Dagsbrún


Dagsbrún - 09.02.1918, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 09.02.1918, Blaðsíða 1
r ____ IBMJIÐEKKIi /m C«? I J 1 1 i\. I |pou»iw —J U Au O D n U 1N L" BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÓT AF AJ.PÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 9, tbl., 4. Reykjavlk, laugardaginn 9. febrúar. 1918. HLUTABRÉF Eimskipafélags íslands. Aðvörun til hluthafa. Oss hefur borist vitneskja um það, að maður einn hér í bænum, sem auglýsir að hann kaupi hlutabréf í félagi voru, bjóði fyrir þau einungis 65 til 80 af hundr- aði af ákvæðisverði hlutabréfanna, og hafi jafnvel náð kaupum á einhverjum bréfum fyrir þetta verð. Út af þessu leyfum vér oss að leiða athygli hlut- hafanna að því, að eftir því sem hagur félags vors stendur, þá getum vér ekki talið ástæðu fyrir neinn hluthafa til að selja hutabréf sín undir nafnverði. Jafn- framt skal og athygli hluthafa leidd að því, að sam- kvæmt félagslögunum þarf samþykki félagsstjórnarinn- ar til þess að sala á hlutabréfum félagsins sé gild. Til þess að gera þeim hluthöfum hægra fyrir, sem kynnu að vilja koma bréfum sínum í peninga, hefur samist svo um, að skrifstofa Verzlunarráðs íslands taki að sér, frá því í dag, að vera milliliður milli seljenda og kaupenda að hlutabréfum vorum, og að útvega sam- þykki féiagsstjórnarinnar til sölunnar. Ráðum vér því þeim, sem vilja selja bréf sín, til að snúa sér til nefndr- ar skrifstofu, og sömuleiðis ættu þeir, sem vilja kaupa hlutabréf félagsins, að snúa sér þangað. IPP' Skrifstofa VerzlnnarráBsins er i Kirkjustræti 8B, opin kl. 10- 12 og 2-4 hvern virkan ðag. Reykjavík 3. febrúar 1918. fossamálið. Fossftfélagtð „ísland“. ----- (Frh.). Talsmenn (ossafélagsins halda því fram í öðru orðinu, að }ands- menn hafl ekki efni á að leggja út í slíkt fyrirtæki, en í hinu orð- inu, að félagið verði strax mnlent þó byrjað sé með útlendu fé, sú sé reynslan í nágranna löndum vorum. Þessar röksemdir eru ekki sem bezt samrýmanlegar. Sé fé til í landinu ætti ekki að þurfa út- lendinga til að sameina það á þess- um stað, það ættum vér að geta sjálfir. Sé það ekki til getur fé- lagið ekki orðið innlent. Eins og stendur mun íslenzkt fé að mestu bundið í framleiðslu til lands og sjávar. Á báðum þess- um stöðum er þörf fyrir mikið meira fé. Hvort hagur er að því að draga það frá framleiðslunni til iðnaðarins er svo mikið efamál, að ástæðulaust er að hrapa að því, en á þann hátt væri að líkindum hægt. að leggja fram allmikið fé, annars ekki. Reki landið sjálft fossaiðnað, á þá fyrst að gera það 'í stórum stíl, þegar slíkt verður ©kki framleiðslunni til hnekkis. Má vera að sú stund sé þegar komin, að beri að taka[fossaaflið í þjónustu landsins að einhverju leiti. T. d. er ekki ósennilegt áð vinna mætti sumar kolanámur, með raf- magni, sem nú eru unnar í land- inu með ófullkomnum og ónógum verkfærum. Má í sambanöi við þetta benda á kolanámu landssjóðs á Tjörnesi, þar sem á rennur.fram af 50—60 metra háum bakka rétt við námuna. Það er og sjálfsagt að landið hjálpi Reykjavík og öðr- um kaupstöðum og þorpum lands- ins til að koma upp aflstöðvum til rafmagnsframleiðslu, með því að útvegahagfeld lán til slíkra hluta. Qæti landið þar sem ástæða þætti til, átt hlut í slíkum fyrirtækjum að meira eða minna leiti. Kæmi Reykjavík upp aflstöð við Sogið, gæti iandið átt hana að einhverju ieiti og notað til reksturs járn- t>rautar, ef tækilegt þætti að ieggja hana austur um