Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.12.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 04.12.1918, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA 198 Oda Tilboð óskast í ca. 200 kg. Aerolit spreng’iefni, 100 rl. kveikiþráð 0g 5000 hvellhettur, Haus Fetersen, Beykjavik. Símn. Aldan. Eankastræti 4. íileisk kóksali I Iklnliei. Hjálmar Gíslason, 506 Newton Ave., Winnipeg, Man. Canada, tekur að sjer sölu á islenskum bókum, tímaritum og blöðum. Hefur rekið bóka- sölu í Winnipeg tvö síðaslliðin ár. Trygg og áreidanieg' vidskifti. í Serbíu er þegar mikill undir- búningur í þá átt, að sameina serb- neska þjóðflokkinn í eitt ríki, og eiga nú að sameinast þvi hin slav- nesku hjeruð, sem áður lutu Aust- urríki. Serbía fær land til sjávar, við Adriahaf, og sameinast Monten- egró henni. pað var eitt atriði vopnahljes- samninganna, að her þjóðverja skyldi verða á burt úr Rúmeníu. Fyrir þeim her er Mackensen hers- höfðingi. Rúmenar hafa nú heimt- að, að hann yrði skjótlega á burtu, ella skyldi hann verða afvopnaður. Er nú verið að flytja hann vestur eftir og sagt, að hermennirnir fagni byltingunni í pýskalandi. Síðustu fregnr segja að Rúmenar heimti að þýski herinn þar eystra sje af- vopnaður, en Mackensen neiti þvi og beri fyrir sig vopnahljesskilmál- ana. Úr Póllandi áttu þjóðverjar einnig að draga her sinn heim. En fregn hefur komið um, að Pólverj- ar hafi haldið með her inn í Pósen og vilji sameina það Póllandi; þó er í síðari. fregnum ekkert sagt frekara af þessu. Czecko-Slovakar hafa stofnað lýðveldi í Röhmen oghafakosiðsjer forseta, Masaryk prófessor. Hann var í Ameríku, en er nú sagður á austur leið til þess að taka við em- bætti sinu. pegar Wilson forseti las upp vopnahljessamningana fyrir sam- bandsþinginu í Washington, lagði hann, í ræðu sem hann ljef fylgja, áherslu á það atriði, að fulltrúar bandamanna í Versailles hefðu í einu hljóði samþykt, að lofa mið- veldaþjóðunum því, að alt skyldi verða gert, sem núverandi ástæður leyfðu, til þess að sjá þeim fyrir matvælum, og sagði hann að þeg- ar í stað yrði snúist að því máli og sömu aðferð beitt, sem áður hefði verið höfð við matarútvegan- ir handa Relgíu. Miðveldin hafa sjálf skip, sagði hann. Sulturinn skapar ekki endurbætur. Hann magnar það vonda og skapnr hræðilega sjúkdóma, sem gera lög- bundið líf áframkvæmanlegt. Tal- aði svo um þær breytingar, sem orðnar væru á stjórnmáíaástandi miðveldanna, sagði að gömlu stjómirnar hefðu legið eins og mara á þjóðunum, en hið unga og upprennandi hefði enn enga festu fengið, svo að sú spurning hlyti að vakna, hver trygging væri fyrir, að þær stjórnir, sem semja ætti við, þegar til friðarsamninga kemur, gætu, er á reyndi, tekið ábyrgð á þeim samningum. Hann kvað ekki hægt að svara þcssu eins og nú stæði, en vildi gera sjer bestu von- ir. J?að, sem nú er um að gera, sagði hann, er að vera þolinmóður og hjálpsamur og umfram alt að gera sjer góðar vonir og bera traust til þess, sem er þungamiðjan í öllu því, sem nú er að gerast. Er þetta vel mælt og líklegt að Ranaríkja- forsetinn hafi góð áhrif á friðar- fundinum. Hann ætlar að vera þar á meðan grundvallaratriði friðar- skilmálanna verða ákveðin, og leggur af stað frá Ameriku til Frakklands í byrjun þessa mánað- ar. En friðarmálafundurinn á að verða í Versailles. Japansmenn eru ein af þeim þjóðum, sem sigri eiga að hrósa, og í fregnskeyti er sagt að þeir muni setja fram á friðarfundinum 7 aðalskilyrði, og eru þau þessi: 1. að Japansmenn njóti til fulls „frelsis á hafinu“ til jafns við Breta og jafnrjettis í öðrum efnum, er sncrta bandalag Breta og Japana framvegis. 