Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 13
FSugmálafélag Islands efnir til Flugdags í dag, sunnudaginn 18. ágúst á Reykjavíkurflugvelli og verður flugvöllurinn opnaður fyrir gesti kl. 13. Fjölbreytt dagskrá, m. a. listflug á vélflugu og svifflugu, þotuflug o. m. fl Inngangur frá Miklatorgi um Flugvallarveg. — Ef veður reynist óhagstætt, verður það auglýst í hádegisútvarpi. TÓNLEIKAR í Gamla Bíó mánudaginn 19. ágúst kl. 19. Hinn víðkunni fiðluleikari próf. WILHELM STROSS leikur með tmdirleik Guðrúnar Kristinsdóttur Fiðlusónötu nr. 1 í A-dúr eftir Vivaldi, fiðlusónötu, í B-dúr KV454 eftir Mozart og fiðlusónötu op. 24 í F-dúr- eftir Beethoven SIGURÐUR BJÖRNSSON tenor syngxu: með undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur Dichterliebe no. 1—7 eftir Schumann. íslenzk h.iöSlög: Fagurt galaði fuglinn sá, Blástjarnan, Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, Vögguvísa Þórðarson og Kirkjuhvol og Afram eftir Árna Thnyptcins- Aðeins þetta eina sinn. '' Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson og Lár- usar Biöndal á Skólavörðustíg 2 og Vesturveri. Einnig' í Gamla Bíó frá kl. 17 á mánudag. . t UNDIRBUNINGSDEILD~ AÐ TÆKNIFRÆÐINÁIW verður starfrækt á vetri komanda í Reykjavík á vegöm Vélskólans og á Akureyri á vegum Iðnskólans, ef. næg þátttaka fæst. Próf frá deildum þessum veita rétt til inngöngu í norska og danska tæknifræðiskóla eftir nánari reglum þeirra skóla og væntanlega með sömu skilyrðum og síðastliðið ár, og svo ennfremur í slíkan tækniskóla íslenzkan, þegar hann tekur til starfa. Réttindin eru háð því, að viðkomandi hafi tilskilda verklega þjálfun. Til inngöngu í danska tæknifræðiskóla er krafizt sveins- próf í þeirri iðn, sem við á. Til inngöngu í norska skóla er krafizt 12 mánaða raunhæfs starfs 1 hlutaðeigandi grein. Inntökuskilyrði í undirbúningsdeild að tækninámi eru próf frá iðnskóla eða gagnfræðapróf. Umsóknir skulu berast viðkomandi stofnun fyrir 1. sept. 14/8 1963. Gunnar Bjarnásson Jón Sigurgeirsson skólastjóri Vélskólans. skólastjóri Iðnskólans á Akureyri. ÞAI) þóttu mikil tíðindi hér á dögunum er upp komst að sonur Elízabetar drottningar hefði neytt áfengis á vínkrá einni, er hann var á ferðalagi með skólabræðrum sínum. Varð af þessu mikill úlfaþytur í Bretlandi. enda prinsinn svo ungur að árum, að með réttu skyldi hann hvergi geta fengið áfengi keypt. Þegar umræður um atvik þetta voru hvað mestar mátti sjá eftirfarandi auglýsingu í glugga krár einnar í London: Við selj- um sömu tegund áfengis og prinsinn af Wales drekkur. SÆNSK GJÖF TIL FLÓTTA- MANNA Ávísun á fjárhæð sem nemur 18.000 dollurum var afhent Flótta mannahjálp Sameinuðu þjóðanna 18. júlí sl. af forstjóra sænska Rauða krossins, Jan de Geer. Á- vísunin er enn ein gjöf il flótta mannahjálpar frá minningai'sjóði Elsu Brandström sem s ofnaður var 1947 til minningar um Elsu Brandström og hið mikla mannúð arstarf hennar. Féð verður notað til að mennta unga flóttamenn í Austurríki. Merk nýjung Framhald af 2. síðu. lýðfrjálsu þjóðfélagi — og nem- endur stofnunarinnar munu bess vegna njóta tilsagnar í því, hvern- ig þeir geta varizt þjóðhættulegu starfi kommúnista, fasista og glæpamanna“. Brezka Honduras, Surinam og Brezka Guiana, og að auki frá eyj- unum Antigua, Barbados, Jamaica, Santa Lucia, St. Vincent og Trini- dad. Þegar efnt verður tjl nýs nám- skeiðs með haustinu, munu verka- lýðsforingjar frá