Fréttir

Tölublað

Fréttir - 10.07.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 10.07.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ 72. blað. Reybjavík, raiðvikudaginn 10. júlí 1918. 2. árgangur. I XJrslitakappleikur milli Víkings og* skipsmanna af Islands Falk verður kl. 9 i kvöld. /nga litla. Ejiir Guslaj Fröding. Inga litla, Inga mín, — syng óð fyrir mig, svo einmana' er sál mín og torfœrt um stig, mjer leiðist, því að þung er mjer sorgin. Inga litla, Inga mín, — syng óð fyrir mig, mjer er soo tjetl og glatt í hug að fá að hlusta’ á þig, að indœl verður eyðileg borgin. Inga litla, Inga min, — syng óð fyrir mig, jeg ætla hálfu kóngsríki mínu’ að sœma þig og gulli' og silfri’ er byrgir min borgin. Mitt gull í borg og silfur er einmitt ást mín sjálf, en önnur helft míns kóngsríkis, — það er sorg mín hálf. Nú, Inga litla, — er þjer geigvœn sorgin? Guðm. Guðmiindsson. Þegna-ójöfnuður. Kjarninn í öllum réttarkröfum íslendinga fyrr og síðar felst í þessum orðum: ísland handa íslendingum. Þess vegna hafa íslendingar al- drei viljað viðurkenna þá kröfu, sem Danir hafa fastast sótt til yfir- ráða hér: að hafa sameiginlegan fœðingjarétt eða jafnan rétt til auðæfa landsins, sem íslendingar sjálfir. Um þetta hefur þrætan í raun og veru staðið síðan íslenzk fram- sóknarbarátta hófst, enda er hér um mikilvœgasta og veigamesta höfuðatriðið að ræða. Vér viljum rifja upp fyrir les- endum vorum gildi »jafnréttis þegn- anna« og tökum hér upp brot úr grein eftir herra Einar Benedikts- son, sem rituð er skömmu eftir aldamótin, en er í fullu gildi enn í dag: »Danir hafa að undanförnu við- urkenl i sérmálalöggjöf íslendinga, að hérlendir menn gœtu haft rétt- indi hér á landi fram yfir »ríkis- borgarana«. Og þeir hafa einnig viðurkent í löggjöfinni, að íslendingar hefðu nokkurn rétt til »sérstakra« laga- ákvæða fyrir sig, án einskorðunar við danskan rétt. í þeim brotum og molum af þjóðlegri löggjöf alþingis, er komið hafa fram að undanförnu, sést ofurvel, að það eru einmitt sérrétt- indi íslendinga fram gfir aðra »ríkisborgaraa á sérmálasvœðinu, sem öll hin síðari pólitiska þræta milli Dana og íslendinga snýst um í raun og veru, þegar hismið er skilið frá kjarnanum. — — Og menn verða að leggja vel niður fyrir sér, hve feiknamikill hiunur er á þessu »formlega jafn- rétti« þegnanna og »sönnu jafnréttin þeirra. Það er t. a. m. ekki sannarlegt jafnrétti íslendinga og Dana, að hérlendum mönnum er heimilað að reka fiskiveiðar við Jótlands- s^aga ... gegn því að Danir, sem ckki eru búscttir hér, megi reka fiskiveiðar hér við land. — Og enn harðara er það þó, að Fær- eyingar, Grænlendingar . . . skuli geta komið hér og staðið í öllu jafnfætis hérlendum mönnum að réttindum yfir sjó og landi. Sannarlegt jafnrélti íslendinga og Dana væri það, ef hérlendir menn hefðu þeim mun meiri hlunnindi að lögum á íslandi, sem Danir standa betur að vígi í raun og veru í samkeppninni við íslendinga hér i landi. Danir eru auðug þjóð en íslend- ingar bláfátækir. Það er því ekki sannarlegt jafnrétti, að láta danskt auðmagn leika sér hér eftir vild (án skilyrðis um búsetu