Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 2
I Rltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áh) og Benedikt Gröndal,— AðstoSarritstjóri Björgvin Guömundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja AlþýðublaðsinSj Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á mánuði. í lausasöiu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. HVAÐ SAGÐIGUÐMUNDUR? j ÞEGAR Alþýðubaaidalagið óskaði eftir, að full trúar þess fengju að ræða við Guðmund í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra um olíuframkvæmd ir í Hvalfirði, varð ráðherrann strax við þeirri ósk. Hann ræddi við Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson og skýrði þeim nákvæmlega frá því, sem fyrirhugað er. Nú hefur það gerzt, að þessir tveir herrar hafa séð ástæðu til að rangfæra ummæli Guðmundar í þessu einkasamtali og misnota það í áróðursskini. Má af þessu sjá, að hér eru samvizkulausir menn að verki, og gefur þetta atvik stjórninni ekki á- stæðu til að leggja sig fram til að ræða við stjórn- arandstöðuna, þegar svona er að farið. Þegar Guðmundur hafði skýrt þeirn Hannibal og Eðvarð frá málinu, spurðu þeir sérstaklega um hinar fyrirhuguðu festingar fyrir skip. Spurðu þeir hvort herskip, þar á meðal kafbátar, gætu legið við þessar festar. Guðmundur kvaðst gera ráð fyrir, að binda mætti allt, sem flýtur á sjó, við legufæri sem væru nógu stór. Þetta telja kommúnistar verða viðurkenningu Guðmundar I. á því, að framkvæmdirnar muni gera Hvalfjörð að bækistöð fyrir „lierskip og kafbáta, þar á meðal kjamorkukafbáta“. Þessi ályktun er fráleit. Samkvæmt þessu ættu Reykjavík, Hafnarfjörður, Akureyri og margar fleiri hafnir á Islandi, þar sem hægt er að binda skip (einnig herskip og kafbáta, þar á meðai kjarn orkukafbáta) að vera stórhættulegar flotastöðvar. Þetta atvi'k sýnir, að ráðherrar eða aðrir ábyrg ir embætisttismenn geta ekki talað við kommún- ista í einrúmi um neitt, sem máli skiptir. Þeir eru vísir til að rangsnúa ummæli manna, draga af þeim furðulegustu ályktanir og nota allt þetta gegn þeim embættismanni, sem við þá talaði. Það sýnir veikleika í þeirri áróðurssókn, sem kommúnistar og framsóknarmenn nú halda uppi um Hvalfjörð, að þeir skuli þurfa að byggja á slík- um útúrsnúningum, sem hér hafa verið nefndir. Þeir kæra sig sýnilega- ekki um málefnalegar um- ræður um þetta áróðursmál enda eru sérstakir hagsmunir í veði — og annað ekki. Ódýrt - ódýrt Bamanáttföt, stærð frá 2 til 8 ár. Verð frá kr. 46. ÁSA Skólavörðustíg 17 — sími 15188. 2 18. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ TOM MILLER, uuisjónarmaður námskeiðanna, ræðir væntanlegt námsefni ásamí nokkrum þátt- takenduin. Á myndinni sjást (talið frá vinstri); O. B. Stuart frá Grenada í Vestur-Indíúm, Malcolm M. Daniel frá Antigua í Vestur-Indíum, Tom Miiler og George I. Dapcana frá Brezka Guiana. í AMERÍKU er fyrir nokkru tekin til starfa ný slofnun, sem menn gera sér vonir um, að rnuni verða verkalýðshreyfingunni þar í álfu og annars staðar til mikils gagns á komandi tímum. Hin nýstofnaða „Stofnun Am- eríkuríkja fyrir þróun frjálsrar verkalýðshreyfingar", sem hefur það hlutverk að „treysta málstað lýðræðisins í Suður-Ameriku og á Karíbaliahafi“, tók fyrir nokkru formlega til starfa, og settust þar á skólabekk 45 verkalýðsleiðtogar frá þessum löndum, er tekið var til starfa. Aðallilutverk stofnunarinnar verður að fræða og þjálfa unga verkalýðsforingja og líkleg leið- togaefni i undirstöðuatriðum lýð- ræðislegra stjórnarhátta innan verkalýðsfélaga, svo að peir verði ekki aðeins vel að sér í venjuleg- um stjórnarstörfum innan félaga, heldur hafi einnig hæfileika og þekkingu til að skilja og túlka fyrir öðrum verkamönnum liin flóknu efnahagslegu og stjórn- an er gert ráð fyrir, að tala þátt- takenda verði framvegis 100—120 á ári, og sækja menn 3ja mánaða námskeið á vegum stofnunarinnar. Þegar námstímanum í Washington er lokið, tekur við einskonar kandí datstími í heimalöndum viðkom- andi manna, og er hann níu mán- uðir alls. Fylgist þá bæði stofnun- in og verkalýðsfélagið, sem til- nefndi viðkomandi mann, með störfum hans og hversu vel hon- um hefur tekizt. Stofnunin mun einnig koma á laggir þjálfunarmiðstöðvum fyrir einstök lönd eða svæði innan endi- marka þeirra, og verður þar bæði efnt til stuttra námskeiða fyrir for- ingjaefni viðkomandi þjóða og þá, sem útskrifazt hafa áður hjá stofn uninni, en vilja afla sér frekari menntunar og þjálfunar. Samstarf verkalýðs og vinnuveitenda ÞAÐ var verkalýðssamband Banda ríkjanna, AFL-CIO, eða American Federation of Labor og Congresa of Industrial Organization, sem átti upptökin að þessari stofnun, en síðan hafa málin skipazt svo, að ýmsar stofnanir og samtöK kaupsýslumanna og vinnuveitenda vcita henni stuðning. Stjórnar- formaður stofnunarinnar er Peter Grace, en varaformaður George Meany, forseti AFL-CIO, og fram- kvæmdastjóri Serafino Romualdi, fulltrúi AFL-CIO gagnvart verka- lýðsfélögum í Mið- og Suður- Am- eríku. j í sameiginlegri yfirlýsingu varð- andi menntafyrirætlanir stofnun- arinnar sögöu þeir Grace og Mea- ny, er henni var hleypt af stokkun um: „Þjálfun sú, sem verður í té látin, einskorðast ekki við þrönga starfshætti verkalýðsfélaga svo sem samningagerð og annað af því tagi. Aðaláherzlan verður lögð á að opna augu manna fyrir því, hvað verkalýðshreyfingin er nauð- synlegur þáttur og máttarsólpi f Framhald á 13. síðu. málalegu vandamál, sem hver þjóð á við að glíma. Stofnuninni cr ætlað að skapa forustu, sem leitast við — ásamt öðrum aðilum innan þjóðxélagsins — að bæta lífskjör þjóðanna, jafn- framt því sem keppt' verður að því, að styrktar séu undirstöður lýðræðislegra stjórnarhátta og al- menningi kennt að meta gildi þeirra. 100—120 þátttakendur á hverju ári Á FYRSTA námskeiðinu, sem stofnunin efndi til, voru alls 45 þátttakendur, eins og fyrr segir, . en á því næsta verða þeir 85. Síð- I MúrhúSuisareiet í 50 yds. rúllum. Rappnet í plötum 9x2 fet. HVER FISGATA 4-6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.