Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 1
BÆTUR almannatrygginganna hækka 1. júní nm 4%. Á sídast- liönu ári hækkuöu tryggingabætur um 13,8% eða jafnmikið og kaup opinberra starfsmanna. Var 13,8% hækkunin greidd í einu lagi í des- ember fyrir hálft síðasta ár, og nú í maimánuði hefur sú uppbót einnig verið greidd í einu lagi fyrir það, sem af er árinu. iWWVWVWVWtWWMVWWWWMVWWWWVWMWWW* Nýjar viðræður um Berlín WASHINGTON, 29. maí (NTB-Reuter) Utanríkisráð herra Bandaríkjanna, Dean Rusk mun sennilega biðja sendiherra Rússa í Washing ton, Antolij Dobrynin, urn nýjar viðræður um Berlínar málið. Síðan þeir Rusk og Dobrynin ræddust seinast við 27. apríl sl. hafa stjórnir Bandaríkjanna og Vestur- Þýzkalands reynt að ná sam komulagi um frekari viðræð ur um Berlínarmálið. Ágrein ingur stjórnanna í Washing ton og Bonn er varöandi þá tillögu Bandaríkjamanna. að stofnuð verði nefnd 13 ríkja til þess að' hafa eftirlit á sam gönguleiðunum til Bcrlínar. iWVWWVv . í þessum raánuði hefur verið greidd 13,8% hækkun á allar bæt- ur almannatrygginga fyrir 5 fyrstu mánuði þcssa árs. Er búið að gretða út í mánuðlnum rúmlega 20 millj. í bætur í Reykjavík, en í ap -1 námu bæturnar fyrir Reykjavík að- eins 13 milljónum. Ekki er þó enn búið að greiða að fullu 13,8% uppbótina, þar eð þeir sem aðeins eiga 1-2 börn eiga eftiv að fá þessa uppbót á fjölskyldu- bætur sínar. En þeir sem sækja bætur sínar mánaðarlega eru bún ir að fá liækkunina. í apríl námu greiddar bætur ai mannatrygginganna fyrir Reylija- vík 13 inillj. kr. Ekki liggja enn fyrir nákvæmar tölur um greidd bætur í þessum mánuði, en láta iiiun nærri, að þegar allir hafa frá 1. • jr r juni sótt sitt, verði upphæðin með 13,8%' hækkuninni fyrir 5 fyrstu mánuði ársins 21-22 millj. kr. Verkfall í París Furðulegar aðfarir toll- yfirvalda FULLTRÚAR frá tollstjóraembæit- inu birtust um hádegið í gær með lögreglumönnum á skrifstofum Rík- isútvarpsins við Skúlagötu. Kröfðust þeir greiðslu á söluskatti fyrtr Sin- fónfuhljómsveit íslands, en greiðsl unni var neitað, þar sem beðtð er eftir úrskurði ráðherra um greiðslu- skyldu hljómsveitarmnar. Munu tollmenn þá hafa ætiað að innsig’a útvarpið, en treystu sér ekki til að eiga við senditæki og létu sér að lokum nægja að innsigla skrifstof- ur augiýsinga og gjaldkera. - - Þessi furðulegi aðgangur toll- stjóraembættisins olli því að engar tilkynningar voru lesnar í útvarp- inu um hádegið í gær, og vakti það mikla athygli hlustenda. Forsaga þessa máls er í stuttu máli eins og hér grcinir. -Siufóníu- hljómsveitin hefur aldrei verið ját in greiða söluskatt af seldum að- göngumiðum og greiðir ekki heldur skemmtanaskatt. Þcgar toltstjóra- embættið sendi kröfu um sölu- skattinn, skrifuðu forráðamenn út- varpsins til ráðuneytis og óskuðu eftir úrskurði um, hvort hljóm- sveitin eigi að greiða söluskattinn. Sá úrskurður hafði ekki borizt í gær, og óskaði útvarpið því eftir örlitlum fresti til að bíða hans. ÞaS tóku tollsins menn ekki i mál og birtust skömmu síðar í lögreglu- fylgd til að stöðva Ríkisútvarpiö. Ríkisútvarpið annast rekstur Sin fúníuhljómsveitarinnar, en samt hefur hljómsveitin algerlega sér- stakan f járhag, sérstakt bókhald og er sérstök stofnun. Þegar tvær af deildum útvarps- ins höfðu um stund verið undir inn sigli tollstjóraskrifstofunnar gegtt hörðum mótmælum skrustofu- stjóra útvarpsins, var sætzt á bráða birgðalausn málsins. Grelddi út- varpið nokkra uppliæð, en þó meS fyrirvara, ef ráðuneytið kynni að úrskurða. að hljómsveitin eigi ekh) að greiða söluskatt. Var þá inn- sigtið rofið. Það er sérstaklega furðulegt, að auglýsingaskrifstofán skyldi vera innsigluð, þvi að sölu- skattur er á útvanisauglýsingum og hefur hann ávallt verið.skilvfe- lega greiddur eins og aðrar skuld- bindingar útvarpsins. Niðurfall til- kynninga, sem varð vegna innsigl- isins, mun kosta Rikisútvarpið 20- 30.00 krónur í tekjumissi. Mun það krefjast skaðabóta. PARIS 29. maí (NTB-AFP) Verkamenn við rafmagnsveitur og gasstöðvar í París hófu 12 tima verkfall í morgun og verkfallið hafði lamandi áhrif á annað atv innulíf í borginni. Neðanjarðar- járnbrautin og járnbrautarlestir í útborgum urðu að hætta umferð vegna rafmagnsskorts, og margar verksiniðjur urðu að gera lilé á framleiðslunni. HLERAÐ Blaðið hefur hlerað AÐ ný liljómsveit hafi verið ráðin á Hóte! Borg — hljóm- sveit Gunnars Ormslev.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.