Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.03.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 13.03.1918, Blaðsíða 3
tÖGKJETTA skotaliSs og fjölda, flugvjela. En ó- vinirnir hafa tekið mikiö af fallbyss- um og hergögnum i Rússlandi og liafa eigi enn lokið viö flutning her- liösins þaöan.“ Fjármálaráöherra Breta fór nýlega fram á 600 miljóna fjárveitingu til ófriöarþarfa. Sagöi hann, að útgjöldin næmu nú á degi hverjum 6.680.000 sterlingspunda. í ummælum hans og fleiri ráöandi manna Englands, sem til eru færö í síöustu opinb. tilk. ensku, er ekkert friðarhljóð, heldur þvert á móti. Sagt er þó, aö Landsdowne lávarður hafi enn ritað nýja grein um ófriöarmálin i lika stefnu og fyrri greinar hans. — Bandamenn hafa gert flugárársir austur frá vesturvígstöövunUm og Þjóðverjar vestur á viö, bæði á Paris og London. Hermálaráöherra Bandarikjanna kvaö vera kominn til vesturvígstöðv- anná. Við umræður um Polo-pasja-máliö hefur Clemenceau-ráöaneytiö í Frakk- landi fengið traustsyfirlýsingu þings- ins með 400 atkv. gegn 75. Dáinn er John Redmond, forvígis- maður heimastjórnarflokksins írska, mjög mikilhæfur maöur, fædduri856. Hann dó 6. þ. tri. Nýlega er komiö heim þýskt her- skip, sem „Wolf“ heitir og hefur ver- ið suður í höfum, Kyrrahafi, Ind- landshafi og Atlantshafi. Er sagt, aö þaö hafi sökt fjölda flutningaskipa fyrir bandamönnum. Spánskt’ skip, sem þaö haföi hertekið og sett á þýska hermenn, strandaöi við Jót- landsskaga, og voru þýsku hermenn- irnir kyrsettir í Danmörku. En sagt er, aö þýska stjórnin hafi mótmælt kyrsetningunni. Frjettir. TíÖin. Síðastl. viku stööugar þíður, sunnan- og vestanátt, oft hvast og oft regn. í morgun 7 st. hiti. Is hvergi við land. En gæftir til sjósókna eru vondar. Skipaferðir. „Geysir“ kom frá Austfjörðum 9. þ. m. og „Lagarfoss" frá Vestfjörðum 10. „Lagarfoss" fer nú í vikunni austur' um land til aö sækja kjöt, er fara á til Noregs. — „Willemoes“ fór til Borðeyrar og Blönduóss, að sækja ket þangað, áður en hann fer til Noregs, og er nú þar nyrðra. — Danskt seglskip, „Grube“, kom nýl. frá Færeyjum til aö sækja íisk til Kveldúlfsfjel. — Danskt segl- skip, „Berg“, er á leið hingaö meö timburfarm,nú i Færeyjum.— „Borg“ og „Bisp“ að sögn enn í Englandi. Alþing er kvatt saman 10. apríl næstk. og mun „Sterling“ eiga aö fara kring um land fyrir þann tíma, svo aö þingmenn úr fjarlægum hjer- uðum geti komist hingað meö henni. Höfðingleg gjöf til þarfafyrirtækis. Nýlega færði P. J. Thorsteinsson kauprn. fyrir hönd fiskiveiðafjelags- ins „Hauks“ Gunnl. Claessen kekni 10 þús. kr. gjöf til þess að koma upp fullkominni radiumlækningastofuhjer í bænurn, en G. C. haföi áöur i grein í ísaf. s_ýnt fram á þörf fyrir hana. Er sagt, að kostnaöurinn nemi alls 120 þús. kr., svo aö þarna er þegar fengin álitleg byrjun. Botnvörpungaútgeröin. Þaö er nú sagt afráðið um 3 af botnvörpungum Rvíkur, aö þeir verði gerðir út til veiða, og eru það Njöröur, Rán og Jón forseti. Frá Hafnarfirði veröa 2 gerðir út, Ýmir og Víðir, og hefur þæjarstjórn Hafnarfjarðar, eftir til- lögu frá Einari