Fréttir

Tölublað

Fréttir - 09.10.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 09.10.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR Kirsch liðsmaður í erlendu liðsveitinni í her Krakka. Glæfrafó'r frá Kamernn til skotgrafanna þýzkn, ófriðarárið 1914—15. Eftir Ilans Paasche. (Frh.) Stundum tóku liðsmennirnir að segja frá þvi, hvern veg ástatt hefði verið er stríðið hófst. Fjöldi Þjóðverja var í erlendu liðs- sveitinni. Hugðu menn nú að þeir mundu uppreist gera, og voru hafðar til reiðu her- sveitir. ítali einn kvaðst hafa goldið t*jóð- verja, er hann skuldaði, með hnífstungu. Fjöldi Þjóðverja hafði verið drepinn og tek- inn til fanga. Oft varð eg að hlýða á slíkar samræður. Hlaut frásögnin að vera sönn, því að her- mennirnir töluðu oft um það, að haga sér á sama hátt er til Þýzkalands kæmi. Morgun einn var hávaði mikill og gaura- gangur. Kom fjöldi ríðandi manna eftir göt- unni. Voru það Tékkar, sem dvalið höfðu í Englandi, er stríðið hófst. Höfðu þeir verið teknir til fanga, en síðan skýrt frá því, að þeir væru reiðubúnir til þess að berjast á móti Austurríkismönnum með Rússum. Voru það flest ungir menn: stúdentar og kaup- sýslumenn. Var þeim tekið með fögnuði miklum. Guillot foringi hafði nú veitt mér sérstaka eftirtekt. Var eg nú gerður að undirforingja. Eg var fenginn til þess að kenna félögum minum ensku, er foringjarnir komust að því, að eg var vel að mér í því máli. Oft var eg að skotæfingum með liðssveit minni. Var mér mikið yndi að því. Hver maður skaut átta skotum. Við skutum á gerfimyndir, sem vera skyldu þýzkir her- menn. Var það ljóst, að eg var bezta skytt- an. Næstur mér að skotíimi var Tékki einn. Var beztu skyttunni útbýtt verðlaunum. Voru verðlaunin tóbak. Eg reykti ekki og Charles Garvice: Marteinn málari. 274 hafði gengið að eiga. Þóttist hún umfram alt þurfa að koma þeirri hefnd í framkvæmd, þó að ekki sæi hún neina leið til þess að svo stöddu. Fyrst og fremst varð hún þó að afla sér fjár, og það með skyndingu. Hún átti að svara til skulda á næstu vikum, þar á með- al kvenmönnum, sem ekki mundu hlífast við að troða mannorð hennar ofan í skarnið, ef hún stæði ekki í skilum. Þó að húh hefði það á orði við mann sinn, að vera sér í útvegum um peninga á einhvern þann hátt, sem honum kæmi ekki við, þá var það ekki annað en bragð, sem hún beitti í þann svipiinn. En hann hafði ekki látið ginnast af þvi, og varð hún að kannast við, þótt henni væri það nauðugt, að ekki væri jafn auðvelt að vefja manni hennar um fingur sér og hún hafði bú- ist við. Þá beindust hugsanir hennar skyndilega i aðra átt, og fór hún að hugsa um með mestu rósemi, hvort meiðsli þau, sem maðurinn hafði orðið fyrir, mundu draga hann til dauða, og ef svo bæri til, hvort treysta mætti þá á þagmælsku vagnstjórans. Það greip hana ein- hvers konar forvitni og löngun til að sjá þenna mann, sem hún hafði bakað líkams- meiðingar og dauða ef til vildi. Henni varð eins og háif-ósjálfrátt reikað --------------------------------------------#- seldi félögum minum tóbakið. Fékk eg þann veg eigi all-lítið fjár. Matsala var hjá skotæfinga-svæðinu. Störf- uðu þar tvær nunnur. Var önnur þeirra altaf alvarleg. Kvað hún bróður sinn herfanga í Halle. Var hún áhyggjufull um hag hans. Kendi eg í brjósti um hana. Kvað eg mig bera all-mikil kensl á Þýzkaland, og mundi bróður hennar liða vel. Var mér hið mesta yndi að því að sitja á tali við hana um Þýzkaland. Var nú skrifað í bók mína að eg væri ágæt skytta. Auk þess hlaut eg heiðursmerki. Þegar lokið var æfingum, var þess vand- fega gætt, að enginn bæri skothylki í vösum sínum, því að fyrir skömmu hafði Rúmeni einn í herdeildinni skotið liðsforingja. Óbóta- maðurinn var síðan skotinn í Bordeaux. Við og við héldum við til strandar og böðuðum okkur. Var baðstaður í Biarritz. Voru okkur oft gefnar vinagjafir, er við fór- um fram hjá höllum baðgestanna. Voru sungnir söngvar á leiðinni. Einn hinn feg- ursti þeirra var söngur erlendu liðssveitar- innar, sem víða er kunnur. Var þarna sungið á ýmsum málum. Einna fegurstir voru söngvar Tékkanna. Bretar sungu tízku-söng sinn: »It’s a long way«. Ameríkumenn sungu og ýmsa söngva. Við og við heyrðust sungnar þýzkar vísur, þótt undarlegt megi virðast. Má þar nefna: »Ich hatt einen Kameraden«. En þeir söngvar voru að eins sungnir í spaugi. Vorum við nú æ að æfingum. Litaðist eg um og kynti mér mjög landslagið. Hugði eg ávalt á flótta. Notaði eg nú fyrsta tækifæri er bauðst, til þess að komast til baðstaðar- ins. Þaðan hugðist eg flýja. Flóttatilraunin í Pyrenneafjöllum. Okkur var aldrei leyft að fara til Biarritz nema á sunnudögum. Svo var það sunnudag einn, að eg fór á brautarstöðvarnar, sýndi þar fararleyfi mitt og fór í rafmagnslest til baðstaðarins. 