2. Japanar styðja bandamenn í fyi-irætlunum þeirra um verndun smáþjóðanna og hindrun styrjalda framvegis. 3. Viðurkenning sje gefin fyrir íhlut- unarrjetti Japana í Síberíu. 4. Sömuleiðis viðurkenning fyrir rjettmætum afskiftum Japana í Kína af fjármálaviðskiftum, versl- un og iðnaði. 5. Japanir fái að halda Kianchau (sem þeir tóku frá pjóðverjum í byrjun striðsins) með viðunandi skilyrðum bæði fyr- ir Japan og Kína. 6. pýsku eyjarn- ar í Kyrrahafi verði framvegis undir vernd Japana. 7. Gagnkvæm rjcttindi fyrir japanska borgara um allan heim. — Af þessu sjest, að Japansmenn ætla sjcr, cins og við mátti búast, að auka mjög vald sitt og ihlutunarrjett um mál aust- urlanda Asíu. Síðasta greinin er eigi annað en sjálfsögð krafa til þeirra þjóða, scm Japansmenn hafa barist með í ófriðnum, en hún snertir fyrst og fremst Bandaríkin i Norður-Amcríku, sem hafa úti- lokað Japana frá þeim rjettindum, sem þeir nú heimta, til þess að stemma stigu fyrir stórum inri- fluthingum þaðan. Her bandamanna er nú kominn til þýsku landamæranna, og inn yfir þau þar sem vopnahljesskil- málarnir ákveða þeim rjett til þess. par er ákveðið, að bandamenn megi,meðan á vopnahljeinu standi, setjast með her til tryggingar í þrjár borgir við Rín, Mains, Coblens og Köln, með valdi yfir 30 kilom. lands út frá borgunum, en austan við Rín skyldi vera 30 kílom. breitt hlutlaust svæði. Af- hending hefur farið fram á þeim herskipum pjóðverja, sem krafist var í vopnahljessamningunum, að skilað yrði eða afvopnast skyldu og sett í gætslu hjá bandamönnum. Voru mörg þeirra afhent á Forth- firðinum 21. nóv., en þaðan var farið með þau til geymslu til Scapa- Flow á Orkneyjum. 28. nóv. höfðu verið afhentir bandamönnum 114 þýskir kafbátar, er allir voru þá komnir til Harwich. Sagt hcfur verið, að flotadeild ætti að fara frá bandamönnum til Kiel, til þess að gæta þess, að vopnahljessamning- unum yrði þar fullnægt, en að bandamenn setjist ekki í Helgo- land. Frá pýskalandi. Áður hafa verið sögð aðalatriðin úr vopnahljessamningunum efíir símfregnum En hjer fer á cftir ná- kvæmari útdráttur úr þeim, sem birtur er i útlendum blöðum: 1. Vopnahljeð gengur í gildi 6 klukkustundum eftir að skilmálar eru undirskrifaðir. 2. pjóðverjar skulu hverfa úr Belgíu, Frakklandi og Elsass-Lothringen innan 14 daga. pað lið, sem kann að vera þar eftir, er fresturinn er útrunn- inn, verður sett fast eða tekið sem herfangar. 3. Skila skal 5000 fall- byssum, fyrst og fremst hinum stærstu, 30,000 vjelbyssum, 3000 sprengj uvörpurum og 2000 flug- reiðum. 4. Horfið skal brott af vesturbakka Rínar. Mains, Kob- blens og Köln taka bandamenn og alt umhverfi innan 30 km. 5. Aust- an megin Rínar skal vera 30—40 km. breitt hlutlaust belti og skal þýskur her horfinn þaðan innan 11 daga. 6. Ekkert má flytja aust- ur yfir Rín. Allar verksmiðjur, jarnbrautir o. s. frv. skulu pjóð- verjar yfirgefa ósnortið. 7. Skila skal 5000 eimvögnum, 150 þúsund járnbrautarvögnum og 10 þús. bifreiðum. 8. pjóðverjar skulu halda gæslulið bandamanna á sinn kostnað. 