Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.07.1963, Blaðsíða 1
DÖNSKU vikublöðin seljast hér í nálægt 15000 eintökum í hverri viku. Hjemmet, Familie-Joumal- en og Andrés Önd seljast í hér um bil 3000 eintök- um hvert þeirra. Rúmlega 20 dönsk viku- og mánaðarblöð eru hér á boðstólum. 75% af blaða- og bókainnflutningi ís- lendinga er frá Danmörku AF DÖNSKU blöðunum eru Fam- ilie-Journ'alen, Hjemmet og Andrés Önd í sérflokki. Þau seljast í tæp- Iega 3000 eintökum vikulega Fam- ilie-Journalen og Hjemmet hafa verið mikið keypt og lesin hér á landi í langan aldur og fyrir stríð var salan varla minni en nú. Andr- és Önd er síðkominn í hóp hinna dönsku blaða, en hefur slegið í gegn og er keyptur af ungum og gömlum. Myndablöðin Billedbladet og Se og Hör seljast í innan við 1000 ein- tökum. Kvennablöðin dönsku eru einnig mjög vinsæl. Alt for Dam- erna og Femina eru í 2000 eintök- um hvort og prjónablaðið Flittige Hænder verður æ vinsælla og selst nú I allt að þúsund eintök- Deilan milli Verkalýðsfélags Akraness og vinnuveitenda um kaup og kjör hefur nú harðnað og slitnaði upp úr samningavið- ræðum þessara aðila sl. þriðju- dagskvöld. Aðal deiluefnið, sem samning- arnir strönduðu á, var um launa jafnrétti kvenna við fiskvinnslu og kaupgreiðslur til unglinga. Samkvæmt Dagsbrúnarsamnúig- unum færist öll fiskvinna ur 1. taxta i 2. taxta, en tímakaupfé i 1. taxta er kr. 28.00 en kr. 28.45 í 2. taxta. Verkalýðsfélagið á Akranesi lít- ur svo á, að konur við karlmanna- störf í fiskvinnslu eigi að fylgja körlum upp í 2. launataxta, svo að þær fái kr. 28,45 á tímann eins og þeir, en atvinnurekendur vilja greiða þeim samkvæmt 1. taxta kr. 28.00 á tímann. Standa málin í þessu deiluefni þannig, að verka- lýðsfélagið krefst launajafnréttis kynjanna, en atvinnurekendur synja því. Þá hefur verkalýðsfélagið á á Akranesi um 20 ára skeið. Fyrir 7.5 % hækkunina fengu 15 ára en 7.5% hækkunin fengu 15 ára unglingar á Aki-anesi kr. 23.45 á tímann, en 14 ára kr. 20.30. Nú vildi verkalýðsfélagið fá 7.5% hækkun á þessi laun sem önnur, en það vildu atvinnurekendur ekki heyra nefnt, og bentu á, að Dags- brún væri nýbúin að semja í fyrsta skipti um kaup þessara unglinga hjá sér og fengju þeir, sem eru 15 ára samkvæmt því kr. 23.80 á tímann og 14 ára kr. 20.00. Væri það eðlilegt að láta hið sama gilda á Akranesi. Hélt hvor málsaðili fast við sín sjónarmið og slitnaði því upp úr samningaviðræðunum. Finnst verkalýðsfélaginu á Akra- nesi þessj vinnubrögð atvinnurek- enda hin furðulegustu, þegar það er haft í huga, að í Keflavík hefur verið samið um svipuð kjör og verkalýðsfélagið á Akranesi vill fá. í fyrradag var svo haldinn fund ur í verkalýðsfélaginu, þar sem samþykkt var að fela stjórninni að annast frekari samningaviðræður jafnframt því sem trúnaðarmanna- ráði félgsins var falið að boða vinnustöðvun með löglegum fyrir- vara. Var mikill einhugur ríkjandi á fundinum og fundarmenn ákveðn ir að fylgja kröfum sínum fast eftir. Guttormur Guttormsson fékk heiðursverðlaun Dómnefndin fyrir