Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 5
Patreksfirði, 29. maí HANDFÆRABÁTAR eru að j hefja róðra þessa dagana og út- j búa sig. Hér er alls um 20 báta að ræða. Tveir Patreksfjarðarbátar eru á síldveiðum fyrir sunnan. Verið er að útbúa aðra á síldveiðar og verða fjórir Patreksfjarðarbátar á síld- veiðum í sumar. Bátarnir, sem nú eru á sildveið- um, eru nýbyrjaðir. Eru það Jón as Jónason og Dofri. Jónas hefur fengið síld einu sinni, en Dofri tvisvar eða þrisvar Háðir fengu síld í nótt, og fór Dofri með hana til Reykjavíkur. Á.H.P. Kvikmyndir Framhald af 4. síðu. lega skemmtilegur er leikur Cor corans litla í hlutverki Arliss, hundurinn Snati er þó ef til vill merkilegasti leikari myndarinnar og er hann einn nóg ástæða til að fólk gefi sér tíma til að kynnast myndinni. — H.E. grundvallaratriði alþjóðalaga. Einn ig hafnaði hæstiréttur þeim rökum að ísraelskir dómstólar gætu ekki dæmt í málinu, þar sem ísraels- ríki hafi ekki verið til þegar glæp- irnir voru drýgðir. ísraelska blaðið „Maariv“ segir, að Eichmann verði hengdur í Reml eh-fangelsi|, ef forsetinn hafnar beiðninni um náðun. Shittrit lög- reglustjóri mun tilnefna böðulinn. Lík Eichmanns verður ekki afhent fremur, ef þess verður farið á léit. fjölskyldu hans, segir blaðið enn Eichmann verður jarðsettur með leynd. Kristilegi Demókrataflokkurinn í Vestur-Þýzkalandi segir, að dóm urinn- yfir Eichmann grundvallist SAMNINGAR um kauphækkun náðust í gærkvöldi milli verka- kvennafélagsins Framsóknar og Vinnuveitendasambands íslands. Seint í gærkvöldi lauk félagsfundi hjá verkakvennafélaginu, og voru þar samþykktar breytingar á samn ingi aðila frá 24. júní 1961, en þær fela í sér 9.06% hækkun á mánað- arkaupi verkakvenna og 8% hækk- un á ákvæðisvinnu. Framkvæmda nefnd vinnuveitenda hefur þó ekki komið saman á fundi til að ræða kjarabæturnar. Samkvæmt 1. lið samningsins skal lágmarkskaup fullgildra verkakvenna í dagvinnu vera sem hér segir: Kr. 25.00 fyrir vinnu við fisk og fiskverkun. Fellur ann- ar liður eldri samningsins alveg niður og fellur inn í fyrsta lið nýja samningsins, þar sem kaupið er 25.00 krónur. Fyrir hreingerningar og garna hreinsun verður kaupið á tima 22.22 krónur. í allri annarri vinnu ; að meðtaldri pökkun verður kaup- j ið 21.35 hjá fullgildri verkakonu í dagvinnu. Kaup stúlkna á aldrin- um 14—15 ára verður kr. 16.04, en stúlkna á aldrinum 15—16 ára kr. 18.16. Flutningsskylda hjá félaginu verður hliðstæð og hjá verka- kvennafélaginu Dagsbrún. Á fundinum í gær voru einnig fulltrúar frá verkakvennafélaginu Framtíðin í Hafnarfirði, og mun samr.ingurinn einnig gilda fyrir félag þeirra. Fundur í félaginu hafði þó ekld verið haldinn í gærkvöldi til sam- þykktar kjarabótunum en hann verður sennilega í dag. Samningurinn er í gildi frá 1. júní n. k. til 15. nóvember þessa árs og er hann uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Eldur / olíubíl og húskjallara ELDUR koin upp í olíubíl frá Olíuverzlun íslands þar sem hann Stóð fyrir utan verkstæði Borgar- jsmiðjunnar í SúðaVogl um kl. 14.42 í gærdag. Var slökkviliðið kallað á vettvang og slökkti það eldinn eftir skamma stund. Eldsupptök munu hafa verið þau að verið var að rafsjóða olíutank undir bílnum og mun