kaupm. Þorgilssyni samþykt, að ábyrgjast ýá hallans, er Veröa kann af útgerðinni. úr Noröur-Þingeyjarsýslu er skrif- að 10. febr.: Hjeðan er að frjetta jarðleysi og harðindi. Isinn hefur að miklu leyti eyðilagt fjöru- beitina. Á Sljettu og í Þistilfirði eru menn farnir að lóga hestum, kúm og íömbum. Þeim, sem sækja verslun til Þórshafnar, er útdeilt kornvöru í 10 pd. skömtum. Menn hjer liggja stjórn- inni á hálsi fyrir það, að hún skyldi tkki útvega fóðurmjölsfarm í þá hreppa hjer nyrðra, þar seni niest alt hey varð úti. Það hefðu ekki verið hein vandræði að útvega það í Ame- Hku, þar sem flutningur á því þaðan var bannaður til Norðurlanda og Hol- iands og 150 skip, sem þangað áttu áð fara, voru affermd þeim farmi og kyrsétt i Ameríku ....“. 1T5, 55 Fjerde Söíorsikringsselskab (stjórnandi Ahlefeldt Laurvigen greifi) er eitt hið stærsta og ábyggilegasta sjðvátryggingafðlag i danska rikinu. Sjóvátryggingar á skipum og farmi. Stríðsvátryggingar ‘ á skipum, farmi og mönnum. Spyrjiö íslandsbanl^a um félagiö. Aöalumboösmaöur Þorvaldur Pálsson, læknir Bankastræti 10. Verkfræðingafélag íslands. Námsskeið fyrir mælingamenn. Að öllu forfallalausu verður að tilhlutun Verkfræðingafélags íslands haldið 2 mánaða námsskeið í einfaldri landmælingu í apríl —júní mánuðum næstkomandi. 10—12 ungir menn, vel að sér í reikningi, geta þar fengið að læra yfirborðsmælingu, hallamælingu og ef til vill dýptarmælingu, bóklega og með verklegum æfingum. Þeir, sem óska að taka þátt í námsskeiðinu, sendi eiginhand- ar, skriflegar umsóknjr til stjórnar Verkfræðingafélags íslands fyrir 1. apríl. Nánari upplýsingar á vitamálaskrifstoíunni, daglega kl. 3—4. KLonslan er öKoypls. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, s e 1 j a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri og innri fatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Bæjarmál. Á síðasta bæjarstj.fundi var Sigurjón Jónsson, áður skóla- stjóri á ísafirði, kosinn hafnargjald- keri. Samþ. voru skifti á lóð undir Landsspítalann fyrirhugaða suður við Laufásveg og lóð á Arnarhóli. Fær Landsspítalinn lóð, sem er 30230 fer- metrar að stærð, og er hver fermetri þar virtur á 4 kr., en Arnarhólslóðin, sem á móti kemur, er um 3700 fer- metrar, og er hver fermetri í megin- hluta hennar virtur á 45 kr., en i nokkrum hluta hennar á 37.50. Mis- munurinn, sem bærinn á að borga, er kr. 43.367.50. — 1 fátækranefnd var kosin Guðrún Lárusdóttir í stað Val- entínusar Eyjólfssonar,er fjekk lausn. Strand við Meðalland. Þar strand- aði skömmu eftir síðastl. mánaðamót danskt seglskip, sem „Asnæs“ heitir og var á leið frá Danmörk til Spánai með papírsfarm. Skipverjar voru 7 og druknuðu 2. Skipið er 289 tonn að stærö. Laus Iæknaembætti. 5. þ. m. eru auglýst laus hjeraðslækna-embættin í ísafjarðarhjeraði og Húsavikurhjer- aði. Árslaun í hvoru um sig 1500 kr. og umsóknarfrestur til 1. júní næstk. Nýtt ættarnafn. Eyjólfur S. Jóns- son stud. theol. hefur lögfest sjer ætt- arnafnið Melan. Druknun. Maður fjell úbyrðis af vjelbátnum „Draupnir“ frá Hafnar- firði 11. þ. m. og druknaði, Sigurður Kr. Þorvarðsson að nafni, 22 ára. Prestskosning á ísafirði er nýfarin fram og voru atkvæðiil talin í gær- kvöld. Kosningin er lögleg. 