Dagsbrún


Dagsbrún - 14.09.1918, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 14.09.1918, Blaðsíða 4
90 D A G S B R;ti N Auglýsing um atkvæðagreiðslu um Dansk-íslensk sambandslög. Þar eð Alþingi heíir á stjórnskipulegan hátt samþykt Dansk- íslensk sambandslög, er gera breytingu á sambandinu milli ís- lands og Dánmerkur, skulu neind lög, samkv. 21. gr. stjórnskip- unarlaga nr. 12, 19. júní 1915 lögð undir atkvæði allra kosningar- bærra maijna í landinu til samþyktar eða synjunar. Atkvæða- greiðsla þessi skal fara fram svo, sem hjer segir: 1. Atkvæðisrjett hafa allir, karlar og konur, sem kosningar- rjett hafa við óhlutbundnar kosningar til Alþingis. Atkvæðagreiðsl- unni stýra kjörstjórnir og yfirkjörstjórnir, sem um getur í 7. og 8. gr. laga nr. 28, 3. nóv. 1915 um kosningar til Alþingis. Svo gilda og ákvæði nefndra kosningalaga um kjörstað, kjörherbergi og atkvæðakassa. 2. Yfirkjörstjórnir skulu samkvæmt þeirri reglu, sem fyrir- skipuð er í 21. gr. nýnefndra kosningalaga senda undirkjörstjórn- um atkvæðisseðla þá, sem stjórnarráðið hefir gera látið til not- kunar við atkvæðagreiðsluna og sendir eru yfirkjörstjórnum þannig útlítandi: I )ansk-íslenzk sambanáslög (Þeir, sem óska að lög þessi, er siðasta Alþingi samþykti, öðlist staðfestingu konungs, geri kross í fer- hyrninginn fyrir framan „Já“, en peir, sem eru á móti þvi, geri kross i ferhyrninginn fyrir framan ,,Nei“.) Já Nei Utan á umbúðunum skal fyrir utan hina venjulegu áritun standa með skýru letri: »Seðlar til atkvæðagreiðslu um Sam- bandslögin«. 3. Atkvæðagreiðslan skal hefjast á hádegi laugardaginn 19. október næstkomandi og skal kjörstjórnin fylgja þeim reglum, sem settar eru í lögunum um kosningar til Alþingis, um kosn- ingarathöfn, að svo miklu leyti, sem við getur átt, og fer atkvæða- greiðslan fram á sama hátt, sem þar er fyrir mælt um kosningar til Alþingis, með þeirri breytingu einni, að gjöra skal kross með blýant fyrir framan »Já« eða »Nei« á atkvæðisseðlinum. 4. Sem gjörðabók við atkvæðagreiðsluna skal nota hina sömu og við kosningar til Alþingis. 5. Þegar atkvæðagreiðslu er slitið, skal oddviti leggja í sterkt umslag sjer alla þá seðla, sem ógildir hafa orðið, og í annað sterkt umslag alla þá seðla, sem afgangs eru ónotaðir, með utaná- skrift til yfirkjörstjómarirmar. Á hið fyrnefnda umslag skal auk umgetinnar utanáskriftar rita með skýru letri. Ógildir atkvœðis- seðlar en á hitt: Afgangs atkvœðisseðlar. í hvort umslag skal jafn- an leggjá miða með samlölu seðlanna, er í eru, undirskrifaðan af kjörstjórninni. Seðlatölunnar af hvoru tagi skal geta í kjörbók- inni. Skýrslu um atkvæðagreiðsluna bæði að þessu og öðru leyti skal bóka í gjörðabókma, og þégar atkvæðagreiðslunni er lokið og alt bókað, skulu kjörstjórarnir undirskrifa kjörbókina. Þegar búið er að loka báðum umslögunum með kjörseðlun- um, skal kjörstjórnin innsigla þau með innsigli sínu, og senda síðan til oddvita yfirkjörstjórnar ásamt atkvæðakassanum og gjörðabókinni. 