Gjallarhorn - 27.10.1910, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 27.10.1910, Blaðsíða 3
IV. OJALLARHORN. [51 • • • • • • •• • • • • • • •-•■-•■• • • •••••••••• •• • • • • • • ••••••••• ••••••••••••••••••••••••••••• Biblíumálið. Undarlegar eru siðferðishugmyndir þessara »nýju guðfræðinga* ! Þeir leita hjálpar brezka biblíufélagsins til að gefa út biblíu. Þar sem þeir eru, að nafninu til, lúterskir og evangeliskir, verður biblíufélagið við bón þeirra, og eys út fénu. Enginn í félaginu skilur íslenzku, og því verður það að hafa blinda trú á þýðendunum. En loksins er félaginu veittur kostur á að dæma um þýðinguna sjálft. En þá fellur þýð- endunum allur ketill í eld! Þeir þola ekki að kostnaðarmennirnir skuli hafa nokkurt eftirlit með verki þeirra. »Sá, sem sannleikann gerir, hann kemur til ljóssins, svo verk hans verði opinber,€ sagði Kristur, en þessir þýðendur »koma ekki til ljóssins, svo verk þeirra verði ekki uppvís.« En þegar búið er að draga þá í ljósið, verða þeir svo önugir, að þeir viija ekki í meira en átta mán- UÖÍ gefa brezka biblíufélaginu neitt svar upp á hinar kurteisu og sanngjörnu spurningar þess. (Eg get hæglega sann- að þessa staðhæfingu). Það kemur okkur trúboðunum ekki svo mikið við, þó »nýju guðfræðing- arnir< fari að gefa út hlutdræga bib- líuþýðingu, ef að þeir borga sjálfir allan kostnaðinn, en það sem vekur vandlætingu hjá hverjum siðuðum manni, er, að þeir reyna að gera það á kost- nað þeirra manna, — og að þeim ó- afvitandi, — sem þeir mótmæla í öll- um höfuðatriðum trúar þeirra! Greinin eftir »Emeritus« í síðasta tölublaði »Gjallarhorns«, er í nákvæmu samræmi við þessa grunsömu framkomu. Það er vitanlegt að síra Haraldur Ní- elsson fór utan í sumar til að leita sér lækninga, enda las eg það í þrem opinberum blöðum, en »Emeritus« heid- ur því fram, að hann eigi að grípa tækifærið til þess »að hafa eitthvað upp úr því«, og láta kostnaðinn koma niður á andstæðingum sínum í þessu bibh'umáli. Trúlegast er, að slfk sví- virðing hafi aldrei komið síra Haraldi til hugar, en að hún eigi upptök sfn í hinu spilta hjarta »Emeritus«, — hver sem hann kann að vera. Þó er það merkilegt, að »andarnir« gátu ekki læknað síra Harald, sjálfan fyrverandi gjaldkera (andatrúar)tilraunafélagsins! Eg finn enga ástæðu til að skamm- ast mín fyrir þann þátt sem eg hefi tekið í því, að láta brezka biblíufélag- ið vita hverskonar þýðingu það var að gefa út. Mér fanst það sjálfsagt að gera það. Eg hefi nýlega skrifað grein í »ísafold« (65. tölublað) til að gera grein fyrir afskiftum mínum af þessu máli, og bið eg alla hugsandi menn, sem vilja dæma óhlutdrægt, að lesa hana. En þar sem einni línu af hand- riti mínu var slept úr, fyrir yfirsjón prentaranna, kom ruglingur á eina út- skýring mína. Leyfi eg mér því að tilfæra kaflann úr greininni hér, þar sem hann sýnir að dæmin sem eg hefi tilfært, séu ekki öll »bein della og hégómi«. »Manni veitir ervitt með geta alveg fallist á jþað, að það sé beinlínis sann- leiksást, sem hefir knúð þýðendurna til að gera þær breytingar sem deil- unni