Fréttir

Tölublað

Fréttir - 13.06.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 13.06.1918, Blaðsíða 4
4 FRETTIR að eins fengið enn sem komið er fyrir 500 smálestum í hann. Botnía er mælt að leggi af stað frá Höfn hingað á morgun. Séra Ólafnr Briem aðstoðarprestur á Stóra-Núpi er skipaður prestur þar. Aðrir sóttu ekki um brauðið. Prestkosning á Sauðanesi varð ólögmæt. Fékk séra Þórður Oddgeirsson 58 atkv., séra Jósef Jónsson aðstoðarprestur þar 35 atkv. og séra Hermann Hjartarson 35. En 33 atkv. voru ógild. Nú ráða stjórnarvöld landsins veitingu að tillögum biskups að sjálfsögðu. Málverba-nppboðið í gær var all-fjölsótt, og komust menn þar að góðum kaupum fyrir sjálfa sig, en miður góðum fyrir listamanninn. Öll seldust málverkin, fóru sum yfir 100 kr., mörg milli 20—75 krónur og sum ininna. — Hið dýrasta keypti Hannes B. Stepfiensen kaupm. (málverk af Snæfellsjökli), en flest keypti Jen- sen-Bjerg kaupm. og frú Kristín Símonarson. Lagarfoss fer vestur um haf kl. 12 í dag með 12 farþega að sögn. . Nýtt símafólk. Nýútkomið »Elektron« segir að þessar ungfrúr hafi nýlega verið teknar í simaþjónustuna: Guðrún Lárusdóttir, Guðný Sigmundsdóttir, Ragnhildur Thoroddsen, Karólína Sveinsdóttir, Lilja Sölvadóttir, Soffía Thorsteinsson, Áslaug Jóns- dóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Sesselja Jónsdóttir. Á Alþingi er í dag rætt í efri deild um mó- mýrar og eftirgjöf á Fiskifélagsláni, í neðri deild um stimpilgjald. Veðráttan. Norðanátt nú um alt land. Mestur hiti í Veslmannaeyjum 6,4°. Frost á Grímsstöðum (-r- 0,5). Francis Hyde fer til Englands, líklega á morg- un, að sækja saitfarm. t>ingfréttir. Pað ætlar ekki að ganga skrykkja- laust fyrir þinginu, að koma sér saman um eftirlaunin handa Birni Kristjánssyni. í gær var málið til umræðu í Nd., eftir að Ed. hafði gert þá breytingu á frumvarpinu, að ákveða eftirlaunin frá 1. júlí 1918. Þetta hafði allsherjarnefnd Nd. alls ekki getað fallist á og kom nú fram með brtt. um, að frv. færðist að efni til í sama horf og það var í, er það fór úr Nd., því það væri algerlega rangt, að binda eftirlaunaréttinn við ákveðinn mán- aðardag, þar sem það væri alls ekki á valdi Alþingis, að taka nokkra ákvörðun um lausn em- bættis- eða sýslunarmanna frá störfum þeirra. Brtt. nefndarinnar var samþykt með 13 atkv. gegn 11, að viðhöfðu nafnakalli og frv. svo samþykt með 18 atkv. Verður það nú að leggjast aftur fyrir Ed. í Ed. gerðist það markverðast, að allar breytingartillögur bjarg- ráðanefndar við dýrtíðarhjálparfrv. stjórnarinnar voru feldar, en frv. sjálft samþykt og vísað til 3. umr. Prentsmiðjan Gutenberg. Auglýsing. Skrifstofa innflutmng-snefnd- arinnar er í Kirkjustræti 8 B. Opin fyrst um sinn kl. 1 — 4. Á skrifstofunni fást eyðublöð undir umsóknir um innflutningsleyfi. innflutaia^aefadin- Bifreiðin R. E. 8 fæst leigfl í lengri og skemri ferflir, fyrlr sanngjarna borgun. — Upplýsingar í Litlu búflinnl. Simi 529. Kristinn Guðnason, bifpeiðapstjópi. Hljóöfærahús Reykjavikur Simi 666. Hornið á Pósthússtr. og Templarasundi, simi 666. Fyrirliggjandi birgðir: I. flokks Píanó og Orgel-Harmonium, Fiðlur, Gítarar, Spiladósir, Taktmælar, Nótnamöppur, Hljóðfærastrengir. Mörg þúsund nótnabækur, mesta úrval. Brúkuð hljóðfæri keypt og tekin í skiftum. Vðrur sendav um alt land gegn póstkröfu. sími 656. IjljóBfærahús Reykjavíkur. »656. Guy Boothby: Faros egypzki. 