Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 4
GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR UM I MINNiNGU GreiBsluafgang ríkissjóbs Magnúsar Björnssonar Á SYÐRA-HÓLI NÚ kemur hann ekki oftar inn úr dyrunum með töskuna sína. Kominn beint að norðan, hávax- inn og holdgrannur með hnúa- sverar hendur eftir langt stríð við fátækt og basl. Hann kom alltaf suður svo sem tvisvar á ári undir því opinbera yfirskyni, að hann ætti erindi við augnlækna, — og stundum skáru þeir í augun á honum, stundum gáfu þeir honum að- eins ný smyrsl og nýja dropa. En hvort heldur var, — hvort heldur þeir skáru í annað aug- að og lokuðu fyrir það með hvítum bindum eða þeir slepptu honum með smyrslin, fór hann alltaf beint frá augnlæknunum á SAFNH). Ég efast um, að nokk ur maður hafi nokkurn tíma nefnt opinbera stofnun með meiri ástúð í röddinni en Magn- ús á Hóli minntist ó Landsbóka- safnið. Þangað fór hann og grúskaði í gömlum bókum, hvort sem sjónin leyfði eða ekki. — Sérðu orðið mjög illa til að lesa, var hann spurður, siðast, þegar hann kom suður í vor. — Já, — nema ég lesi stutt í einu, sagði hann með sinni venju legu hægð og æðruleysi. En á safnið fór hann bem- ustu leið frá lækninum daginn eftir. Hann var uppi árla á hverjum morgni. Vildi taka daginn snemma, vera með þeim fyrstu á biðstofuna, svo að hann þyrfti ekki að bíða af sér tímann. Safn- ið lokar klukkan sjö, og eftir átta er illa lesbjart fyrir þann, sem aðeins getur lesið stutt í einu í bjartasta dagsljósi. Hann gerði sjaldnast boð á undan sér, þótt haun væri að koma suður. Hann bara kom einn daginn og hengdi upp hatt sinn og úlpu. Hann hafði ekki hátt um sig, en góður andi fylgdi korau hans i bæinn. Það var „eitthvað svo gott, að hafa hann í kringum sig”. En svo einn daginn var hann að fara. Læknarnir gátu ekki gert meira fyrir liann í þetta sinn og „Jóhanna mín er ein lieima”. — Safnið varð að bíða þangað til næst. Og svo var hann farinn. ★ Einu sinni sagði bókspakur mað- ur í erindi á opinberri sam- komu, að þegar aðrir íslenzk:r rithöfundar tuttugustu aldar væru gleymdir, mundi Magnús Björnsson á Syðra-Hóli verða í minnum hafður og skipað á bekk með höfundi Njálu. Ég sagði Magnúsi þetta næst, þegar hann kom suður. Hann. svaraði engu, — en einhver nær- staddur sagði: „Æi, honum Magn úsi leiðist þetta hól”. — Já, sagði hann og var feg- inn að tala um annað. í vor, þegar hann var fyrir sunnan, birtist viðtal við hann í einu dagblaði bæjarins. — Ertu búinn að sjá viðtalið við þig hérna í blaðinu, sagði ég við Magnús, þegar hann kom heim af safninu. — Nei, er eitthvað komið þarna? Það getur nú ekki verið mikið, — ég var að flýta mér niður á Ós ... — Jú, hann segir .... hélt ég áfram og tók upp fyrstu lofsyrð- in í greininni. En Magnús var kominn inn í næstu stofu. Hon- um leiddist hólið, — eða kann- ski öllu fremur — ié' sér fátt um finnast. Magnús var þó ekki á neina hátt leiður á tilverunni eða fyr- irleit hana eins og nú er tízka meðal margra „andans manna’, sem þykjast hafa teygað til botns úr þeim bikar, sem lífið hefur Magnús Björnsson úpp á að bjóða og leiðist aS skoða tómt glasið. Ég held ég megi fullyrða, að slíkt hafi verið fjarri Magnúsi á Syðra-Hóli og, að hánn hefði brosað, ef hann hefði verið spurður, hvort hann fyllti þann flokk. En honum leiddist fagurgali og tildur, — og þótt hann langaði alltaf til að vera lengur hjá bókunum á safn- inu, var hugurinn jafnan kom- inn hálfa leið heim á undan honum. Á seinni árum átti hann inn- angengt hjá höfðingjum, síðan farið var að láta mikið með hann og hossa ritstörfum hans á hærri stöðum. En einhvern veg- inn held ég, að honum haíi þótt lítið að sækja til liöfuðstaðarins nema læknana og safnið. Hann gerði sér ekki margar ferðir í aðrar áttir í Reykjavík. ★ Og nú er hann farinn fyrir fullt og allt. í í þetta sinn þurfti hann ekki að taka hatt sinn og tösku, í þetta sinn þarf hann ekki að flýta sér. Landsbókasafn himins- ins hlýtur að vera opið von úr viti, og læknarnir þar hljóta að gera honum fært að lesa lengi við þau björtu ljós, sem lýsa upp himingeiminn. Þú þarft ekki heldur að hraða þér