6. Yfirkjörstjórn skal á hverjum kjörstað þann dag, er at- kvæðagreiðsla fer fram, auglýsa stund og stað, þá er hún komi saman til að opna atkvæðakassana og telja atkvæðin, en talning atkvæða skal framkvæmd svo fljótt sem verða má. Skal sú at- höfn fara fram fyrir opnum dyrum, svo að kjósendum gefist kostur á að vera við eftir því sem húsrúm leyfir. 7. Opnar yfirkjörstjórn síðan atkvæðasendingarnar úr hverj- um kjörstað kjördæmisins eftir að hún hefir sannfærst um að öll innsigli eru ósködduð. Jafnótt og hver atkvæðakassi er opn- aður, skal seðlum þeim, sem i honum eru, óskoðuðnm, helt í hæfilegt tómt ílát með loki yfir og þannig haldið áfram uns allir atkvæðakassarnir eru tæmdir, En við og við skal hrista ílátið svo seðlarnir úr hinum einstöku kjörstöðum blandist vel saman. Talning atkvæða fer síðan tram þannig að oddviti yfirkjörstjórn- ar tekur upp einn og einn atkvæðisseðil í einu, les upp atkvæðið (Já eða Nei), en meðkjörstjórar merkja um leið atkvæðin (við Já eða Nei). Verðí ágreiningur meðal kjörstjóra um gildi atkvæðisseðils, skal aíl atkvæða ráða úrslitum. F*á er allir atkvæðisseðlar eru upplesnir og atkvæðin skráð, telur yfirkjörstjórnin atkvæðin sam- an og lýsir hún því síðan, hvernig atkvæði hafi fallið, hve mörg með og hve mörg móti lögunum. 8. Yfirkjörstjórn skal bóka i gjörðabók sína það, sem gjör- ist við atkvæðagreiðsluna og undirskrifar síðan gjörðabókina. Endurrit af gjörðabókinni skal yfirkjörstjórnin senda stjórnar- ráðinu með fyrstu póstferð eftir að talning hefir farið fram. Um atkvæðagreiðslu þeirra manna, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þeg- ar atkvæðagreiðsla fer fram, fer svo sem fyrir er mælt í lögum nr. 47, 30. nóvbr. 1914, um alkvæðagreiðslu þeirra við alþingis- kosningar, þannig að nota skal hin sömu kjörgögn og viðhafa sömu aðferð og þar er fyrirskipuð með þeirri breytingu, að sá, sem óskar staðfestingar konungs á sambandslögunum ritar »Já« á kjörseðilseyðublaðið, en sá sem er á móti lögunum ritar »Nei«. Atkvæði utanhjeraðsmanna skulu talin þar sem þeir greiða alkv., en skylt er kjörstjórn að spyrjast fyrir með þjónustusím- skeyti hvort þeir sje á kjörskrá þar, er þeir kveðast eiga hcima. Skal atkvæði því aðeins gilt að svo reynist. Þeir menn, sem eigi eru heimanfærir til kjörstaðar, mega kjósa á heimili sínu á sama hátt og segir í nefndum lögum frá 1914, þó svo að húsráðandi eða sá, er í stað hans kemur, skal votta um það. hversvegna kjósandi er eigi heimanfær og að hann sje sá, er fylgibrjefið greinir. Síðan sendir kjósandi kjörseðil sinn í hinu þar til gerða umslagi á kjörstað, og skal brjefið vera þang- að komið, áður en atkvæðagreiðslu er lokið. Yfirkjörstjórn með aðstoð undirkjörstjórna annast um að kjörgögn í þessu skyni sjeu fyrirliggjandi á 3—4 hentugum stöðum í hreppi hverjum. lJetta er hjermeð kunnugt gjört öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. t dóm»« og kirkjiimáladeiltl itjórnarráAgins, IO, sept. ,«V. __ i clón cffiagnússon, " __________ Björn Pórdarson, settur. PRIMJW BKKI RANQINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÓT AF ALPÝÐUFLOKKNDM RITSTJÓRI OG ÁBVRGÐARMAÐDR: ÓLAFDR FRIÐRIKSSON 39. tbl., 4. Reykjavlk, mánudaginn 23. september. 