fjáreig- anda eða fjárstjórnanda hér i landi) — og bjóða svo íslendingum hér i móti »að koma með auðmagn sitt til Danmerkur«. Það er sannarlegur þegna-ójöfn- nðnr að leggja fáment, viðáttu- mikið, órœktað, fiskiauðugt fossa- land eins og ísland, í formlegt og skilyrðislaust þegnasamband við fjölbýlt, þröngsetið, alrcektað, fiski- snautt og fossalaust land eins og Danmörku. Eg nefni hér að eins það, sem verður þreifað á. En íslendingar með islenzkan anda og nokkra taug af íslenzku þjóðerni munu einnig sjá, hvað tunga vor og þjóðareinkenni mundu græða á þessu . . . Eg býst varla við, að nokkur maður þori að neita því, að með þessu verða íslendingar gerðir að »þegnum þegnannan. Lagalegt jafnrétti »í orði« getur orðið hinn mesti ójöfnuður »á borði«. Það stoðar ekki, þó menn vísi hér til þess, að íslendingar geti fengið »embætli í Danmörku«. — Það sýnir einungis það eitt, að Danir ættu einnig að geta fengið embætti hér og enginn hefur neitt á móti því! — — En ofan á alt það, sem að fram- an er sagt um hinn svokallaða þegnajöfnuð og sannkallaða þegna- ójöfnnð má bæta einu við, sem hefði víst þótt nægja í gamla daga — og nægði á dögum Jóns Sig- urðssonar, það er, að íslendingar hafa aldrei sjálfir beðið um slíkan »þegnajöfnuð« við Dani — þangað til nú, að wfulltrúarnirw* 1) sýnast ætla að fá þjóðina til þess, að biðja um hann. Skyldi þeim takast það?« (Úr bæklingnum »Ný-valtýskan og landsréttindin«. Rvlk 1902). 1) Það er alveg eins og höfundur- inn hefði ritað þelta í dag (sbr. »l)ags- brún«). (Overland) Sími 128. I. Tungumál þjóðanna lútaþróunar- lögmálinu, fæðast, þroskastog deyja. Gömul tungumál deyja út og ný myndast má næstum segja; því að breytiþróun sú, er á sér stað í lífi tungumálanna, er oft svo gagn- ger og yfirgripsmikil, að vart má kenna eitt tungumál að nokkrum öldum liðnum. Lífskjörin eru mis- jöfn og orsakir þær, er breyting- unum valda, misjafnar. Hljóðin, orðstofnar og viðskeyti, endingar og setningaskipun, alt er breyting- um undirorpið. Gömul orð breyta mynd og merkingu og ný orð eru tekin upp, annaðhvort að láni úr öðrum málum, eða þá smíðuð af þeim efnivið, er til er, orðstofnum er tengdir eru saman og blásið lifandi anda í; enn önnur deyja og rísa aldrei upp að eilífu; sum eiga því láni að fagna, að koma aftur fram á sjónarsvið lífsins eftir nokkurra alda hvild. — Breytingum orðmyndanna veldur oft bægðarauki, eins og t. d. er svo verður í framburði að so, guðsþökk að gustuk o. s. frv. En oft veldur breytingunni sú sum- part ósjálfráða ummyndun nei- staklingsins á útlendu eða úreltu orði, er sprottin er af hljóðlíkingu og hugtaka-samleitun, er oft á sér stað. Þetta er raunar eðlilegt og á sér stað hjá öllum þjóðum. Sum útlend orð, er upp eru tekin, er mjög erfitt að muna, og er því ekkert hægara, en að setja þau í samband við einhver áður kunn orð. Önnur útlend orð eru fram- borin með hljóði, er ekki eru tll i því máli, er tekur orðið upp og rennur þá hið óþekta hljóð saman við hljóð þau, er líkust eru hinu nýja. Rennur þá oft þektur orð- stofn saman við óþektan og hið

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.