eldurinn hafa borist út með olíusmiti upp oðal | tankinn. Skemmdir urðu ekki mjög 1 miklar á bílnum. Þá kom upp eldur í gærdag uœ. kl. 10.50 í kjallara hússins við Árbæjarblett 40. Er slökkviliðið kom á vettvang, var kominn all- mikill eldur í kjallarann og voru hurðir og skilrúm brunnin. Eldur inn barst þó ekki upp á sjálfa hæð hússins vegna þess að steinveggur er á milli. Skemmdir urðu á hús- gögnum í svefnherbergi og svo á öllum milliveggjum sem voru úr. timbri. Talið er að kviknað hafi í út "rá rafmagnstöflu. JERUSALEM, 29. maí (NTB- Reuter) Verjandi Adolf Eichmanns Robert Servatius, lýst því yfir í kvöld, að hann mundi biðja Yiaz- SERVATIUS: VILL NÁÐUN hak Ben-Zvi, ísarelsforseta, um náðun fyrir hönd Éichmanns. Servatius kvaðst ekki hafa ákveð íð hvenær hann mundi senda beiðn ina, en hann fer til Köln á mið- vikudag og ef til vill sendir hanr* beiðnina þaðan. Að sögn elzta sonarEichmanns, Klaus, sem býr í Argentínu, mun kona Eichmanns einnig fara fram á náðun fyrir hönd manns síns. Gid eon Hausner ríkissaksóknari gerði grein fyrir ástæðunum til þess að hæstiréttur hafnaði áfrýjun Eich- manns, á ráðuneytisfundi í dag. Fréttamenn segja, að ráðherrarn ir hafi rætt ýmis tæknileg vanda- mál í sambandi við aftöku Eich- manns eins og hvað gera skuli við líkið. Frá Munchen berast þær fregnir, að kona Eichmanns hafi tekið frétt inni um ákvörðun hæstaréttar með stillingu. Hins vegar varð hún fyrir vonbrigðum þar sem hún efast ekki um sakleysi manns síns. Olshan dómari, forseti hæsta- réttar, var þrjá tíma og 25 mín. að lesa upp dóminn. Áður hafði Sil- berg dómari sagt m.a.: Það er ekki hægt að Iýsa glæpum Eichmanns með orðum, og engin refsing I samræmi við þá er til. En þetta getur ekki gefið okkur neina á- stæðu til þess að víkja frá þyngstu refsingu laganna. Ef við viljum ekki brjóta lögin verðum við að staðfesta dauðadóminn. Hæstiréttur liafnaði þeirri full- yrðingu Eichmanns, að lög ísraels frá 1950 um, málaferli gegn stríðs glæpamönnum gætu ekki verkað aftur fyrir sig. í dóminum segir að lögin haldi sig við viðurkennd 'á yfirgnæfandi sönnunum gegn honum, og þýzka þjóðin sé staðráð in í að koma í veg fyrir að slíkar ógnir komi aftur fyrir í Iandinu. Allsherjar verkfall í Argentínu Buenos Aires, 29. maí (NTB —Reuter) VERKALÝÐSSAMTÖKIN í Argen tínu lýstu í dag yfir sólarhrings allsherjarverkfalli, sem lamaöi næstum allar járnbrautasamgöngur og varð til þess, að framleiðsla stöðvaðist algerlega í iðnaðarhverf unum við Buenos Aires. Verkfallið hafði þó lítil áhrif á viðskiptalífið í Buenos Aires, þar sem flest skrifstofufólk vann eins og venjulega. ÆSKULÝÐSRAÐ og Far- fugladeild Reykjavíkur efna til Ijósmyndatökuferðar fyrir ungt fólk á uppstigningardag. Farið verður frá Búnaðarfé- lagshúsinu kl. 10 um morgun inn og fariö að Helgafelli, í Valahnúka, að Búrfelli og margt sérkennilegt á þess- um slóðum skoðað. Veitt verður tilsogn í með- ferð myndavéla eftir þörfum. Kannske nær einhver jafn- góðum myndum og þessari hérna sem Haukur Sigíryggs sou tók. Handfærabát- ar á Patreks- firði oð hefja róðra Kjarabætur verka- kvenna í Framsókn ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. maí., 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.