Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.05.1962, Blaðsíða 8
Flugvél Lindberghs hét „Tlie Spirit of st. Louis“, hún mun nú vera varðveitt á safni, til minja um þetta einstæða afrek. EFTIRFARANDI grein birt- ist nýlega í bandaríska stór- blaðinu New York Times í til- efni þess að sunnudaginn 20. þ. m. voru 35 ár liðin síðan Lindbergh flaug fyrstur mamia yfir Atlantshaf. Grein in er lítið eitt stytt. Það var stór hópur manna sem beið á Roosevelt flug- vellinum, skammt fyrir utan New York borg, þann 20. maí árið 1927. Það var rigning og himininn skýjaður., veðrið virtist ekki sem heppilegast til. flugs. Silfurlitri einþekju var rennt út á flugbrautina, og aðstoðarmenn fylltu benzín- geyma hennar. Nú rofaði aðeins til. Skömmu eftir klukkan sjö að morgni var öllum undirbún- ingi lokið og vélin tilbúin að hefja sig til flugs. Nokkur hreyfing fór um mannfjöldann, þarna biðu nokkur þúsund manns. Char- les Augustus Lindbergh, steig út úr lokuðum bíl, þar sem hann hefði beðið og gekk í átt til vélarinnar. Þessi fífldjarfi ungi maður, var næstum strákslegur á að líta. Hann var í þykkri ullar- peysu og hermannabuxum| Ljóst hár hans bærðist fyrir vindinum. Lindbergh var að- eins 25 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann gekk í kring um 'vél- ina og leit eftir að allt væri í lagi. Hjólin sukku lítið eitt niður í gljúpan leirsvörðinn, þar sem flugvélin stóð. Staf- aði það af því hversu hlaðiii hún var. Aldrei hafði þessi vél haft innanborðs eins mik- ið eldsneyti og nú, enda veitti ekki af því, langt flug var fyrir höndum. Þegar Lindbergh var kom- inn upp í vélina vó hún tvær og hálfa smálest. En það var liálfri smálest meira heldur en nokkru sinna hafði verið lagt á hana í tilrauna flugi. Mönnum leizt ekki á að þessi litla flugvél mundi einu sinni komast upp af gljúpri flugbrautinni, hvað þá heldur yfir Atlantshafið. Á flugskýli skammt frá liékk vindveifa, sýndi hún að vindáttin var að breytast, frá austri til vesturs. . Lindbergh hafði búizt við að hafa mótvind, sem mundi létta honum flugtakið, en nú brást sú von. Hann gekk aftur að bílnum, klæddi sig í flugbúninginn, setti á sig gleraugu og hjálm. Síðan gekk hánn aftur að vél- inni, og klifraði upp í flug- mannssætið. Mótorinn var í gangi og hann leit á snúningshraða- mælinn, snúningshraðinn var heldur lítill fannst honum. Hann hægði á mótornum og hallaði sér aftur í sætinu. Allt virtist honum mótsnúið. Fólkið beið, enginn hefði orðið hissa þótt hann hefði nú hætt við að fara, þar sem allar aðstæður voru svo slæm- ar. Þegar klukkuna vantaði átta mínútu.r í átta, spennti Lindbergh á sig öryggisbeltið og gaf aðstoðarmönnum sín- um merki urh að taka fyrir- stöðurnar frá hjólunum. Aðstoðarmennimir ýttu vél- inni af stað. Smátt og smátt herti hún á sér. Framundan á brautinni var hvít veifa, við hana yrði Lindberg að byrja að hemla ef hann ætl- aði að hætta við flugtak. — Þegar vélin nálgaðist hvítu veifuna byrjaði hún að lyft- ast frá jörðu. Brátt kleif hún örugglega upp á við, og hvarf innan skamms út við sjón- deildarhring. Lindbergh flaug yfir nokkurn hluta Bandaríkjanna áður en hann tók stefnuna á haf út. Hvarvetna í borgum og bæjum flykkist fólk út til að reyna að koma augji á flugvélina. Klukkan átta um kvöldið var Lindbergh yfir St. Johns á Nýfundnalandi, og nú var þriðjungur leiðarinnar að baki. Lindbergh hefði ekki sofið vel nóttina áður og innan skamms tók svefn að sækja að honum. Hann dottaði öðru hverju, en vaknaði alltaf fljótt aftur og þá var flugvélin vana lega komin