norður núna, Magnús. Það koma bráðum allir þarna suður. Hólmfríður Gunnarsdóttir. Það var ekki fljúgandi diskur LONDON 25.7 (NTB) Brezkí herinn vísaði í dag á bng þeim fullyrðinguni, að undarlegur gíg- ur, sem myndast hefur skammt frá Charlton, stafi af því, að fljúg- andi diskur frá óþekktum piánet- um hafi lent þar. mWMttW-tWWHMíWWIWWWMWVWmH'tWWWWWWWWWWHWmWWWWIWW EINN mikilvægasti þáttur þeirrar nýju stefnu, sem nú verandi ríkisstjórn markaði í efnahagsmálum, var, að fjár- hagur ríkissjóðs væri traustur. Rikisbúskapurinn hefur geysi víðtæk áhrif á allt efnahagskerf ið. Það skiptir meginmáli, hvernig ríkisteknanna er aflað og livernig þeim er varið. Og það hefur mikla þýðingu, hvort greiðsluafgangur eða greiðsluhalli er hjá ríkissjóði. Miðað við þær aðstæður, sem ríkjandi voru, er ríkisstjórnin tók við völdum, og verið hafa síðan, hlaut það að verða eitt af höfuðtakmörkum ríkisstjórn arinnar, að greiðsluafgangur væri hjá rikissjóði. Þetta tak- mark hefur náðst öll árin, síð- an núverandi ríkisstjórn kom til valda. Fjárhagur ríkissjóðs hefur um áratugi aldrei verið traustari en hann er nú og fjár málastjórnin aldrei stcrkari. Sézt þetta m. ,a. af tölum þeim, sem fjármáiaráðherra liefur ný lega skýrt frá um afkomu rík- issjóðs á s. I. ári. Tekjur urðu 2062 millj. kr. og fóru 310 millj. kr. fram úr áætlun, fyrst og fremst vegna þess, að innflutn ingur til landsins reyndist meiri en áætlað hafði verið. Ríkisútgjöldin urðu liins vegar 1871 milljón og var það 122 milljónum meira en áætlað hafði verið, fyrst og fremst venga aukningar á niðurgreiðsl um innlendrar landbúnaðar- vöru og útflutningsbótum vegna útfluttrar landbúnaðar- vöru. Greiðsluafgangnr ríkis- sjóðs reyndist 162 millj. kr. Þegar svo háttar í atvinnu- málum og fjárhagsmálum, sem nú á sér stað hér á landi, hlýt- ur það að vera markmið fjár- málastjórnar ríkisins, að veru- legur greiðsluafgangur sé hjá ríkissjóði. Slíkur greiðsluaf- gangur stuðlar að því, að jafn vægi haldist í fjárhagskerfinu. Allir, sem um efnahagsmál hiigsa af skynsemi og ábyrgð- artilfinningu, munu gera sér grein fyrir, að .jegar atvinna er mikil og tekjur vaxandi, eigi að vera grciðsluafgangur hjá ríkissjóði, og beri að leggja liann til hliðar. Það hlýtur því að vera sagt gegn betri vitund, þegar blöð stjórnarandstöðunn ar telja það fréttnæmast við greiðsluafgang ríkissjóðs á síð- asta ári, að hann beri vott um, að ríkissjóður hafi lagt of þung gjöld á þegnana. Ef enginn greiðsluafgangur hefði orðið hjá ríkissjóði í fyrra, hefði stjórnarandstaðan eflaust tal- ið það bera vott um ógætilega fjármálastjórn og það með réttu. Þá hefði hún sagt, að’ í slíku árferði væri nauðsynlegt að hafa verulegan grelðsluaf- gang hjá ríkissjóði. En þegar greiðsluafgangurinn reynist verulegur, þá er hann ekki tal inn nauðsynlegur, lieldur tal- inn bera vott nm skattpíningu. Allir mtuu sjá, að slíkur mál- flutningur stenzt ekki. Af greiðsluafganginum var 39 millj. kr. varið til þess að grelða gamla skuld ríkissjóðs við Seðlabankann. En 100 milljónir ákvað ríkisstjórnin að leggja í jöfnunarsjóð, sem sett voru lög um fyrir rúmum þrem áratugum, en ekki hafa komið til framkvæmda fyrr en nú. Er hér um að ræða eitt merkasta nýmæli í fjárstjórn ríkisins um Iangt skeið. Það var heil- brigð hugsun, sem lá að baki lagasetningunni um jöfnunar- sjóð fyrir þrem áratugum. í góðærum skal fé lagt til hlið- ar í jöfnunarsjóðinn, og hann síðan notaður tU atvinnuaukn ingar, þegar verr árar. Hér er um að ræða viðurkennda og heUbrigða reglu í opinberri fjárstjórn. Það er þess vegna merkilegt spor, sem nú hefur verið stigið með 100 millj. króna greiðslunni í jöfnunar- sjóðinn. Þeirri stefnu, scm hér hefur verið mörltuð, ber liik- laust að fylgja áfram. Þá mun koma í ljós, að hér var um heillaspor að ræða. ÞETTA er afturhlutinn af módeli af geysistóru tankskipi, sem ráðgert er að sraíða í Bretlandi og á að ganga fyrir kjarnorku. Ekki er þetta enn annað en ráðagerðir, en ef hafizt verður strax handa um smíðina, er gcrt ráð fyrir, að skipið getið farið á flot 1967. 4 27. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.