9. pjóðverjar skulu hverfa úr Rússalöndum inn fyrir landa- mærin eins og þau voru 1914. Frestur er hjer óákveðinn. 10. Brest-Litovsk og Búkarestsamn- ingarnir skulu úr gildi ganga. 11. Austur-Afríka sje afhent skilmála- laust. 12. Gullforða Belgíu-banka, rússnesku og rúmensku gulli sje skilað. 13. Stríðsföngum skili pjóð- verjar, án þess þeim sjeu gerð sömu skil. 14. Skilað sje 100 kaf- bátum, 8 ljettum beitiskipum, 6 vígdrekum og 50 tundurspillum. — Önnur skip skal afvopna og gæta þeirra í höfnum bandamanna eða í hlutlausum höfnum. 15. Sigling skal örugg i gegnum Kattegat, öll sprengidufl tekin þar upp. 16. Hafnbannið heldur áfram. pýsk skip ófriðhelg á liafi. 17. Alt sigl- ingabann er pjóðverjar hafa sett gangi úr gildi. 18. Vopnahljcð gildir 30 daga. pegar vopnahljessamningarnir voru undirskrifaðir sendi Hinden- burg út svohljóðandi ávarp til þýska hersins: „Vopnahljessamningamir eru undirskrifaðir. Við höfum til þessa dags borið vopn okkar með sæmd. Herinn hefur mcð trúfestu 'og skyldurækt unnið þrekvirki, bæði í sigursælli framsókn og þrautgóðri vörn. Með liörðum or- ustum á landi og í lofti höfum við haldið óvinunum í fjarlægð frá landamærum okkarogvariðheima- land okkar fyrir ógnum og eyði- leggingum stríðsins. En vegna sí- vaxandi tölu óvinanna, vegna þess að vörnin er þrotin hjá banda- mönnum okkar, sem með okkur hafa staðið svo lengi sem kraftar þeima leyfðu, og vegna knýjandi iuatvælaskorts og fjármálavand- ræða, hefur stjórn okkar orðið að ráða það af, að ganga að hörðum vopnahljesskilmálum. En upplits- djarfir og einbeittir göngum við nú úr stríðinu, sem við höfum átt í meira en 4 ár móti heilum heimi óvina. Meðvitundin um það, að við höfum til hins síðasta varið land okkar og sóma okkar, gefur okkur krafta. Vopnahljessamning- arnir skylda okkur til þess að hverfa fljótlega heim til ættlands okkar, og er það miklum erfiðleik- um bundið, eins og nú er ástatt, svo að hver einstakur af ykkur verður nú að sýna bæði þrek í raun og hina mestu skyldurækni, og er þetta prófsteinn á festu hersins. í bardögunum hafið þið aldrei brugðist yfirforingja ykkar. Jeg treysti ykkur einnig nú.“ í þýskalandi komu einkum fram óánægjuraddir út af tveimur á- kvæðum í vopnahljessamningun- um. Fyrst og fremst því, að hafn- banninu skyldi haldið áfram, og i öðru lagi, að þjóðverjar væru sviftir of miklu af flutningatækj- um, jafnframt .og þeim væri gert að skyldu að flytja her sinn heim á skömmum tíma. Blaðið „Poli- tiken“ birtir viðtal við sendiherra f’jóðverja í Khöfn 14. nóv. Hann segir, að menn hafi þegar fyrir hálfum mánuði vitað það í Berlín, að stjómarbylting væri í aðsigi. Lítt mögulegt segir hann að það muni reynast fyrir herstjómina þýsku, að fullnægja skilmálunum um heimflutning hersins. Henni sje ætlað að flytja heim á mjög stutt- um tíma 5 miljónir hermanna og dreifa þeim yfir alt pýskaland, cnn fremur að flytja miljón herfanga vestur yfir landamærin, og jafn- framt sje hún svift flutningatækj- unum, sem sjeu skilyrði fyrir að hægt væri að framkvæma þeíta. Hann kveðst ckki geta skilið annað, en að ætlun bandamanna með þessu hafi verið, að skapa truflun og stjórnleysisástand í pýskalandi. En byltingin hafi þegar verið kom- in, er þetta skilyrði var sett, svo að það hefði þess vegna átt að vera Qþarft. Sendiherrann