275 eftir ganginum að herberginu sem sjúkling- urinn lá í. Beið hún stundarkorn fyrir utan dyrnar og hlustaði eftir, hvOit hún heyrði nokkra hreyfingu fyrir innan, en að öllum likindum var sjúklingurinn ekki lakari, því að alt var kyrt og hljótt. Hún tók þá hægt í snerilinn, opnaði hurðina og gekk inn. Inni í herbergi þessu ríkti kyrð og þögn eins og annarsstaðar i húsinu, og var dauf ljóstýra hjá rúminu, svo að Charlotta gat ekki séð neitt greinilega, hvernig umhorfs var þar inni. Sjúklingurinn virtist vera í fasta svefni, og þar sem læknirinn lét ekki vaka yfir honum, þá dró hún af því, að hann mundi ekki hafa meiðst eins mikið og lækn- irinn ætlaði í fyrstunni. Þessi sofandi maður virtist seiða hana til sin með einhverju töframagni, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir, og vissi hún ekki fyrri til en hún var sezt fyrir framan rúmið og starði á hið föla andlit á koddan- um. Hann var áreiðanlega ekki Englend'ng- ur — um það var engum blöðum að fletta. Hárið var mikið og hrokkið, og hafði verið greitt frá enninu, sem var mjög lógt, en and- litið var dimmleitt, næstum dökt, og bar vott um slægð, jafnvel í svefninum. Gat Charlotta ekki haft augun af því. Þarna sat Charlotta um stund og leit ekki af manninum, en næturkyrðin og þreytan, Á öllum gistihúsum var Genfer-fáninn dreginn á stöng, og eg sá fjölda kvenna úr »Rauða krossinum«. Eg hraðaði mér til strandar og hugðist freista að komast til baðstaðarins San Se- bastiano. Veður var fagurt mjög. Særinn var spegilsléttur. Víða var ströndin brölt og þrep lágu ofan í fjöruna. Eg sá nokkra fiskibáta, og datt þegar í hug, að ef til vill mundi mér heppnast að flýja á einum þeirra. í fjarlægð sá eg höfða einn. Var bann utan landamæra Frakklands. Á klöpp einni sátu nokkrir særð- ir hermenn. Tóku þeir mig tali. Þeir sögðu mér hvar San Sebastiano væri. • Eg gekk um hríð með sjó fram, unz eg kom auga á kænu eina. Var hún fest við akkeri eitt lítið. Varpaði eg því upp í bát- inn. Var nú komið flóð. Hugðist eg nú ýta bátnum, en þá kornu nokkrir lítt særðir her- menn og kölluðu á mig: »Hæ! Viltu vera með á skemtigöngu?« Spurðu þeir mig undrandi, er þeir komu nær og sáu töluna 1 á kraga mínum, hvort eg væri í fyrstu liðssveitinni í Lille. Var það mjög mikils metin liðssveit, nefnd »Hin austræna járnliðssveit«. — »Lítið þið nánar á mig«, sagði eg. »Nú, það er einn úr erlendu liðssveitinni«^ sagði einn þeirra, og urðu þeir nú enn þá forvitnari en áður. Þeir voru nýkomnir og þurftu margs að frétta. Að lokum héldu þeir brott og tóku að spila á klöpp einni í grend- inni. Mér gramdist þetta mjög. Ég sá að eigi var unt að halda á haf og láta þá sjá alt tíl ferða minna. Eg hélt áfram göngu minni. Sá eg þá á víð og dreif verði, sem hlutu að hafa orðið tortyggnir, hefði eg haldið af stað á sæ út. Fjölgaði mjög við ströndina, er að kvöldi leið. Alt í einu var kallað á mig. Var þar kominn einn félaga minna. Leiddi hann stúlkur tvær. Hann mælti: »Það er of mikið fyrir mig að hafa tvær. Sjá þú um aðra!« Frh. 276 sem fyrir var, gerði það að verkum, að aug«t hennar lukust smámsaman aftur, þó að öún ætlaði sér ekki að sofna. Brátt gleymdi hún manninum i rúminu algjörlega, en samt sem áður hélt heili henn- ar áfram að starfa. Hún ætlaði að launa Tom Gregson það, hvað hann var eigingjarn og ófús að hlaupa w°dir bagga með henni, og varð hann að fá einhverja ráðningu fyrir það. Hún var sv0 þreytt, að þetta var eina hugsunin sem hélt sér skýrt og greinilega innan um aðrar óljósar og draumkendar hugsanir. Rúmfötin hreyfðust eitthvað til, svo að hún lauh upp augunum og varð glaðvakandi um leið, því að maðurinn fór að tauta eitt- bvað fyrir munni sér í einhverju óráðsmóki, og heyrðist Charlottu það helzt líkjast ítölsku* en ekkert samanhengi var í orðunum, og ekki hægt að fá neina meiningu út úr þeim. Charlotta lét aftur augun á ný, en hugs- aði nú ekki lengur um Tom Gregson. í stað þess var hún að velta því fyrir sér, hvernig hún gæti komist aftur til borgarinnar sem fyrst, og ætlaði hún að reyna að græða þar peninga í spilum. »Eg held það sé bezt að eg fari nú að komast í rúmið«, sagði hún við sjálfa sig og geispaði. »Það er hlægilegt að sitja hér og

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.