1918. framjaraborgir. ---- (Frh.) Pranbfart við Main. Borg þessi er eins og hin fyrnefnda í vestur- hluta Þýzkalands; íbúatala um hálf miljón. Borgin á höfnina og Vörugeymsluhúsin við hana; hún á gasstöövarnar og rafmagnsstöðv- arnar, vatnsleiðsluna, sláturhús, sýningahallir, vogarstöð, handveðs- lánstofnun, sparisjóð, fólkráðninga- Btofu, leikhús og söngleika-hús (óperu), uppeldisstofnanir, markaðs- búðir, fundasali og dagblað. Blað er þó leigt út, en bæjarfélagið fær tekjur af því, og heflr eftirlit með t>ví. ’ Freibnrg. Borg þessi er í Myrk- viði (í Baden, Suður-Þýzkalandi) og hefir 85 þús. íbúa. Hún á sjálf gasstöð og rafmagnsstöð, vatns- leiðslu, sporvagna, vörugeymsluhús, Vogarstöð, stórgripatorg, sláturhús, sparisjóð, handveðslánstofnun, bað- hús og sundhús. Ennfremur leik- hús (heldur stórt orkestra) og al- taenn íbúðarhús, bújarðir, upp- eldisstofnanir, skógarlönd og brenni- sögunarstöð. Eins og Frankfurt á Treiburg blað, sem kemur,út dag- ^ega, en með þeim mun að Frei- burg rekur það sjálf. Var gróðinn á blaðinu — fyrir stríð — 32 bús. kr. á ári, auk þess sem bær- *ön hafði þar ókeypis auglýsingar svaraði 14 þús. krónum. Árið 1909 voru allar eigur þessarar borgar metnar liðlegð 78 milj. króna, en skuldir voru þá 38 mil- lónir. Skuldlausar eignir borgar- >önar voru þannig 40 milj. kr. og 6r það meira en lítið í borg sem 6kki hefir nema 85 þús. íbúa þ. e. *70 kr. á hvern íbúa! öýrfíðin og verkamenn. Sumrinu er að halla og haustið ríða í hlaðið. Þeir eru að koma sem leitað hafa út úr bæn- eftir vinnu í sumar, og pyngj- Ur þeirra misjafnlega þungar er ^eiua kemur. Sumum hefir aflast v®i» öðrum miður. Það er gamla Sagan, sem ætíð endurtekur sig. 's' Nú fer að draga úr vinnunnni, þessir menn eiga að lifa á því 6luú, sem þeir öfluðu sumartím- UUtJ‘ Hamingjan má vita, hvernig ek8t að gera þaö. °8 aldrei hafa tímarnir verið erfiðari en nú, því ávalt harðnar dýrtíðinni. Sá tími er nærri °Dainn, að meDn eiga að fara að úgja sig til vetrarins, svo sem bjöti og kartöflum, en hvar er það afl, sem til þess þarf? ^egar þeir embættismeim kvarta sem hæst eru launaðir stéttar- bræðra sinna, þá er ekki að undra, þó að verkamaðurinn geri það. Öll áherzla hefir verið lögð á það, að birgja landið með nauð- synjum, og er með því sýnd við- leitni til þess að fyrirbyggja að menn deyji úr hungri. Þetta er hvorki til að lofa né lasta, það var ekki annað en sjálfsögð skylda. En það er annað, sem ekki er síð- ur ástæða að athuga og ráða fram úr, og það er, hverra ráða skuli leitað til þess að koma í veg fyrir, að almenningur verði ekki, vegna fátæktar, án bráðnauðsynlegra fæðutegunda. Það er sá liður sem ávalt hefir verið gengið fram hjá eða látinn reka á reiðanum. Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkuð skrifað um það í blöð- um né heyrt um það talað á þing- bekkjum. Og það er þó annnð höf- uðatriðið nú í þessari dýrtíð, næst á eftir því, að afla nauðsynjavöru í landið. Sumir menn fjargviðrast mikið yfir því, hve verkamenn hafi mikið kaup. Þeir jafnvel moki saman peningum, hafi fast að því laun hæstlaunaðra embættismanna, segja þeir, því sé þeim heldur engin vorkunn á þessum tímum, fremur en öðrum. Ég skal fúslega játa, að mikill þorri embættismanna hefir við lág laun að búa, en þing- ið hefir verið að sýna lit á að bæta laun þeirra. En verkamað- urinn á við enn verri kjör að búa. Fyrst er það, að vinna hans er miklu stopulli, og meðan hún er það, mætti taka tillit til þess, og launa honum betur. En því fæst nú illa kipt í liðinn. Að öðru leyti er það, að laun hans hafa altaf verið óheyrilega lág, svo lítið hefir orðið eftir af þeim til þess að geyma til hörðu áranna. Þá er líka þess að gæta, að þjóðfélagið hefir ekki búið honum þannig í hendur, að hann gæti trygt sig fyrir veikindum, slysum eða vinnu- leysi. íslenzka þjóðfélaginu miðar svo skamt áfram á þeirri braut. Og enn er það, að laun verka- manna alment hafa ekki hækkað, að sama skapi og allar nauðsynj- ar hafa hækkað í verði; en þá uppbót hefir hann fengið, að vinn- an hefir minkað. En hvað er þá kaup verkamannna alment, þetta sem verið er að halda svo mjög á lofti og sjá of- sjónum yfir? Flestir iðnaðarmenn munu nú orðið hafa frá 40—60 kr. á viku. Fáir munu að vísu hafa hámarkið, en aftur flestir frá 40—60 kr. á viku. Þó við gerðum ráð fyrir því, að þessir menn hefðu 'vinnu alt árið, þá er kaupið sízt of mikið til þess að lifa af á þessum tima. Menn berjast í bökkum með því kaupi. En hvað hefir þá óbreyttur verkamaður að launum á þessum erfiðu tímum? Að því er ég veit bezt, þá er kaupgjaldið ákveðið á „eyrinni" 75 aurar um tímann, (eða það er samningur verkamannafél. Dags- brún). Eins og menn vita (að minsta kosti ættu vinnuveitendur að muna það), fengust launin ekki hækkuð frá þessu í sumar. Nú geri ég samt ráð fyrir að þessir menn hafi 80 aura um tímann og vinni 10 tíma á dag í 32 vikur (helgidagar frádregnir) þá veiður kaupið 1530 kr. — eitt þús. fimm hundruð og þrjátíu krónur. — Það er hreint ekki of mikið að gera ráð fyrir því, að 20 vikur á árinu séu menn þessir vinnulaus- ir. Hitt getur verið, að aukavinna verði nokkur, en vart mun hún gera meira en 2—300 kr. í mesta lagi. Finst mönnum nú í alvövu þetta vera glæsilegt kaup til þess að lifa af á þessum tíma, og hafa að jafnaði þetta frá 2—8 manns í heimili? Ég skal engan öfunda af að lifa á því kaupi hvað þá að eiga að leggja fyrir af því. Það ætti öllum að vera ljóst, að eitthvað verður landið eða við- komandi bæjarfélög að gera til þess, og það nú þegar, að verka- menn geti aflað sér bráðnauðsyn- legustu lífsnauðsynja til vetrarins, svo sem kjöt og kartöflur, og það verður á engan annan hátt en þann að landið eða bæjirnir, eða hvorttveggja, leggi V,—»/, að mörkum í vöruna, eða með öðr- um orðum að hún lækki þetta, landið eða bærinn borgi mismuninn. Aðferðin er þessi: Yerðlagsnefnd- in ákveður hámaiksverð á þessum vörutegundum, en kaupandi fær hjá bæjarstjórn ávísun á þessar vörutegundir hjá kaupmönnum sem hún (bæjarstj.) síðan greiðir sjálf þann