sýslur frá Reykja- vík. Sé það vllji þjóðarinnar að landið eigi járnbraut á þessum stað, er ekki sýnilegt að bezta iaiðin til þess sé sú að landið kauþj hana af fossafélaginu „ísland" þeim kjörum sem það sam- k^æmt frumvarpinu býður. Þau kWr eru fjærri því að vera að- ^ngileg, þar sem fossafélagið — ^ landið kaupi járnbrautina fullu v«rði — á að halda framvegis rétti flutninga þeirra með járnbraut- |hhi er pað þarfnast, enda sé félag- 6kki v«r sett í þessu efni en það hefði orðið, hefði það sjálft rekið brautina. Samkvæmt því sem hér heflr verið sagt, á fossafélagið að halda óskertum rétti til flutninga. með járnbrautinni þó hún sé seld land- inu, og fólagið á að vera jafn vel sett í því tilliti eins og það sjálft ætti brautina. t samræmi við þetta hefði Thor Jensen getað sett það upp við landsstjórnma þegar hann seldi henni eimskipið „Borg* að hann héldi óskertum rótti til flutn- inga með skipinu eftir sem áður, eins og það væri hans eign. Má nærri geta hvort slikir kost.ir hefðu þótt aðgengilegir fyrir landið, þó fylgismenn fossafólagsins virðist ekki sjá neitt athugavert við því- lik kjör þegar nm járnbraut er að ræða. Hér heflr verið farið nokkrum orðum um skuggahliöar fossamáls- ins í sambandi við fossafélagið „ís- land* og er þó engan veginn tekiö alt fram sem ástæða væri til að athuga. Þetta mál er svo umfangs- mikið að þingi og þjóð ber að at- huga það grandgæfilega áður en fullnaðar úrskurður er á það lagð- ur: Brýn skylda þingsins er að bera það undir atkvæði þjóðarinn- ar hvort eigi að veita fossafélaginu þau réttindi, sem það fer fram á eða landið sjálft eigi að geyma sér róttinn til þess iðnaðar sem félag- ið hygst að reka, þó það tefji mál- ið um lengri eða skemri tíma. Erlingur Friðjónsson. Jón Þorláksson i „Löflróttu". Ljúgrottan um landið fer, leeðist bak við steina, hvössum tönnum hyggur sár hryggi manna reyna. Gömul visa. Blöð andstæðinga Alþýðuflokks- ins höfðu ekki mikið fyrir því að rökræða málefnin núna fyrir kosn- ingarnar. Aðalvopn þeirra voru dulnefnis niðgreinar um ritstjóra Dagsbrúnar. — Hr. Jón Þorláksson lézt þó vera að rökræða jafnaðar- stefnuna í „Lögréttu“-blaðinu sem kom út daginn fyrir kosning- una, og þó rökfærzlur hans sóu mest rangfærzlur, þá er þetta þó altaf virðingarverð tilraun. En svo er að sjá sem eftir kosninguna hafl hr. Jón Þorláksson iðrast þess að hann skyldi ekki nota enn sví- virðilegri aðferð en að láta rang- færzlur fyrir rökfærzlur, því í síð- asta tbl. „Lögréttu" tekur hann upp gamla bragðið, sem algengt var hór í þann tíð, sem fólskan var mest í pólitikinni, fyrst að segja að þetta og þetta sé sagt, og síðan rökræða út frá því að þetta sem sagt var sé sannað. Segir hr. Jón Þorláksson að Elías Stefánsson útgerðarmaður hafl „að sögn“ borgað mestan hlutann af kosningakostnaði A-listans, ,en hann var talsvert mikill, bæði út,- gáfa nokkurra blaða af„ Dagsbrún", skrifstofuhald, bílar og vinnulaun". Herra Jón er svo sem ekki í vand- ræðum með að telja upp kostn- aðinnl Hann er heldur ekki í vand- ræðum með hvers vegna hr. Eiías Stefánsson hafl gert þetta. Eftir beztukjaftakerlingarfyrirmyndsegir hann: „Sú skýring er á þessu gefln manna í milli, og tekin trúanleg af mörgum, að svo hafl verið um samið eða til ætlast, að ef þeir A-listamennirnir næðu meirihluta í bæjarstjórninni þá skyldi bærinn kaupa af hr. S. E. trollarann ís- lending, sem hann á einan eftir

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.