Dagsbrún - 11.01.1919, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 11.01.1919, Blaðsíða 2
D AGSíBRÚN KOLAVERÐ er frá í dag kr. 250.00 smálestin. Reykjavík, 8. janúar 1919. JBanésverzlunin. Sykurverð til kaupmanna og félaga í heildsölu er frá í dag: Högginn sykur kr. 1,15 kílóið Steyttur sykur - 1,05 — Púðursykur - 0,95 — Reykjavik, 8. janúar 1919. JSanésvQrzlunin. Allskonar brúkaðar bækur fást í Bókabúöinni á Laugaveg 13. Tvær þýddar sögur. Milli tveggja elda heitir saga eftir Arthur Sewett, sem bókaverzlun Sigurjóns Jónssonar hefir gefið út. Ís- lenzka þýðingin er gerð af Bjarna Jónssyni kennara, og er málið mjög viðfeldið og blátt áfram. Saga þessi heyrir sannarlega ekki til heimsbók- mentunum; hún er sömu teg- undar og »Familie-JournaIen« flytur og því ágæt fyrir þá sem vilja kaupa sér skemtilega sögu- bók, en hafa óbeit á mann- drápa- og leynilögreglusögum. Ég vil ekki gera mig sekan í þeim ósið sem margir ritdóm- arar gera, að fara að segja hér frá öllu innihaldi bókarinnar, en læt mér nægja að segja, að höfuðpersónan i henni er prest- ur, og er það nóg til þess að allar stúlkur ætti að langa til þess að lesa þessa sögu. Bókin er alls 272 bls., prent- uð á vandaðan pappir. Verðið 3 kr. 50 au. Góða stúlkan heitir saga sem komið hefir út á sama forlag og með sama þýðanda og fyrnefnda bókin. Hún er eftir hið heimsfræga skáld Phiglendinga, Charles Dickens, höfund sögunnar Oli- ver Tvist, sem flestir kannast við, og þarf þá ekki að segja meira um þessa sögu. Hún er 143 hls. kostar 2 kr. og er prentuð á þeim mun verri pappir, sem hún er betri saga en hin fyrri. Torfi. Frá Bandarikjunum. 1 síðasta blaðinu af »Bjarma« ritar David Östlund um fram- gang bannmálsins í Ameríku. Þar samþyktu i haust fjögur riki: Ohio, Nevada, Florida og Wyoming sölubann, og eru bannriki Bandaríkjanna þar með orðin 32 af 48. (Árið 1907 voru þau aðeins 3). Eins og kunnugt er sam- þykti allsherjarþing Bandaríkj- anna fyrir liðugu ári (des. 1917) að algerl vínbann skyldi ganga í gildi um öll ríkin 12 mán- uðum eftir að 36 af 48 rikj- unum hefðu samþykt sölu- bann, ef svo mörg riki sam- þyktu bann áður en sjö ár væru liðin. Er talið víst að tala bannríkja komisl á þessu ári upp í 37, og þar með gangi í gildi algert bann í öllum rikjunum. Hvað segja vorir góðu andbannsspekingar við þessu? Qaræoaiams-nótur stórt úrval nýkomið í Prenfsraiöjan Gutenberg. Ilarmonium af ýmsum stæröum nýkomin í Hljóðfærahúsið. Þetta og hitt. Nýja brú yflr Limafjörð á nú; að 'gera við^Álaborg, og á húnfað ,koma í stað flot- brúar (pontonbrúar) þeirrar senU'er þar nú, og sem iðulega verður fyrir. skemdum af lag- is, svo!Tsamgöngur teppast til nyrzta hluta Jótlands. Umferð um Panamaskurðinn, hið mikla mannvirki Banda- ríkjamanna, hefir aukist mjög síðan að skriðurnar hættu að falla, sem í fyrstu stöðvuðu alla umferð, hvað eftir annað. Umferð um skurðinn heflr verið síðustu árin svo sem hér se£*r> smálestir: 1914— 15 1250 skip samtals 5,417,000 1915— 16 761 — — 3,597,000 1916— 17 1768 — — 8,531,000 bkipm voru frá þessum lönd- um: Englandi . . . . 1914 -15 465 1915 - 16 358 1916 -17 780 Bandaríkjunum 470 238 464 Noregi 240 45 150 Chile 35 33 99 Peru 4 30 86 Hollandi . . . . 7 15 74 Japan 6 24 72 Danmörku . . . 23 18 43 Orsökin til þess að umferð skipa frá Chile og Peru hefir aukist svo mjög, er aukinn flutningur á Chilesaltpétri til Bandarikjanna. Haida vestur. 