690 atkv. voru greidd og fjekk sjera Sigúrgeir Sigúrðsson, sem þar er nú settur prestúr, 660 áf þeitn, en 25 voru ó- merkt og 5 ógild. Er því sjera Sigúr- geir kosinil. Strand hjá Gróttutaiiga. Morgúninn it. þ. m. strandaði danskt gufuskip, „Köbenhavn", frá Khöfn, ytst við Seltjarnarnesið, rjett innan og austan við Gróttu. Það var á leið frá Phila- delphíu i Bandaríkjunum til Liver- pool á Englándi og fór að vestan 19. febr., fjekk ill veður og laskaðist í hafi, misfi alla björgunarbáta. Ætlaði nú inn hingað til að fá hjer báta i stað hinna. Það er 3700 tonn og fermt smumingsoliu. Björgunarskipinu „Geir“ tókst að ná skipinu út af strandstaðnum kl. nál. 6 sama daginn, sem það strandaði og flutti það inn á Eiðsvík. Mikill sjór kvað vera í því. Lausn frá embætti er nú veitt Ind- riða Einarssyni skrifstofustjóra frá 1. n. m. og sjera Valdimar Briem á Stóra-Núpi frá næstu fardögum. Embættaveitingar. 6. þ. m. var Jóh. Jóhannessyni bæjarfógeta á Seyðis- firði veitt bæjarfógetaembættið í Rvík og Jóni Hermannssyni lögreglustjóra- embættið. — Oddur Hermannsson, áður aðstoðarmaður á 2. skrifstofu stjórnarráðsins, er skipaður skrif- stofustjóri þar,en MagnúsGuðmunds- son Skagfirðingasýslum. kvað eiga að verða skrifstofustjóri á 3. skrifstofu stjórnarráðsins. Sett í embætti. Steindór Gunnlaugs- son lÖgfræðingur er settur sýslumað- ur í Skagafjarðarsýslu óg Þorsteinn Þorsteinsson lögfræðingur settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Þeir fara hjeðan báðir með „Lagarfossi“ nú í vikunni. 200 ferðir til íslands. Þegar „Is- land“ kom hingað frá Ameríku síð- ast, hafði skipstjóri þess, Aasberg, farið 200 ferðir til þessa lands, 195 frá Danmörk og 5 frá Ameríku. Aas- berg skipstjóri er hjer mjög vel lát- Írtn maður, og kunnugt er það, að hann er einnig duglegur skipstjóri. Kdlkið í Esjunni. Það er nú að fær- ast nýtt líf í kalknámufjelagið, sem stofnað var hjer i fyrra. Á aðalfundi þess, sém haldinn var I. þ. m., var heimilað að aúka hlutafje þess um 20 þús. kr., en áður var það 10 þús. Hefur nú verið auglýst útboð á nýjum 1 hlutum og líklegt, að greiðlega gangi að selja þá. Nokkuð hefur fjelagið þegar unnið, rannsakað gömlu nám- una og reist brensluofn þar upp frá. En nú á að snúa sjer að verki þar með meira afli en áður. Formaður fje- lagsins er Lárus Fjeldsted yfirrjettar- málaflutningsmaður. 2 vjelbátar farast. 9 menn drukna. Sunnudaginn 3. þ. m. voru flestir vjel- bátar Vestmanneyinga á sjó, og var gott veður fyrri hluta dags, en er á leið kom austanrok með hríð, og gekk síðan til útsuðurs. I þessu veðri fórust 2 af vjelbátunum, „Adolf“ og „Fri“. Hefur ýmislegt rekið úr þeim á Landeyjasanda. Voru 5 menn á „Adolf“. Formaður hjet Björn Er- lendsson og vjelmaður Bergsteinn Er- landsson, bróðir hans. Hinir voru: Páll Einarsson frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum, Árni Ólafsson frá Lönd- um í Vestmannaeyjum og Norðmað- ur, Johannes