Alþýðublaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.07.1963, Blaðsíða 1
F SKUROADGERDIN Tveir læknar af Landspítalan- um fóru í gærdag með Birni Páls- syni flugmanni vestur að Staðar- felii á Fellsströnd, en þar gerðu þeir skurðaðgerð á ungri konu, sem var mjög hætt komin. Konan var síðan flutt til Bcykjavíkur, og mun hafa verið úr allri hættu í gærkvöldi. Það var í fyrrinótt, að hringt var frá Staðarfelli og tilkynnt að þar væri kona, sem nauðsynl^ga ÍSRAEL TEL AVIV 5. júlí (NTB- Reuter. Lögreglan í Tel Av- iv skýrði frá því í dag að komið hefði verið upp um víðtæk njósnasamtök meðal Araba, sem fcúsettir eru í ísrael. UppljóGi’runin hefur átt sér stað eftir játningar, sem arabíski njósnarinn Ilasan Abdul Hamid hefur komið fram með. Fyrír skömmu var hann dæmdur í margra ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Egypta. þyrfti að komast á sjúkrahús. Þá var mikil þoka, bæði hér í Reykja vík og fyrir vestan og ekki hægt að fljúga. í gærmorgun var enn svarta þoka. Þá átti hératíslæknir inn í Búðardal, Sverrir Georgsson tál við Valtý Bjarnason, lækni á LandspS^alanuJn, og kom þeim saman um að veikindi konunnar væru það alvarleg, að ekki yrði unnt að hreyfa hana. Þá var ákveðið að tveir lækna ', þeir Valtýr og Árni Björnsson, færu með Birni Pálssyni vestur, og var þá aðeins beðið veðurs. Um hádegisbilið lyftist þokan að- eins og notaði Björn þá tækifærið og lagði af stað. Læknarnir höfðu tekið með sér öll nauðsynlegustu tæki til skurðaðgerða, súrefnlstæki svæfingatæki og fleira. Þeir lögðu svo af stað kl. 12.30 og voru lentir á lítilli flugbraut hjá Breiðabóls stað á Fellsströnd kl. 1.05. Þar biðu bílar, sem fluttu þá þegar að Staðarfelli. Baðstofan á bænum var síðan gerð að skurðstofu og uppskurður þegar hafinn. Voru læknarnir þrír Sverrir, Valtýr og Árni við skurð arborðið í tvær klukkustundir, og tókst allt vel. Var konunni gefið mikið blóð, og um kl. 3.30 var að gerðinni lokið og konan vaknaði hálftíma seinna og hresstist siðan fljótlega. Björn flutti hana síðan til Réykjavíkur og var hingað kom ið kl. 5.30 og konan færð á Land spítalann. KEFLAVIKURVEGURINN NÝl STEYPUVINNA hefst við Kefla- víkurveginn nk. mánudag og er ætlunin að steypa 10.6 km. kafia í sumar, frá Hvaleyrarholti og suð ur að Kúagerði. Auk þess er ætl- unin að ljúka við 900 metra kafla, sem skilinn var eftir fyrir ofan TÍMINN gat ekki Iengi á sér setið að nota úrskurð kjara- dóms í launamálum opin- bcrra starfsmanna til árása á ríkisstjórnina, enda þótt flokkapólitík hafi óvenju lít- ið komið við sögu í gangi þessa máls. Segir Tíminn, að' kauphæltkunin sé að meðal- tali 40% en ríkið hafi aðeins boðið 23%. Hins vegar slepp ir Tíminn því alveg, að inni faldar í 40% eru 5%- hækk- un vtfrkalýðsfélaga síðasár Iiðinn vetur og 7.5% hækkun þeirra í júní. Lét ríkið þess getið, að það óskaði eftir, að tekið væri tillit til þessara tveggja hækkana. Þegar það er gert, er ekki aö ræða um þann mun á tilboði og úrskurði, sem Tíminn vil vera láta. Þá reynir Tíminn að þakka núverandi forustumönnum BSRB þessa þróun mála ein- um — og á það auðvitað að vera blómvöndur til eins framsóknarmanns á kostnað annarra forustumanna sam- takanna. Kunnugir vita, að samtökin hafa um langt ára- bil barizt fyrir samnings- rétti, en ekki fengið hann fyrr en nú. Er sérstaklega at hyglisvert, að allt hið langa árabil, meðan Eysteinn Jóns son stjórnaði fjármálum rík- isins, þar á meðal starfs- mannalialdi, þýddi ekki að tala um samningsrétt fyrir opinbera starfsmenn. Það var í tíð Emils-stjórnarinnar sem nefnd var sett í það mál, og núverandi stjórn veitti starfsmönnum ríkisins samn ingsréttinn og setti þau lög, er leiddu .til þeirrar þróunar mála, sem nú hefur orðið. Hafnarfjörð í fyrra, þannig að alls , verð'a steyptir í sumar 11.5 kíló- i metrar. Áætlað er, að steyptur I verði 1 km. á viku með 5 daga I vinnuviku, að því er Sigurður Jó- hannsson, vegamálastjóri, tjáði blaðinu í gær. Við brugðum okkur suður eftir í gær til að skoða mannvirkin, er Aðalverktakar hafa reist austan í Hvaleyrarholtinu til að framleiða í steypu í veginn. Möl og sandur eru tekin í námu í holtinu og grjót malað á staðnum. Hefur þegar verið unnið mikið af efninu, sem í veginn fei-. Ný hrærivél hefur verið sett upp þarna, sem er algjörlega sjálf- virk. Mun hún geta framleitt 45 rúmmetra af blautri stcypu á klukkutímanum. Sérstök sementslyfta lyftir sementinu upp í hrærivélina, en 375 kílógrömm af sementi fara í hvern rúmmetra af stejpu. —- Breidd steyptu plöturrnar mua vera 7.5 metrar og þykkt hennar 22 sentimetrar. ADDIS ABEBA 5. júlí (NTB- Reuter). Eþiópia sleit í dag stjórn málasambandi við Portúgal, að' því er sendiráð Portúgala í Addis Ab- eba skýrði frá í dag. Stjórnmálaslitin koma í kjölfar ráðstefnu sjálfstæðra Afríkurikja í Addis Abeba, þar sem hvatt var til aðgerða gegn Portúgal vegna stefnu landsins í nýlendum þess í Afríku. Lík af komi fannsf í §ær LÍK af konu á firimtags aldri fannst í gær sitcamu eftir hádegi fyrir v< stan Grandagarð, við syðs u ver- búðina. Líkið lá þar í fjör- unni, og er tali'ð víst, að konan liafi látist í gærmorg- un. Lögreglau þekkti kon- una ekki, og engrar hefnr verið saknað. Konan v ir ekki með neitt það, sem hefði get að veitt einhverjar upplýs- ingar um hana. VAR FRAMKVÆMÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.