valda. Nægilegt er að taka eitt eitt dæmi; — þýðinguna í Matt. 28. i9-> sem þeir þykjast vera »alsann- ferðir um að sé rétt og frumtextan- um samkvæm, en telja algerlega rangt að láta trúfræðilegar athuganir ráða þvf, hvernig þýða skuli«, (sbr. ísa- fold, 43. tbl.). Nýja þýðingin er þann- ig: »Farið því og gerið allar þjóðirn- ar að lærisveinum, með því að skíra þá til nafns föðursins og sonarins og hins heilaga anda,« og er alt ná- kvæmlega þýtt, nema orðin »með því að skíra þá<. Grísku orðin »bapti- zontes autous« þýða ótvírætt >skír■ andi þá«, en orðin »með því að« hafa engin rök fyrir sér í textanum. Það liggur í augum uppi að frumtext- inn hefði verið »með því að skíra þær«, ef að »þjóðirnar« hefðu átt að ger- ast að »lærisveinum« fyrir skírnina. Hvernig geta postularnir gert »þjóð- irnar« að »lærisveinum« með því að skíra >þá< (þ. e. lærisveinana)? Ef að menn eru orðnir lærisveinar, þá getur enginn gert þá að lœrisveinum. En gríska orðið »autous« þýðir »þá« (lærisveinana), og hefði verið »auta« hefði það átt við »þjóðirnar«. Það er því alveg skýlaust, að orðin »með því að« eru skotin inn í textann, án þegs að þýðandinn hafi minstu rök fyrir þeim í frummálinu. Þetta er málleysa, frá sjónarmiði fslenzkrar og grískrar málfræði, en þess skal gætt, að án hennar (málleysunnar) hefir ung- barnaskírn alls engin rök í ritning- unni. Því er það harla grunsamt, að hún er látin standa, fyrst þýðendurnir þykjast álíta það »algerlega rangt að láta trúfræðilegar sérskoðanir ráða því, hvernig þýða skuli.« Eg vil aðeins leggja fram þrjár spurningar: 1. Þekkja þýðendurnir íslenzka og gríska málfræði? 2. Ef eigi, því setja þeir sig á dómstól til að dæma og ónýta þýð- ingu hinna mörgu færari þýðenda við ensk-amerísku þýðinguna? 3. Ef þeir þekkja íslenzka og gríska málfræði, því gera þeir vísvitandi ranga þýðingu, og snúa orðum Krists til þess að þau mæli með kreddu (þ. e. barna- skírn) þess kirkjufélags, sem þeir þjóna? Áður en vér förum að samhryggj- ast um of þessum trúarhetjum, sem ætla að »gefa út sinn sfðasta pening« í þarfir sannleikans, látum oss hafa fullnægjandi svar upp á þessar spurn- ingar.« »Emeritus segir, að það sé fjar- stæða, að láta staðinn hjá Es. 7. 14 vera spádóm um fæðingu Jesú. Hvers- vegna vitna þýðendurnir þá neðan- máls á þessum stað, til frásagnarinn- ar um fæðingu Krists bæði hjá Matt- híasi og Lúkasi? Er þetta fjarstæða hjá þýðendunum, eða hjá »Emeritus«, eða hjá þeim báðum? Hin óheiðarlega aðferð sein »Eme- ritus« notar, að fela sig bak við nafnleysi, til þess að sleppa fyrir á- byrgð ósanninda sinna, er orðin hin viðurkenda bardagaaðferð þýðendanna og fylgifiska þeirra. Eg hefi lesið þrjár skammagreinar á móti okkur trúboðunum, sem langar í ófalsaða biblfu, en í engri þeirra hefir höf- undinum þótt það ráðlegt að koma fram hreinskilnislega með sínu rétta nafni. Þeir gera rétt að skammast sín. Þeir »elska myrkrið meira en ljósið, því þeirra verk eru vond.