Olsen að nafni. — En á „Frí“ voru 4. Formaður var Ólafur Eyjólfsson úr Rvík, ættaður undan Eyjafjöllum, vjelmaður Karl Vigfús- son frá Seyðisfirði, hásetar: Karel Jónsson, ættaður af Rangárvöllum, og Sig. Brynjólfsson frá Eyrarbakka. Úr Skagafirði er skrifað 2i. febr.: „Mönnum þykir ísinn og frosthörk- urnar hafa aukið á vandræðin, er áð- ur voru þó nóg. Mestum skaða hafa hin miklu frost valdið, því þau hafa stórskemt súrmat og garðávöxt, hjá fjölda manns, hafa eyðilagst útsáðs- jarðepli og er það mjög tilfinnanlegt nú, því á síðastliðnu hausti reyndust garðar heldur illa og þar að auki náðist ekki til fulls upp úr þeim, vegna frosta og ótíðar. Menn eru fremur vongóðir hjer í Skagafirði með að hey dugi, ef ekki verður því verra vorið. Þar á móti heyrast radd- ir Um að eldiviðarskortur sje fyrir- sjáanlegur, því menn urðU líka seint fyrir með móinn, og varð hann víða undir snjó, og tað eins. Þar við bæt- ist, að hin miklu frost hafa knúð alla til að brenna 4- og 5-falt við það, sem vant er. Heilsufar mun ekki geta talist betra en í löku meðallagi. HversU miklu tjóni frostin og ísalögin valda á ýmsum mannvirkjum, svo sem veg- um, vatnsveituhúsum og bryggjum, er ekki hægt að segja enn með vissu. En það er sjáanlegt, að það verður talsver, Hjer á Sauðárkróki eru nokkrar vatnsæðar, í hús sem standa hátt, frosnar, þótt þær sjeu grafnar i jörð niður full fimm fet. Það verð- ur áreiðanlega dýr fræðsla, sem þessi vetur veitir mörgum, og því brýnm ástæða til, að láta hana ekki hjá líða óathugaða. Er þar þarflegt og fróð- legtstarf fyrir hið ungaog ötulaVerk- fræðingafjelag íslands, að beita sjer fyrir, að safnað sje skýrslum frá sem flestum stöðum um það efni Fengj- ust ábyggilegar skýrslur mn, hvaða áhrif hin miklu frost hafa haft á rafveitur, vatnsveitur, miðstöðvarhit- unartæki og fleira, mætti mikið gagn að þeim verða síðar. Þau eru sv4 img, okkar mannvirki í íslenskri nátt- úru og íslenskum staðháttum, að við megum ekki við því, að missa neitt, hversu litilfjörlegt sem virðist, sem aukið getur þekkingu vora eða sann- reynd á hlutunum. Skal jeg máli mínu til stuðnings nefna eitt dæmi: Flestir slökkvistútar, sem eru í sambandi við vatnsveitur í kauptúnum og kaup- stöðum, munu vera gerðir þannig, að þeim sje ætlað að grafast fjögur eða fimm fet í jörð niður, og þeim þá ætlað að vera frostlausum, hvenær sem á þarf að halda, ef eldsvoða ber að höndum. Sýni nú sannreyndin, að þeir eru samt frosnir og ónothæfir lengri eða skemri tíma, þá ætti að 'vera vissa fyrir, að ekki dugar að fara eftir útlendum fyrirmyndum. Við verðum þá að láta gera þá í sam* ræmi við íslenskar kröfur, til dæmis að hægt væri að grafa þá 6 fet í jorð, og yrði þá að grafa allar vatnsséðar í samræmi við það, þar serh ekki hamlar jarðvatn. Þótt ekki gætu nú allir fallist á þetta með mjer, þá gerir Brunabótafjelag íslands það vonandi, að því er þetta dæmi snertir. Því miítl ekki dyljast þýðingin. Fleiri dæmi þessu lík mætti tiltaka, en jeg læt þetta nægja. Reynslan er ólýgnust

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.