heiðursverð- launasjóð Daða Hjörvar hefur, hinn 28. júníl9S3, einum rómi ákvarðað að veita Guttormi skáldi Guttormssyni heiðursverðlaun sjóðsins úr gulli,(eftir 12.gr. skipu lagsskrárinnar), til góðra minja um komu skáldsins lieim á ætt- land sitt, þá er hanu var nær hálf níræður, og flutti þá enn þjóð sinni kvæði sín og talaði til henn ar á tungu feðra sinna með þeim ágætum, að ein útvarpsstund varð hjartnæmur atburður í sögu ís- lenzkrar tungu. Skáldvð tók við heiðulrsverð- laununum í gær (4.júlí) í útvarp inu og ávörpuðu Guttorm skáld tveir dómnefndarmanna, formað ur Helgi Hjörvar og dr. Guðni Jónsson prófessor, fulltrúi heim spekideildar í nefndinni, en skáld ið þakkaði. Guttormur J. Guttormsson um. Tidens Kvinder selsl minna, eða í 200 eintökum, enda er þa* blað dýrara en önnur dönr.k blöð.- Blaða- og bókainnflutningur frá Danmörku nemur 75% af heildar- innflutningnum, og af þv;' eru 60 —70 % blöð. Sala vikubtaða frá öðrum löndum er hverf anc i. Bandá rísku blöðin Life og Time eru út- breiddust. Time selst í 600 eintök- um og Life í 250. Newsweek er minna keypt. 200 eintök seld í hverri viku. Ensk blöð seljast hér sáralítið en nákvæmar tölur eru ekki til um sölu þýzkra blaða. Rúmlega 20 eintök af París Match og Elle selj- ast og örfá ítölsk vikublöð. Sala á dönskum blöðum hefur verið stöðug undanfarin ár, en aftur á móti hefur mikið aukizt sala á dönskum vasabókum. Fyrir örfáum árum voru enskar og am- erískar vasabækur alls ráðandi, en eftir að Danir fóru að framleiða vasabækur sínar hefur sala þeirra dregizt saman. Þó er alltaf örugg sala á Pen- guin og Peliean-bókunum ensku Aðrar bækur en vasabækur selj- ast ekki mikið, enda eru þær orðn- ar allt að því jafndýrar islenzk- um bókum. Upplag Familie-Journalen og Hjemmet var 1961 rúmlega 300,- 000 eintök og er salan á íslandi því um það bil eitt prósent af heildar- upplaginu, og ekki minna en 2% af upplaginu af Andrés Öad selj- ast hér. ‘ Hverjir kaupa svo öll þessi dönsku vikublöð? Afgreiðslufólk í bókabúðuna bæjarins svaraði allt hinu sama: Það er ekki hægt að segja, að nokkur sérstakur liópur fólks kaupi blöðin. Fólkið, sem lcaupir þau er á öllum aldri, börn ungling- ar, konur og karlar. Og fólk úr öllum starfsgreinum virðist kaupa þau. Um sumartímann koma blöð- in aðra hverja viku til iandsins. Gullfoss kemur með þau annan hvern fimmtudag og frá bví þau koma í búðir um kaffileytið þann dag renna þau út eins og heitar lunnnur. Það mun óhætt að full- yrða, að fæstir láta sér nægja eitt blað. Flestir kaupa tvö og margir láta sér ekki nægja minna en fimm og sex. Konur eru í nokkrum meirihluta og margar þeirra kaupa Andrés Önd handa börnunum. Það eru ekki sízt framh ildssög- urnar, sem valda því, a ðfólk kaup ir vikublöðin. Margir fylg ast ná- kvæmlega með þeim og sumir hætta við blaðið, þegar vísí ri fram haldssögu lýkur. En flesti- halda áfram að kaupa sömu bliðin ár eftir ár og margir kaupa blöðin alltaf í sömu bókabúðinni. Myndin sýnir ungt fólk að lesa dönsku blöðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.