152 Eg skildi ekki hætis hót i þessu og stóð upp og gekk fram eftir þiljunum, en um- hugsunin um þetta samtal, sem eg hafði verið heyrnarvottur að, gerði mér gramt í geði. Hafði mér nú aftur gefist færi á að standa Faros að kukli og fordæðuskap, eða hvernig var þessu öllu varið? Meðan eg var að veita þessu fyrir mér, heyrði eg fótatak fyrir aftan mig, og þegar eg leit við, sá eg, að þar var maðurinn sjálfur kominn. Var hann ekki ýkja geðslegur þarna í rökkur- skímunni, en þegar hann kom inn, tók eg eftir því, að hann var í ágætu skapi og hafði eg aldrei séð liggja jafnvel á honum. »Eg var að leita að yður, herra Forrester«, sagði hann. »Það er svo viðkunnanlegt hérna uppi á þiljunum, og eg er einmitt vel fyrir- kallaður til að rabba dálítið við yður«. Mig langaði til að segja, að eg væri ekki i skapi til þess, en áður en eg gat svarað honum, hafði hann orðið þess var, að mér var eitthvað þungt í skapi. »Þér eruð hugsandi út af einhverju«, sagði hann. »Eg er hræddur um, að yður falli ekki vistarveran hér svo vel, sem eg vildi hafa kosið, en hvað gengur að yður? Get eg á nokkurn hátt bætt úr þvi?« »Nei, þakka yður fyrir«, svaraði eg hálf- þuriega. »Það gengur ekkert annað að mér 153 kom einhver upp um þilfarsopið og gekk til okkar, en eg reis úr sæti mínu, þegar eg sá, að það var ungfrú Valerie. »Ósköp er heitt í veðrinu í kvöld, herra Forrester«, sagði hún, þegar hún var komin til okkar. »Eg er sannfærð um, að það er þrumuveður í nánd, og þið megið vera vissir um, að hann hleypur á með stórviðri«. »Það held eg líka«, svaraði eg. »Það er ákaflega þungt loft niðri undir þiljunum«. »Já, það er næstum óþolandi«, sagði hún og settist niður. »Eg held að eg hafi sofnað út af í klefanum mínum, því að eg man ekkert eftir mér síðan einhverntíma í dag«. Eg mintist nú samtalsins, sem eg hafði hluslað á og endað hafði með þessari skipun: »Eftir einn klukkutíma átlu að vakna og þá áttu ekkert að muna af því, sem þú hefur birt mér«. Eg leit á Faros, en hann var al- veg eins og hann átti að sér að vera. »Þér líður víst ekki rétt vel, góða mín«, sagði hann alúðlega, og laut ofan að henni og lagði beinabera höndina á handlegg hennar. »En þú hefur rétt fyrir þér í því, að það hlýtur að vera þrumuveður i aðsigi. Forrester vinur okkar er að kvarta um höfuðverk og vill ekki iáta mig ráðieggja sér neitt við hon- um, en mér finst þó, að við ættum að reyná að hjálpa þér eitthvað. Eg skal nú svip- 154 en það, að eg hef höfuðverk, og er þess vegna ekki sériega málhreifur í kvöld«. Þetta var nú aldrei nema satt, en hitt sagði eg honum ekki, að eg fann ekki til þessara ónota fyr en eftir það, að eg heyrði á tal þeirra Valerie og hans. »Þér verðið að- leyfa mér að lækna yður«, sagði hann. »Eg þykist vera dálítið heima í læknisfræðinni«. Mér datt í hug, hvort nokkur sú fræði væri, sem hann væri ekki heima í, en jafnframt var eg svo tortrygginn, að eg vildi ekkert undir hans lækningum eiga. Þakkaði eg honum því gott boð, en þáði það ekki og bar það fyrir, að þetta væri ekki þess vert, að hann væri að sinna þvi. »Jæja — sem yður sýnist«, svaraði hann blátt áfram. »Ef þér viljið enga lækningu Þ*ggja, þá er ekki annað fyrir, en að halda áfram að vera sjúklingur«. Því næst vék hann talinu að öðru og ræddum við nú ali-langa stund um alls konar listir sem og eldri og yngri máiara og vinnu- brögð þeirra. Furðaði mig stórlega á þekk- ingu hans í þeim efnum sem öðrum. Allar virtust mér listastefnurnar vera honum jafn- kærar, og fanst mér hann þó einna helzt hallast að toskönsku listastefnunni, ef nokkuð var. Áður en við slitum þessum umræðum.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.