kveðst vona, að komist verði hjá stjórnleysis- ástandi. í Rússlandi hafi það vcrið yfirsjón hjá embættismönnunum og yfirstjettamönnunum, að þeir hafi með öllu skorist úr leik, er völdin komust í hendur þeirra, sem lengra vildu fara í byltingaáttina, og þar með hafi þeir mist öll áhrif á gang málanna. En í pýskalandi hafi öll embættismannastjettin og fjöldi herforingjanna, alt upp til Hindenburgs, gefið sig í þjón. bylt- ingamannastjórnarinnar.sem verið hafi hið eina skynsamlega. Bylt- ingamannastjómin hafi beðið sendiherra pjóðverja í erlendum ríkjum, að halda starfinu þar á- fram, og þeir hafi gert það. — Af fregnskeytum hingað verður ekki annað sjeð, en að pjóðverjar hafi komið her sínum heim að vestan á rjettum tíma, því flutningarnir eiga nú allir að vera um garð gengir. „Politiken“ birtir einnig samtal við enska sendiherrann. Hann seg- ist verða þcss var, að í hlutlaus- um löndum telji menn vopnahljes- samningana mjög harða í pjóð- verja garð. En að sinni skoðun sjeu þeir það ckki. Höfuðatriðið sjc, að láta hermensku pýskalands lúta fullkomlega í lægra haldi. Til þess hafi verið barist. Krafan um af- hending flutningatækjanna sje ekki eins hörð og af sje látið. Tck- inn sje 1 járnbrautarvagn af hverj- um 8, sem til sjcu í pýskalandi. Annars sje þctta álíka mikið og pjóðverjar hafi tekið af járnbraut- arvögnum í Belgíu. Bílarnir, sem teknir sjcu, muni vera álíka margir og þeir, sem þýska herstjórnin hafi haft til notkunar í Frakklandi. Annars segr hann að bandamenn standi nú fyrst, eftir að byltingin sje komin í kring í pýskalandi, andspænis hinni þýsku þjóð, og það hljóti nú að vera hugsun þeirra, að skapa ekki hjá henni meiri biturleik en fyrir sje, heldur að ná samkomulagi við hana og koma á ró og skynsamlegu ástandi í Evrópu. En þetta náist ekki, ef Bolsjevikastefnan magnist. í símfregn frá 28. f. m. er sagt, að yfir standi í Berlín sameiginleg ráðstefna þýsku sambandsríkjanna og hafi komið þar fram veruleg- ur skoðanamunur milli sambands- stjórnarinnar og stjórna hinna cin- stöku sambandsríkja, einklun suð- urrikjanna. Sjc því talað um, að öll sambandsríkin, eða að ininsta kosti hin stærri þeirra, fái fulltrúa í sambandsstjórninni. pað er sagt að dr. Solf, scm veitt hefur utan- ríkismálunum fox-stöðu, muni verða að fara frá, Erzberger hafi orðið fyrir hörðum árásum, sem setji hann út úr spilinu. Jafnvel er talað um, að Scheidemann sje valtur í sessi. Líka hefur það komið fram í símfregnum, að suðurríkin þýsku og hinn þýski hluti Austur- ríkis mundu ganga í samband og mynda heild út af fyrir sig. En ekki hafa þær fregnir enn fengið staðfestingu. 1. þ. m. átti að koma saman í Berlín fulltrúafundur allra vcrk- manna- og liermanna-ráðanna þýsku. pað cr sagt, að herinn hafi heitið stjórninni fylgi til þess að kæfa niður allar tilraunir Bolsje- víka til að brjótast til valda. Talað er um, að bandamenn ráð- geri að krefjast þess, að Hollend- ingar framselji Vilhjálm keisara í þeirra hendur, og sagt, að franskur rjettarfræðingur, sem fengið hefur málið til rannsóknar, telji það lög- legt, með því að keisarinn hafi ekki sagt af sjer. En í síðustu útl. blöð- um, sem hingað hafa kofnið, er sagt, að hann hafi sagt af sjer, og þar fylgir sú skýring á málinu, að er hann hafi sagt af sjer keisara- dómi, sje hann ekki lengur að skoða sem