins 13 sæti í þeim borgum og bæjum, sem þegar hafa gengið til kosninga. Hafði flokkurinn misst meirihluta í 36 bæjum. — Jafnaðarm. höfðu unnið 365 sæti og tapað 76, en frjálslyndir höfðu unnið 339 sæti og tapað 12. Óliáðir ! höfðu farið illa út úr kosningnnum tapað 122 sætum og unniö 53 Einna mikilvægastir éru sigrar þeir, sem íafnaðarmenn hafa unnið í London, þar sem flokkurinn náði aftur meirihlutanum í St. Pancras' og Wandsworth úr höndum íhalds flokksins Fyrir kosningarnar höfðu jafnaðarmenn meirihlutann í 19 af 28 undirborgum. Nú fær flokkur inn sennilega meirihluta í 21, eða fleirum en nokkru sinni síðan 1949, er jafnaðarmenn höfðu meirihluta j í öllum 23 undirborgum Lundúna. Fhjálslyndir, sem buðu fram 1500 manns juku fulltrúatölu sína í bæjarstjórnum um þriðjung frá fyrri kosningum. Margir af stuðningsmönnum í- haldsflokksins höfðu óttazt fyrir kosningar, að stefna ríkisstjórnar innar í efnahagsmálum mundi valda atkvæðatapi. >MMMMMMMMMMMMMM%MMMMM*MMMMuM*MMMMWMMMMMMMMMMMMMMtMMM BITAST UM EFSTA SÆTIÐ I wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.