25 vaka þurfti tvisvar á dag, að láta ganga dælurnar. Mary Royers var orðin þvæld, skips- höfnin var orðin þvæld, og stóri Dan ('.ullen, skipstjórinn, var orðinn þvældur. Ef til vill hafði þetta farið allra verst með hann, því á honum hvíldi ábyrgðin 1 þessari gífurlegu orustu við höfuðskepn- urnar. Hann svaf oftast í fötunum, ef það þá gat kallast svefn. Hann ásótti þilfarið á nóttunni, stór, digur og sterk afturganga, dökk af sólarbruna þrjátíu ára veru á sjónum, og loðin eins og ór- ang-útan. Á hann sótti aftur í sífellu ein hugsun, ráðlegging um siglingar við Kap Horn: Hvað sem \ni yerir pá haltu í veslur! Haltu í vestur! Þessi hugsun sat um hann. Hann hugsaði ekki um annað nema þá stundina sem hann formælti guði fyrir að láta veðrið vera svona slæmt. Haltu í vestur! Hann sigldi fast upp að Horninu, og lá hvað eftir annað með segl dregin til, 10—20 sjómílur undan. En altaf kom hinn eilifi vestanvindur og hrinti honum til baka, svo hann fór í austur. Hann barðist við hvert hvass- viðrið á fætur öðru, suður að 64. breidd- 26 arstigi, komst inn í hafisrek suðurhvels- ins, og lofaði myrkravöldunum hinni ódauðlegu sál sinni, ef hann kæmist fyrir Hornið. En honum miðaði austur á við. t örvæntingu reyndi hann að komast gegnum Le Maire-sundin. En þegar hann var kominn hálfa leið fór vindurinn i norð-vestrið; loftvogin féll niður í 28.88, og hann snéri víð og sigldi undan veðri sem að ofsa líktist hvirfilbyl, og munaði þá ekki nema hársbreidd að hann sigldi Mary Rogers upp i hina svart-tentu kletta. Tvisvar komst hann vestur að Diego Ramirez ldettunum, í annað skift- ið bjargaðist hann af því hann kom auga á þessa grafsteina skipa milli tveggja hríðarélja, og voru þeir þá aðeins sjó- mílufjórðung beint framundan. Hvast! Dan Cullen skipstjóri bar veðr- ið saman við þau þrjátíu ár sem hann hafði verið á sjónum, tíl þess að sanna að aldrei hefði verið annað eins hvass- veður. Mary Rogers lá til þegar honum varð þetta augljóst, og eins og til þess að slá þessu föstu, lá hún á lúgum áður en hálf klukkustund var liðin. Nýtt meg- intoppsegl og spánýlt afturstórsegl höfðu fokið burt eins og silkipappir, og fimm 27 segl, íest í tvöfalda kaðla, höfðu fokið laus og svifzt af ránum. Og fyrir morg- un var búið að leggja Mary Rogers tvisv- ar til aftur, og búið að höggva göt á »skansklæðningu« hennar til þess að losa þilfarið við vatnsþungann, sem þrýsti henni niður. Sólin lét ekki sjá sig nema rétt sem snöggvast svona einu sinni á víku. Einu sinni skein hún í einu um hádegisbil í tíu mínútur, en tíu mínútum seinna var nýtt ofviður að skella á, báðar vökur að minka segl og alt hulið í myrkri snjófellibyls. Einu sinni vissi Dan Cull- en skipstjóri hvorki lengdar- né breidd- arstig í hálfan mánuð. Sjaldan vissi hann nákvæmar um hvar skipið var en að heilu stigi gat munað, nema þa þegar að hann sá land, því sól og stjörnur voru huldar skýjum, og jafnvel þegar skást var, var birtan svo döpur að sjón- deildarhringurinn var næstum óbrúkandi til þess að gera athuganir. Grá hálfdimma huldi veröldina. Skýin voru grá; hinar stóru æðandi öldur voru blýgráar; hið rjúkandi fax aldrianna var gráfyssandi; albatrosarnir sem sáust við og við sýnd- ust gráir, og jafnvel asandi snjókornin

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.