Mexíkó og lönd- um á vesturströnd Suður-Ame- j ríku verða meðal þátttakenda. BANDARÍSKIR næringarsérfræð- ingar halda því fram, að það þurfi aldrei að vera neitt vandamál að fá lítil börn til að borða morgun- | matinn sinn. Aðalatriðið sé að hafa fjölbreyttan mat á borðum, jsvo sem ávexti, egg, ost og mjólk. Þannig sé gott að venja bcrnin við gott mataræði strax í byrjun, því I þá munu þau er þau vaxa upp, allt af neyta fjölbreyttrar og hollrar fæðu á morgnana. í YFIRLÝSINGUNNI var einnig | drepið á það, hvers vegna verka- ! lýðshreyfingin og atvinnuveitend ur skuli taka höndum saman um að þjálfa unga verkalýðsforingja, og j um það atriði er komizt svo að orði: „Frjáls, lýðræðisleg og fram- takssöm verkalýðsfélög veita j verlcamönnum tækifæri til að láta ! í Ijós kvörtunarefni sin og fá ráðna bót á þeim; þau gefa þeim einnig tækifæri til að skýra frá og hrinda í framkvæmd framavonum sinum; I og loks eru þau vettvangur til að leggja lóð sitt á metaskálar félags- ! legrar, pólitískrar og efnahagslegr- ar þróunar þjóðar sinnar. Þetta á við um Bandaríkin, en það á þó enn frekar við um þjóðir þær, þar sem iðnvæðingin er einmitt að verða mikilvægur þáttur þjóðlífs- ins“. Fyrsta hópnum, sem sótti nám- skeið hjá stofnuninni, var skipt í tvo flokka — enskumælandi og spænskumælandi. í hinum spænskumælandi voru nemendur frá Honduras, Costa Rica, E1 Sal- vador, Panama, Venezuela og Do- minikanska lýðveldinu. Enskumæl i andi þátttakendurnir voru frá AFLEIÐING AFVOPNUNAR MUN EKKI SKAPA VANDAMÁL HJÁ SVÍUM Minna en fimm hundraðshlutar af samanlagðri framleiðslu Sví- þjóðar fara til hernaðarþarfa. Þess vegna mundi það ekki valda Svíum sérlega miklum erfiðleik- um að endurskipuleggja vinnuafl- ið og efnahagslifið, ef til almennr ar afvopnunar kæmi, segir í skýrslu sænsku stjórnarinnar til Sameinuðu þjóðanna í tiiefni af athugun samtakanna á' efnahags- legum og félagslegum afleiðingum afvopnunar. Slík endurskipulagning er þeim mun auðveldari sem Sviar hafa yf ir að ráða handhægu og fljótvirku' kerfi til að gera nauðsynlegar breytingar á efnahagslifinu, seg- ir í svarinu. Éndursldpulagning efnahagslífsins eftir afvopnun mundi þar að auki að líkindum taka yfir alllangan tíma. Því næst gefur skýrslan greinar gerð um þær ráðstafanir sem gerð ar eru í Svíþjóð til að koma í veg fyrir röskun á vinnumarkaðinum, og er þar einkum nefnt örvun á tilfærslu vinnuaflsins, aðstæður til nýrrar menntunar og viðleitni við að skapa nýja atvinnumögu leika. Enn fremur segir í svarinu I að afleiðinga afvopnunar muni I gæta víðar en á vinnumarkaðinum, þó þær verði sennilega ekki jafn- víðtækar annars staðar. Sumar iðn greinir helgi meiri eða minni hluta starfsemi sinnar framleiðslu her- gagna, en þær geti breytt um til annarrar framleiðslu. SALA NÝRRAR FRAMLEIÐSLU í ÞRÓUNARLÖNDUNUM. Vandamálið virðist ekki fyrst og fremst vera það, hvort iðngrein- ar geti breytt um framleiðslu, held ur hvort hægt verður að finna markaði fyrir hina nýju fram- leiðslu. í þessu sambandi er sú spurning frnðlég, að hvaða marki batnandi lífskjör í þróunarlöndun um mundi skapa aukna eftirspurn eftir hluta af þessari framleiðslu, t. d. bílum, skipum og landbúnaS* arvélum. Stuðla ætti að slíkri þró un á þann hátt, að þróunarlönd- unum verði hjálpað til að kaupa þá framleiðslu, sem ekki þjónar vígbúnaði. ALÞÝÐUBLAÐIO — 18. ágúst 1963 |3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.