Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 27.11.1904, Blaðsíða 1

Ingólfur - 27.11.1904, Blaðsíða 1
II. ÁR. Reikjavík, sunnudaginii 27. nóv. 1904. 49. blað. ÞÝZKÁR BÆKUR OG BLÖÐ útvegar E. G-unnarsson, Suðurgötu 6, Rvík ...II I I I* I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I.I I I I I I I I I I I Ingólíur. Blöðin, sera eftir eru að koma út, til nýárs, á að prenta í stærra upplagi en nokkurt annað íslenzkt blað og útbýtast gefins inn á hvert heimili í Reykjavík, og um nágrennið, svo að þeir sem ekki hafa þegar kynnt sér blaðið fái nú færi á því. Ingólfur væntir að fá marga nýja kaup- endur um áramótin. Peir eru beðnir að géfa sig fram við afgreiðslumanninn bókb. Guðbjörn Guðbrandsson, Laugaveg 2. Hvergi annað eins tækifæri til að fá auglýsingar sínar átbreiddar. Gjörið svo vel og sendið auglýsingarn- ar fyrir laugardag í Félagsprentsmiðjuna. Vísa. Eins og úr blóma bikar hið bláa daggartár svo hurfu harmar mínir um heiðrík bernskuár; en nú ei þrá mín þrítur í þrunguum hugarreit hún er sem birgður brunnur sem birtu aldrei leit. X. Sjömennirnir og stjórnin. (Ræða á afmæli Bárumiar). Sé ég í hug við háa storð hundrað skip með frðnskmn drengjum. Þrek er í höndum. íslensk orð eru það sem skipa að herða á strengjum. Hannes Hafstein. Þessa vísu gerði hið gamla ungmenni, sem nú er í ráðgjafasessi, á þeim tíma, er það mundi sjálft til þess, að því mundi fara illa ellibragurinn. En gerst hafa nú nílega þau tíðindi, er vekja mönnurn efa um löngun ráðgjafans til að framkvæma hugsjón stúdentsins. Haldór skipstjóri Friðriksson ætlaði með skip og varning til Kaupmannahafn- ar. Þurfti hann því að lögskrá háseta til skips síns. En síslumaður neitaði. Mun mörgum þikja það undarlegt, en þó hefur maðurinn lög að mæla. Og ekkert vald hefur hann til að veita undanþágu. En það vald hefur stjórnin. Var þá ástæða til undanþágu nú? Lög þessi og málavegstir alíir munu úr því verða að skera. Lögin segja að þeir menn megi vera skipstjórar í innanlandssiglingum, sem staðist hafa hið minna stýrimannspróf, Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á Islandi er Umboðsmaður: Jens B. Waage. en í utanlandssiglingum þeir einir, sem staðist hafa meira prófið í stírimanna- skólanum i Reikjavík. Þó er mönnum með minna prófið bannað að sigla innan- lands skipi, sem ber meira en 100 smá- lestir. Sá galli er á þessum lögum, að þau skilgreina ekki hugtakið innanlands- siglingar. Þó sést á öllum framkvæmd- um eftir þessum lögum, að sá almenni skilningur er að þar undir heiri fiski- veiðar hér við land. Nú mun það kunnugt hverjum heilvita manni, að Atlantshafið verður eigi að smáflóa eða firði í námunda við strendur þessa lands. Dregur það lítt úr hafsjó, þótt til lands sjáist í björtu veðri, og eigi eru meiri staðviðri eða blíðviðri í nánd við ísland en annarsstaðar í því hafi. En hvers vegna gerir þá löggjafinn minni kröfur til þeirra manna, er liggja hér úti í Atlantshafinu á fiskiveiðum, en til þeirra, sem flitja varning landa á milli? Mundi hann hugsa að vandaminna sé að forðast sker og tanga, rastir og illa landtökuhér en að sigla beina leið ifir opið haf? Eða mundi hann ætla verri landtöku við strendur Skotlands og Danmerkur en hér við land? Ef það er hald löggjafans, þá ætti hann að minnast þess, hve margur útlendingur hefur átt um sárt að binda við strendur vorar, þótt hann væri kom- inn óskemdur ifir hafið. Það mun jafnan verða torskilið heilbrigðri