Fréttir

Tölublað

Fréttir - 16.09.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 16.09.1918, Blaðsíða 1
139. folað. Samtakaleysið. Reykvíkingar bprfa með kvíða til vetrarins, — að minsta kosti öll- um hinum efnaminni heimilisfeðr- um og húsmæðrum bæjarins segir þungt hugur um framtíðina. Dýrtíðin sverfur að meir og meir. Vörur stíga í verði. Sumar nauðsynjavörur eru að verða ófá- anlegar. Og mönnum finst þeir, sem því fá við komið, margir hverjir, nola sér neyðina i viðskiftum öllum. Fólkinu sárnar að dýrar nefndir eru kostaðar af almannafé til eftir- lits með réttlátri skiftingu mat- væla og þess, að eigi séu erlendar og innlendar vörur seldar okur- verði, en þykist lítt sjá þess merki, að verði á nokkurri nauðsynjavöru sé haldið í skefjum, — því finst launin hirt, en lítið unnið. Sjálfsagt er ekki alt sem sann- gjarnast, sem sagt er um »forsjón« forráðamannanna, bæði landsins og bæjarins, í þessu efni, — fólkið þekkir ekki og hefur ekki færi á að kynna sér alla málavöxtu, — veit ekki, hve gífurlegur fram- leiðslukostnaður er orðinn á þess- ari og þessari vöru, þekkir hvorki innkaupsverð né farmgjöld erlendr- ar vöru hingað og getur því ekki dæmt rétt, hvort umsjónarnefnd- irnar gegna skyldu sinni og gefa rétta úrskurði. En mjög er hætt við, að verð- lag sé óhæfilega hátt á allmörgu, er fólk þarfnast. T. d. er það lítt skiljanlegt þeim, er wóinnvígðir eru í leyndardómana«, hvers vegna verð á erlendum vörum ýmist stendur í stað eða hækkar, þrátt fyrir lækkuð flutningsgjöld vegna lægri ófriðartryggingar. Alþýða manna skilur ekki, hvers vegna lakari kol skuli vera dýr- ari nú en ágætis-kol í fyrra. Dagblað Reybjavík, mánudaginn 16. septemfoer 1918. 2 . árgangur. zrJ verzlunin niz EDINBORG 2 98 ^asimis^ 2 98 Nýkomið .mest og bezt úrval í bænum af vefnaðarvöru og glervöru Vefnaðarvörudeildin: Alklæði — Kjólatau, mikið úrval — Flunel, hvít og mislit — Fiðurhelt Iéreft — Sængurdúkur — Lakaléreft, íl. teg. — Drengjafataefni — Rifstau svört og mislit — Kvennskyrtur — Náttkjólar — Millipils — Tvinni — Smellur — o. m., m., fl. Glervörudeildin: Leir- og postulínsbollar, ótal teg. — Diskar — Skálar — Tarínur — Kartöfluföt — Fiskiföt — Dvottastell — Pvottaföt — Olíuofnar — Prímusar og prímus- hausar — Kolakörfur — Kolaskúffur — Bollabakkar — Brauðhnifar — Brauðbakkar — Mjólkurkönnur — Tepottar — Kaffikönnur — Straujárn — Strau- pönnur — Pvottabretti, gler og tré — Ferðatöskur Rottugildrur — Lampaglös og kveikir— Sunlight Sápa — Handsápa — Fægiduft — og ótal margt fl. Vörur sendar heim Verslunin EDINBORG Hafnarstræti 14 \ Lftiil ágóði Lítill ágóði Fljótskil Sími 298 Fljót skil »Mjólkurfélagið« hækkar mjólk- ina gífurlega alt í einu. Skiljanlegt er að vísu, að hafi nokkru sinni verið ástæða til að hækka hana, þá er hún nú fyrir hendi vegna þess, hve fóður er afskaplega dýrt. En flestir munu ætla, að svo ræki- lega hafi hún verið hækkuð áður að nauðsynjalitlu, að ekki hefði hún þurft að hækka nú svona geipilega: úr 50 aur. í 80 aur. hver líter. Undarlegt þykir vist flestum, að kjöt skuli vera selt hér miklu hærra verði, en kjöt það, er selt er til útlanda. En við því er bú- ist, og það er í alinæli, að svo verði í haust: Reykvíkingum verði selt sauðakjöt jafnvel alt að helm- ingi hærra verði, en fæst fyrir kjöt það, er út má flytja, a. m. k. meira en þriðjungi hærra. En hvað sem öllum dýrtiðar- og verðlagsnefndum líður, hvað sem allri forsjón landsverzlunar, lands- stjórnar og bæjarstjórnar líður, þá er eitt víst, að Reykvíkingar auka á erfiðleika sína og bæta á ok dýrtíðarinnar sjálfir, — með sam- takaleysinu. Hver nöldrar og möglar í sínu horni, hjalar um dýrtíð og okur á strætum og gatnamótuin og livar sein menn hittast. En þeim dett- ur ekki í hug, að reyna að taka sig saman um að stemma sjálfir, með innbyrðis samtökum, stigu fyrir þessu »okurverði«, sem þeir eru að tala um. Hversvegna sameina kairpendur sig ekki gegn seljendum, svo sem t. d. Sláturfélaginu og segja: »Þetta gefum við fyrir kjöt og slátur, — ekki einum eyri meira«, og standa við það? Hvers vegna mynda húsmæður ekki félagsskap með sér og setja fastákveðin kjör og kaup vinnu- kvenna, eða taka engar ella og leggja heldur hart á sig. Samtök Reykvíkinga eru sjálf- sögð, og óskiljanlegt, að ekki skuli þegar hafist handa gegn öllum ein- okunarhringum, allri ósanngirni í viðskiftum. Þau verða að vera öflug, en bygð á fyllstu sanngírni, ekkert farið fram á af hálfu kaup- anda, er eigi er full sönnun fyrir, að sanngjarnt sé í garð seljenda, og noti þar hvorugir hártoganir, yfirskot eða vífilengjur, hvorki til að hækka eða lækka verð um sanngirni fram. Fátæklingar bæjarins og allir hinir efnaminni segja, þegar á þetta er minst, að það sé þýð- ingarlaust, af þvi að wríkismenn- S

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.