tilheyrandi hernum, og þar af leiðandi dvelji hann í Hol- landi sem hver annar þýskur borg- ari og sje að eins háður sömu lög- um og þeir. í eldri fregnum var sagt, að þýska keisaradroíningin hcfði flúið til Hollands jafnframt og maður hennar, en það var ekki rjett. Hún var kyr heima, og nokkru cftir að byltingin hófst, kom fram frá henni þakkaryfir- lýsing til stjórnarinnar fyrir með- ferð licnnar á henni og hennar fólki. Nú er aftur á móti nýlega sagt frá því í símfregn, að hún sje iá leið til manns síns í Hollandi. Frá Austurríki. pað er sagt, að Austurríki liðist sundur í þessa 7 hluta: 1. riki Cheko-SIovaka, sem er Böhmen, Máhren og nokkur sneið af Ung- verjalandi. 2. ríki Jugo-Slava, sem er Bosnía, Kroatía, Slavonía og sneið sunnan af Ungverjalandi, og sameinast þessi lönd Serbíu. 3. Mið-Ungverjaland, sem er orðið sjálfstætt lýðveldi. 4. Suðaustur- hluti Ungverjalands, Siebenbiirgen, samcinast Rúmeníu. 5. Galizia sameinast Póllandi. 6. pýska Aust- urrílci, sem er orðið sjálfstætt lýð- veldi en mun sameinast þýska lýð- veldinu, eða cinhverjum hluta þess. 7. ítölsku hjeruðin, þar með talinn Istríuskaginri með Triest og Pola, er fellur til Italíu. Karl keisari hefur látið í ljósi, að hann vilji búa áfram í Wien sem valdalaus maður, og virðist svo scm samkomulag sje fengia um, að svo megi vera. Ýmsar fregnir. 13. þ. m. hjelt verkmannaflokk- urinn enski fund og samþykti þar þessar kröfur, er snerta friðarskil- málana: 1. Verkamennirnir skulu eiga beina þátttöku og fulltrúa í þcim opinberu nefndum frá hverju um sig af liernaðarlöndunum, sem eiga að segja fyrir um friðarskil- málana. 2. Halda skal alheimsfund verkmanna á sama stað og tíma og friðarfundinn, scm litgera á um friðarsamninga i ófriðarlokin. 3. Fundurinn krefst þess, að lands- stjórnin beiti sjer fyrir því, að þetta komist í framkvæmd. pað er sagt, að þingkosningar sjeu fyrr dyrum í Englandi og Lloyd George ætli að ganga til kosninganna með samsteypuráða- ncytisstcfnuskrá. 5. f. m. fóru fram þingkosning- ar i Bandaríkjunum. Republikana- flokkurinn vann allmikinn sigur, fjckk 238 þingsæti, en Demokratar 195. I Senatinu eru áhöld um flokkana. Wilson forseti var kos- inn af Demokrataflokknum, sem nú hefur orðið undir. Fregn frá 30. þ. m. segir að Lloyd Gorge hafi sagt í ræðu, að vcnjan væri, að þeir, sem bæri ó- sigur, væru látnir borga herkostn- aðinn, og þeirri reglu yrði að fylgja gagiivart pjóðverjum; þeir yrðu að borga herkostnaðinn, að svo tniklu leyti sem efni þeirrahrykkju til. Á liefndir kvaðst hann ekki hyggja, en þó yrði að ganga svo frá, að framvegis vissu þeir, sem ófrið byrjuðu, hvað biði þeirra að lokum. Clcmenceau hafði verið væntanlegur til Lundúna nú um mánaðamótintil þess að ræða við ráðandi menn Brcta um friðarskil- yrðin og kröfur þeirra keisaranum viðvíkjandi. En þegar Wilson for- seti kemur til Frakklands hefst í Versailles ráðstefna bandamanna til undirbúnings friðarmálafundin- um, en í enskri fregn frá 30, f. m. segir, að ekki sje enn ákvcðið, hve- nær friðarsamningamir verði byrj- aðir, og helst gert ráð fyrir að það verði ekki fyr en í janúarlok. Nú er sagt, að Wilson muni í Evrópuför sinni lara bæði til Eng- lands og ítalíu. Sagt er lika, að ýmsir menn í pýskalandi vilji bjóða honum til Berlínar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.