skinsemi að meiri lífshætta sé að sigla beina leið landa í milli en að liggja vikur og mánuði úti í reginhafi í nánd við hættulegar strendur. — Löggjafinn hlítur því að hafa litið svo á, að á þeim skipum sé laugtum dírari farmur, er sigla milli landa en á hinura. Hugsum oss dæmi þessu til skíringar. Ég hef minna prófið, á vænt fiskiskip, er formaður á því og ligg úti á fiski frá febrúarlokum til Jónsmessu og hef 25 menn með mér. í ágúst á ég nóg af þurum fiski. Þá vil ég fara með farm á erlendan markað og vil taka 5 af mínum gömlu hásetum með og get vátrigt skip og vörur. Þetta leifir löggjafinn mér ekki. Honum þikir þá áhætta vátriggingarfélags- ins ísjárverðari en hitt að hætta 20 manna lífi miklu lengri tíma, í miklu verri veðraham á miklu hættlegri stað. Yona ég að öllum sé ljóst af þessu dæmi, að svona má löggjafinn ekki hugsa. Fólks- fátt land ætti að meta meira einn fiski- farm vátrigðan, en 20 manna líf, starf þeirra og vonir og vonir barna þeirra fæddra og ófæddra! en það tólfkongavit! Það var fir skírt með almennum á- stæðum, að eigi væri meiri lífshætta að sigla milli landa en að liggja á fiski hér við land. Þar við má bæta, að menn með minna prófinu úr sjómannaskólanum hér kunna nóg til þess að vita veg sinn hvar sem er á höfum heimsins. Hefur og reinslan sínt það, að vel hefur þeim gengið jafnan milli íslands og Skotlands, Noregs og Danmerkur. Milli 20 og 30 af þessum mönnum hafa farið á milli núna síðustu árin og engum hlekst á. Þeir hafa fengið menn sína lögskráða erlendis og skip og farm vátrigðan í enskum og dönskum félögum. Dönsku ræðismennirnir hafa ekkert haft að athuga. En íslenska stjórnin bannar þetta nú alt í einu, og þó fekk einn þeirra lög- skráða háseta hér í firra. Og þessi stjórn er sama skáldið, sem ort hefur vísu þá, er ég valdi að einkunnarorðum. Svona framkvæmir hann hugsjónir sínar, svona ætlar hann að skara fram úr firirrennara sínum. En lög hefur stjórnin að mæla. Þó hefur verið sínt að það eru vond lög. Mun mega telja sjálfsagt að skáldráðgjaf- inn ætli sér að breíta þeim, efhanngetur. Því að annaðhvort kunna menn með minna prófið nóg til að fara milli landa, eða þeim er ekki trúandi firir lífi manna í hafinu firir ströndum íslands. Auðvitað er firri liðurinn réttur, en hvor sem réttur væri, þarf breitingar á lögunum. En nú munu menn spirja: Er þá stjórn- in ekki neidd til að hlíta þessum lögum, meðan þau eru í gildi? Nei. Því að í þessum lögum er ein góð grein. Það er 14. greinin. Hún leifir stjórninni að gera undanþágur. Þá undanþágu átti hún nú að veita og æ síðan þar til er lögum þessum verður breitt til batnaðar. Þetta mál tekur eigi til skipstjóra einna, heldur allra sjómanna. Því að ærin at- vinnugrein gætu vöruflutningar orðið firir íslenska sjómenn. Firir því eiga íslenskir sjómenn allir í hóp að heirnta það, að hver sá skipstjóri megi fara landa á milli, sem trúað er firir margra manna lifi hér við strendurnar. Muna mega þeir og meðferðina á kosn- ingarrétti sjómanna. Dagurinn svo ákveð- inn, að sama sem engir gátu neitt réttar síns. Þá eiga þeir enn að heimta al- mennan kosningarrétt, að hver fullveðja maður megi kjósa, en sá réttur sé hvorki gerður að 12 króna viti, né 4 króna viti. Aldrei mega þeir það þola, að stjórn og löggjöf meti líf þeirra minna en salt- fisk, kol og korn og aðra verslunarvöru. Ef þetta er sjálfstæðið, sem Hannes Haf-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.