lítið eitt af leið. Klukkan tvö um nóttina var hann búinn að fljúga í nítján stundir. Nú gat hann skrifað í loggbókina að hann væri hálfnaður til Parísar. Nú hafði hann meðvind og allt virtist ganga eins og í sögu. En honum var ekki um stefn- una sem áttavitinn sýndi, og hann var jafnvel hræddur um að sig hefði borið amllikið af leið um kvöldið, þegar hann var hvað syfjaðastur. Um hádegið átti París að vera í innan við eitt þúsund mílna fjarlægð. En nú var svefninn í þann veginn að buga hann. Hann tróð höfð- inu út um gluggann til að reyna að halda sér vakandi og andaði að sér fersku lofti, eftir það leið honum betur um stund. Þegar hann hafði verið á flugi í 27 klukkustundir glað- vaknaði hann allt í einu, fyrir neðan sig sá hann á sjónum heilan aragrúa af fiskibátum. Strönd Evrópu hlaut að vera skemmra undan, en hann hafði grunað. Hann lækkaði flugið og hægði á mótornum um leið og hann kallaði út yfir ein- um bátnum og spurði í hvaða átt írland væri. Þeir sem voru uppi á þiljum voru of undr- andi til þess að geta svarað. Einni klukkustund síðar kom hann auga á strönd ír- lands. Nú varð Lindbergh glaður, hann var tveim stund- um á undan áætlun og engin skekkja hafði verið leiðar- reikningi hans. Seint þetta kvöld safnaðist mannfjöldi saman á Le Bour- get flugvellinum skammt fyr ir utan París. Fólk hafði heyrt að Lindbergh væri á leiðinni, en ekki fannst Frökkum það þó alltof trú- legt. Þeir höfðu áður fengið slíkar fréttir, um aðra mer.n þó, en þær reyndust ekki rétt- ar. Samt var allmargt fólk samankomið, og m. a. voru þarna fulltrúar hins opinbera til að taka á móti flugkapp- anum, ef hann léti þá sjá sig. Þegar byrjaði að skyggja fréttist það, að nú væri vélin á leið yfir Ermarsundið, fór nú óðum fjölgandi fólkinu á flugvellinum. Brátt varð að kalla út fjöldann allan af her- mönnum til að hafa hemil á mannfjöldanum, sem var á flugvellinum. Klukkan níu um kvöldið komu þær fréttir frá Cherburg, að flugvélin hefði farið þar yfir. Nú voru um hundrað þús- und manns á flugvellinum, og fjöldi fólks sat og beið í bif- reiðum í nágrenni vallarins. Klukkan 10:18 heyrðist í flug vél hátt yfir vellinum, leitar- ljósum var beint upp. Fjór- um mínútum síðar lenti Lind- Hér er svo kappinn sjálfur við stjórnvölinni. Þessi mynd mun hafa verið tekin skömmu áður,- en Lindbergh lagði upp í hið fræga flug sitt. bergh heill á húfi. þá verið á flugi klukkustundir. Áður en hann út úr flugvélinni þrifinn upp og bo: stóli. Geysileg bárust frá mam Minjagripasafnara: fljótir að leggja ti flugvélina. Næsta dag var ) vörum manna um Fáa kappa he: ríska þjóðin tekií ástfóstri við og í Lindbergh. Frás hetjudáð hans mu lega lengi varðvei BITE Berlín. TÍU ÁRA GAMALi Thomas Molitor stökk fyrir skömn glugga á húsi í aus og niður á götu í v lín, þar sem brunav á móti honum. S skeði hefur mikið austur og vestur þ arvöld hafa' skipzt fiölda skeyta og ei að hægt að segja ( litli drengur sé nú konar bitbein austx ur-þýzkra stjórnar Austur þýzk yfir eldrar drengsins ki að hann verði þe framseldur. Yfirvö: ”r Berlín segja, ai sé að láta drengini aðeins ef móðir ha að sækja hann á 1 i'ið þar sem hann Annáð hvort er t ir drengsins vill el '’estur Berlínar ei fær það ekki.. I virðist ekkert áfj hverfa aftur heim hann segir, að þaf ert að senda sig 1 muni strax koma aftur. í austur Þý; "ð sjálfsögðu gert i úr þessu, blaðam haldnir, þar se drengsins segir síe har fram eftir göl — Pabbi, af hv< ekki fara út og leil — Þegiðu, og ge g 30. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.