hluta, er hún hefir tekið að sér að greiða. Aðferð þessi er einföld og sú heppilegasta sem kosin verður. Þetta var aðeins um þessar tvær vörutegundir, en enn fleiri verða að fylgja á eftir, því undir þess- um ráðstöfunum líka komin heill og heilsa mikils hluta þjóðarinnar og þjóðarstofnsins yfirleitt. Skal þá rétt minst á sykur, smjör og brauð. Því verður ekki neitað að án þessara nauðsynja kemst al- menaingur ekki af. Það er svo með smjörið að allur þorri verka- manna hefir orðið algerlega að neita sér um það, og er þó hart að vita til þess, að börn skuli þurfa að borða brauðið þurt, því alment hafa verkamenn hvorki kjöt, kæfu né annað þess háttar ofan á brauð, sem þó að einhverju leyti gæti komið í stað smjörs. Þessi mál eru svo mikils virði, að ætla verður að þau verði at- huguð. Og tel ég þau heyra bæði undir landsstjórn og bæjarstjórnir. Líka má ætla það, að landsstjórnin hafi hönd 1 bagga með um Það, hvernig því fé verðui vaVjð, sem lands ^jóður hefir heimilað að vcrja mætti til dýrtíðarröð.stafana og ætti stjórnin því að leggja niesta áherztuna á þetta fyrirkomnlag, enda kæmi það að mestum uot- um. Það er víst heimilað í uýr- tíðarfrumv. síðasta þings, að verja þeim ýmist til vinnu eða til þess að lækka verð á nauðsynjum. En ég held því fram, að vinnan ein só ekki nægileg (enda er reynslan sú annarsstaðar). Éví verður að fara hina leiðina jafnhliða. Það er fyr voði á ferðum, en að beint hungur sverfi að. Mjólk hefir hækkaö mjög í verði, svo að furðu sætir, 80 aura pott- urinn. Hvernig getur mönnurn dottið í hug, að verkamenn geti aflað sér hennar með því verði?, En börnin þurfa hennar með. Flestum mun finnast verð þetta á mjólkinni mjög ósanngjarnt, en verðlagsnefndin lætur það óátalið, og verður því að ætla, að hún hafi rannsakað málið, og niður- staðan orðið sú, að mjólkina væri ekki hægt að selja lægra verði. En eins og framleiðendur ekki þykjast þurfa einir að bera dýrtíðina, á heldur ekki að ætlast til þess, að verka- og iðnaðarmenn beri hana einir, hana eiga allir að bera sam- eiginlega. Og þegar landið og ein- stakir bæir eða sveitarfélög taka hana, líkt og hér hefir verið bent á að framan, þá taka allir þátt í henni, en einkum eiga þeir að gera það, sem hafa matarneyðina sér að féþúfu. Þeir eiga, þeir góðu hálsar, að fá að hera sitt af „hita og þunga dagsins". — Menn halda þvi fram, að dýr- ríðarhjálpin eigi eingöngu að vera fólgin í vinnu. Það er rett. Einn liður hennar er vinnan. En þegar hún ekki hrekkur til, eða það kaup, sem fyrir hana er greitt, þá verður að fara fleiri leiðir, eða að öðrum kosti að „falla úr hor“. En það ætti að vera oss ósamboð- ið á þessari menningaröld. Sumir menn bera því við, að þetta fyrirkoraulag, sem ég hér hefi talað um, geri menn sijofa, þannig, að þeir hirði ekki um það lengur, að vera sér úti um vinnu. En þetta eru einungis getsaki á engu bys,ðar. Vitanlega geta : alt fundist menn, sem muudu til t ess líklegir að haga sér þrnnig, eu þá 1 ætti að mega stöðva á ^eirri braut,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.