« Skammir eru engin vörn, en þær sanna þar á móti, að þýðendurnir hafa ekkert betra að bera fyrir sig. Loks skal bent á, að það er rangt hjá »Emeritus«, að eg sé endurskír- ari. Eg hefi aldrei skírt nokkra mann- eskju, sem hefir móttekið kristilega skírn. Það er rangt að við trúboðar trúum á innblástur nokkurrar þýðingu biblíunnar; þetta er tómur uppspuni hjá »Emeritus«. Við trúum á innblást- ur hins upphaflega handrits, og að það sé köllun biblíufróðra manna að komast altaf sem næst því, og að kenna samkvæmt því. Þess vegna vilj- um við hafa hreina þýðingu. Það er rangt, að við höfum haft fyrir oss rang- ar biblíuþýðingar, í kæru okkar. Við höfum farið eftir hinum beztu þýðing- um heimsins, gerðum af nefndum sem voru kosnar úr öllum trúarflokkum (að únítörum meðtöldum). Það er sjálfsagt, að slíkar þýðingar séu óhlutdrægar, en það getur maður ekki sagt um þessa reykvísku þýðingu, sem er gerð af lítilli »klíku«, með aðeins einum manni sem er fær um að þýða úr hebresku. Það er rangt, sem þýðendurnir hafa endurtekið hvað eftir annað, að brezka biblíufélagið hafi smám saman dregið til sín meiri hlutann af upplagi nýju þýðingarinnar í þeim tilgangi að gera hana upptæka. Brezka biblíufélagið hef- ir ekki fengið neinar biblíur aftur, nema aðeins til þess að senda þær til út- sölumanna í Vesturheimi. Mér er það alveg óskiljanlegt, að þýðendurnir *kub fara með þessi rakalausu ósannindi. Ef nokkur skyldi efast um staðhæf- ingar mínar f þessari grein, væri það mér ánægja að veita nákvæmari upp- lýsingar, og sýna heimildir mínar fyr- ir beim’ Arthur Gook. Tvœr andarnefjur rak á Brimnesfjöru í Skagafirði í næstsíðustu viku. - Var önnur 13 al. en hin 7 al. að lengd. Brúðkaup. Guðmundur T. Hallgrímsson héraðslæknir Höfðhverfinga og ungfrú Kam- illa Jensen dóttir Thor Jensens kaupmanns í Reykjavík, héldu brúðkaup sitt á heim- ili brúðarinnar 14. þ. m. — »Gjh.« óskar þeim til hamingju. Rjúpur kaupir Gránufélagsverzlun fyrst utn sinn. Verðið alt að 25 aurum fyrir stykkið. Konungleg hirð-verksmiðja. Brœðurnir Cloeíía mæla með sínum viðurkendu SÚKKULADE-TEGUNDUM, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta kakaó, sykri og vanille ennfremur kakaópúlver af beztu teg. Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum. Altaf eitthvað nýtt í ,Edinborg‘. AUar húsmæður þurfa að reyna hin ágætu Glei -þvottabi etti sem nú eru nýkomin í EdínbOfg. Þau gera verkið margfalt léttara en gömlu tré- og blikkbrettin og eru ómissandi á hverju heimili. • Opinbert uppboð verður haldið mr miðvikudaginn 2. nóvember TW næstk. kl. 11 f. h. við húsið í Hafnarstræti nr. 103 og þar eftir beiðni kaupmanns Eggerts Laxdals selt hæstbjóðendum síidarnet ný og brúkuð, kútar, kaðlar nýir og gamlir, dregg, búðarskápar, skúffur og hillur, búshlutir, steinolíubrúsar, eldavél, tveir fjórrónir bátar o. fl. Bæjarfógetinn á Akureyri 26. okt. 1910. GUÐL. G UÐM UNDSSON. A tombólunni á LAUGARDAGINN 2Q. þ. m. verða óvenjulega margir góðir hlutir t. d. l^lukka er kostar 50 l^r. og önnur klukka 24 kr., harmonika 28 kr., vasaúr 18. kr., stigvél 17 kr. og fjöldamargir aðrir góðir og eigulegir munir.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.