Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 1
Einu ríkin, sem ekki hafa sjónvarp: 594 nýjar sjónvarpsstöðvar voru tcknar í notkun utan N.- Ameríku á s. I. árl, og er heildar tala sjónvarpsstöðva á þvi svæði nú 2641. Meðal þeirra ríkja, sera byrjuðu sjónvarpssendingar á árinu eru Gibraltar, Trinitad- Tabogo, Marocco, Taiwan, Indó nesía, Malta og Kenya. Bandaríska upplýgingaþjón- ustan hefur tekið saman upplýs- ingar þessar um öll lönd utan Bandaríkjanna og Kanada. — Áætlaður fjöldi sjónvarpsvið- tækja var um síðustu áramót 65,5 milljónir og hafði aukizt um 21% á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu USIS eru ísland og Andorra elnu ríkin í Vestur Evrópu, sem enn hafa ekki komið upp sjónvarpi. Með- al þeirra, sem síðastir hófu sjón varpssendingar, — eru íbúar Möltu, er áður nutu sendinga frá Ítalíu, og Gibraltar, sem not aði sendingar frá Spáni. • ;V . \ v *'• <4 . '^fS, ||& 'i-: ? " V ' ' , ' sí > * ?■ y ' L. . ÉllliWP# ■: 'v i A . •■■■■>■ ■: ^ A : -•í V; V r'V •: J : 1 V .. -:■: !I1§ Hlíðarfjðll - „Paradís" snjó- og sóldýrkenda? FLUGFÉLAG íslands liefur leit- að leyfis íþróttaráðs áð mega „aug lýsa Hlíðarskálann upp“ á erlend- um og innlendum vettvangi sem tilvaiinn dvalarstað túrista í marz- maí i sól og snjó í lllíðarf jalli — Jafnvel skiðaför um jökul í mið- nætursól júnímánaðar. Svipuð fyrirspnrn hefur og borizt óform- lega frá Loftleiðum og a. m. k. einni ferðaskrifstofu í Reykjavík. Framh. á 2. síðu Manns saknað af togara ER TOGARINN Þorsteinn Ingólfsson var að veiðum við Austur-Grænland hinn 11. þessa mánaðar, var eins skip verja saknaö af skipinu. Nán ari atvik eru ekki kunn, en sjópróf fara fram í málinu, þegar togarinn kemur til Reykjavíkur. Maður þessi hét Sigurður Ingvarsson til heim ilis að Skipholti 10 hér í bæ. Hann var ókvæntur. I MANNTALSSKRÁ er það kallað „Hús við Suðurlandsbraut, braggi M við Suðurlandsbraut, braggi H við Suðurlandsbraut*. í venjulegu máli er það einfaldlega kallað Herskálakampur og/eða Múla- kampur. Og þá eru .ekki tilgrcind, nein hús. Aðeins talað um bragga. Þarna í þessu hverfi hafast við um 800 manns. 630 í húsum, 108 í Her skálakamp, 44 í Múlakamp. Margt er talað, og margt er ritað, en lít-j ið gert í málum þessara hverfa. Hérna á eftir er stuttlega sagt frá einni hlið þessa flókna máls, þeirri hlið, sem snýr að fólkinu sem borg urum í Reykjavík á árinu 1963. Fólkið, þessar átta hundruð manneskjur, liafa skert borgara-1 réttindi, því ... MÚLAKAMPUR, eða Her-1 | skálakampur eins og sumir kalla það hverfi, er að mestu leyti byggður í óleyfi. Þarna voru á stríðsárunum reistir braggar, sem efnalítið fólk settist að í árin eftir stríð. Svo fór þetta fólk að rétta úr ki-j'ppunni með árunum sem liðu, og á fyrstu árum sjötta ára- tugs þessarrar aldar hófu að rísa lítil timburhús við braggana, eða á rústum þeirra. Húsin voru léleg, enda efni eigendanna af skomum skammti, og mörg þeirra teljast enn þann dag í dag vera ófullgerð. En einn Ijóður var á ráði þeirra fátæku manna, sem byggðu þarna sér betri verustaði. Þeim láðist að sækja um leyfi til bæjarins, til að fá að byggja á landi hans. Ogæins >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.